Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna Óperudraugurinn Heimsins stærsti söngleikur birtist nú á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn! Mynd eftir Joel Schumacher.Byggt á söngleik Andrew Lloyd Webber. Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . HÁSKÓLABÍÓ LIFE AQUATIC KL. 5.30-8-10.30. B.I. 12 ÁRA RAY KL. 6-9. LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6-8.MILLION DOLLAR BABY KL. 5.30-8-10.30. B.I. 14. PHANTHOM OF THE OPERA KL. 6-9. B.I. 10. THE AVIATOR KL. 10. B.I. 12 Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. r fy i y fr r , fr l i y l il rr y, il , t l tt j li t í l l tv r . Með tónlist eftir Sigur Rós! Flott (HOPE með D Byggð hinum Sa l tt ( y i m  M.M. Kvikmyndir.com  Ó.H.T. RÁS 2 Það er léttúðugt og óformlegt andrúms-loft í fundarherbergi Norska sendi-ráðsins. Það liggur einhver hlátur íloftinu. Kannski er þessi kátína og brosmildi einhver norsk þjóðarhefð sem enginn hafði sagt mér frá og tengist á einhvern hátt þeirri tilfinningu þegar maður er búinn að vera úti á skíðum eða í snjókasti og brosið er frosið á andlitinu. En ég er nokkuð viss um að nærvera Sissel Kyrkjebø hefur eitthvað með þessa af- slöppuðu en um leið kátu stemningu að gera. Hún heilsar öllum með þéttu handataki og spyr til nafns, rabbar svo við hvern og einn af mikilli hlýju, á meðan menn koma sér fyrir og tínast inn. Það er mikið hlegið og hátt. Ég er um leið viss um að þessi framkoma hennar, hlý útgeisl- un og jákvæðni eru ekki smár þáttur í þeirri gríðarlegu velgengni sem þessi unga söngkona hefur mátt fagna undanfarin ár. „Landið ykkar er ‘æðislega flott’,“ segir hún brosandi, stolt af íslensku orðunum sem hún er búin að læra. „Hlutar þess eru mjög líkir Nor- egi, m.a. birtan og litbrigðin uppi á fjöllum, en svo eru aðrir hlutar mjög frábrugðnir. Ég vakn- aði klukkan sex í morgun og fór ‘Gullna hring- inn’, en það var eini tíminn sem ég hafði til að fara í smálandkönnun. Næst ætla ég að skoða meira.“ Sissel hlær dátt þegar ég útskýri klaufalega að mig langi helst ekki að draga Ís- land inn í viðtalið, enda séu blaðamenn mjög meðvitaðir um „há dú jú læk Iceland?“-spurn- inguna. Sissel er hingað komin í tvennum erinda- gjörðum. Annars vegar til að kynna tónleika sína í Háskólabíói 30. september næstkomandi, en einnig til að hitta Placido Domingo vegna tónleika sem hún mun syngja með honum í Nor- egi á næstu dögum. „Þetta var eini tíminn sem við gátum hist, svo við ákváðum bara að hittast hér. Þetta líf felur í sér óttalegt millilandahopp,“ segir Sissel, en með henni í för eru fréttamenn TV2 í Noregi. „Ég söng dúett með Placido fyrir tveimur árum. Raddirnar okkar blandast vel og það er mjög gaman að syngja með honum. Við náðum líka vel saman persónulega.“ Útivist og náttúruást Sissel er Björgvinjarbúi og á æskuárunum fór fjölskyldan í fjallgöngu og víðavangsgöngu um hverja helgi. „Það var afar góð upplifun og reynsla og ég held að hún hafi haft varanleg áhrif á mig. Ég átti mjög sterk tengsl við fjöllin og skógana. Svo var þetta ágætislíkamsrækt að rölta svona upp í móti,“ segir Sissel. „Það er líka gott að koma til Íslands, því þið eigið enn svo mikið af náttúrunni. Sem Björgvinjarbúi er ég mjög stolt af uppruna mínum og náttúrunni og ég býst við að Íslendingar upplifi svipað stolt af sinni náttúru.“ Nú eru tónleikaferðalög og líf tónlistarmanna full af streitu og orkusugum. Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég reyni að skokka mikið ásamt fleirum í hljómsveitinni. Þegar við komum í nýja borg tökum við gott morgunskokk og einn af nýrri meðlimum sveitarinnar sagði að þetta hlyti að vera heilbrigðasta hljómsveit sem hann hefði nokkurn tíma verið í.“ Getur fólk þá hreinlega átt von á því þegar það er að keyra í vinnunna að sjá heimsfræga söngkonu skokkandi á gangstéttinni? „Ja … Líklega myndi fólk ekki þekkja mig í skokkgallanum og eplarauða í kinnunum í morgunskokkinu,“ segir Sissel og skellir up úr. „Þetta er samt alveg frábær leið til að kynnast nýjum borgum. En ég hlakka til þegar ég kem í september, því þá fæ ég mér örugglega gott skokk í haustloftinu.