Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 41
MINNINGAR
✝ Þórhallur Björg-vinsson fæddist í
Gaulverjabæ í Flóa
20. mars 1922. Hann
lést á Heilsugæslu-
stöðinni á Egilsstöð-
um 2. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ingibjörg Jóns-
dóttir ljósmóðir frá
Hergilsey, f. 13.6.
1900, d. 19.4. 1967,
og Níels Björgvin
Sigfinnsson, búfræð-
ingur og kennari frá
Fáskrúðsfirði, f.
28.3. 1894, d.11.10.
1979. Alsystir Þórhalls er Björg
Kristín Björgvinsdóttir, f. 30.6.
1923, d. 1.3. 1924. Hálfsystkini
Þórhalls eru Metúsalem Björg-
vinsson, f. 7.12. 1929, Sigrún
Björgvinsdóttir, f. 20.5. 1931,
Hrafnkell Björgvinsson, f. 5.10.
1932, Sigríður Ólafía Björgvins-
dóttir, f. 16.1. 1934, Bragi Eiríkur
Björgvinsson, f. 14.5. 1936, Gunn-
laugur Birgir Björgvinsson, f.
24.8. 1938, Guðrún Aðalbjörg
Björgvinsdóttir, f. 11.3. 1940,
Brynjar Björgvinsson, f. 27.12.
Jónsson, f. 16.10. 1958, og Jón Ingi
Jónsson, f. 11.1. 1960. Fóstursonur
Þórhalls og Bergljótar er Gísli
Örn Guðmundsson, f. 26.9. 1974.
Foreldrar Þórhalls skildu þegar
hann var barn og var hann í fóstri
hjá hjónunum Guðrúnu Lýðsdótt-
ur og Bjarna Jónssyni, hrepp-
stjóra í Háholti á Skeiðum, til 5
ára aldurs. Faðir Þórhalls, Níels
Björgvin Sigfinnsson, var þá orð-
inn bóndi á Þorgerðarstöðum og
kennari austur í Fljótsdal og
þangað fór Þórhallur fimm ára
gamall. Faðir Þórhalls kvæntist
aftur árið 1929, Aðalbjörgu Kjer-
úlf, dóttur Metúsalems og Guðrún-
ar á Hrafnkelsstöðum. Þau hófu
búskap á Víðilæk í Skriðdal árið
1933 og eignuðust 11 börn. Þegar
faðir Þórhalls fluttist frá Þorgerð-
arstöðum varð Þórhallur eftir og
ólst þar upp hjá fóstra sínum Þór-
arni Stefánssyni. Þórhallur tók
síðar við búinu af Þórarni og
stundaði búskap á Þorgerðarstöð-
um til ársins 1980 að hann fluttist
í Skriðuklaustur og starfaði við
tilraunabúið þar. Ásamt bústörf-
um var Þórhallur grenjaskytta á
Vesturöræfum og Múla í 30 ár.
Árið 1982 fluttist Þórhallur á Eg-
ilsstaði og vann hjá Brúnás þar til
hann lét af störfum 67 ára að
aldri. Útför Þórhalls fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1941, Sigurður Björg-
vinsson, f. 22.4. 1943,
Þórdís Björgvinsdótt-
ir, f. 14.9. 1944, d.
17.6. 2002, Anna Ólöf
Björgvinsdóttir, f.
6.12. 1946.
Sambýliskona Þór-
halls frá 1963 var
Bergljót Jónasdóttir
frá Þuríðarstöðum í
Fljótsdal, f. 24.10.
1937, d. 12.4. 1999.
Foreldrar hennar
voru Jónas Þorsteins-
son, bóndi á Þuríðar-
stöðum, f. 16.5. 1898,
d. 11.5. 1968, og Soffía Ágústs-
dóttir, húsmóðir á Þuríðarstöðum,
f. 8.7. 1906, d. 21.6. 1944. Sonur
Þórhalls og Bergljótar er Þórar-
inn Þórhallsson, f. 22.4. 1965. Eig-
inkona Þórarins er Anna Katrín
Halldórsdóttir, f. 14.12. 1967, og
sonur þeirra er Viktor Frank Þór-
arinsson, f. 7.10. 2000. Einnig á
Þórarinn dæturnar Þóru Björgu,
f. 9.5. 1987, og Karítas, f. 26.5.
