Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MÓÐIR jörð er efniviður tveggja sýninga sem
opnaðar verða í Listasafni ASÍ í dag.
Sigrid Valtingojer opnar sína 20. einkasýn-
ingu með frottage-myndum, þar sem náttúran
sjálf, íslenskt hraun, skapar myndefnið. „Að-
ferðin sem ég nota við þessar myndir kemur
frá Japan, en hún er þekkt víðar í Asíu. Þar
eru frottage-myndir af þessu tagi vel þekktar.
Þetta er því ekkert nýtt, en ég held þó að eng-
inn hafi beitt aðferðinni á íslenskt hraun áður.
Ef hraunið er ekki orðið mosavaxið eða gróið,
þá er mjög gaman að nota það sem mót. Til
þess að gera þetta þarf ég ákveðna tegund af
svertu, sem ég fæ frá Japan, og pappírinn þarf
helst að vera japanskur koso-pappír, sem er
níðsterkur, þannig að hann rifni ekki í beittu
hrauninu.“
Sigrid kallar sýninguna Hörund jarðar.
Áferðin á hverju verki er sérstök, misgróf og
misþétt, en úr hverju þeirra skín hreyfing og
líf náttúrunnar sem eitt sinn var á eldsjóðandi
fart yfir annað land. „Ég þurfti oft að leita
lengi til að finna rétta hraunið, – jafnvel
ferðast 80 kílómetra milli staða. Ég byrjaði í
Hellnahrauni í Hafnarfirði, en þar var ég rek-
in burt, bærinn óx svo hratt, og allt í einu var
ég komin í byggð, með vinnuvélar allt í kring-
um mig. Ég varð að finna mér nýjan stað.
Stikurnar sem þú sérð hérna benda á það að
við erum alltaf að taka meira og meira af jörð-
inni. Við ættum að passa okkur á því hvað við
tökum og eyðileggjum. Það var ekki bara ég
sem var hrakin í burtu, heldur líka fuglar og
annað líf.“
Sigrid hefur unnið við hraunmyndirnar í
þrjú sumur, en segir að það hafi tekið langan
tíma að ákveða hvernig hún vildi setja mynd-
irnar upp, – henni fannst þær þurfa eitthvað
annað en hefðbundna uppsetningu í ramma.
Hraunið er ekki nýtt í íslenskri myndlist og
nægir þar að nefna Þingvallamálverk Kjar-
vals. Hennar hraun er þó allt öðruvísi – fyrir
það fyrsta eru þetta ekki víðar breiður, heldur
eins konar sýnishorn í nærmynd. „Ég hef allt-
af verið hugfangin af þessu skógarlausa, bera
landslagi. Fyrir tuttugu árum gerði ég myndir
– ætingar – af eldfjöllum, og ég sýni þær niðri
í arinstofunni. Mér finnst gaman að sjá þær
aftur núna, – það eru allt annars konar hraun-
myndir. Viðfangsefnið er það sama, en mynd-
irnar gjörólíkar.“
Sigrid segir að þótt tími landslagsmálverks-
ins sé liðinn, þá sé náttúran enn manneskjunni
allt. „Við getum ekkert skapað án hennar. Ef
við horfum á hana í smásjá koma ótrúlegustu
hlutir í ljós. Og því dýpra sem við förum sjáum
við meira. Þar er ekkert nýtt, en okkar er að
leita. Við sjálf erum auðvitað hluti af þessari
náttúru.
Ég var svo heppin að upplifa einu sinni eld-
gos. Það var ótrúleg reynsla. Ég stóð þarna og
horfði á breiðurnar af fljótandi eldi renna
hratt framhjá mér. Svo storknar þetta og
kólnar, og tekur á sig þetta stórkostlega
mynstur, en hreyfingin situr enn í því.“
Það er ákveðinn samhljómur milli hrauns-
ins, sem getur verið mörg þúsund ára gamalt,
og þeirrar ævafornu aðferðar sem Sigrid not-
ar til að fanga það á pappír. Í sýningarskrá
skrifar dr. Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðingur um hraunin, aldur þeirra og áferð.
„Það skiptir mig máli að vita hvar og hvenær
hraunið mitt rann úr móður jörð.“
Keramikprinsessa í Japan
Í Gryfju listasafnsins, á neðri hæð, sýnir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir verk úr postu-
líni og leir, sem hún vann í Japan. Handleikur
er yfirskrift sýningarinnar, en ljósmyndir af
höndum og snerting fingra við leirinn eru yf-
irfærð á verkin sjálf.
„Ég var í þrjá mánuði í Japan á síðasta ári, í
prógrammi í Shigaraki Ceramic Cultural
Park, og þar vann ég þessar myndir. Japanir
eiga sér langa og flotta keramikhefð, og mað-
ur horfir því svolítið þangað þegar maður vill
skoða fallegt keramik. Japanir horfa allt öðru-
vísi á keramik en aðrir. Þegar þeir skoða verk
úr leir, skál eða bolla, handleika þeir hlutinn
lengi, velta honum lengi milla fingra sér,
skoða botninn og það sem ekki sést jafn vel og
annað. Þeir virðast alltaf vera að leita að full-
komnun, og handbragðið verður að vera gott.
