Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 26

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 26
26 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ ÁRBORG Borgarnes | Einu sinni í viku koma að meðaltali 25 krakkar saman og taka þátt í TTT sem er kirkjustarf fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára. Jónína Erna Arnardóttir stýrir starfinu eins og undanfarin fjögur ár. Hún segir starfsemina óvenju blómlega í vetur og í allt hafi um 40 krakkar verið viðloðandi. ,,Þetta er tómstundaiðja fyrir alla krakka, en kannski ekki síst fyrir þá sem ekki eru í íþróttum. Dagskráin fylgir að stórum hluta skipulagi frá kirkjunni, t.d. byrjum við alltaf á því að biðja saman og svo syngjum við smávegis. Ég sýð samt svolítið saman líka, en núna er á dagskrá að horfa saman á stutt- mynd sem krakkarnir gerðu og léku sjálfir í. Myndin fjallaði um einelti og boðskapurinn er að níðast ekki á öðrum.“ Eiga fósturbörn á Indlandi Ýmislegt hefur verið á dagskrá í vetur, t.d. héldu krakkarnir kaffi- sölu til styrktar fórnarlömbum á flóðasvæðinu í Asíu. ,,Þau bökuðu sjálf, helltu á könnuna og buðu svo með sér foreldrum, öfum og ömm- um og seldu þeim kaffið. Út úr þessu komu alls 35.000 kr sem runnu óskiptar til söfnunarinnar,“ segir Jónína, ,,og svo er gaman að segja frá því að þau eru með tvö fósturbörn á Indlandi, sem þau styrkja. Aðalfjáröflun til þess fer fram með pakkauppboði á haustin og dugir oftast peningurinn út ár- ið“. Um daginn kepptu kakkarnir í „Gettu betur“ spurningaspilinu við aðra krakka í TTT-starfi á Akra- nesi. „Því miður töpuðu okkar krakkar, en þetta var auðvitað bara til gamans gert. Samstarf við aðra er smávegis en við förum í vorferð í Vatnaskóg á hverju ári og erum einmitt núna að byrja að æfa skemmtiatriðin fyrir ferðina“ segir Jónína. Aðspurð segist hún vera mjög ánægð með starfið í vetur; „þetta eru ofsalega duglegir og kraftmikl- ir krakkar, og ég vona jafnframt að þeir séu að læra eitthvað gott fyrir framtíðina.“ Duglegir og kraftmiklir krakkar í TTT Morgunblaðið/Guðrún Vala TTT Föngulegur hópur krakka í kirkjulegu starfi TTT ásamt Jónínu Ernu Arnardóttur sem stýrir starfinu. Selfoss | „Mér fannst það mjög góður kostur að koma hingað á Selfoss þegar við komum frá Sví- þjóð og byrja að starfa hérna. Mér finnst gott að vinna hér í því sam- félagi þar sem ég ólst upp. Fólk kemur til mín og vill fá þjónustu og ég á gott með að horfa hlut- laust á málin og takast á við mál- efni hvers sjúklings eins og þau liggja fyrir,“ segir Óskar Reyk- dalsson læknir sem hefur verið ráðinn lækningaforstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurlands. Um er að ræða nýja stöðu við stofn- unina en hún varð til við samein- ingu heilbrigðisstofnana á Suður- landi 1. september síðastliðinn. Lækningaforstjórinn er yfirmaður allrar læknisþjónustu stofnunar- innar og situr í framkvæmdastjórn hennar. Óskar fæddist árið 1960 á Sel- fossi. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1986, var í sérnámi í heim- ilislækningum í Svíþjóð á árunum 1989–1994. Hann lauk einnig sér- fræðingsprófi í heimilislækningum 1993. Þá lauk hann prófi í stoð- kerfisfræði fyrir lækna í Stokk- hólmi 1995. Frá 1994 starfaði hann sem sérfræðingur í heim- ilislækningum, fyrstu tvö árin á heilsugæslustöð í Falun í Svíþjóð en síðan 1. janúar 1996 við Heilsu- gæslustöðina á Selfossi. Hann var starfandi yfirlæknir frá 1998–2001. Hefur verið formaður læknaráðs á árunum frá 2002 og er núverandi formaður læknaráðs Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands. Óskar hef- ur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum félagasamtaka, til dæmis verið formaður Félags íslenskra heimilislækna í Svíþjóð. Framhaldsnámið í Svíþjóð byggðist mikið á skipulögðu starfi á heilsugæslunni og á spítala, á mörgum deildum. Óskar kveðst hafa fengið mikið út úr þessari veru sinni með fjölskyldunni í Sví- þjóð, við nám og vinnu. Tækifæri til að byggja upp góða læknisþjónustu „Það var gott að vera í Falun í þessi sjö ár sem þetta tók og við áttum góð ár þarna. Ég er mikill fjölskyldumaður og fjölskyldan skipar stóran sess hjá mér í mín- um tómstundum og mér líður vel í faðmi fjölskyldunnar. Það þarf að sinna af alvöru öllum þeim að- stæðum sem þar koma upp,“ segir Óskar en hann er kvæntur Bryn- dísi Guðjónsdóttur, kennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands, og eiga þau hjónin fjögur börn. „Núna er hér orðin til stofnun sem nær frá Þorlákshöfn til Kirkjubæjarklausturs. Þetta er mikið umfang og mitt hlutverk sem lækningaforstjóra er að fylgj- ast með því að læknisþjónustan sé veitt samkvæmt lögum og það út af fyrir sig er heilmikið mál. Hin faglega stjórnun á hverjum stað er í höndum læknanna sem þar eru, yfirlæknanna á stöðvunum, og það breytist ekkert. Þetta er ný staða sem tekur þátt í stjórnun og mótun