1990. Börn Bergljótar af fyrra
hjónabandi eru þau Sólveig Björk
Jónsdóttir, f. 25.3. 1957, Þórmar
Mig langar með fáum orðum að
minnast tengdaföður míns, Þórhalls
Björgvinssonar. Ég hitti Halla fyrst
fyrir tíu árum. Það var stuttu eftir
að ég kynntist Þórarni syni hans.
Þórarinn bjó þá á Reyðarfirði og ég
fór að venja komur mínar austur á
land að heimsækja hann. Í þá daga
hafði ég varla komið austur fyrir
Elliðaárnar – fædd og uppalin í
Reykjavík. Halli aftur á móti hafði
alið manninn í Fljótsdalnum og vildi
hvergi annars staðar vera en fyrir
austan. Við vorum því ansi ólík við
Halli. En við urðum strax ágætis
vinir og Halli tók mér opnum örm-
um. Hann var duglegur við að sýna
mér og segja frá sveitinni sinni sem
honum þótti svo vænt um. Það fór
því ekkert á milli mála frá fyrstu
stundu að Halli var merkilegur karl
fyrir borgarbarn eins og mig. Hann
gat sagt mér sögur af lífinu í sveit-
inni þegar hann var að alast upp,
dýrunum, fólkinu, smalamennsku,
hreindýraveiðum og grenjaferðum.
Halli var mikill náttúruunnandi og
kunni hvergi betur við sig en uppi á
fjöllum eða úti í skógi. Hann var
duglegur við að njóta náttúrunnar
og gaf yngra fólki ekkert eftir í
fjallamennskunni. Hann fór í veiði-
ferðir og fjallaferðir með vinum sín-
um nánast fram á síðasta dag.
Halli átti mikið af vinum og kunn-
ingjum og hafði gaman af fólki – alls-
konar fólki. Hann lagði sig fram um
að kynnast nýju fólki og spjallaði við
alla sem hann hitti. Hann var líka
duglegur við að halda sambandi við
þá sem hann kynntist. Halli var dug-
legur við að nota símann til að vera í
sambandi við vini og kunningja en
einnig var hann duglegur við að fara
í heimsóknir og þá var hann yfirleitt
ekki að gera boð á undan sér heldur
birtist bara í dyrunum öllum að
óvörum. Og þetta gerði hann hvort
sem hann var að fara í heimsókn í
næsta hús eða vestur á firði.
Halli var alla tíð ungur í anda.
Honum líkaði vel við ungt fólk og
unga fólkinu við hann enda gaf hann
því ekkert eftir á flestum sviðum.
Þegar við komum í heimsókn til
Halla var stofan oftar en ekki full af
ungu fólki og Halli þar hrókur alls
fagnaðar. Fyrst hélt ég að allir þess-
ir strákar væru að heimsækja Gísla
son Halla en þegar Gísli flutti til
Reykjavíkur um tíma hættu strák-
arnir ekkert að koma í heimsókn.
Þeir voru nefnilega líka vinir hans
Halla.
Þegar ég kynntist Halla hafði
hann aldrei farið til útlanda og lítið
verið að þvælast út fyrir sveitina
sína. Hann notaði því tækifærið þeg-
ar við Þórarinn bjuggum í Dan-
mörku að heimsækja okkur og skoða
heiminn í leiðinni. Þrátt fyrir að hafa
alið manninn í sveitinni sinni var
Halli ótrúlega fróður um fjarlæga
staði. Við sýndum honum allt það
markverðasta í Danmörku og oftar
en ekki vissi hann meira um staðina
en við og gat deilt með okkur fróð-
leik sem hann hafði viðað að sér í
gegnum árin.
Takk fyrir samfylgdina, Halli
minn, – þú varst svo sannarlega eng-
um líkur.
Anna Katrín.
Elsku Halli. Það var fyrir um 35
árum að ég kynntist þér að sum-
arlagi þegar ég og maðurinn minn
Einar, sem hafði verið í sveit hjá þér
og Tóta fóstra þínum, komum í
heimsókn að Þorgerðarstöðum í
Fljótsdal þar sem þú bjóst lengst af
og átti hug þinn allan. Já, Halli, ég
man þau okkar fyrstu kynni og
minntir þú mig oft á það þegar ég
kom í fyrsta skipti í heimsókn. Ég
hafði verið í fýlu allan tímann af því
ég hafði ekki sjávarniðinn sem ég
hafði alist upp við og alltaf skemmt-
um við okkur jafn vel þegar þú sagð-
ir þessa sögu eins og svo margar
sögur sem þú sagðir svo skemmti-
lega.
