Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 31
MENNING
! "! #
$ % &
'( # )
!
*
$ +!)
-
.
$ +!
!(
*
(
+/
#
) 0(
!
!
*
!
*
)
!
*
0(
.
+(
) )
#
! !
(
1" !"
+
#
2 /
) +#
1
$#
#
$
3
1$#
#
$
!
1
$#
#
3 $
3
4
$
/ / " *
.
"
)
1)
0
.
" #
! #
$ .
Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509
www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Grandahverfi - Vesturbær
Erna Valsdóttir,
löggiltur fasteignasali
Páll Höskuldsson,
Gsm 864 0500
Guðmundur Valtýsson,
Gsm 865 3022
Til okkar hefur leitað viðskiptvinur sem vill kaupa rað-, par- eða
einbýlishús helst við Aflagranda. Afhendingatíminn getur verið
allt að sex mánuðir. Því viljum við koma þeim skilaboðum til þín,
að það vilja fleiri búa í þínu húsi en þig grunar.
AMERÍSKI dansflokkurinn Pilobol-
us fyllti nánast Laugardalshöllina á
laugardaginn var. Flokkurinn, sem
hefur starfað frá 1971, ferðast víða
um heim en er að öllu jöfnu stað-
settur í Washington Depot, smábæ í
norð-vestur Connecticut. Pilobolus
dansleikhúsið starfrækir einnig
Pilobolus Too en það er tveggja
manna kompaný sem ferðast með
fyrirlestra og námskeið ásamt sýn-
ingum í skóla og á staði þar sem ekki
er hægt að setja upp viðamiklar sýn-
ingar. Pilobolus dansleikhúsið sam-
anstendur af fjórum listrænum
stjórnendum, framkvæmdastjóra og
sex dönsurum.
Dagskráin hófst á nýlegu dans-
verki sem nefnist ,,Megavött við tón-
list Radiohead, Primus og Square-
pusher“. Í verkinu var lægsta rýmið
mikið notað, það er fyrir neðan mið
læri og hné. Þar krumpuðu dans-
ararnir sig saman í litlum snöggum
hreyfingum. Þeir hentu sér í koll-
hnísa, rúlluðu snöggt á bakinu og
stóðu jafnóðum upp aftur. Áhorf-
endur á A svæði, gólffleti frá sviði að
pöllum ókyrrðust, reigðu sig og
teygðu, stóðu upp og færðu sig út á
gang í von um að sjá dansinn á svið-
inu. Það sem af verkinu sást voru
kraftmiklir kollhnísar og hristar
hreyfingar sem voru raflosta-
kenndar við tónlistina. ,,Femme
noir“, verk samið 1999 hófst á hæg-
um hreyfingum svartklædds kven-
dansara við blandaða píanótónlist.
Konan faldi sig undir gríðarstórum
svörtum hatti sem hún felldi af sér
undir lok verksins. Þetta verk var
síst af þeim fimm sem sýnd voru.
,,Walklyndon“ er eitt af elstu dans-
verkum hópsins eða frá árinu 1971.
Í því voru dansararnir klæddir lit-
ríkum boxerbuxum. Verkið fjallar
um samskipti, allt frá einföldum
faðmlögum að japanskri sumo-
glímu. Það var skondið og vakti
hlátur áhorfenda á milli þess sem
þeir teygðu sig í sætunum. Eftir hlé
hófst sýning á nýlegu verki sem
kallast ,,Symbiosis“ eða Samlíf.
Verkið er dúett karls og konu og er
um samband tveggja manneskja
sem tengjast á ástríðufullan máta.
Dansararnir báru hvor annan um
sviðið í fallega samofnum hreyf-
ingum undir ljúfum fiðlutónum. Það
var engu líkara en dansararnir
spiluðu tónlistina með nöktum lík-
ömum sínum svo samofnir voru þeir
tónlistinni. ,,Annar dagur“ eða ,,Day
two“ var síðasta verk á dagskrá en
það var flutt af öllum dansflokknum.
