Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 45
MINNINGAR
✝ GuðmundurKjartan Runólfs-
son fæddist í Ölvis-
holti í Hraungerðis-
hreppi 7. mars 1937.
Hann lést á heimili
sínu laugardaginn 5.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Ögmunds-
dóttir frá Hjálmholti
í Hraungerðishreppi,
f. 18. mars 1896, d.
23. nóv. 1982, og
Runólfur Guðmunds-
son, f. 29. febr. 1904 í
Úthlíð í Biskupstung-
um, d. 25. sept. 1990. Þau bjuggu í
Ölvisholti. Bræður Kjartans eru:
Ögmundur, búsettur í Sviss, hans
kona er Heidi Barbara Runólfs-
son, og Sveinbjörn, búsettur í
Reykjavík, kona hans er Lilja Júl-
íusdóttir.
Eftirlifandi kona Kjartans er
Arnleif Margrét Kristinsdóttir, f.
18. sept. 1940. Foreldrar hennar
voru hjónin Kristrún Sæmunds-
dóttir og Kristinn Sigurjónsson
sem bæði eru látin. Þau bjuggu á
Brautarhóli í Biskupstungum.
Dóttir Kjartans og Margrétar er
Halla, f. 27. júlí 1978. Dætur
Kjartans frá fyrra hjónabandi eru
búsettar í Noregi.
Þær eru: Sif Elín, f.
14. apríl 1968, maki
Tor Magne Nevest-
veit. Sonur þeirra er
Einar, f. 4. maí 2002.
Anna Guðrún, f. 13.
júní 1970, maki
Bjørn Gjærum. Dæt-
ur þeirra eru Lena,
f. 23. okt. 1996, og
Mari, f. 24. febr.
1999. Móðir þeirra
er Karin Maria Lar-
sen.
Stjúpbörn Kjart-
ans, börn Margrétar,
eru Berglind Sigurðardóttir, hún
á fjögur börn; Jónína Hulda Gunn-
laugsdóttir, hún á fimm börn; og
Jón Elías Gunnlaugsson, hann á
tvö börn.
Kjartan stundaði nám í barna-
skólanum Þingborg, Héraðsskól-
anum á Laugarvatni og eitt ár í
bændaskólanum Ási í Noregi.
Kjartan tók við búi foreldra sinna
árið 1974 og gegndi ýmsum fé-
lags- og trúnaðarstörfum í sveit-
inni.
Útför Kjartans verður gerð frá
Hraungerðiskirkju í Hraungerð-
ishreppi í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ég var bara unglingur þegar
mamma kynntist Kjartani, en ég
kynntist honum þó ekki almennilega
fyrr en ég var á heimili þeirra með
frumburðinn minn í nokkra mánuði.
Við nálguðumst hvort annað hægt
og rólega og smátt og smátt fór
virðing mín og væntumþykja í garð
þessa manns vaxandi og hefur þar
aldrei borið skugga á. Kjartan var
mikið góðmenni og talaði aldrei illa
um annað fólk, í mesta lagi að þessi
eða hinn væri svolítið sérstakur, en
hann hafði aftur á móti gaman af að
segja sögur af fólki, sérstaklega
þær sem vöktu kátínu og þá kom
stundum óborganlegt glott á hann.
Hann var fluggreindur og víðlesinn
og bera bækurnar hans með sér,
margar hverjar snjáðar og slitnar,
að hann las mikið og vildi vita alla
skapaða hluti. Ef einhver atriði voru
ekki á hreinu, þá leitaði hann svörin
uppi og kom svo með það svart á
hvítu.
Kjartan tók mér og börnunum
mínum jafnt og sínum eigin börnum
og barnabörnum og þó að hann
segði ekki margt þá fann ég vænt-
umþykjuna og umhyggjuna, bara
það hvernig hann spurði, hvernig
við hefðum það, ekki bara við, held-
ur spurði hann um hvern og einn og
fylgdist vel með. Bjarni elsti sonur
minn var í sveit í Ölvisholti eitt
sumar, og svo aftur hálfan vetur á
meðan hann stundaði nám á Selfossi
og náðu þeir Kjartan einstaklega
vel saman. Einnig eru þakkir frá
Ævari Yngva og Arnbjörgu til
Kjartans fyrir að hafa verið sannur
afi og tekið það hátíðlega.
Elsku mamma, Halla, Elín og
Anna Guðrún, Jónína og Jón Elías
og barnabörnin sem hafa misst afa
sinn. Okkar söknuður er mikill og
hans fráfall óraunverulegt því við
sitjum við borðið heima í Ölvisholti
og það er eins og hann sé rétt
ókominn inn.
Ég vil þakka Kjartani fyrir þann
þátt sem hann átti í lífi mínu og sér-
staklega fyrir það að hafa elskað
hana mömmu mína.
