Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
HANN er metnaðarfullur í verkefnavali þessi
útskriftarárgangur leiklistardeildar LHÍ og lít-
ið sjálfhverfur. Draumleikur eftir Ágúst
Strindberg (hér – heyrðist mér – í ágætri þýð-
ingu Hafliða Arngrímssonar) er óskaverkefni
sérhvers hugmyndaríks leikmyndateiknara og
leikstjóra og algjörlega á valdi hins síðarnefnda
hvaða rými einstaka hlutverk fá, hvaða tæki-
færi hver leikari fær til að sýna hvað í honum
býr.Verkið segir frá för dóttur guðsins Indra,
Agnesar, til jarðarinnar til að kynnast mann-
heimum. Það er erfið för og formið sem veru-
leikanum er valið er draumur einsog Strind-
berg lýsir af nákvæmni í formála.
Leikmyndaskáldið Gretar Reynisson sem
segist vera enn að leika sér að frumformunum –
nú er það hringur – hefur lesið formálann vel.
Veruleiki Gretars er veruleiki leikhússins.
Hann opnar stóra sviðið upp á gátt, lætur allt
gerast fyrir opnum tjöldum. Vinnutæki sviðsins
eru leikmunirnir, nema ein hurð, nema einn
hnöttur. Risastór hnöttur, – opin kúla, mynduð
úr málmteinum og minnir á uppdrátt af gangi
himintungla í geimnum, líka gervihnött og jarð-
arkringluna – veltur um sviðið og upphefur
tíma og rúm; dregur mann líkt og Strindberg
gerir í formi verksins sjálfs, formi draumsins,
frá einum stað í annan, án þess þó beinlínis að
yfirgefa hinn fyrri; veltur áfram og með hjálp
glæsilegrar lýsingar Lárusar Björnssonar
breytir kúlan stöðugt rýminu, dýpt þess, breidd
og lögun með formi sínu eða jafnvel fjarveru.
Innra rými hennar nýtist svo á hinn ótrúlegasta
hátt ýmist sem farartæki, pyntingarklefi, lög-
fræðingsstofa, sjúkrarými, heimili, hljómsveit-
arpallur og svo framvegis. Allt er í svart-hvítu
að sjálfsögðu, nema einn og einn leikmunur,
búningar, brjóta upp liti draumsins. Og tónlist
Péturs Þórs Benediktssonar, er stundum hluti
af hreyfingu kúlunnar (xylófónninn) og annars
djörf og skapar oft skemmtilega mótsögn við
atburðarás.
Veltandi kúlan skapar líka form sviðssetn-
ingar Benedikts Erlingssonar. Utan um hana,
ýtandi henni, í henni eru manneskjurnar og
veltast frá einum atburði til annars, úr einu
hlutverki í annað í sömu senu og margir atburð-
ir gerast samtímis. Hringsviðið er einnig notað
til að ná hreyfingu draumsins og skipulega
virðist Benedikt vinna gegn föstum ferkönt-
uðum formum, og hefðbundinni fagurfræði í
hreyfingum – einsog í draumi er ekkert rökrétt
og alla jafna er einsog fólk sé lent fyrir tilviljun
inná þessu sviði.
Áhorfanda finnst frá byrjun að hann sé ekki
lengur staddur í afdal venjunnar og síþreyt-
unnar heldur kominn út í hinn stóra heim, til
Evrópu, Berlínar, stundum á Ólympíuleikana!
Sumt hefur hann séð þar áður (enda hvað er
nýtt undir sólinni?) en heildin er ákaflega fersk
– og maður finnur til léttis yfir því hvað margt
er ófyrirsjáanlegt og fátt þunglamalegt, heldur
rennur vel og er skemmtilegt og hrífandi fyrir
augað.
Á leikarana er maður oftast að horfa sem
heild fremur en einstaklinga. Hér eru engar
sálrænar pælingar, hér er leikhópur að búa til
myndir, ekki úr tíma Strindbergs heldur mynd-
ir sem vísa oft beint í samtíma okkar. Búningar
Stefaníu Adolfsdóttur styrkja oft þær myndir
en eru nokkuð misjafnir og hefðu þó mátt vera
fleiri, það hefði verið nær andrúmslofti draums-
ins. Leikararnir vinna af krafti, hraða og stund-
um hávaða og hrátt, en afar sjaldan samt farsa-
kennt og oft af mjúku gamni og mjög vel.
Verkið hefði samt dýpkað og formið náð enn
betri úrvinnslu, draumurinn styrkst, hefði verið
unnið nákvæmar og af meiri natni með ungu
leikurunum, þeim öllum lyft betur upp. Var það
ekki líka aðaltilgangur sýningarinnar? Eða
réðu þau ekki tæknilega við meira? Texti til
dæmis Agnesar, texti Strindbergs, lesinn af
meiri alúð. Agnes, Jóhanna Friðrika Sæmunds-
dóttir, ekki verið eingöngu lögð sem klaufaleg
svifasein Lísa í Undralandi að kíkja á mann-
eskjurnar „sem gera ekkert nema kvarta og
kveina“ svo notuð séu orð leikstjórans. (Varla
skal lesa myndina / endurtekninguna frá fyrri
sýningu nemendaleikhússins af föngunum í
Abu Ghraib bara sem kvart og kvein?)
Ágúst Strindberg var stórskáld. Róttækur
maður í ýmsum skilningi, buktaði sig ekki fyrir
neinum, umbylti sænsku ritmáli og rótaði upp í
evrópskri list og bókmenntum, var hataður af
yfirvöldum, lengi landflótta, en elskaður af
sænskum almúga. Vissulega lifði hann fyrir
einni öld og írónísk gagnrýni hans á sumt úr
samfélagi Svía, og ýmsar líkingar og vísanir í
verkinu nokkuð fjarlægar okkur Íslendingum.
