Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 25
MINNINGAR
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
húsi í brekkunum suður og upp frá
bænum hér í Ási, urðu okkar sam-
skipti meiri en áður. Þau voru sam-
hent í því sem öðru að planta og hlúa
að plöntunum, þó að það hafi nú ef-
laust lent meira á Ragnhildi, vegna
erilsamrar vinnu Gests, jafnvel í öðr-
um landshlutum.
Þessi vinna þeirra er nú aldeilis
farin að skila árangri, 2 til 3 metra há-
ar plöntur prýða nú land sem áður
var berir melar.
Um Gest Þóra má segja að hann
var einn af þessum mönnum sem ætíð
gengu til góðs, götuna fram eftir veg.
Fyrir utan sinn mikla dugnað og
drenglyndi, fékk Gestur líka í vöggu-
gjöf hljómþýða fallega tenórrödd,
sem mér hefur ævinlega þótt bera af,
þegar menn hafa komið saman og
tekið lagið, og mikið fyrirtak hefði
það getað orðið á okkar efri árum að
taka lagið saman á fallegu sumar-
kvöldi í lundinum góða þeirra Ragn-
hildar.
Þá hefði verið gaman að hlusta á
Gest Þóra syngja lagið hans Jónasar
Tryggvasonar.
Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa,
meðan sólgeislar fela sig bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð.
Sveipast þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt meðan húmið er hljótt.
Ég skal haldá um þig vörð, meðan sefur þú
rótt.
Ég skal vaka í nótt.
Megi góður guð styrkja eftirlifandi
ástvini Gests Þórarinssonar.
Jón og Inga, Ási.
Í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag,
þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld.
Því er kveðjunnar stund, og við krjúpum
í dag
í klökkva við minningareld.
Orð eru fátæk en innar þeim skín
það allt sem við fáum ei gleymt.
Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín
á sér líf, er í hug okkar geymt.
Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál
eins þó gustaði um hjarta þitt kalt.
Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál
eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt.
(B.B.)
Í dag minnumst við samherja úr fé-
lagsmálum og kjarabaráttu hér á ár-
um áður. Gestur var einn af stofn-
endum Félags opinberra starfs-
manna í Húnavatnssýslum, sem
stofnað var 30. september 1990, og
fyrsti formaður félagsins. Félagið
hefur nú hefur sameinast öðrum fé-
lögum undir merki KJALAR, stétt-
arfélags starfsmanna í almannaþjón-
ustu. Gestur bar velferð félagsmanna
ávallt fyrir brjósti og vann af dreng-
skap og dugnaði fyrir bættum kjör-
um þeirra. Hann var trygglyndur og
var ákaflega gott að leita til hans.
Hann gerði ekki kröfur til annarra
fyrir sjálfan sig.
Fyrir hönd KJALAR stéttarfélags
sendi ég fjölskyldu Gests innilegar
samúðarkveðjur.
Arna Jakobína Björnsdóttir,
formaður Kjalar.
Ekki hafði ég grun um þegar ég fór
frá Blönduósi fyrir þrem vikum, að
næsta erindi þangað væri að kveðja
Gest Þórarinsson hinstu kveðju.
Við áttum saman náið samstarf á
Blönduósi í sex ár. Þá var Gestur
hitaveitustjóri og bæjarverkstjóri á
Blönduósi. Án nokkurs efa í mínum
huga er vandfundinn jafn samvisku-
samur og iðinn starfsmaður og Gest-
ur var. Hann var líka ákafur, hafði
góðan tenór og stutt í kímnina, það
tvennt var bráðnauðsynlegt þegar
tekin voru sýnishorn úr ákveðnum
borholum á Reykjasvæðinu og þau
smökkuð til í rommi. En svo slitnaði
þráðurinn á milli okkar í bili. Yfir
glasi á góðri stundu fyrir nokkrum
árum hnýttum við þráðinn saman að
nýju og hélt hann, þar til yfir lauk.