Ég gæti sagt svo margt um þig,
Halli minn, að það væri efni í heila
bók. Ég er fegin að hafa kynnst þér
og að okkar vinátta hélst þó að árin
væru mörg á milli okkar, en það
skipti ekki máli því þú áttir vini á öll-
um aldri og þú varst þannig persóna
að það var sama hvort það voru
gamlir eða ungir, þú varst alltaf vin-
ur þeirra.
Það eru ekki nema nokkrir dagar
síðan þú hringdir í mig og við spjöll-
uðum heilmikið eins og venjulega
þegar við töluðum saman og alltaf
var það á léttum nótum.
Elsku Halli, þinn tími er kominn
og þakka ég þína góðu vináttu.
Ég votta Gísla, Tóta og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Megi góður guð styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Þín vinkona,
Lára.
ÞÓRHALLUR
BJÖRGVINSSON
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
INGIBJÖRG GESTHEIÐUR JENSEN,
Bergþórugötu 41,
Reykjavík,
lést af slysförum miðvikudaginn 2. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Robert Crosby, Eygló Lind Egilsdóttir,
Gísli Baldur Róbertsson,
Ragnar Már Róbertsson,
Ingi Björn Róbertsson,
Martha Lind Róbertsdóttir,
Jessy Jensen,
Þórður Hannesson,
Guðmundur Hannesson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og
mágur,
HELGI KÁRASON,
Áshamri 40,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. febrúar.
Útför hans fór fram í kyrrþey frá Höfðakapellu
á Akureyri mánudaginn 7. mars.
Arnfríður Róbertsdóttir,
Róbert Kárason,
Herborg Káradóttir, Geir Örn Ingimarsson,
Pálmi Kárason,
Stefán Kárason, Margrét Haddsdóttir,
Steindór Ólafur Kárason, Jóna Þórðardóttir.
Kæru vinir og fjölskyldur.
Þökkum auðsýnda samúð og ómetanlega
samkennd vegna veikinda, fráfalls og útfarar
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
SIGURSTEINS G. MELSTEÐ,
Ásvegi 21,
Breiðdalsvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E og líknardeildar LHS.
Hanna Ingólfsdóttir,
Hrafn S. Melsteð, Oddný Þóra Sigurðardóttir,
Helga Hrönn S. Melsteð, Ingólfur Finnsson,
Ómar Ingi S. Melsteð, Sigríður Árnadóttir,
Hrefna, Silvía, Eyþór,
Sigurður Már og Sigursteinn Orri.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR,
húsmóðir,
síðast til heimilis
á Hrafnistu, Reykjavík,
lést á Hrafnistu mánudaginn 28. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun.
Ágúst Þór Ormsson, Ingibjörg Kristinsdóttir,
Gunnlaugur Óskar Ágústsson, Anna Heiður Heiðarsdóttir,
Sveinn Fjalar Ágústsson, Jóna Rún Gísladóttir,
Sverrir Rafn Ágústsson, Hrefna Fanney Matthíasdóttir,
Freyja Ágústsdóttir,
Róbert Sölvi Sveinsson,
Kolbrún Birna Gunnlaugsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn,
ANDRÉS HARALDSSON
bifvélavirki,
Þverbrekku 4,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 10. mars.
Kolbrún Þorvaldsdóttir.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
EIRÍKS JÓNSSONAR
frá Berghyl,
Álftarima 20,
Selfossi.
Guðrún Guðlaug Eiríksdóttir, Arnar Bjarnason,
Svanlaug Eiríksdóttir, Hörður Hansson,
Áslaug Eiríksdóttir, Eiríkur Kristófersson,
Jón Guðmundur Eiríksson, Anna María Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ÁLFHILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Svanur Ingi Kristjánsson,
Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson,
Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann,
Daníel Árnason,
Einar Eyjólfsson, Edda Möller,
ömmubörn og langömmubörn.