Berglind Sigurðardóttir.
Ég hef, eftir að ég komst til full-
orðinsára, alltaf litið á það sem mitt
mesta happ í lífinu að mamma og
Kjartan skyldu finna hvort annað.
Hafi ég ekki verið sátt við það sem
tíu ára barn að flytjast úr borginni í
sveit, í einhverja sveit sem var
hreint ekki eins og sveitin hjá
ömmu og afa, þá átti það eftir að
breytast. Frá fyrstu kynnum reynd-
ist Kjartan mér sem minn annar
faðir. Hann var einstaklega traustur
maður, gæddur miklu jafnaðargeði.
Óþreytandi við að hlusta á mig,
kenna mér og leiðbeina á allan hátt.
Ævinlega var það þannig að hann
treysti mér fyrir verkum á þann
hátt að ég var upp með mér, gætti
þess alltaf að hrósa, þó að ekki færi
alltaf allt á besta veg. Ég á ljúfar
minningar úr æsku minni með hon-
um, við spjall í mjöltunum og eins
við eldhúsborðið heima eftir skóla-
dag. Þá áttum við stundum langa og
innihaldsríka kaffitíma með heim-
spekilegu ívafi. Það var sama hvar
borið var niður, Kjartan var víðles-
inn og þeim eiginleikum gæddur að
muna það sem hann las. Þyrfti ég
aðstoð við heimanámið, sem gjarnan
kom fyrir í stærðfræði, þá mundi
hann allt sem hann hafði lært í
framhaldsskóla. Það var líka gaman
að hlusta á hann segja sögur, sem
hann kunni ógrynni af. Hann hafði
næmi fyrir spaugilegum hliðum til-
verunnar. Skondnar uppákomur í
mannlegum samskiptum voru hans
bestu brandarar og hann hafði unun
af hreinskilnislegum spurningum og
vangaveltum barna. Börnin mín
hafa og notið gæsku hans og vel-
vildar í ómældu magni. Ég mun
sakna samverustundanna með
Kjartani og ég mun sakna þess að
geta ekki ráðfært mig við hann þeg-
ar mikilvægar ákvarðanatökur
standa fyrir dyrum, því fáum hef ég
treyst jafnvel á lífsleiðinni og hon-
um.
Það er með sorg í hjarta sem ég
kveð stjúpföður minn, Kjartan Run-
ólfsson, en jafnframt með einlægri
þökk fyrir að hafa fengið að njóta
leiðsagnar hans og elsku.
Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir.
Það var á fallegum degi fyrir 30
árum sem ég kynntist Kjartani
Runólfssyni, þá fjögurra ára gamall
snáði, en tekist höfðu kynni með
honum og móður minni og við flutt-
umst í paradísina Ölvisholt. Mér er í
fersku minni hversu vel fór á með
okkur. Hann tók mér opnum örm-
um og ég undi mér vel í fanginu á
honum þegar hann var ekki að
stússast í búverkunum. Alveg frá
fyrsta degi ræddi hann við mig sem
fullorðinn mann og sýndi mér jafn-
framt þá föðurlegu hlýju sem ungir
drengir þurfa á að halda. Þolinmæði
hans og natni við að svala fróðleiks-
þorsta ungs drengs var ómetanleg.
Það var sama um hvað var spurt,
alltaf kom svar og jafnvel lengi
fjallað um málefnið á eftir. Synir
mínir fengu síðar að njóta visku
hans þar sem hann sat með þeim
tímunum saman við að skoða áhuga-
verðar bækur. Þekkingarþorsti
Kjartans var mikill, í fimmtugsaf-
mælisgjöf fékk hann 32 binda safn
af alfræðiorðabókum frá föður sín-
um. Í stað þess að nota þær sem
uppflettirit eins og flestir gera las
hann allar bækurnar og lagði þær á
minnið. Það var einstaklega
skemmtilegt að vinna með Kjartani,
ekki síst vegna frábærrar frásagn-
argáfu. Sagnalist hans er víðfræg
og oftar en ekki voru menn nafn-
greindir í sögunum hans, tilgreint
hvar þeir bjuggu og hvenær sagan
gerðist o.s.frv. Eftir að hafa hlustað
á sögurnar hans í 30 ár kom það
nokkuð á óvart að hann var enn að
segja sögur sem hann hafði ekki
sagt manni áður. Nú eru flestar
þessar sögur komnar í móðu en
nokkrar standa þó eftir sem ljúfar
minningar.