Það var því þyngra en tárum tekur
þegar fregnir bárust af Gesti fárveik-
um og skömmu seinna var hann allur,
rúmlega fimmtugur.
Hann hafði nýlega stofnað eigin fyr-
irtæki sem blómstraði í höndum hans.
Við áttum alveg eftir að taka spjall að
loknu góðu verki við nýlagnir í sum-
arbústað fjölskyldu minnar. Við áttum
líka eftir að gera úttekt á skyldleika
okkar sem nýlega kom í ljós. Gestur
og faðir minn báru nafn sameiginlegs
ættingja. Gestur átti líka eftir að njóta
afraksturs erilsamrar starfsævi.
Njóta ævikvöldsins, í faðmi fjölskyld-
unnar sem stækkar ört. Að þessari
ágætu fjölskyldu er nú þungt vegið
með skyndilegu fráfalli góðs drengs.
Megi ljúf minning um hann gera sorg
ykkar léttbærari.
Ófeigur Gestsson.
Það er með sorg og trega sem ég
kveð minn góða vin hann Gest Þóra,
eins og hann var alltaf kallaður. Það
er akkúrat tíu ára aldursmunur á
okkur og erum við búnir að þekkjast
frá því við vorum ungir menn, og ekki
var hægt að hugsa sér betri vin og fé-
laga en Gest. Öllum sem honum
kynntust reyndist hann þessi trausti,
skemmtilegi og áreiðanlegi maður.
Við höfum í gegnum tíðina unnið á
sama stað eða saman, með hléum þó.
Þegar ég byrjaði að vinna á lag-
ernum í Vélsmiðjunni í gamla daga þá
var Gestur að læra vélvirkjun á verk-
stæðinu, ungur og ósérhlífinn maður
en það átti eftir að fylgja honum alla
ævi, því greiðviknari og duglegri
manni er leitun að. Síðan lá leið hans
á önnur mið þegar hann gerðist hita-
veitustjóri í hartnær tuttugu ár. Árin
líða, Vélsmiðjan hættir og Gestur
hættir hjá hitaveitunni skömmu
seinna og stofnar fyrirtækið Árvirkni
ásamt fleirum aðilum, og það má með
sanni segja að hann hafi verið aðal-
driffjöðrin þar. Síðan um sumarið
2001 leggst það af. Árið 2001 stofnar
hann sitt eigið pípulagnafyrirtæki
Lagnaverk, sem var duglegt að verða
sér út um verkefni, þökk sé Gesti sem
var bæði mjög duglegur að nálgast
verk, ekki bara hér á Blönduósi held-
ur víðar á landinu. Hann var líka
ósérhlífinn að vinna þau sjálfur, en
hafði líka góða menn sér við hlið. (Í
dag hefði hann sennilega kallast of-
virkur.)
Haustið 2001 bauðst mér svo að
ganga í lið með Gesti og því gat ég
ekki neitað. Þarna gat ég fengið
nokkra tíma á dag við það sem mér
þykir ómetanlegt og það er að vinna.
Er ég honum innilega þakklátur að
hafa boðið mér þetta starf. Þetta var
mér mikilsvirði, ekki síst vegna fé-
lagsskapsins.
Allur hans hugur undanfarið var
við nýja atvinnuhúsnæðið sem hann
hafði fest kaup á og var að standsetja,
og var gert ráð fyrir að flytja í það
fljótlega, þó ekki fyrr en allt væri
tilbúið. Tilhlökkun var í mönnum, því
mikil viðbrigði yrðu að fara úr gamla
húsnæðinu. Nú hafa hinsvegar orðið
miklar breytingar, þó ekki mest hjá
mér heldur öllum sem næst Gesti
stóðu.