Eðlilegt því að stytta og færa verkið í sýning-
unni nær okkar tíma. En þetta verk er allegóría
um mannlegt líf og aðstæður og hefur gegnum-
gangandi stefið: „Það er erfitt að vera mann-
eskja.“ Á bak við íróníu og tilvistarspurningar,
er dulspeki jafnvel trú en ekki einfeldni. Og það
er hægt að treysta textanum. Hann fer vel í
munni. Hann er skýr. Hann er hraður. Hann er
bragðmikill. Hann er flottur. Einsog komið er
svo vel til skila til dæmis í kennslustofuatriðinu.
Það hefði mátt heyrast oftar, skýrar og greini-
legar í Strindberg.
Mér þótti semsé erfitt að ráða í merkinguna.
Fyrst Agnes kemur klífandi úr salnum uppá
leiksviðið- er þá veruleikinn leiksýning stjórnað
af guði leikhúsmaskínunnar? Lærði Agnes ekk-
ert á leið sinni? Ruglaðist hún af öllum rás-
unum? Ég fann of fáar spurningar til að glíma
við. Skiptu þær kannski heldur ekki máli? Eða
gleymdi ég þeim? Slegin töfrasprota? Það var
reyndar form þessa verks ekki innihald sem olli
tímamótum í evrópskri listasögu, gegndi lykil-
hlutverki í þróun þýsku expressjónistanna, þró-
un skáldsagna Franz Kafka – varð eitt af upp-
hafsatriðum módernismans. Og það var formið,
leikmynd Gretars Reynissonar og sviðsetning
Benedikts Erlingssonar, þessar ýmist kol-
svörtu eða gráglettnu myndir sem þeir skapa
með leikhópnum, hljómfall hugarflugs þeirra,
myndlist þeirra, sem hreif mig á föstudags-
kvöldið – það var algjör draumur!
Algjör
draumur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Leikararnir vinna af krafti, hraða og stundum hávaða og hrátt, en afar sjaldan samt farsakennt og oft af mjúku gamni og mjög vel. Verkið
hefði samt dýpkað og formið náð enn betri úrvinnslu, draumurinn styrkst, hefði verið unnið nákvæmar og af meiri natni með ungu leikurunum,
þeim öllum lyft betur upp. Var það ekki líka aðaltilgangur sýningarinnar? Eða réðu þau ekki tæknilega við meira?“
LEIKLIST
Nemendaleikhús LHÍ
Eftir Ágúst Strindberg. Leikstjóri Benedikt Erlings-
son. Leikmynd: Gretar Reynisson. Tónlist: Pétur Þór
Benediktsson. Hljóð: Pétur Þór Bendiktsson og Jak-
ob Tryggvason. Búningar Stefanía Adolfsdóttir. Lýs-
ing: Lárus Björnson. Leikarar: Jóhanna Friðrika Sæ-
mundsdóttir, Pétur Einarsson, Guðmundur Ólafsson,
Halldór Gylfason, Atli Þór Albertsson, Aðalbjörg
Þóra Árnadóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Björn
Ingi Hilmarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Oddný
Helgadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sara Dögg Ás-
geirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Guðjón
Davíð Karlsson, Theódór Júlíusson og Orri Huginn
Ágústsson. Borgarleikhúsið, föstudag 11. mars
2005.
Draumleikur
María Kristjánsdóttir
ÍSLENSKA óperan og TM software hafa endurnýjað
samstarfssamning sín á milli sem felur í sér áfram-
haldandi uppbyggingu á Óperuvefnum, www.opera-
.is. Samningurinn gildir til eins árs og felur meðal
annars í sér smíði á gestabók og myndasíðu fyrir
Óperuvefinn. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Stefán
Þór Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri TM software,
undirrituðu samninginn í Íslensku óperunni á dög-
unum.
Íslenska óperan og TM software hófu samstarf
haustið 2001, þegar gerður var samningur um hönn-
un og smíði á vef fyrir Óperuna. Vefurinn var opn-
aður haustið 2002 og hefur reynst öflugur upplýs-
inga- og kynningarmiðill fyrir Óperuna.
Stefán Þ. Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri TM software, og Bjarni Daníelsson óperustjóri undirrita samninginn.
Áframhaldandi upp-
bygging á Óperuvefnum
Hjá Vöku-
Helgafelli er
komin út bók-
in Hugmyndir
fyrir sniðugar
stelpur eftir
Helle Mogen-
sen. Helga Jóna Þórunnardóttir
og Erla Hrönn Sigurðardóttir
þýddu.
„Þessi skemmtilega og hug-
myndaríka bók er samin fyrir
stórar og smáar stelpur og alla
aðra sem áhuga hafa á að læra
að prjóna, sauma, hekla, mála,
sauma út, þæfa og fleira,“ segir
í kynningu.
„Bókin er full af spennandi
verkefnum sem auðvelt er að
fylgja eftir. Einnig fylgja með ná-
kvæmar leiðbeiningar og
kennsla í helstu aðferðum svo
auðvelt er að halda áfram og út-
færa eigin hugmyndir.
Í bókinni eru til dæmis upp-
skriftir af töskum, mynda-
römmum, máluðum glerhlutum,
prjónuðum húfum, vettlingum og
legghlífum, útsaumuðum flíkum
og þæfðum töskum,“ segir enn-
fremur.
Bókin er 95 blaðsíður. Þýð-
endur: Helga Jóna Þórunnar-
dóttir og Erla Hrönn Sigurð-
ardóttir. Útgefandi Vaka-Helga-
fell. Verð: 2.490 kr.
Nýjar bækur
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur