Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 33 FISKELDISMENN í Mjóa- firði eru á varðbergi vegna hættu á að hafís kunni að reka inn í fjörðinn í norðan- áttinni sem spáð er næstu daga og gæti ógnað fiskeld- iskvíunum, en Sæsilfur er með umfangsmikið eldi í firð- inum. Veðurstofan spáir norðaustlægri átt fram eftir næstu viku. Í gær áttu fulltrúar Al- mannavarna og Veðurstof- unnar fund um útlit og við- búnað vegna hafíssins en hafís er nú úti fyrir Vest- fjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi. Í norðan- áttinni næstu daga má gera ráð fyrir að ísinn berist nær landi norðanlands. Siglingaleiðin norðan við Vestfirði er varasöm í myrkri og gera má ráð fyrir að ís berist inn á Norðausturmið, Austurmið og Austfjarðamið næstu daga. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands segir ísröndina ná óvenju langt austur með Norður- landi. Enn er þó of snemmt að sögn hans að spá fyrir um hvort ísinn færist austur með landinu og hættan því ekki yfirvofandi. „En það er rík ástæða til að fylgjast vel með þessu,“ segir Þór. Firðir fylltust af ís á árunum 1965 og 1968 Á árunum 1965 og 1968 kom hafís inn á firði á Aust- fjörðum. „Þá fylltust hér allir firðir,“ segir Sigfús Vil- hjálmsson, oddviti í Mjóa- firði. „Ef þessi hafís kemur þá eirir hann engu. Ef þetta verða hins vegar bara stakir jakar þá ráða menn vel við það,“ segir hann. Sigfús segir of snemmt að segja fyrir um hver hreyfing hafíssins verður næstu daga. „Ég man að gömlu mennirnir töluðu um að ef ísinn væri kominn austur og suður fyrir Langanes þá gæti hann kom- ið hér inn á einu straumfalli.“ Áætlanir tiltækar ef í hart fer Ingólfur Sigfússon, stöðv- arstjóri við fiskeldið í Mjóa- firði, er einnig þeirrar skoð- unar að full snemmt sé að spá því að ís muni koma inn á fjörðinn. „Við erum þó með áætlanir sem hægt er að grípa til ef í hart fer. Við verðum að sjá hvernig þetta þróast. Maður er tiltölulega rólegur ennþá,“ segir Ingólf- ur en hann kveðst hafa verið í sambandi við Þór Jakobsson veðurfræðing í gær til að afla upplýsinga um útlitið næstu daga. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í gærdag statt á Húnaflóa en ísinn er þar á siglingaleið við Óðins- boða og heldur áfram að reka inn Húnaflóa. Getur hann verið varasamur sjófarendum í myrkri. Íshröngl og borg- arjakar eru komnir upp í Leirhöfn á Sléttu og hafísinn nálgaðist Grímsey óðfluga í gær. „Hafísinn á ekki margar mílur eftir hérna í eyjuna,“ sagði Óttar Jóhannsson, odd- viti í Grímsey, um kvöldmat- arleytið í gær. Ísbrúnin var í um 6 mílna fjarlægð frá eynni síðdegis og nálgaðist hratt. Í gærmorgun var ísinn 12–15 mílur norðaustur af Grímsey. „Við erum ekki far- in að sjá neina jaka hér á fjörum. Veðurspáin lofar ekki góðu,“ sagði Óttar. Þriggja mánaða olíu- birgðir í Grímsey Grímseyingar eru viðbúnir því að verða umluktir hafís. Í gær kom Grímseyjarferjan Sæfari með vararafstöð, vír og annan búnað til að strengja fyrir höfnina ef þörf krefur, og auk þess vistir og olíu. Óttar segir olíubirgðir í eyjunni þokkalega góðar eða til allt að þriggja mánaða. „Það lamast allt atvinnulíf hér ef þetta gengur eftir,“ segir hann og rifjar upp að árið 1979 lokaði mikill hafís höfninni í tæplega mánuð. Grímseyingar fylgjast grannt með hreyfingu íshell- unnar en gáfu sér þó tíma til að fylgjast saman með Idol- keppninni í gærkvöldi, að sögn Óttars. „Það er verið að stefna öllum í félagsheimilið í kvöld þar sem við ætlum að borða saman, fylgjast með keppninni á stórum skjá og hafa það notalegt. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn.“ Morgunblaðið/ÞÖK Veðurfræðingar og fulltrúi almannavarna funduðu í gær á Veðurstofunni vegna hafíssins sem nálgast landið. F.v. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Ágúst Gunnar Gylfason hjá almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra og veðurfræðingarnir Þór Jakobsson og Sigrún Karlsdóttir. Hafísinn færist hratt nær landi í norðanáttinni                  !  " # HAFÍS nálgast Grímsey óðfluga. Flugmenn sem flugu hingað í gær sögðu samfellda íshellu frá Kolbeinsey til Grænlands. Því var brugðið á það ráð í morgun þegar ferjan okkar Sæfari var um það bil hálfnuð til okkar á Grímseyjarsundi, að snúa henni við til Dal- víkur. Öruggara þótti að hafa vararafstöð í eyjunni. Einnig þurfti að sækja sérstakan, sterkan vír til að strengja yfir höfnina og forða þannig að ís komist inn í hana. Helst má líkja umferðinni hjá eyjarbúum, út á Fót og upp á ey, við sunnudagsumferð niður Laugaveg- inn. Allir að kíkja eftir og fylgjast með hafísnum. Eins eru miklar vangaveltur meðal fólks um hvenær ísinn komi upp að útverðinum góða í norðri. Einn lít- ill sá svo vel í bílferð sem hann fór með pabba sínum upp á ey að sjá íshelluna, að hann fullyrti að hann hefði séð ísbjörn á vappi, en bætti svo við: „Þetta var húnn.