Átti maður ekki von á því að fá þær
fréttir á mánudagsmorgni að Gestur
hefði veikst kvöldið áður og verið
fluttur suður um morguninn og útlitið
væri ekki gott. Manni kemur þetta
alltaf jafn mikið í opna skjöldu, þarna
var maður á besta aldri, sem aldrei
varð veikur eða kveinkaði sér. En nú
hefur hann þurft að lúta í lægra haldi
fyrir illskeyttum sjúkdóm sem leggur
okkur svo mörg að velli og gerir ekki
alltaf boð á undan sér í tæka tíð. Með
þessum fátæklegu orðum um góðan
vin sendi ég Ragnhildi, börnum hans
og fjölskyldum þeirra, barnabörnum,
systkynum og öldruðum föður hans
samúðarkveðjur með von um að guð
gefi þeim styrk til að takast á við
sorgina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þorbjörn Sigurðsson.
Drengskaparmaður og dugnaðar-
forkur. Þetta væru þau orð sem ég
kysi að velja Gesti vini mínum ef ég
mætti velja aðeins tvö orð til að lýsa
hans mannkostum og manngæsku.
Það er erfitt að trúa því að svo kraft-
mikill maður sem Gestur var hafi fall-
ið frá, svo langt fyrir aldur fram.
Það var í byrjun janúar 2001 að ég
hitti Gest í fyrsta sinn. Hann hafði
frétt í gegnum annan mann að ég
væri að líta í kringum mig eftir starfi.
Gestur var að leita að manni til að
annast bókhald og fjármál hjá fyrir-
tækinu Árvirkni ehf. sem hann var í
forsvari fyrir á þeim tíma. Ég hafði
alls ekki hugsað mér að leggja land
undir fót og ráða mig til starfa á
Blönduósi. Ég tók því fálega í það á
þessum fyrsta fundi okkar. Tveimur
dögum síðar hringir Gestur í mig og
segir mér að ég megi til með að koma
norður og skoða fyrirtækið. Ég ákvað
því með hálfum huga að bregða mér
norður yfir heiðar. Þegar komið var á
Blönduós var teningunum kastað.
Það var eitthvað sem sagði mér að ég
ætti að vinna fyrir þennan mann.
Þrátt fyrir að erfiðleikar væru aug-
ljósir hjá fyrirtækinu ákvað ég að
ráða mig til starfa þar. Það sem
mestu réði um það var að mér féll
strax afar vel við Gest. Ég fann að
þarna var á ferðinni vandaður og
skemmtilegur atorkumaður. Hann
geislaði af vinnugleði og náungakær-
leika. ,,Ég finn að við getum treyst
hvor öðrum,“ sagði hann og það gerð-
um við svo sannarlega.
Það var krefjandi starf sem beið
mín. Fyrirtækið átti í erfiðleikum,
eins og því miður er algengt með iðn-
aðar- og framleiðslufyrirtæki á lands-
byggðinni, ástæðurnar fyrir því voru
margþættar. En fyrirtækið var alla
þess tíð rekið af fullum heilindum. Við
börðumst saman í því að reyna að
koma rekstrinum á réttan kjöl, allra
leiða var leitað til þess, en við urðum
því miður undir í þeirri baráttu. Það
var aðdáunarvert hvað Gestur var
tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu til
að bæta hag fyrirtækisins. Hann
geymdi það að greiða sjálfum sér
laun og vann myrkranna á milli.
Hann mátti ekki vamm sitt vita og
sætti sig illa við að fyrirtækið ætti
erfitt með að standa við sínar skuld-
bindingar. Þegar rekstri fyrirtækis-
ins lauk var allt kapp lagt á að ganga
frá öllum hlutum á heiðarlegan hátt.
