Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 11 FRÉTTIR UM HELGINA var undirritaður samningur í Danmörku, þar sem þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu norræna lágfar- gjaldaflugfélagið Sterling, sem er stærsta lágfargjaldaflugfélagið á Norðurlöndum. Kaupverðið er tæpir fimm milljarðar króna. „Ég og félagi minn Jóhannes rek- um nokkur eignarhaldsfélög og við leitum stöðugt að nýjum viðskipa- tækifærum. Við sáum ákveðin tæki- færi í Sterling, þegar við fréttum af því á síðasta ári, að norska skipa- félagið Fred. Olsen hefði lýst yfir áhuga á því að selja félagið,“ segir Pálmi. Hann segir að þeir hafi í kjölfar þess sett sig í samband við félagið og þeir hafi undanfarna mánuði unnið að athugun á því að kaupa félagið. „Við komumst fljótlega að því að það eru miklir möguleikar í þessu félagi fyrir okkur. Félagið er í sjálfu sér ágætlega rekið, þótt það hafi ekki verið rekið með hagnaði. Það er með réttu vöruna, réttu flugvélarnar, rétta konseptið og við höfum trú á því, að það sé hægt að reka lágfar- gjaldaflugfélag með hagnaði,“ segir Pálmi jafnframt. Samstarf Iceland Express og Sterling Pálmi er spurður hvers konar samstarf verði á milli félags þeirra Iceland Express og Sterling: „Við sjáum strax í upphafi þá möguleika að tengja saman leiða- og sölunet Iceland Express við Sterling. Farþegar sem munu kaupa miða hjá Iceland Express, munu geta keypt sér áfram miða með Sterl- ing og öfugt. Þetta mun veita ýmsa þægi- lega möguleika fyrir ís- lenska ferðalanga og ekki síður fyrir íbúa Suður-Evrópu, sem vilja ferðast norður á bóginn, hvort sem er hingað til Íslands eða til hinna Norður- landanna.“ Hann segir það ekki tímabært að ræða hvort Iceland Express og Sterling verði sameinuð í einu félagi. Slíkir möguleikar verði skoðaðir síð- ar. Pálmi segir að samningaviðræður um þessi kaup, hafi verið langar og strangar. Þær hafi hafist í lok síðasta árs og nú um helgina hafi náðst sam- komulag með undirritun kaupsamn- ings. Spurður um verð- mæti samningsins og hvernig kaupin séu fjármögnuð, segir Pálmi: „Við kaupum 100% eignarhlut í Sterling á tæpa fimm milljarða króna. Við unnum mjög náið með Kaupthing í Lúxem- borg, sem var okkar ráðgjafi í þessu máli, og fjármögnunin er þann- ig bæði með okkar eigin framlagi og lánsfé.“ 90% farmiða seldir á Netinu Félagið flýgur á tæp- lega 30 áfangastaði í Evrópu, frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Flestir áfangastaðir Sterling eru í Suður-Evrópu, en einnig á megin- landi Evrópu, Bretlandi og Írlandi, auk þess sem félagið flýgur á milli átta áfangastaða á Norðurlöndum. Um 90% af farmiðum Sterling eru seld á Netinu, sem Pálmi segir að þýði mun minni kostnað við farmiða- söluna. Pálmi segir að Sterling hafi tapað rúmlega 100 milljónum danskra króna á síðastliðnu ári. „Það er ljóst að við munum leggja allt aðrar áherslur í rekstrinum en gert hefur verið. Við þurfum að skoða tekjulið- ina, kostnaðarþættina og breyta fé- laginu samkvæmt okkar áherslum, því við höfum það sem mottó að reka okkar félög með því sem kallað er á ensku „One Page Management“ en í því felst m.a. að stytta boðleiðir og auka hagkvæmni. Við teljum að tap- ið á liðnu ári, hafi að mestu leyti komið til vegna ytri aðstæðna, svo sem þróunar á eldsneytisverði. Stað- reyndin er sú að félagið hefur vaxið mjög hratt, eða úr því að vera með um 70 þúsund farþega árið 2000 til tæplega tveggja milljóna á þessu ári, í áætlunarflugi. Þessi hraði vöxtur hefur auðvitað kostað sitt í markaðs- setningu og fleiru. Við munum nú draga úr þessum hraða vexti og reyna að einskorða okkur við þennan markað sem er til staðar. Okkar skilaboð inn í félagið eru alveg skýr: Félagið verður rekið með hagnaði á árinu 2005. Okkur hefur áður tekist að snúa dæminu við í rekstri. Við teljum það reyndar vera okkar sér- svið og við munum einbeita okkur að því nú.“ Í kynningu á heimasíðu félagsins kemur fram að það sé fyrsta lág- gjaldaflugfélagið á Norðurlöndum. Fram kemur að á liðnu ári hafi far- þegafjöldi félagsins verið liðlega 1,8 milljónir. Til samanburðar má geta þess að Flugleiðir, sem nú bera nafn- ið FL Group fluttu á liðnu ári 1,3 milljónir farþega í áætlunarflugi. Félagið hefur verið í eigu tveggja dótturfélaga norska skipafélagsins Fred. Olsen, Ganger Rolf ASA og Bonheur ASA, sem bæði eru skráð félög í Kauphöllinni í Osló. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Kaup- mannahöfn og starfsmenn þess eru liðlega 600. 