Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAGAN AF PÍ SAGA SEM FÆR MANN TIL AÐ TRÚA Á GUÐ KOMIN Í KILJU HAFA KEYPT STERLING Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa keypt norræna lág- fargjaldaflugfélagið Sterling fyrir tæplega fimm milljarða króna. Fé- lagið flýgur á tæplega 30 áfangastaði í Evrópu en um 90% af farmiðunum eru seld á Netinu. Í fyrra flutti fé- lagið liðlega 1,8 milljónir farþega. Pálmi segir menn strax sjá mögu- leika að tengja saman leiða- og sölu- net Iceland Express við Sterling en hins vegar sé ekki tímabært að ræða hvort félögin verði sameinuð. Sagðir undirbúa árás Ísraelar hafa samið áætlanir um árásir á skotmörk í Íran ef samn- ingaviðræður um meintar tilraunir Írana til að framleiða kjarnavopn fara út um þúfur, að sögn breska blaðsins The Sunday Times. Blaðið segir að valdamestu ráðherrar Ísr- aelsstjórnar hafi lagt blessun sína yfir áætlanirnar á fundi í síðasta mánuði. Páfi heim af sjúkrahúsi Jóhannes Páll II páfi útskrifaðist af sjúkrahúsi í Róm síðdegis í gær eftir að hafa legið þar í átján daga vegna öndunarerfiðleika. Fyrr um daginn talaði páfi opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann gekkst undir barkaskurð á sjúkrahúsinu 24. febrúar. 400 bíða eftir hjartaaðgerð Liðlega 200 manns eru nú á bið- lista eftir hjartaþræðingu en það getur þýtt 4–5 mánaða biðtíma. Bið- listinn hefur orðið til frá því í fyrra- vor en þá hafði nær tekist að eyða honum. Rúmlega 400 manns bíða eftir einhvers konar hjartaaðgerðum og segir Gestur Þorgeirsson, yf- irlæknir á hjartadeild LSH, að ástandið í þessum málum sé ekki viðunandi til lengdar. Peningaþvætti afhjúpað Yfirvöld á Spáni hafa komið upp um glæpahring sem talinn er hafa stundað stórfellt peningaþvætti í tengslum við fíkniefnaviðskipti, vopnasölu og vændi, að sögn spænskra embættismanna. Norðanátt fram á föstudag Hafís hefur borist inn á Bakkaflóa og Vopnafjörð en hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi og siglingaleiðin varhugaverð allt frá Horni og austur að Vopnafirði. Spáð er áframhald- andi norðaustanátt næstu daga og ekki útlit fyrir að þar verði breyting á fyrr en á laugardaginn. Norðanátt- in getur því orðið til þess að þjappa ísnum enn nær ströndinni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 22/26 Fréttaskýring 8 Dagbók 28/30 Vesturland 12 Myndasögur 28 Viðskipti 13 Víkverji 28 Erlent 14/15 Staður og stund 30 Listir 16, 31/32 Leikhús 34 Daglegt líf 17 Bíó 34/37 Umræðan 18/19 Ljósvakar 38 Bréf 19 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VEGNA fréttar um 5% verðlækk- un á nýjum bílum hjá einu bílaum- boðinu vill Bílabúð Benna taka fram að á tímabilinu nóvember 2004 til mars 2005 hefur verð á nýjum bílum fyrirtækisins lækkað um allt að 11%. Benedikt Eyjólfs- son framkvæmdastjóri bendir á að þannig hafi verðið á vel útbúnum Porsche Cayanne-jeppa lækkað úr 6.726 þúsundum krónum í 5.990 þ. kr. eða um nær 11%. Þá hafi Chevrolet-bílarnir sem fyrirtækið kynnti í október einnig lækkað, verðið á Chevrolet Kalos SE 1.4 fimm dyra hafi t.d. lækkað úr 1.289 þ. kr. í 1.199 þ. kr. eða um 7%. Benedikt segir lækkunina á Porsche um það bil jafnmikla og lækkun evrunnar gagnvart krón- unni. Chevroletinn hafi ekki að öllu leyti verið í evrum heldur í gengiskörfu. „Við höfum auðvitað verið að lækka verðið á bílunum því við höfum verið að fá þá ódýr- ari inn.“ Evran hefur lækkað meira Benedikt bendir á að allir tali um lækkun dollarans gagnvart krónunni og margir gefi upp sem ástæðu fyrir að verð hafi ekki lækkað að þeir kaupi ekki inn í dollurum heldur evrum. Stað- reyndin sé hins vegar sú að evran hafi líka lækkað gagnvart krón- unni, eða um 10% á um þremur mánuðum. Hlutfallslega hafi evran reyndar lækkað meira gagnvart krónunni en dollarinn frá áramót- um. Allt að 11% lækk- un á nýjum bílum STJÓRN Félags fréttamanna mun eiga fund með Markúsi Erni Ant- onssyni útvarpsstjóra fyrripartinn í dag. Að sögn Jóns Gunnars Grjet- arssonar, formanns félagsins, er til- efni fundarins ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu frétta- stjóra Útvarpsins. Spurður um þau skilaboð sem stjórnin muni færa út- varpsstjóra bendir Jón Gunnar á að áskorun Félags fréttamanna standi og einnig áskorun starfsmanna Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína þangað til annað hafi komið í ljós. Fram