“ Þá var ekkert að óttast. Allir að fylgjast með hafísnum Grímsey. Morgunblaðið. en ekki gegn okkur, – og þá er ég ekki að tala um að söngvarinn sé bara með einhverjar kenjar. Ef fólk vill skapa tónlist saman, þá tekst þetta, – nema fólk hafi einsett sér að vera með kenjar.“ Töluðu eins og óperan myndi deyja Domingo segir marga góða unga tenórsöngv- ara koma til greina sem arftaka Tenóranna þriggja, og nefnir í þeim hópi José Cura, Ro- berto Alagna, Ramón Vargas og jafnvel enn yngri söngvara eins og Mexíkómanninn Rol- ando Villazon og Juan Diego Flórez frá Perú. „Þessir tveir síðastnefndu eru báðir alveg stór- kostlegir söngvarar af yngstu kynslóðinni, sem nú er að skríða yfir þrítugt. Annars eru svo margir góðir söngvarar uppi í dag. Þegar ég var yngri, talaði mér eldri kynslóð söngvara ævinlega eins að með þeim myndi óp- erutónlistin líða undir lok. Ég strengdi þess heit að tala aldrei þannig. Sumir þeirra fóru aldrei að hlusta á næstu kynslóð söngvara og höfðu engan áhuga á þeim, vissu ekki einu sinni hverjir þeir voru. Mér er það tilhlökk- unarefni að sjá nýja söngvara vaxa úr grasi. Þess vegna er ég bæði með söngvarakeppnina mína sem Ana Maria Martinez sigraði í á sín- um tíma og Rolando Villazon nú síðast. Við óp- eruna í Washington höfum við líka sérstakt prógramm fyrir unga efnilega söngvara. Allir þessir söngvarar vonast eftir frama í tónlist- inni og þeir eru margir. Það eru margir með mikla hæfileika, en á endanum er það fólkið sem hlustar, sem færir þér það sem það vill gefa þér. Þetta snýst svo mikið um efnafræð- ina milli söngvarans og almennings, og það er almenningur sem á endanum ræður því hver verður stjarna og hver ekki. Ég sé þrjár kyn- slóðir söngvara koma á eftir minni – ef við segjum kynslóðaskiptin verða á um það bil tíu ára fresti, og söngvarar í dag eru mjög góðir.“ Aðspurður um hvað hann hefði kosið að starfa við hefði tónlistin ekki komið til greina, kveðst Domingo hafa átt sér ósköp svipaða drauma og aðrir spænskir strákar áttu sér. „Mig langaði að verða fótboltastjarna. En mikið er ég glaður að ég fór ekki í boltann, því þá hefði ég verið kominn á aldur fyrir um þrjá- tíu árum. Ég er því hæstánægður með það starf sem ég valdi mér. Heimur tónlistarinnar er svo mikilfenglegur og svo kröftugur, að ég sé ekki fyrir mér að ég hefði viljað starfa við annað. Fólk leitar að gleði og hamingju í tón- listinni, og getur flúið í hana frá hvers- dagsamstrinu, og mín forréttindi eru að fá að miðla henni til fólksins.“ Latnesku blæbrigðin í söngnum Ana Maria Martinez tekur undir orð Domingos og segir tónlistina svo mikilvægan þátt í lífi fólks að það sé gæfa að fá að taka þátt í því hjálpa fólki inn í líknandi heim hennar. Eins og fram kom í viðtali við hana í Morgunblaðinu fyrir nokkru, er sálfræðin hin stóra ástríðan í lífi hennar, og kveðst hún vel geta hugsað sér að hafa starfað á því sviði þar sem tónlistin og sálfræðin mætast, til dæmis í rannsóknum á áhrifum tónlistarinnar á manneskjuna. Það er athyglisvert hve söngvarar af spænskum og suður-amerískum uppruna eru áberandi í röð- um bestu söngvara dagsins í dag, og það stað- festi Domingo með upptalningu sinni á fram- úrskarandi tenórum. Sjálf er Ana Maria Martinez frá Puerto Rico og aðspurð um ástæðuna fyrir velgengni þessara þjóða í söngnum segir hún góða söngvara vissulega koma alls staðar að úr heiminum. „Hvert menningarsamfélag og hvert tungumál á sér sitt lunderni og sinn karakter. En það er hugs- anlegt að tjáningarríkt lunderni þjóðanna sem þú nefndir hafi eitthvað með þetta að gera; – svona almennt. Það er þeirra háttur að tjá sig á dramatískan máta. En svo er það annað; – mér finnst latnesku þjóðirnar hafa ákveðin blæbrigði í röddinni, sem eru mjög heillandi. Hvað þetta er nákvæmlega get ég ekki sagt til um. En þó verð ég að ítreka að góðir söngv- arar eru að sjálfsögðu til alls staðar. Í söngv- arakeppni Domingos sem ég tók þátt í, Oper- alia, hafa þátttakendur og sigurvegarar komið víða að. En mig langar líka að nota tækifærið til að bæta við það sem Domingo var að segja um ungu söngvarana. Með því sem hann leggur á sig til að styðja við bakið á ungum söngvurum, er hann auðvitað að gulltryggja að þessi hefð lifi áfram, og dafni vel. Það er nokkuð sem mér finnst mikils vert.“ rsta sinn til Íslands til að syngja. Hann er alþjóðleg num óperuheimsins. Bergþóra Jónsdóttir sat blaða- ginn skortur yrði á arftökum Tenóranna þriggja. Morgunblaðið/ÞÖKafólks afmælissönginn henni til heiðurs undir stjórn Domingos. eru að fá að til fólksins begga@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.