Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KIRKJA FYRIR ALLA
Tillaga, sem samþykkt var ámálþingi Prestafélags Íslandsog Félags aðstandenda sam-
kynhneigðra í fyrradag, er mikil-
vægt skref í átt til sátta um málefni
samkynhneigðra innan þjóðkirkj-
unnar.
Tillagan kveður á um að stjórnir
félaganna skipi starfshóp til að
semja hjónavígsluritúal sem henti
jafnt gagnkynhneigðum sem sam-
kynhneigðum hjónum. Starfshópur-
inn á að skila af sér innan þriggja
mánaða. Gera verður ráð fyrir að í
framhaldinu muni stofnanir þjóð-
kirkjunnar fjalla um tillögu hópsins
að nýju ritúali, sem tekið yrði upp í
helgisiðabók kirkjunnar.
Skortur á opinberu hjónavígslu-
ritúali þjóðkirkjunnar fyrir samkyn-
hneigð hjón hefur verið ein helzta
ástæða þess að samkynhneigðum
finnst þeir ekki velkomnir í kirkj-
unni. Þeir spyrja eðlilega að því
hvers vegna kirkjan viðurkenni ekki
og blessi samband þeirra með sama
hætti og samband gagnkynhneigðra.
Af hverju kirkjan skrifi ennþá upp á
það á 21. öldinni að samlíf þeirra og
tilfinningar séu syndsamlegar.
Margir samkynhneigðir spyrja: Er
ég í augum kirkjunnar sjálfkrafa
syndari vegna þess hvernig ég er af
Guði gerður?
Og það eru auðvitað miklu fleiri en
samkynhneigðir, sem spyrja. Það
eru foreldrar þeirra, systkini, önnur
skyldmenni og vinir, sem hljóta að
spyrja af hverju þeir geti ekki sam-
fagnað ástvinum sínum, sem ganga í
hjónaband, í kirkju. Með óbreyttri
afstöðu í þessu máli á kirkjan því
miður á hættu að gera stóran hóp –
miklu fleiri en samkynhneigða,
kristna menn – sér fráhverfan.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir,
varaformaður Félags aðstandenda
samkynhneigðra, spurði í ræðu sinni
á málþinginu: „Hefur hin íslenska,
lúterska kirkja sem um leið er þjóð-
kirkja landsins efni á að missa frá
sér stóra hópa kristins fólks vegna
einstrengingslegrar afstöðu staðn-
aðra viðhorfa? … Óskar kirkjan sér
þess hlutskiptis að almenningur velji
þá leið að segja sig úr þjóðkirkjunni
vegna stefnuleysis hennar í málefn-
um samkynhneigðra? … Er það eðli-
legt að um leið og einstaklingur við-
urkennir samkynhneigð sína sé hann
að velja að vera ekki virkur og við-
urkenndur einstaklingur í þjóðkirkj-
unni og kristnu samfélagi þjóðarinn-
ar?“
Þetta eru knýjandi spurningar,
sem mikilvægt er að þjóðkirkjan
svari.
Hvað sem núverandi afstöðu
kirkjunnar líður, er ljóst að þeim
fjölgar hratt innan hennar, sem vilja
koma til móts við samkynhneigð trú-
systkin sín. Einn þeirra er sr. Sig-
finnur Þorleifsson, sem á málþingi
FAS og PÍ varaði við því að kirkjan
„burðaðist með klafa fortíðarinnar
og væri kengbeygð inni í mannskiln-
ingi þess liðna,“ eins og það var orð-
að í frétt Morgunblaðsins í gær.
Á málþinginu var spurt: „Getur ís-
lenzka þjóðkirkjan haft forystu í
málefnum samkynhneigðra?“ Svarið
er að auðvitað hefur hún allar for-
sendur til þess. Þjóðkirkjan hefur í
mörgum öðrum málum verið fljót að
laga sig að samfélagsbreytingum,
nema ný lönd, færa boðun fagnaðar-
erindisins út á meðal fólksins og
berjast gegn gömlum fordómum.
Það er ein helzta ástæða þess að
staða kirkjunnar og kristinnar trúar
er jafnsterk á Íslandi og raun ber
vitni. Sú ákvörðun að samþykkja
hjónavígsluritúal fyrir öll hjón, bæði
samkynhneigð og gagnkynhneigð,
væri liður í að viðhalda þeirri stöðu
kirkjunnar á Íslandi.