Þeir skoða líka vel hvað brennslan sjálf gefur
hlutnum. Þótt það komi sprunga eða eitthvað
óvænt gerist gefa þeir slíkum hlutum samt
tækifæri og dæma hann ekki ónýtan. Þeir tala
þá stundum um svoleiðis uppákomu sem koss
frá eldinum. Þeir búa við þessa ríku hefð og
bera gríðarmikla virðingu fyrir henni. Það
dvelja jafnan þrettán listamenn í einu á þess-
um stað og stór hluti hópsins var Japanir.“
Í einu horni Gryfjunnar er fjöldi bláleitra
skála, og þær eru renndar á rennibekk, sem er
forvitnilegt, því Kristín hefur lítið notað bekk-
inn; er vön að steypa verkin sín í mót. „Ég
vinn mikið í gifs, bý til mót og steypi postulín
og leir í þau. Einu vonbrigðin við staðinn í
Japan voru þau að gifsverkstæðið þeirra var
ekki sérlega vel tækjum búið og ekki í góðum
tengslum við aðra vinnuaðstöðu. Ég hugsaði
með mér að úr því svo var væri bara best að
gera eitthvað allt annað, og ákvað að prófa aft-
ur rennibekkinn, sem ég hafði varla snert síð-
an í skólanum. Mér fannst alltaf frekar lítið
skemmtilegt að vinna við hann. Þetta varð því
miklu skemmtilegra en það sem ég hafði fest í
minningunni. Ég renndi formin, en vann svo
meira með þau, skar úr þeim og sló þau saman
og kreisti, þannig að þetta varð miklu meiri
leikur en að renna eftir máli, eins og maður
gerði í náminu. Á endanum þótti mér það frá-
bært að gifsverkstæðið skyldi vera eins og það
var, því ég fékk um leið tækifæri til að gera
eitthvað nýtt, og ég get svo sannarlega hugsað
mér að renna meira í framtíðinni.“
Kristín segir að þrátt fyrir alla þá lotningu
sem Japanir sýni keramikhefðinni geti sú
virðing líka verið hamlandi í listinni. „Sumir
hverjir verða fastir í handverkinu og leggja
allt upp úr fullkomnuninni. Þeir eru gríð-
arlega agaðir í vinnubrögðum og rosalega
duglegir. Við útlendingarnir vorum sennilega
miklu hömlulausari og tilbúnari að prófa nýja
hluti. Hér á Íslandi finnst mér hafa verið lægð
í leirvinnslu á undanförnum árum og eitthvert
leiðindaviðhorf í gangi. Oft finnst mér lítil
virðing borin fyrir hugverkum listamanna,
sérstaklega í keramiki. Það skortir kannski
bara meiri almenna þekkingu og kannski
lengri hefð. Ég hef að gamni velt því fyrir mér
eftir ferðina, hvernig það væri ef við Íslend-
ingar hefðum ekki haft þessa miklu bók-
menntahefð, en hefðum haft keramikhefð í
staðinn. Ef ég sagði við Japana að ég ynni ker-
amik, og starfaði í Shigaraki, þá bukkaði fólk
sig og beygði, og mér leið svolítið eins og ég
væri prinsessa. Þetta var talsvert öðruvísi
mórall en ég á að venjast heima, og ég kunni
bara ágætlega við það, svona í smátíma. En
svo var líka alveg frábært að koma heim,
breytast úr keramikprinsessu í keramik-
skessu, með hugann fullan af hugmyndum og
jákvæðni sem vonandi eiga eftir að endast
mér lengi.“ Dagbók Kristínar úr Japansferð-
inni er að finna á vef hennar http://
www.subba.is. Sýningarnar eru opnar alla
daga nema mánudaga frá kl. 13–17 til 3. apríl.
Myndlist | Móðir jörð í tveimur sýningum í Listasafni ASÍ sem opnaðar verða í dag
Íslenskt hraun á japanska vísu –
japanskur leir á íslenska vísu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir í Gryfjunni.
Sigrid Valtingojer sýnir í Ásmundarsal.
UNGIR snillingar er yfirskrift raðar
af leiksýningum sem Barbican
Centre og Young Vic-leikhúsið í
London hófu í vetur og heldur
áfram í haust.
Hugmyndin byggist á þeirri sann-
færingu stjórnenda leikhússins að
snilligáfu megi skilgreina sem skap-
andi kraft, frumkvæði og áræði sem
komi fljótt fram og sagan hafi sýnt
að fyrstu verk ungra snillinga séu
oft hlaðin krafti og áræði sem brjóti
ný lönd í listrænum skilningi og þar
megi oft sjá dæmi um uppstokkun
viðtekinna hugmynda og umturnun
hefðbundinna gilda.