Verkið lýsir öðrum degi sköpunar
heimsins, allt frá fyrstu lífverunum
til fljúgandi dýra. Tónlistin er eftir
Brian Eno, David Byrne og Talking
Heads. Klæddir húðlituðum g-
streng, hoppuðu dansararnir um
sviðið eins og engisprettur. Þeir
lyftu hvor öðrum og hreyfðu sig í
ætt við frummenn með rassana út í
loftið. Þrír karldansarar fram-
kvæmdu einfaldar tilbeiðsluhreyf-
ingar að sið múslima. Í verkinu voru
ótrúlega fallega samsettir vafningar
tveggja dansara að ógleymdu flugi
dansara á priki.
Grófleikinn í hreyfingum dans-
aranna og áreynsluleysið í dans-
inum virðist standa fyrir utan alla
lærða og viðurkennda danstækni.
Útkoman var hrífandi. Dansinn var
eðlilegur og náttúrulegur, uppruna-
legur en samt fagmannlegur og í
háum gæðaflokki. Pilobolus er sér á
báti og sýningin var í alla staði mjög
eftirminnileg. Þekktar myndir af
uppstilltum dönsurunum þar sem
einn heldur á hópnum sáust ekki á
sýningunni. Myndirnar hafa mikið
verið notaðar til að auglýsa sérstæði
flokksins. Hvort einungis sé um vel
unna tölvumynd að ræða veit ég
ekki en eflaust hafa einhverjir orðið
fyrir vonbrigðum að bera þá snilld
ekki augum. Vissulega hefði ég vilj-
að sjá Pilobolus annars staðar en í
Laugardalshöll. Óupphækkað gólfið
er aftaka slæmt svæði til áhorfs
sýninga af þessu tagi. Þótt skjáir
hafi verið staðsettir sitt hvorum
megin við sviðið þjónuðu þeir ekki
sínum tilgangi. Oftast sást engu bet-
ur á skjáunum hvað fram fór á svið-
inu og að sjálfsögðu eru áhorfendur
að mæta á sýningu til að sjá lifandi
list en ekki list á skjámiðli. Það er
óskandi að í framtíðinni verði hægt
að bjóða upp á listhópa af þessu tagi
í betri húsakosti.
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Pilobolus er sér á báti og sýningin var í alla staði mjög eftirminnileg.“
Fágaður
frumleiki
DANS
Laugardalshöll
Listrænir stjórnendur: Robby Barnett,
Alison Chase, Michael Tracy, Jonathan
Wolken. Dansarar: Mark Fucik, Renée
Jaworski, Andrew Herro, Cleotha
Mcjunkins lll, Jenny Mendez, Manelich
Minniefee. Framkvæmdastjóri: Itamar
Kubovy. Flokkstjóri: Susan Mandler.
Uppfærslustjóri: Daniel Feith. Ljósa-
umsjón: Scott Borowka. Rekstrarstjórn:
Pilobolus TOO og Institute Mikey
Rottman. Sýningarferðastjóri: Susan
Ericson. Sviðsstjóri: Elizabeth Wills.
Dansfyrirliði: Renée Jaworski. Ljósa-
hönnun: Neil Peter Jampolis.
Laugardagur 12. mars 2005.
Pilobolus
Lilja Ívarsdóttir
ÍSLENSKA sem annað mál. Nám
fallbeygingar nafnorða: hvernig
þróast kunnáttan,“ er yfirskrift
fyrirlesturs sem Kolbrún Frið-
riksdóttir, M.A., verkefnisstjóri
Icelandic Online, flytur á vegum
Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur á morgun kl. 12.15 í stofu
101 í Lögbergi.
Greint verður frá rannsókn á
því hvernig erlendir íslenskunem-
ar við Háskóla Íslands tileinka sér
fallbeygingu nafnorða. Fjallað
verður um kunnáttu þeirra að
loknu þriggja, sex og níu mánaða
námi og skoðað hvernig hún
þróast.
Fyrirlesturinn er að hluta til
byggður á nýlegri MA-rannsókn
Kolbrúnar í íslenskri málfræði.
Fyrirlestur um íslensku-
nám erlendra nema
Morgunblaðið/Kristinn