UMFJÖLLUN UM SAKAMÁL
Umfjöllun fjölmiðla um sakamálvar til umræðu á málþingi, sem
Biskupsstofa, Blaðamannafélag Ís-
lands og Lögmannafélag Íslands
héldu fyrr í vikunni. Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra, sem hefur
mikla og langa reynslu af blaða-
mennsku, var meðal frummælenda á
málþinginu og sagði hann eins og
greint var frá í Morgunblaðinu í gær
að mannlegur harmleikur hefði
ávallt verið fréttaefni, en ljóst væri
að fjölmiðlar nálguðust efnið með
ólíkum hætti og á ólíkum forsendum.
Mikilvægt væri að fjölmiðlar temdu
sér vandaðan málflutning um saka-
mál þar sem allar hliðar mála væru
kannaðar og ekki gengið of nærri
fólki. Björn vísaði til orða Elínar
Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmda-
stjóra Dómstólaráðs, sem sagði í við-
tali við Morgunblaðið á miðvikudag
að sú staða gæti komið upp að „um-
fjöllun fjölmiðla [kynni] oft á tíðum
að reynast þeim sem í hlut eiga
þungbærari en dómsniðurstaðan
sjálf“.
Það er ljóst að fjölmiðlar eru um
þessar mundir ágengari en áður í
umfjöllun um mannlega harmleiki á
borð við sakamál. Þetta á reyndar
ekki við um alla fjölmiðla og beindist
gagnrýni á þinginu einkum að einum
fjölmiðli, DV, eins og fram kemur í
umfjöllun Morgunblaðsins bæði í
gær og í dag.
Í siðareglum Blaðamannafélags
Íslands segir að blaðamaður „forðist
allt sem valdið [geti] saklausu fólki,
eða fólki sem á um sárt að binda,
óþarfa sársauka eða vanvirðu“. Það
er ekki aðeins vandamál hvers fjöl-
miðils hversu langt skal ganga í að
afla upplýsinga og hvað skuli birta,
heldur hvers blaðamanns, sem verð-
ur að gæta þess að með störfum sín-
um varpi hann ekki rýrð á stéttina
alla. Þess verður að gæta að umfjöll-
un um viðkvæm mál vegi ekki að
einkalífi fólks nema augljóst sé að
hún varði almannahagsmuni. Jafnvel
í markaðsþjóðfélagi, þar sem fólk
teygir sig æ lengra til að selja vöru
sína, á það við.
Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlut-
verki við að upplýsa almenning og
veita yfirvöldum aðhald, en þeir bera
líka allir mikla ábyrgð og um þá –
alla – á við það sem fyrsti dagblaðs-
útgefandi á Íslandi, Einar Bene-
diktsson, kvað; að „aðgát skal höfð í
nærveru sálar“.
Þ
að gleður okkur Önu Mariu og
hljómsveitarstjóra okkar Eugene
Kohn, sem er nú þegar farinn á æf-
ingu með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, að vera komin til Íslands í
fyrsta sinn. Það fylgja því alltaf miklar tilfinn-
ingar og tilhlökkun að syngja á nýjum stað,
jafnvel eftir fjörutíu ára feril. Ég reikna með
því að Íslendingar hafi heyrt mig syngja í
sjónvarpi eða á plötum, en þeir eiga eftir að
uppgötva hvernig ég syng augliti til auglitis,
því það er hreint ekki það sama. Sambandið
við hlustendur skiptir svo miklu máli á svona
tónleikum; – að heyra viðbrögðin eftir hverja
aríu eða dúett. Þetta er líka allt öðru vísi en í
óperunni, þar sem maður fær engin viðbrögð
fyrr en allt er búið. Á tónleikum þarf maður að
ná öllum með sér strax. Á tónleikum er það
gagnkvæm tjáning ástar milli söngvarans og
hlustenda sem gerir slíka kvöldstund vel
heppnaða. Þess vegna er svo mikið í húfi fyrir
mig að kynnast nú íslenskum áheyrendum í
fyrsta sinn. Fyrir mann eins og mig eru ekki
margir nýir staðir eftir, og því er ég bæði
hrærður og glaður að fá þetta tækifæri.“
Svo mæltist Placido Domingo, við upphaf
blaðamannafundar hans og Önu Mariu Mart-
inez á Hótel Nordica í gær, en tónleikar þeirra
með Óperukórnum og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands verða í Egilshöll annað kvöld kl. 20.
