Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
J.H.H. Kvikmyndir .com
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri -
Clint Eastwood
Besta Leikkona -
Hillary Swank
Besti Leikari í
aukahlutverki -
Morgan Freeman
Besti Leikari - Jamie Foxx
Besta hljóðblöndun
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
Tilnefnd til 3
Óskarsverðlauna
Óperudraugurinn
Heimsins stærsti
söngleikur birtist
nú á hvíta tjaldinu
í fyrsta sinn!
J A M I E F O X X
Mynd eftir Joel
Schumacher.Byggt á söngleik
Andrew Lloyd Webber.
Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum
(Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver
M.M. Kvikmyndir.com
HÁSKÓLABÍÓ
LIFE AQUATIC KL. 3-5.30-8-10.30. RAY KL. 3-7.50-10.30
LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 3-6-8.10.MILLION DOLLAR BABY KL. 3-5.30-8-10.30. B.I. 14.
PHANTHOM OF THE OPERA KL. 3-6-9. B.I. 10. THE AVIATOR KL. 5-10. B.I. 12
Síðasta sýningarhelgi
Með tónlist eftir Sigur Rós!li i i
Með tónlist eftir Sigur Rós!li i i
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda
Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate
Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum.
r f i fr r , fr l i
l ill rr , il , t
l tt j li t í l l t r .
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda
Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate
Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum.
r fy i y fr r , fr l i
y l ill rr y, il , t
l tt j li t í l l tv r .
Ó.H.T. RÁS 2
SÚ VAR tíðin að aðalglíman á leikjatölvumark-
aðnum var á milli Nintendo og Sega. Í þeim
slag hafði Nintendo betur en þá tók við enn
harðari slagur við Sony. Sony hafði betur í
leikjatölvunum en hafði ekki roð við lófa-
leikjatölvum, þar hefur enginn getað skákað
Nintendo hingað til.
Á næstu vikum kynnir Sony lófa-
leikjatölvuna PlayStation Portable,
PSP, og ætlar sér drjúga sneið af
leikjatölvumarkaðnum með hana að
vopni. Nintendo-menn sitja þó ekki auð-
um höndum eins og sannast á Nintendo DS
sem kynnt verður hér á landi í dag
Það gefur augaleið að DS-tölvan keppir við PSP,
en talsverður verðmunur verður á vélunum.
Hér á landi mun DS kosta 14.900 kr. og leikir
væntanlega kosta 3.990 kr. samkvæmt upplýs-
ingum frá umboðinu. Ekki er búið að ákveða verð
á PSP.
Það er til að flækja málin enn frekar að DS-vélin kemur
ekki í stað Game Boy Advance 2, heldur verður hún seld
samhliða henni og að auki gengur fjöllunum hærra að
væntanleg sé ný GBA.
Hægt er að spila allar eldri gerðir leikja í vélinni, sem
auðveldar þeim valið sem eiga safn af leikjum fyrir Game
Boy Advance en gömlu Game Boy leikirnir ganga ekki í
hana (og reyndar vandséð að nokkur maður vilji spila slíka
leiki í vélinni). Ef maður er með báðar leikjaraufirnar í er
hægt að velja hvorn leikinn maður vill spila. Varla þarf að
taka fram að þegar spilaður er GBA leikur sést ekkert á
neðri skjánum, enda ekki stuðningur fyrir slíkt í þeim
leikjum.
Efri skjárinn er framúrskarandi, bjartur og skýr, með
upplausnina 256X192 (GBA SP er 240X160).
Neðri skjárinn er ekki eins góður en góður samt. Hann
er snertiskjár og hægt að nota hann til að spila ýmsa leiki,
þ.e. hægt er að nota pennann sem fylgir til að stýra Sonic
og fleira má nefna. Það er líka hægt að nota hann til að
velja sitthvað sem líka er hægt að velja með A- og B-
hnöppunum. Það er svo misjafnt hvað birtist á
honum þegar maður er að spila leiki, til að
mynda sést yfirlitsmynd í Super Mario
64 DS, en síðan birtast smáleikir eftir því
sem maður kemst áfram í leiknum. Í
pakkanum er græja sem maður þræðir á
þumalputtann og notar svo á skjáinn. Það
tekur smá tíma að ná tökum á því, að ná að
stýra almennilega, en eftir því sem færnin
verður meiri kemur betur í ljós hvað snerti-
skjárinn er mikil snilldar viðbót.
Hljóð er líka gott, stereo-hljómur sem er
skemmtilega nýttur til að mynda í Super Mario 64
DS. Tengi er fyrir hljóðnema.
Eitt það skemmtilegasta við vélina er að hún er
með innbyggðu þráðlausu neti og fyrir vikið er
hægt að spila við aðra DS notendur ef vill. Ekki
komst ég yfir aðra vél til að prófa þennan möguleika
en samkvæmt erlendum umsögnum er þetta sáraeinfalt –
allt að sextán notendur sem eru með DS vél innan 100
metra hrings geta spilað saman ef viðkomandi leikur býð-
ur upp á það á annað borð, ekki þarf að vasast í neinni upp-
setningu og ekki þarf að vera með neitt sjónvarp eða
kapla. Þetta er mjög sniðug viðbót fyrir leiki eins og
Goldeneye og líka fyrir Super Mario 64 ef út í það er farið.
Ekki er bara að hægt er að spila leiki saman á þráðlausa
netinu heldur er líka hægt að spjalla saman og senda
teikningar á milli í PictoChat sem er innbyggt í vélarnar.
Hægt er að spjalla við allt að sextán í einu með þessum
möguleika, en ekki gat ég prófað þetta frekar en að spila
við marga samtímis.
Ekki er að efa að Nintendo DS verði vinsæl leikjatölva.
Hún er ekki dýr og býður upp á ýmsa möguleika aðra en
að spila leiki. Eitt af því sem gerir hana hvað eigulegasta
er þráðlausi möguleikinn. Vélinni hefur verið vel tekið ytra
að sögn Nintendo-manna, enda hafa selst milljón tölvur í
Bandaríkjunum og Japan.
Nintendo kynnir DS
Árni Matthíasson
ÞÁTTASTJÓRNANDINN Jay
Leno sem stýrir sjónvarpsþætt-
inum „The Tonight Show“ gerði
grín að söngvaranum Michael
Jackson með látbragðsleik í þætti
sínum í fyrradag, degi áður en úr
því yrði skorið hvort hann mætti
segja brandara um Jackson í þætt-
inum. Leno gætti þess þó að segja
ekki orð í atriðinu sem sýndi hann
koma seint til upptökustaðarins,
klæddan náttfatabuxum og um-
kringdan lífvörðum en Jackson
mætti seint til réttarhaldanna í
gær klæddur náttfatabuxum og
stuttermabol og var sú skýring
gefin á því að hann væri að koma
beint af sjúkrahúsi.
Leno á að bera vitni við rétt-
arhöldin yfir Jackson og hefur því
verið bannað að tjá sig um málið,
eins og öðrum sem að því koma.
Hann hefur hins vegar farið fram
á undanþágu frá banninu til að
geta sagt brandara um Jackson í
þætti sínum.
Leno gerði orðlaust
grín að Jackson
Reuters
Jay Leno er úrræða-
góður grínari. Og
eiginkonan hlær.