Íslenska leikstjóranum Gísla Erni
Garðarssyni hefur verið boðið að
taka þátt í þessu spennandi verkefni
og mun hann sviðsetja Vojtsek eftir
hinn þýska George Büchner (1813–
1837) sem lést úr taugaveiki tæp-
lega 24 ára að aldri. Büchner var þá
búinn að setja mark sitt á leiklist-
arsöguna með óyggjandi hætti, með
þremur leikritum sem öll hafa stað-
ist tímans tönn, harmleiknum
Dauða Dantons, gamanleiknum
Leonce og Lena og Vojtsek sem
honum auðnaðist ekki að ljúka við
en er þó talið til meistaraverka
heimsbókmenntanna.
Frumsýna í Reykjavík
Gísli Örn kveðst nú í óða önn að
setja saman hóp leikara og list-
rænna stjórnenda en kjarninn er þó
hinn sami og stóð að hinni marg-
rómuðu sýningu á Rómeó og Júlíu.
Þá er leikskáldið Jón Atli Jónasson
að vinna leikgerð fyrir sýninguna,
en þar sem höfundinum auðnaðist
ekki að ljúka við verkið hafa leik-
stjórar og leikskáld verið órög við
að sníða verkið að hugmyndum sín-
um hverju sinni. „Af leikurum get
ég nefnt þau Nínu Dögg Filipp-
usdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og
Ólaf Egilsson en hugmyndin hjá
okkur er að hefja æfingar í vor og
æfa í sumar og frumsýna hér í
Reykjavík í byrjun september. Síðan
verður frumsýning í Barbican leik-
húsinu í London 10. október.“
Gísli Örn segir að það hafi verið
eins konar samspil tilviljunar og
heppilegrar tímasetningar sem varð
til þess að honum bauðst þetta verk-
efni. „Í fyrrahaust var ég út í Ham-
borg í Þýskalandi þegar ég hitti
leikhússtjórana frá Barbican og
Young Vic-leikhúsunum. Þau voru
þá að leita að spennandi sýningu á
Vojtsek til að bjóða yfir til Englands
en okkar spjall varð til þess að þau
buðu mér að setja upp sýningu á
verkinu og það er auðvitað alveg
ljóst að sýningin á Rómeó og Júlíu í
Young Vic í hittiðfyrra og síðan á
West End í vetur hafði mikil áhrif á
þetta.“
Sýning fyrir stórt svið
Gísli Örn segir þetta frábært
tækifæri og mikil viðurkenning fel-
ist í því að vera boðin þátttaka í
þeim glæsilega hópi ungra leik-
stjóra sem munu setja upp sýning-
arnar á leikritum ungra snillinga.
Af þeim má nefna Ljónið og dem-
antinn, æskuverk hins nígeríska
nóbelskálds Wole Soyinka, Bubba
kóng eftir Alfred Jarry, Tamb-
urlaine eftir Christopher Marlowe
og einnig verk eftir nútímahöfunda
eins og Söruh Kane.
Enn er ekki ákveðið hvar frum-
sýnt verður í Reykjavík en þegar
haft er í huga að sviðið í Barbican
Centre er geysistórt og salurinn
tekur 1.100 manns í sæti þá þurfa
Gísli Örn og félagar að leita að stóru
sviði til að sýningin fái notið sín hér
ekki síður en þar ytra.
Leiklist| Gísli Örn Garðarsson leikstýrir í Barbican Centre í London
Íslensk sýning á Vojtsek
Morgunblaðið/Jim Smart
havar@mbl.is
Jón Atli Jónasson og Gísli Örn Garðarsson: Á leið til London.
HINN þekkti þýski leikstjóri
Christoph Schlingensief frumflytur
nýtt verk, Animatograph, í Klink og
Bank á Listahátíð
í vor. Verkefnið
er framlag aust-
urrísku hertoga-
ynjunnar Franc-
escu Von
Habsburg og
stofnunar henn-
ar, T-B A21 í Vín,
til Listahátíðar
og Klink og Bank.
Schlingensief
hefur undanfarið undirbúið verk-
efnið hér á landi, en að því koma all-
margir íslenskir listamenn, bæði frá
Klink og Bank og Þjóðleikhúsinu,
sem er samstarfsaðili að verkefninu
auk Landsbankans.
Um er að ræða að hluta til kvik-
mynd, sem varpað er á hringsvið þar
sem ýmsar verur eru á kreiki. Vinn-
ur leikstjórinn út frá ýmsum minn-
um úr verkum Wagners, afrískum
trúarhefðum, Íslendingasögunum og
íslenskum samtíma.
Schlingensief og hans áhöfn sáu
um leikmynd og leikstjórn á Parsifal
eftir Wagner á Bayreuth-hátíðinni í
fyrra og vakti sýningin gríðarlegar
deilur. Pierre Boulez stjórnaði flutn-
ingnum.
Þegar er ákveðið að nýja verkið
verði sýnt í Berlín, New York og Vín
og mun það breytast á hverjum stað.
Schlingen-
sief í Klink
og Bank
Christoph
Schlingensief