16% markaðshlutdeild í Evrópu Lágfargjaldaflugfélög í Evrópu höfðu um 16% markaðshlutdeild á árinu 2004 og væntingar fráfarandi eigenda félagsins eru að svigrúm sé til þess að auka hlutdeildina í allt að 25%. Sterling hóf starfsemi sem leigu- flugfélag 1960 og 1994 bættist frakt- flug við starfsemi félagsins. Árið 2001 breyttu eigendur um stefnu, hættu fraktflugi, drógu úr leiguflugi og hófu áætlunarflug, með sérstaka áherslu á lág flugfargjöld. Þessi breytta áhersla skilaði sér fljótt í auknum farþegafjölda, því ár- ið 2001 flaug um hálf milljón farþega með félaginu í leiguflugi, en í áætl- unarflugi aðeins um 200 þúsund. Á liðnu ári var fjöldi farþega í áætl- unarflugi hins vegar kominn í rúm- lega 1,2 milljónir, en leiguflugsfar- þegar voru innan við 600 þúsund. Áætlanir félagins fyrir árið í ár gera ráð fyrir því að farþegar í áætl- unarflugi verði yfir 1,6 milljónir en farþegafjöldi í leiguflugi fari niður fyrir 400 þúsund. Einn yngsti flugfloti í Evrópu Flugfloti Sterling samanstendur af 10 Boeing 737–800 vélum, sem eru að sögn Pálma einn yngsti flugfloti Evrópuflugfélaga. Vélarnar eru ým- ist í rekstrarleigu eða í eigu Sterling. Hver vél tekur 189 farþega. „Þessar vélar eru taldar þær bestu sem til eru í heiminum. Meðalaldur þeirra er þrjú og hálft ár, þær eru mjög sparneytnar og nútímalegar. Við er- um því að fá þann besta flugflota sem völ er á á markaðnum,“ segir Pálmi Haraldsson að lokum. Keyptu stærsta lágfargjaldaflugfélag á Norðurlöndum á tæpa fimm milljarða Pálmi og Jóhannes eignast Sterling                           ! "# #    !  $# !    % "&                                                    Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa í félagi keypt skandinavíska lágfar- gjaldaflugfélagið Sterl- ing. Gengið var frá kaupsamningnum nú um helgina. Agnes Bragadóttir hitti Pálma að máli og fræddist um þessi síðustu viðskipti þeirra félaga. agnes@mbl.is Pálmi Haraldsson, annar tveggja nýrra eigenda Sterling. SAMTÖK sjálfstæðra skóla voru stofnuð á fjölmennum fundi í Reykjavík í síðustu viku og var Margrét Pála Ólafsdóttir kosin formaður samtakanna. „Ég held að tímasetning stofnunar þessara samtaka sé hárétt og nauðsynleg nú þegar áhugi bæði foreldra, viðskiptalífs og stjórnvalda eykst stöðugt á innihaldi náms, bæði á leik- og grunnskólastigi, sem og öðrum skólastigum. Ég man þá tíð fyrir aldarfjórð- ungi þegar ekki nokkur maður nennti að tala um leikskólamenntun barna. Það hafa orðið vatnaskil. Áhuginn hefur aukist og það er tímabært að okkar rödd hljómi,“ sagði Mar- grét Pála á fundinum og tók fram að sér væri sér- stakt ánægjuefni að allir þeir þrjátíu og sex sjálf- stæðu leik- og grunnskólar sem reknir eru á landinu hafi kosið að vera með í stofnun samtakanna. „Við vitum öll að hug- sjónabundna markmið okk- ar mun aldrei rúmast innan hins stóra hverfisskóla sem á að þjóna öllum. Við vitum öll að til að taka þau sér- stöku skref til að geta gert nákvæmlega eins og okkar hugsjón býður okkur í skólastarfi, til að gera það albesta sem við viljum gera fyrir börn þá vitum við að við þurfum að stíga aðeins út fyrir. Að hið faglega frelsi krefst þess að ramm- inn í kringum okkur sé frjálsari en hið opinbera kerfi hefur leyft,“ sagði Margrét Pála. kvæmdastjóri ráðsins, á að Verslunarráð hefur í gegn- um tíðina lagt áherslu á að hlúa að fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Sagðist hann líta á skóla- stjórnendur sem forystufólk í litlum fyrirtækjum sem ástæða væri til að hlúa að og stuðla að aukinni grósku, enda væru grunn- skólarnir afar mikilvægir þar eð þeir leggja grunn að menntun einstaklinganna. Hvetur til samstarfs við skóla erlendis Minnti hann á að í ná- grannalöndum okkar væru 20–30% leik- og grunn- skólas sjálfstæðir og hvatti til þess að nýstofnuðu sam- tökin ættu samstarf við samtök sjálfstæðra skóla í Evrópu. Á fundinum voru auk Margrétar Pálu kosin í stjórn þau Edda Huld Sig- urðardóttir, sem er vara- formaður, Grímur Atlason, Lovísa Hallgrímsdóttir og Margrét Theodórsdóttir. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra fagnaði í ávarpi sínu stofnun samtakanna enda nauðsynlegt að sjálfstæðir skólar fái rödd í samfélag- inu. „Það er afar mikilvægt að sjálfstæðir skólar þrífist í skólakerfinu og að mínu mati höfum við verið að fjölga tækifærum fólksins í landinu með einkaskólum og sjálfstæðum skólum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að aðrir en opinberir aðilar sinni menntun íslenskra barna. Reynslan sýnir að það hafi gefist vel. Mik- ilvægt er að forystumenn sem koma að menntamálum átti sig á því að tilvist sjálf- stæðra skóla er ekki ógnun við okkar samfélag heldur miklu frekar tækifæri til að halda áfram að byggja á þeirri grunngerð sem við erum stolt af í okkar sam- félagi.“ Bakhjarl hinna nýstofn- uðu samtaka er Versl- unarráð. Á fundinum minnti Þór Sigfússon, fram- Verslunarráðið verður bakhjarl Samtaka sjálfstæðra skóla sem stofnuð voru á dögunum Tímabært að okkar rödd hljómi Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Pála Ólafsdóttir, nýkjörinn formaður samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.