Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Nýjar peysur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Nýkomið
Str. 36-56
Kynnum úrval af postulíni frá Arzberg.
Falleg hönnun og vönduð vara.
Kynningarverð!
Kynn
ing!
RÍKISKAUP mátu hvað kostar að
flytja Ægi og Tý fram og til baka til
Póllands, flytja áhöfnina út o.s.frv.
þegar ákveðið var að ganga til samn-
inga við pólsku stöðina Morsku um
breytingar og endurbætur á varð-
skipunum. Að teknu tilliti til þess var
tilboð Morsku um sjö milljónum kr.
lægra en tilboð Slippstöðvarinnar.
Eins og fram hefur komið fékk
Slippstöðin þriðju hæstu einkunnina
þótt tilboð hennar hafi verið næst-
lægst þar sem hún hefur ekki ISO-
vottun, öfugt við Morsku.
Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri
hjá Samtökum iðnaðarins (SI), seg-
ist álíta að ekki hafi þurft að bjóða
breytingar og endurbætur á varð-
skipunum út á Evrópska efnahags-
svæðinu. Hann líti á þetta sem hvert
annað útboðsverk og ekki sé skylt að
bjóða þau út nema þau losi 500 millj-
ónir króna. Ingólfur segir skorta á
vilja til þess að halda verkefnum af
þessu tagi innanlands. „Ég held að
þetta sé stjórnkerfislægur vandi
fremur en það skorti á vilja stjórn-
valda. Það er eins og embættis-
mannakerfið geri ekkert til þess að
setja sig inn í það hvernig á að fram-
fylgja vilja stjórnvalda til þess að
gera allt sem hægt er til að halda
svona verkum inni í landinu.“
Vottun ræður ekki úrslitum
Spurður um vægi ISO-vottunar
sem pólska stöðin hefur en ekki
Slippstöðin segir Ingólfur: „Skipa-
iðnaðurinn hér býr við það og hefur
alltaf gert að vera undir mjög
ströngu eftirliti flokkunarfélaga og
Siglingamálastofnunar og hvert ein-
asta handtak er tekið út. Hvort stöð-
in er ISO-vottuð eða ekki ræður eng-
um úrslitum í þessu sambandi enda
hefur þessi stöð gert við og smíðað
fjöldann allan af skipum sem stand-
ast ýtrustu gæðakröfur yfirvalda.“
Tilboð Slippstöðvarinnar sjö
milljónum króna hærra
Þurfti ekki að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu, segir SI
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerður
Sverrisdóttir, segist hafa orðið
fyrir vonbrigðum með að breyt-
ingar og endurbætur á varðskip-
unum hefðu ekki farið til inn-
lendrar skipasmíðastöðvar og hún
telur lítið reynt til þess að halda
verkum í landinu. Hún segist ætla
að kynna sér betur útboð Ríkis-
kaupa vegna breytinga og endur-
bóta á varðskipunum Ægi og Tý í
vikunni.
„Eins og hlutirnir eru í dag er-
um við ekki samkeppnishæf, meðal
annars vegna þess að aðstöðugjald
er endurgreitt hér sem nemur
4,5%. En það er búið að fara í
mikla vinnu að frumkvæði okkar í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í
sambandi við þessi mál. Í sam-
anburði við aðrar þjóðir þyrfti
endurgreiðslan að vera 6%. Það
myndi strax hjálpa og ég held að
það sé mál sem verður að ein-
henda sér í. Svo finnst mér reynd-
ar líka að það sé lítið reynt til þess
að halda verkum í landinu. Ég geri
mér grein fyrir því að það eru lög
sem gilda um útboð og eins það að
samkvæmt EES-samningnum er
ekki heimilt að mismuna þjóðum
innan svæðisins. Engu að síður
virðast þjóðirnar beita ýmsum
brögðum til þess að halda svona
mikilvægum verkefnum í landi,“
segir iðnaðarráðherra.
Lítið reynt til að halda
verkum í landinu
MEÐ skjótum viðbrögðum tókst
slökkviliðsmönnum frá Vík í Mýr-
dal og bændum í nágrenni við Dyr-
hólaey að koma í veg fyrir að sinu-
eldur, sem kviknaði milli bæjanna
Loftsala og Dyrhóla við Dyrhólaey í
gær, bærist í íbúðarhús og sum-
arhús.
Tilkynnt var um eldinn skömmu
eftir hádegi í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglu er talið að um
fjórir hektarar lands hafi brunnið.
Eldurinn breiddist mjög skjótt út
þar sem mikið rok var og sinan
þurr. Kom slökkvilið frá Vík og
bændur komu frá nærliggjandi
bæjum með haugsugur fullar af
vatni og dældu á eldinn. Leit í
fyrstu út fyrir að eldurinn myndi
berast í byggingarnar en vindáttin
snerist og beindi eldinum frá bygg-
ingunum. Tókst með samhentu
átaki 20 til 30 slökkviliðsmanna og
bænda að ráða niðurlögum eldsins
og tók slökkvistarfið um tvo
klukkutíma.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mikill sinubruni varð á milli bæjanna Dyrhóla og Loftsala í Dyrhólahverfi í Mýrdal síðdegis í gær. Slökkviliðs-
mönnum og bændum tókst með snarræði að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í íbúðarhúsið á Loftsölum.
Sinueldur
ógnaði bygg-
ingum við
Dyrhólaey
ÍSLANDSMIÐILL hefur gangsett fyrsta
þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerf-
ið á Akureyri og nær útsendingarsvæðið
í fyrstu í bænum og nágrenni hans. Ak-
ureyringar og nærsveitarmenn fá þar
með sömu þjónustu og íbúar suðvestur-
hornsins, en í boði er lággjalda áskrift-
arsjónvarp með góðum myndgæðum, 8
erlendar sjónvarpsstöðvar og 3 íslensk-
ar. „Þetta er blandaður pakki, frétta-,
fræðslu- og íþróttarásir og barnaefni svo
eitthvað sé nefnt,“ sagði Njörður Tóm-
asson, framkvæmdastjóri Íslandsmiðils,
þegar dreifikerfið var opnað.
Áskrifandi þarf myndlykil ásamt loft-
netabúnaði til að ná útsendingum. Ljós-
gjafinn á Akureyri sér um sölu og sér
einnig ásamt Rafmönnum um uppsetn-
ingu. Áskriftargjaldið er 1.790 krónur á
mánuði og stofngjaldið er tæpar 8.000
krónur.
„Þetta er tvímælalaust liður í því að
efla svæðið og bæta okkar stöðu, að
bjóða fólki hér upp á öll lífsins gæði,“
sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, sem opnaði dreifikerfið
formlega.
Þráðlaust stafrænt sjón-
varpsdreifikerfi á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri opnaði fyrir þjónustuna með form-
legum hætti og naut aðstoðar Njarðar Tómassonar framkvæmdastjóra.
smáauglýsingar
mbl.is