hefur komið að margir fé- lagsmenn velti alvarlega fyrir sér að segja upp störfum þar sem þeir telji vegið að starfsheiðri sínum með ákvörðun útvarpsstjóra. Funda með útvarpsstjóra ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti vélsleðamann sem slas- aðist er sleði hans féll niður í gil norðan við Strút við Mýrdalsjökul um klukkan þrjú á laugardag. Björgunarsveitarmenn úr Björg- unarsveit Hafnarfjarðar, sem af til- viljun voru staddir á svæðinu, höfðu leitað manninn uppi og hlúð að hon- um þar til þyrlan kom á vettvang. Hafði maðurinn ekið fram af hengju og lent á ísvegg. Hann var fluttur á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar á spítalanum í gær um hvort maðurinn hefði slasast alvar- lega eða um líðan hans. Vélsleðamaður ók fram af hengju MIKIÐ álag hefur verið á heilbrigð- isstofnunum vegna smitana af völd- um RS-veirunnar, sem einkum leggst á mjög ung börn. Þannig komu rúmlega eitt þús- und börn á bráðamóttöku Barna- spítala Hringsins í janúar- og febr- úarmánuði hvorum fyrir sig og var stór hluti þeirra barna með RS- veirusýkingu eða inflúensu. Þá kemur fram í farsótt- arfréttum Landlæknisembættisins að vegna faraldursins hafi verið sett á laggirnar sérstök hágæslu- deild fyrir mjög veik ung börn í febrúar. Níu börn hafi þurft að leggja inn á deildina og þar af hafi þrjú börn þurft að fara í önd- unarvél. Fram kemur ennfremur í farsótt- arfréttum, að þótt faraldurinn sé í rénun megi búast við áframhald- andi álagi af völdum hans næstu vikurnar. Mikið álag vegna RS-veirunnar KARLMAÐUR og kona sluppu ómeidd þegar Toyota-jeppi sem þau voru í rann stjórnlaust niður ísilagða og bratta hlíð í Tind- fjallajökli í gærdag. Tókst þeim að kasta sér út úr bílnum þegar hann fór að renna aftur á bak niður jök- ulinn. Konan, sem var farþegi í bílnum, rann á klakanum á eftir bílnum nokkur hundruð metra nið- ur hlíðina áður en henni tókst að stöðva sig. Stöðvaði sig með því að reka hníf ofan í klakann GPS-staðsetningartæki sem er í jeppanum sýnir að hann rann um 670 metra leið og fallhæðin var um 200 metrar, að sögn bílstjórans. Var hámarkshraðinn á bílnum í þessu falli 63 kílómetrar á klukku- stund. Bíllinn rann framhjá gili og stöðvaðist á snjóbrú neðarlega í gilinu á hjólunum og er að sögn bíl- stjórans alveg óskemmdur. „Það var mikil hálka og rok og ekki nóg grip fyrir bílinn svo hann rann af stað. Ég ákvað að við skyld- um kasta okkur út úr bílnum sem við og gerðum. Bíllinn húrraði aft- ur á bak niður. Ég náði fljótlega að stöðva mig með hníf sem ég er með á mér og gat stungið honum ofan í klakann en farþeginn rann á eftir bílnum niður og hvarf,“ segir hann. Biðu í tvær klukkustundir í 17 gráðu frosti og hávaðaroki „Við vorum bæði kappklædd en ég var vettlingalaus við stýrið og það gafst enginn tími til að gera neinar ráðstafanir þegar við köst- uðum okkur út,“ segir bílstjórinn. Sá hann á eftir konunni hverfa niður hlíðina á eftir bílnum og hafði lengi vel engar upplýsingar um af- drif hennar. Beið hann í óvissu þar til björgunarsveitarmenn frá Hvolsvelli og Hellu komust á stað- inn um tveimur tímum seinna. Biðin var erfið í hífandi roki og 17 gráðu frosti. „Við sáum ekkert niður og vissum því ekkert um ástandið á henni en hún náði síðan símasambandi með GSM-síma og gat látið vita af sér og að hún væri ómeidd.“ Eftir að konan náði að stöðva sig færði hún sig niður hlíðina þar sem hún fann bílinn. Gat hún beðið í honum þar til bílstjórinn og björgunarsveitarmennirnir komu þar að. Aðstoðuðu björgunarsveit- armenn þau við að koma bílnum niður í byggð síðdegis í gær og komust þau á honum til síns heima í Reykjavík í gærkvöldi. Bílstjórinn sem hefur stundað fjalla- og jöklaferðir í yfir 20 ár segist aldrei fyrr hafa þurft að kalla á aðstoð. Samspil ísingar og veðurs hafi valdið þessu óhappi. Fyllilega réttlætanlegt hafi verið að kalla eftir aðstoð til að hafa sem bestan viðbúnað ef slys hefði orðið, þar sem alger óvissa var um afdrif farþegans. Sagði hann björg- unarmennina eiga þakkir skildar fyrir snögg viðbrögð. Sluppu ómeidd eftir að hafa kastað sér úr jeppa sem rann 670 metra niður ísilagða hlíð í Tindfjallajökli í gærdag Sá farþegann renna á eftir bílnum og hverfa Jeppinn rann aftur á bak niður jökulinn og framhjá gili og stöðvaðist á snjóbrú neðarlega í gilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.