Ana Maria Martinez tók í sama streng og
Domingo.
„Íslandsferðin er búin að vera okkur mikið
tilhlökkunarefni. Við komum hingað í gær-
kvöldi [fyrrakvöld], og að vakna upp við þetta
fallega útsýni hér er ákaflega heillandi, og fólk
hér er hlýtt og yndislegt.“
Komið hefur fram að Domingo muni syngja
eitt íslenskt lag á tónleikunum, og hann var
því að vonum spurður hvernig honum sæktist
íslenskunámið.
„Ég segi ekkert – veit ekki einu sinni hvort
þetta verður hægt! Íslenskan er svo ólík
spænskunni. Þú ert að spyrja um eftirréttinn
áður en við ræðum um forrétt og aðalrétt.“
Domingo hefur ekki heyrt í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, en kveðst vita nokkuð vel
við hverju búast má, hann hafi hlýtt á upp-
tökur hennar af verkum Sibeliusar. „Ég hlakka
ævinlega til að kynnast nýrri hljómsveit.“
Aðspurður um efnisskrá tónleikanna hér,
sagði Domingo, að nauðsynlegt væri að hafa
hana blandaða. „Við erum óperusöngvarar, en
getum auðvitað sungið fleira. Óperan er það
erfiðasta sem við syngjum. Þegar við syngjum
óperutónlist, gleðjast áheyrendur okkar. En
þegar við syngjum annað, eins og spænsku
zarzuela-tónlistina, verður fólk jafnvel enn
hrifnara, þótt það þekki það síður. Þetta er
það sem ég elska við blandaða efnisskrá, og
þetta hentar betur á stórtónleikum sem þess-
um; – allir fá eitthvað fyrir sig; – en líka fleira.
Ef fólki líkar efnisskráin, njótum við þess vel
að syngja.“
Þegar tónlistin kveður stærðfræðina
Sem kunnugt er, er Placido Domingo einnig
menntaður hljómsveitarstjóri, og hefur hin síð-
ar ár æ meir fært sig yfir á það svið tón-
leikanna. Hann segir það alls ekki erfitt þrátt
fyrir þá kunnáttu, að syngja undir stjórn ann-
arra hljómsveitarstjóra, en mikilvægt sé fyrir
sig að vinna með hljómsveitarstjórum sem
hann þekki vel, og Eugene Kohn er einn af
þeim. „Ég hef verið svo heppinn að vinna mest
allt mitt líf með frábærum hljómsveit-
arstjórum. Mér fannst þetta erfiðara í upphafi
ferils míns, þegar ekki var alltaf völ á bestu
hljómsveitarstjórunum þar sem ég söng. En
samskipti milli söngvara og hljómsveitarstjóra
eru alltaf ákveðin samræða. Tónlistinni má
líkja við stærðfræði og í teóríunni er hún jafn
fullkomin. En þegar kemur að túlkun og til-
finningum kveður tónlistin stærðfræðina. Ef
listamennirnir rata inn á kenndir hvers annars
í listinni, verður þessi samræða góð. Ég reyni
ævinlega að stilla mig, en auðvitað hef ég lent
á hljómsveitarstjórum sem hafa verið með ein-
ræðistilburði. Þá hef ég tekið þá afstöðu að
segja: „Ég veit að þú vilt hafa þetta svona, en
þannig get ég ekki gert það. Geturðu hjálpað
mér að finna lausn á því?“ Þannig er auðveld-
ara að nálgast slíkan stjórnanda. Það er ekki
hægt að sýna stífni, fólk verður að vera í raun-
veruleikanum. Söngröddin er líka viðkvæmast
hljóðfæra. Sá sem leikur á annað hljóðfæri hef-
ur meiri sveigjanleika hvað þetta varðar en
söngvarinn. Okkur verður að líða vel með
hljóðfærið okkar, annars líður okkur sjálfum
illa. Stjórnandinn verður að vinna með okkur,
Placido Domingo og Ana Maria Martinez eru komin í fyr
stjarna; goðsögn í lifanda lífi, hún er ein af yngstu stjörn
mannafund þeirra í gær, þar sem Domingo sagði, að eng
Placido Domingo og Ana Maria Martinez, sem átti afmæli í gær. Í fundarlok söng kór íslensks fjölmiðla
Mín forréttindi e
miðla tónlistinni