Kjartan var hamhleypa til bú-
verka en það varð að upplifast til að
trúa því hvernig hann vann. Venju-
legir menn urðu eins og litlir blóm-
álfar við hlið hans og í einhverjum
tilvikum féllust mönnum algjörlega
hendur. Í faðmi Kjartans átti ég þá
yndislegustu barnæsku sem nokkur
maður getur átt. Það er margt sem
ég og mín fjölskylda á Kjartani að
þakka en fyrst og fremst er ég
þakklátur fyrir að hann skyldi
ganga mér í föðurstað og sýna skap-
ferli mínu þolinmæði í öll þessi ár.
Takk fyrir það, Kjartan minn.
Jón Elías Gunnlaugsson.
Hugurinn reikar til liðinna stunda
þegar við kveðjum Kjartan mág,
svila og vin. Tilveran getur verið
svo fljót að breytast, og birtist þá á
svona stundum í tómleika sem tekur
tíma að vinna úr.
Það var svo sjálfsagt að Kjartan
væri til staðar þegar við fórum í
heimsókn til Möggu og Kjartans í
Ölvisholt, þar sem þau ráku sitt bú
af miklum dugnaði. Kjartan var af-
skaplega iðinn og natinn við dýrin,
viðgerðir tækja léku í höndum hans,
sjaldan féll honum verk úr hendi.
Fyrir um einu og hálfu ári hætti
hann kúabúskap vegna heilsubrests
og seldi kýrnar. Efalaust hefur slík
ákvörðun ekki verið auðveld, en
Kjartan vann úr þessu eins og öðru
með æðruleysi. Þau hjónin hafa
ferðast meira eftir að þau hættu við
bindandi búskapinn.
Það eru ótaldar stundirnar sem
við höfum átt með Möggu og Kjart-
ani, spjall yfir kaffibolla, gönguferð-
ir um þúfurnar í þeirra heimalandi
og víðar. Einnig um skógræktina
þeirra sem er í stærra lagi, þar sem
faðir hans var mikill áhugamaður
um skógrækt.
Svo margt kemur upp í hugann,
eins og sumarbústaðaferðir seinni
árin og ógleymanleg ferðalög um
landið með vinum.
Áramótum höfum við fagnað,
saman í Ölvisholti ásamt góðum vin-
um í fjölda ára.
Kjartan hafði ákveðnar skoðanir,
var fróður og ótrúlega minnugur
um hina ýmsu hluti og atburði, það
var eins og hann myndi flest það
sem hann hafði einhvern tíma lesið,
og ef hann vissi ekki það sem talað
var um, sem ekki gerðist oft, þá
vissi hann upp á hár hvar þær upp-
lýsingar var að finna.
En hann var ekki mikið að flíka
þeim fróðleik sem hann bjó yfir.
Alla tíð, síðan hann kynntist
Möggu fyrir um þrjátíu árum,
reyndist hann tengdafjölskyldunni
sannur vinur, og ekki síst vinur
barnanna og unglinganna sem höfðu
um margt að skrafa og spyrja á
góðum stundum.
Elsku Magga, börnunum ykkar
öllum, bræðrum Kjartans og fjöl-
skyldum sendum við innilegustu
samúðarkveðjur og þökkum Kjart-
ani samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hrefna og Eiríkur.
Með sorg og söknuði kveðjum við
Kjartan, föðurbróður minn.
Við vorum að undirbúa þriggja
ára afmæli Arnars Mána þegar
pabbi hringdi og sagðist hafa slæm-
ar fréttir að færa. Að Kjartan væri
dáinn. Þetta var mikil sorgarfrétt
fyrir fjölskylduna alla, því Kjartan
frændi var í miklu uppáhaldi.
Þegar reynt var að útskýra þetta
fyrir þriggja ára afmælisbarninu og
honum sagt að hjartað hans Kjart-
ans hefði hætt að slá, þá spurði
hann: ,,Var hann að slá?“ Í huga
litla vinnumannsins var þetta það
fyrsta sem kom í hugann, enda ekki
skrítið þar sem Kjartan var harð-
duglegur og ósérhlífinn og alltaf
eitthvað að vinna þegar við komum í
sveitina. Það var líka mikil vinna
sem búskapurinn krafðist og hreint
með ólíkindum hvað Kjartan og
Magga komust yfir að gera. Þegar
við komum síðan um helgar í sum-
arbústaðinn, oftar en ekki í ein-
hverjar framkvæmdir, leið ekki á
löngu þar til Kjartan birtist og
skarst í leikinn. Við eigum honum
svo ótal margt að þakka. Ef við
fengum lánuð hjá honum verkfæri
þá fylgdi hann oftast sjálfur með til
að aðstoða við verkið. Það gladdi
okkur, ekki aðeins að fá aðstoðina,
heldur hafði hann alltaf frá ein-
hverju skemmtilegu að segja og
hafði lúmskan og góðan húmor. Á
veturna sá hann um að fóðra hross-
in og aldrei finnst okkur við hafa
þakkað honum nægilega vel fyrir
það. Þegar við tókum hestana okkar
inn um jólin voru þeir alltaf jafn
feitir og sællegir. Kýrnar hans,
nautin og kisurnar höfðu það líka
gott og alltaf var kveikt á útvarpinu
í fjósinu. Ófá borgarbörnin komum
við með í fjósið og var Kjartan þá
alltaf boðinn og búinn að sýna okk-
ur það sem fyrir augun bar og
fræða okkur. Hann var mjög fróður
og ótrúlega víðsýnn, þrátt fyrir að
hafa nánast búið alla ævi á sama
stað. Oft þurfti litli bróðir hans að
játa sig sigraðan í rökræðum við
hann.