“ Nú hefur þú neitað að festast í einhverju fari eða formi og syngur í afar ólíkum stílum. Hvers vegna er þetta? „Ég get ekki hugsað mér að festa mig í einum stíl. Það er mér náttúrulegt að prufa marga hluti og vera í ólíkum hlutum. Ég hef ekki skap- gerðina í að einbeita mér í eina átt. Það gefur mér svo mikla orku að fá að prófa nýja hluti með ólíku fólki og reyna við nýjar áskoranir. Ef mér finnst eitthvert verkefni henta röddinni minni þá geri ég það.“ Sissel hefur á ferli sínum tekið áhættur og komið víða við í samstarfi við aðra tónlist- armenn, m.a. með samstarfi við rapparann Warren G. og dönsku pönkrokkssveitina Sort Sol. „Í þessum málum fékk ég að gera það sem ég geri vel, þ.e.a.s. að syngja fallegt og mel- ódískt lag og þeir gerðu það sem þeir gera vel, Warren G. rappaði og Sort Sol leikur sína tón- list. Þarna hittust tveir andstæðir heimar og mynduðu ákveðna skörun sem við höfðum áhuga á að skoða. Það knýr mig svolítið áfram, forvitnin um svona skörun og hvað maður fær út úr því að blanda ólíkum hlutum saman. Ég elska andstæður og ég kann vel að meta spennuna. Útkoman úr þessum tveimur verk- efnum var mjög falleg.“ Eins og tónlistarleg kartafla „Mér þykir mjög mikilvægt að geta starfað með ólíku fólki,“ segir Sissel. „Þegar Placido heyrir tónlistina mína veit hann að ég get sung- ið klassíska tónlist og þegar Paddy Maloney í The Chieftains heyrir mig syngja, þá veit hann að ég get sungið keltneska tónlist. Ég býst við að rödd mín eigi við í alls konar stefnum, rétt eins og kartafla, sem hægt er að nota í allan mat. Hún er einföld og skýr og hefur ekki verið steypt í eitthvert mót og þess vegna fæ ég tæki- færi til að starfa á ólíkum sviðum.“ Rödd Sissel er einstök og illskilgreinanleg. Hún fer á milli alls kyns stíla að því er virðist fyrirhafnarlaust. „Röddin mín hefur einhvern veginn alltaf verið þarna, eins og hún er. Mér er mjög mikilvægt að „hljóma ekki klassískt“. Ég á mér hljóðfæri sem ég vil að sé einstakt og eigi einstakan hljóm. Ég verð líka að vera mjög meðvituð um hvernig ég nota hana. Ég hugsaði á tímabili um að fara út í klassískan söng, en það var u.þ.b. hálftími. Ég hætti fljótt við það, það var ekki fyrir mig. Þótt klassískur söngur sé mjög góður fyrir röddina, þá getur fólk fest söngstíl sinn í ákveðnu kerfi og þá er erfitt að færa sig yfir í annað. Ef ég er að gera eitthvað verð ég að þrá það afar heitt. Það get ég ekki sagt um klassískan söng. Mig langar að vera kartafla,“ segir Sissel og hlær aftur. „Ég hef þó ekki afneitað klassískri þjálfun. Ég æfi mig og þjálfa röddina með þeim aðferðum, en ég er ekki til í að tileinka söngferil minn þessum stíl. Í grundvallaratriðum eru það lögin sem skipta máli og við getum valið með hvaða aðferð við syngjum þau. Ég vil syngja textann og laglín- una eins og ég syng þau og það er mér afar mik- ilvægt að halda því svoleiðis.“ Efnisskrá fyrir tónleikana í Háskólabíói 30. september næstkomandi er í mótun, en Sissel segir að þar verði teknir nokkrir hápunktar fer- ilsins auk nokkurra nýrra laga. „Þetta verður mikil blanda popps, klassíkur og þjóðlaga- tónlistar. Ég verð með ’skokkbandið’ með mér auk íslensks stúlknakórs og aukatónlistar- manna. Ég veit að þetta verður alveg frábært ‘alveg ædislega gott’,“ segir Sissel og fagnar einlæglega sigri sínum yfir tungubrjótum ís- lenskunnar. Tónlist | Sissel Kyrkjebø heimsækir Ísland til að kynna tónleika og hitta Placido Domingo Náttúrubarn frá Björgvin Miðasala á tónleika norsku söngkonunnar Sissel Kyrkjebø í Háskólabíói 30. september nk. hefst á morgun. Sissel heimsótti Ísland um helgina, bæði til að kynna tónleikana og ræða við Placido Domingo um tónleika í Noregi á næstu dögum. Svavar Knútur Kristinsson heimsótti Sissel í norska sendiráðinu og spjallaði við hana um röddina, söngferilinn og náttúruástina. svavar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.