stofnunarinnar. Hlutverk mitt er að tryggja samstarf allra eininganna sem undir stofnunina heyra og stuðla að betri heilbrigð- isþjónustu sem gerist meðal ann- ars með nýtingu á sérfræðiþjón- ustu sem fyrir hendi er hjá stofnuninni. Fyrstu skrefin í sam- einingunni hafa verið tekin og þau byggjast á því að tryggja góða þjónustu á dagtíma og síðan að veita fólki það öryggi að það geti komið hingað á Selfoss ef eitthvað bjátar á, vitandi það að það er alltaf læknir hér í húsinu. Það fylgir því öryggi að geta leitað á einn stað utan venjulegs vakta- tíma ef eitthvað alvarlegt kemur upp. Sameiningin gefur einnig tæki- færi til að tengja læknana betur saman starfslega og mynda starfs- umhverfi sem verður hvetjandi, skapandi og um leið gefandi. Menntun hvers og eins getur nýst betur fyrir heildina og menn fá meira tækifæri til að gefa af sér en ella væri. Ég sé mikil tækifæri í þessum aðstæðum og núna höf- um við fengið úthlutað einum læknakandídat í starfsþjálfun á HSS fyrir allt svæðið. Læknahóp- urinn skipuleggur starf þessa kandídats yfir allt svæðið en þann- ig getur hann kynnst mjög fjöl- breyttum aðstæðum,“ segir Óskar þegar hann ræðir hið nýja starf sitt og þá sýn sem hann hefur á það. Starf læknisins er heillandi „Mér finnst læknastarfið mjög heillandi, kannski sérstaklega vegna þess að maður fær gott tækifæri til þess að gera gagn með vinnu sinni og vinna við það sem maður hefur lært. Auk þess er þetta mjög gjöfult og skemmti- legt starf og segja má að eina hindrunin í starfinu sé að maður hefur ekki allan þann tíma sem maður vill til að sinna hverju til- viki fyrir sig,“ segir Óskar þegar talið berst að starfi heimilislækn- isins. Um það hvers vegna fólk velji læknisfræðina segir Óskar: „Lang- flestir velja læknisfræðina af metnaði því það er mikil ögrun fólgin í því að takast á við námið. En um leið þarf maður að hafa áhuga á mannlegum samskiptum því þau skipta höfuðmáli í starf- inu. Læknislistin byggist á góðum samskiptum við fólk. Læknirinn þarf að geta talað við fólk, hlustað og geta skilið og fengið fólk til að skilja þau skilaboð sem hann vill koma til þess. Staða læknisins er afar mik- ilvæg í samfélaginu sem byggist á því öryggi sem því fylgir fyrir íbúana að hafa hann á svæðinu. Hann er alltaf til taks þegar á þarf að halda, svo sem ef stóráföll verða, og íbúunum finnst það gott og þannig á það að vera,“ segir Óskar Reykdalsson. Óskar Reykdalsson ráðinn í nýtt starf lækningaforstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Finnst læknisstarfið heillandi og skemmtilegt Læknir Óskar Reykdalsson, nýráð- inn lækningaforstjóri Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorlákshöfn | Verkefnisstjóri Feyg- ingar hf. vonast til að línvinnsla geti hafist í verksmiðju fyrirtækisins í Þorlákshöfn í júnímánuði. Unnið er að uppsetningu tækja til vinnslunn- ar. „Þetta gengur heldur hægt eins og er. Það hefur vantað fjármagn en við erum að vinna í því,“ segir Kristján Eysteinsson, verkefnisstjóri lín- vinnslunnar hjá Feygingu hf. Hug- myndir hafa lengi verið uppi um að hefja línvinnslu hér á landi og til- raunir með ræktun á hör hafa staðið yfir í áratug. „Þetta er orðinn langur tími en hann hefur verið lærdóms- ríkur. Við höfum náð að gera tilraun- ir með ræktun og vinnslu og fengið mat á gæðum framleiðslunnar. Það á eftir að skila sér,“ segir Kristján. Óþolinmóðir kaupendur Komið hefur verið upp vinnslulínu í verksmiðjunni til blautvinnslu á líni þar sem stöngulhýðið er skilið frá trefjunum. Trefjunum er síðan náð hreinum með völsun og loks eru þær þurrkaðar í sérstökum klefa sem eft- ir er að koma upp. Vel lítur út með sölu á hráefninu, að sögn Kristjáns. Varan er seld til markaðs- og spunafyrirtækja enda er hún mest notuð í fatnað. Segir Kristján að væntanlegir kaupendur séu orðnir heldur óþolinmóðir. Og hann segir að Evrópusambandið stefni að því að hætta niðurgreiðslu á hörræktun og það muni koma sér vel fyrir Feygingu. Bændur á Suður- og Vesturlandi hafa ræktað hör fyrir Feygingu á síð- ustu árum og því eru nokkrar birgðir af hráefni fyrirliggjandi. Kristján telur að sá þurfi í um 500 hektara í vor en það er margfalt meira en verið hefur undanfarin ár. Verkmiðjan mun síðan þurfa mun meira hráefni á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. Síðar er ætlunin að vinna hráefnið meira í verksmiðjunni í Þorlákshöfn, kemba trefjarnar þannig að þær verði tilbúnar fyrir spunafyrirtækin. Segir Kristján að í því felist talsverð- ur virðisauki fyrir Feygingu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hörstrá Bændur eru áhugasamir um fyrirhugaða línvinnslu í Þorlákshöfn. Hér eru Guðmundur Böðvarsson á Syðra-Seli og Magnús Jónsson á Kóps- vatni að skoða hörstrá í heimsókn kúabænda í verksmiðju Feygingar. Unnið að upp- setningu tækja línvinnslunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.