Við þökkum Guði fyrir þann tíma
sem Kjartan og Magga fengu sam-
an eftir að þau hættu búskapnum,
þó svo að hann hafi orðið allt of
stuttur. Um leið dáumst við að því
hvað þau nýttu tímann vel í göngu-
ferðir um fallega landið sitt, ferða-
lög um Ísland og út fyrir landstein-
ana, nú síðast ferðina til Kanarí þar
sem bræðurnir voru allir saman í
góðra vina hópi.
Elsku Magga, Halla, Elín, Anna
Guðrún, Jón Elías, Jónína, Linda og
fjölskyldur við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að
styrkja ykkur og okkur öll í sorg-
inni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Sigrún, Rúnar, Heiða
Rún og Arnar Máni.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
það er gangur lífsins hér á jörð,
ekki bara hjá okkur mönnunum,
heldur öllu sem lifir.
Einn góðvinur okkar hjónanna
hefur nú kvatt, allt of fljótt að
manni finnst, nú er hann sá fram á
rólegra líf eftir annasamt ævistarf,
en svo er stundum, ekki síst með
menn sem aldrei hafa hlíft sér.
Kjartan Runólfsson var heil-
steyptur dugnaðarmaður sem rak
bú sitt af elju og myndarskap. Fyrst
í samvinnu með foreldrum sínum,
Runólfi Guðmundssyni og Guðrúnu
Ögmundsdóttur, einstökum mynd-
ar- og sæmdar hjónum, miklu rækt-
unarfólki og sveitarhöfðingjum.
Byggðu þeir feðgar upp myndarlegt
bú sem tekið var eftir. Kjartan fyrst
með fyrri konu sinni, Karinu og
dætrum þeirra tveim, Elínu og Guð-
rúnu, og svo með seinni konu sinni
henni Möggu, Arnleifu Margréti
Kristinsdóttur frá Brautarhóli, sem
var honum traustur lífsförunautur,
og dóttur þeirra, Höllu. Einnig Jóni
Elíasi og Jónínu, börnum Möggu frá
fyrra hjónabandi.
Heimilin í Ölvisholti (sem þá voru
tvö) tóku okkur hjónunum opnum
örmum, er við fluttum alls ókunnug
í nágrennið, og þannig var það alla
tíð og ekki síður þótt breytingar
yrðu á högum Kjartans, er ný hús-
móðir kom í Ölvisholt, enda vorum
við svaramenn þeirra er þau giftu
sig.
Þótt heimsóknum hafi fækkað, er
við fluttum burt, hélst gott samband
á milli heimilanna, og er það ekki
síst Möggu að þakka.
Eitt símtal er mér sérstaklega í
minni. Það var þegar Magga
hringdi til að segja fréttir, sem voru
að þau hefðu hætt búskap. Ég lét
hana segja mér þetta tvisvar, ef
ekki þrisvar. Hvernig átti ég að sjá
Ölvisholt fyrir mér án búskapar,
einskonar „tómthús“. Það einfald-
lega gekk ekki upp! En hér sem oft-
ar rætast orð spámannsins: Allt hef-
ur sinn tíma. Svo einfalt er það.
Við kveðjum vin okkar, Kjartan,
og þökkum honum langa vináttu.
Við biðjum honum Guðsblessunar,
ásamt Margréti og börnum þeirra,
sem við vottum dýpstu samúð.
Hrefna og Guðgeir.
GUÐMUNDUR
KJARTAN
RUNÓLFSSON
TRAUSTI ÞÓRÐARSON
fyrrverandi bóndi,
Háleggsstöðum,
Deildardal Skagafirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 14. mars kl. 12.30.
Þórður Þorgilsson,
Þóranna Hjálmarsdóttir,
Hafsteinn Lárusson
og vandamenn.
Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR,
Klettaborg 10,
Akureyri.
Kærar þakkir til starfsfólks Sels og lyfjadeildar
FSA.
Margrét Þórhallsdóttir,
Hafsteinn Ómar Þorsteinsson, Soffía Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
systkini og frændfólk.