Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 14

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Ellert Vigfússon í Sjóvík Slökun að moka hrossaskít ÚR VERINU ÞING unga fólksins fer fram í fyrsta sinn nú um helgina. Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna standa fyrir þinginu og var það sett í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Þingið er nýr sameiginlegur umræðuvettvangur. Markmiðið er að vekja upp umræðu um málefni sem snerta ungt fólk og leiða í ljós hvort ná megi þver- pólitískri sátt um ákveðin mál. Ályktanir þingsins gætu þannig gefið vísbendingar um framtíðaráherslur Alþing- is. Ragnhildur Ragnarsdóttir, sem situr í samráðsnefnd, setti þingið og sagði blað vera brotið í sögu íslenskra stjórnmála. Enginn pólitískur skotgrafahernaður Fulltrúarnir koma til þingsins með það að markmiði að leggja dægurþras til hliðar, horfa til framtíðar og ein- blína á mál þar sem samstaða gæti hugsanlega náðst. Ungliðahreyfingarnar vonast til þingið sýni fram á að stjórnmál snúist fyrst og fremst um hvernig bæta megi samfélagið öllum til heilla. Vonast er til að skoðanaskipti sem skapist á þinginu geti verið ungu fólki hvatning til að láta að sér kveða og taka þátt í stjórnmálastarfi, hvar sem það kýs að skipa sér í flokk. Líkt eftir Alþingi 63 fulltrúar taka þátt í umræðum, eða jafnmargir og sitja á Alþingi. Þá samsvarar fulltrúafjöldi hverrar hreyfingar sætafjölda viðkomandi stjórnmálaflokks á Al- þingi. Þingsályktanir voru undirbúnar og lagðar fyrir þingið í gær og mál verða rædd í hópum sem svipar til nefnda Alþingis. Fulltrúar frá hverri hreyfingu eiga sæti í hverjum hópi. Greidd verða atkvæði um ályktanir þingsins, en þingslit verða á morgun. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, ávarpaði þing- ið við setninguna. Hann sagði umræðu um stjórn- málaþátttöku ungs fólks oft vera neikvæða, en lagði áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk sýndi áhuga á stjórnmálum og hefði afskipti af þeim. Halldór sagði ungt fólk vissulega hafa áhrif og nefndi 90% húsnæðislán og lækkun afborgana af námslánum sem dæmi um mál sem komin væru frá ungu fólki. Hann sagði stjórnmál vera listina að ná málamiðlunum og komast að niðurstöðu og undirstrikaði mikilvægi þess að unga fólkið ræddi saman sín á milli. Loks sagðist hann vonast til að sjá einhver andlitanna í salnum í þingsal í framtíðinni og sagðist sjálfur alls ekki á leiðinni að hætta þótt einhverjir vonuðust kannski til þess. Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúarnir voru einbeittir í upphafi þings unga fólksins, sem haldið er í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þing unga fólksins haldið í fyrsta skipti Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson ræddi um mikilvægi þess að ungt fólk sýndi áhuga á stjórnmálum og tæki þátt í þeim. ATHUGUN Hafrannsóknastofnunarinnar á magni og útbreiðslu loðnu úti fyrir Vest- urlandi gefur ekki tilefni til breyttrar veiði- ráðgjafar á yfirstandandi vertíð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fór í vikunni til athugana og mælinga úti fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum til að meta magn og útbreiðslu loðnu sem vart varð við út af Breiðafirði og Vestfjörðum en einnig veiddist loðna út af Miðnorðurlandi. Segir í tilkynningunni að loðnan sem veiddist út af Vestfjörðum hafi verið ólík þeirri loðnu sem mæld var í janúarbyrjun að því leyti að hlutfall fjögurra ára loðnu var mun hærra og einnig var nokkuð um tveggja ára kynþroska loðnu í aflanum. Því var álitið að hér gæti verið um nýja göngu að ræða. Loðna fannst víða á athugunarsvæðinu í umtalsverðu magni, mest í norðanverðu Nesdýpi og í Breiðafirði, en á síðarnefnda svæðinu var veiði alla þá daga sem athug- unin fór fram, 5.–10. mars. Þá varð vart loðnu norður í Djúpál, út af Ísafjarðar- djúpi, en ís hamlaði frekari athugunum á því svæði. Ekki meiri loðnukvóti „ÞETTA er mikill áfangi og árangur þrot- lausrar vinnu undanfarin níu ár. Þetta gefur okkur tækifæri til að njóta góðs af umhverf- ismerkjum og skilgreinir einnig þær kröfur sem eðlilegt er að gera til greinarinnar,“ segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, um samþykki Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða. Stefnumótunarvinna að umhverfismerking- um sjávarafurða hófst að marki í starfshópi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar árið 1996 en í henni áttu sæti fulltrúar bæði stjórn- valda og atvinnugreinarinnar. Kristján hefur tekið þátt í þessari vinnu frá upphafi og segir hann að á þeim tíma hafi umræðan um um- hverfismerkingar verið hávær og útlit fyrir að margir aðilar myndu vilja taka að sér um- hverfismerkingar. „Þá kom strax fram vilji til að setja ramma utan um umhverfismerkingar, því annars skapast hætta á að hver sá aðili sem tekur þær að sér setji eigin kröfur og starfsreglur sem geta verið óraunhæfar. Síð- an hefur megináherslan alltaf verið á að um- hverfismerkingar snúist um sjálfbærar veiðar og áhrif á vistkerfið og að merkið stæði fyrir sem það segðist standa fyrir.“ Kristján segir að núna sé þannig ekkert að vanbúnaði fyrir þá sem vilji bjóða umhverf- ismerki sjávarafurða. Krafan sé að við vottun þeirra sé fylgt leiðbeinandi reglum FAO. „Þannig munu allir helstu kaupendur sjáv- arafurða sem þess óska gera svipaðar kröfur um sjálfbærar veiðar. Auk þess þrengja regl- urnar svigrúm kaupenda til að setja fram óraunhæfar kröfur og misbeita vottun á sjálf- bærni í öðrum eða vafasömum tilgangi.“ MSC lagar sig líklega að FAO Umhverfismerkingarsamtökin Marine Stewarship Council (MSC) hafa um nokkurra ára skeið boðið umhverfisvottun fiskveiða og að í kjölfarið mætti merkja sjávarafurðir úr þeim með merki samtakanna. Kristján segir erfitt að átta sig á því hvaða áhrif hinar nýju reglur hafi á vottun MSC. Líklegast sé þó að MSC lagi sína starfshætti að reglum FAO. Kristján segir að Fiskifélag Íslands, ásamt sambærilegum samtökum á Norðurlöndum, hafi um nokkurt skeið kannað áhuga á því að koma á fót umhverfismerki, til dæmis fyrir fisk úr Norður-Atlantshafi. Honum sé auk þess kunnugt um að fleiri aðilar séu að íhuga umhverfisvottun. Kristján segir að í reglum FAO felist skil- greining á sjálfbærum veiðum, og í þeim sé kveðið á um hvernig standa á að vottun. „Í þeim eru reglur um hvernig eigi útfæra staðla, faggildingarstofur eiga að tryggja hæfni vott- unaraðilans, sem er þriðji aðili sem ber veru- leikann saman við staðlana. Þegar umhverf- issamtök taka aftur á móti að sér umhverfisvottun eru þau sjálf í öllum hlut- verkum, þau eiga merkið, setja kröfurnar og annast faggildinguna og ráða þannig starfs- réttindum vottunaraðilans. Það eru ekki eðli- leg vinnubrögð.“ FAO leggur til reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða Koma í veg fyrir misbeitingu Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.