Tímabilið sem við stóðum saman í
þessari baráttu náði yfir 10 mánuði. Á
ekki lengri tíma náði ég að kynnast
Gesti betur en mörgum öðrum sam-
ferðamönnum mínum. Eftir á að
hyggja er þetta tímabil afar dýrmætt
innlegg í minn reynslusjóð. Við að-
stæður sem þessar þar sem menn
þurfa að vinna náið saman og horfast
í augu við að hlutirnir gangi ekki fyrir
sig eins og menn óska þá reynir á vin-
skap manna. Okkar vinskapur varð
til við þessar aðstæður og jókst við
hverja raun. Fyrir utan það að ræða
um rekstur fyrirtækisins, áttum við
skemmtilegar samræður um ýmsa
aðra hluti. Ég man aldrei eftir að við
hækkuðum róminn í okkar samræð-
um. Viðhorf okkar til þjóðmálanna
var ekki ósvipað. Gestur hafði sínar
skoðanir en var umburðarlyndur
hvað varðaði viðhorf annarra. Mikið
þurfti til að honum mislíkaði eitthvað
í fari náungans.
Eftir að þessu samstarfi okkar
lauk héldum við góðum vinskap, við
þurftum að fá fréttir af hvor öðrum
og við vildum hag hvors annars sem
mestan.
Eftir að rekstri Árvikni lauk og þar
til Gestur kvaddi vann hann í sinni iðn
sem pípulagningamaður. Við það
starfaði hann af sama eldmóðnum og
vandvirkninni sem einkenndi hann
alla tíð. Hann naut mikils trausts í
sínum störfum og hugsaði ávallt
meira um hag viðskiptavinanna en
sinn eigin.
Gestur átti myndarlegt heimili
með sinni góðu konu Ragnhildi. Ég
naut mikillar gestrisni þeirra hjóna
og var þar nánast sem heimagangur
um tíma. Þó vinnudagurinn hjá Gesti
væri ævinlega langur var heimilið og
fjölskyldan það sem skipti hann
mestu máli.
Eftir að mér bárust þau sorgartíð-
indi að þú værir farinn til æðri heima,
Gestur minn, hefur hugurinn leitað
stíft til þín. Ég hefði ekki fyrir nokk-
urn mun viljað missa af því að kynn-
ast þér. Tíminn sem við áttum saman
er mér ómetanlegur. Hafðu mínar
bestu þakkir fyrir samfylgdina. Ég
vona að ég eigi eftir að kynnast fleiri
mönnum sem hafa mannkosti þína til
að bera.
Við fráfall Gests hefur stórt skarð
verið höggvið í minn vinahóp og stórt
skarð verið höggvið í samfélagið á
Blönduósi. Missir allra sem nutu þess
að kynnast Gesti er mikill.
Mestur er þó missir Ragnhildar,
barnanna og barnabarnanna.
Við Sigrún færum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur.
Blessuð sé minning Gests Þórar-
inssonar.
Kristófer A. Tómasson,
Selfossi.
Elsku afi.
Við vildum að þú hefðir lif-
að lengur svo við hefðum
getað fengið meiri tíma með
þér. Þú varst okkur svo góð-
ur og góður við alla. Við
þökkum þér fyrir árin sem
við fengum með þér.
Takk fyrir allt, afi.
Þín barnabörn
Friðrik og Amelía.
HINSTA KVEÐJA
Óshyrna, Syðridalur,
Ernir, Tungudalur,
Hlíðardalur og Traðar-
hyrna mynda fallega umgjörð um
Bolungarvík. Þetta fallega bæjar-
stæði ásamt sýn yfir til Grænuhlíðar,
mynnis Jökulfjarða, Bjarnarnúps og
Snæfjallastrandar hafa ávallt heillað
undirritaðan.
En það er sama hversu fallegt
bæjarstæðið er, fjörðurinn, víkin,
fjöllin eða dalirnir fagrir, það er fólk-
ið sem býr og starfar á viðkomandi
stað sem mótar og skapar líf um-
hverfisins og gerir það eftirminni-
legt.
HALLDÓRA HELGADÓTTIR
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON
✝ Halldóra Helga-dóttir fæddist á
Akureyri 15. apríl
1932. Hún lést 7.
febrúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Hallgríms-
kirkju 16. febrúar.
Friðrik Sigurbjörns-
son fæddist í Reykja-
vík 2. september
1923. Hann lést 20.
mars 1986.
Árið 1953 komu til dvalar og bú-
setu í Bolungarvík ung og glæsileg
hjón, þau Friðrik Sigurbjörnsson og
Halldóra Helgadóttir. Friðrik hafði
verið skipaður lögreglustjóri í Bol-
ungarvík og var um þriggja ára skeið
ráðinn sem oddviti Hólshrepps, sem
þá var ígildi stöðu sveitarstjóra.
Það var mikill fengur að komu
þeirra hjóna. Þau fluttu með sér
ferskan blæ sem átti eftir að hafa
áhrif á allt félags- og menningarlíf í
Bolungarvík.
Friðrik var mikill heimsborgari,
víðlesinn, átti mikið og glæsilegt
bókasafn og plötusafn þeirra hjóna
hafði að geyma margar andans perl-
ur tónmenntanna, bæði fyrr og síðar.
Heimili þeirra var því mikið menn-
ingarheimili og reyndar mörgum
vinum þeirra í Bolungarvík sem
skóli, þar sem kynnt voru margvís-
leg tónverk, lesið upp úr góðum bók-
um, innlendum sem erlendum, og
efni þessara listaverka brotið til
mergjar og lærdómur dreginn af.
Fátt er litlu samfélagi dýrmætara en
einmitt það að geta gleymt dagsins
önn, farið á vit draumanna og notið
góðra bókmennta og þess unaðar
sem tónlistin ein getur gefið.
En þau hjónin létu ekki hér við
sitja, bæði tóku þau mikinn þátt í al-
mennu félagslífi staðarins og voru
þar bæði til forystu fengin.
Leiklist var í hávegum höfð á þess-
um árum enda nýtekið í notkun í Bol-
ungarvík eitt af glæsilegri félags-
heimilum landsins (1952).
Friðrik lét sig ekki muna um að
skrifa leikrit til flutnings, og er okk-
ur enn í minni hið skemmtilega verk
hans, Arabískar nætur, þar sem
Halldóra lék athyglisvert hlutverk.
Var leikritið sýnt um alla Vestfirði
og vakti mikla hrifningu.
Friðrik var ljúft yfirvald og vildi
hvers manns vanda leysa. En hann
var aldrei einn að verki. Halldóra
stóð sem klettur við hlið manns síns
og studdi hann til flestra verka.
Heimili þeirra var ekki aðeins menn-
ingarheimili heldur var þar að finna
mikla hlýju og elskulegt viðmót –
sem konan ein getur skapað – og var
Halldóra þar garðyrkjumaðurinn
góði sem ræktaði og annaðist gróð-
urinn.
Halldóra var mikil glæsikona,
tíguleg í framkomu og einstaklega
fríð, skemmtileg og aðlaðandi kona.
Líf hennar var ekki dans á rósum,
Friðrik lést um aldur fram árið 1986.
Hús sitt og eigur missti hún þegar
eign hennar að Harrastöðum í
Reykjavík brann og síðustu æviárin
átti hún við mikla vanheilsu að stríða.
Þegar hún hefur nú til moldar ver-
ið borin vil ég fyrir hönd okkar Bol-
víkinga færa þeim hjónum Friðriki
og henni þakkir fyrir að hafa auðgað
mannlífið í Bolungarvík og orðspor
byggðarlagsins með þeim hætti sem
þau ein gátu gert.
Dvöl þeirra hér í Bolungarvík á er-
indi í síðara bindi söguritunar Bol-
ungarvíkur sem nú er unnið að.
Niðjum og vinum þeirra hjóna
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Ólafur Kristjánsson.
Hjónaminning