Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ORKAN lækkaði verð á 95 oktana bensíni um eina krónu á föstudaginn og kostar nú bensínlítrinn á öllum stöðvum fyrirtækisins 96,10 kr. Tveggja króna afsláttur til viðbót- ar bætist við sé notað fyrirfram greitt bens- ínkort Orkunnar og er lítraverðið þá 94,10 kr. Gunnar O. Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, sagði að heimsmarkaðsverðið hefði lækkað á föstudaginn og þeir hefðu lækkað bensínverðið hjá sér í beinu fram- haldi, enda hefði fyrirtækið jafnan forgöngu í þeim málum. „Við erum fljótir að lækka en seinir að hækka,“ bætti hann við. Samkvæmt heimasíðum olíufélaganna var sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hjá Atlantsolíu í gær 97,20 kr. Verðið var 96,10 til 98,60 krónur, mismunandi eftir stöðvum í Reykjavík hjá Esso, 98,40 hjá Skeljungi, 96,10–97,10 hjá ÓB og 98,10 ódýrast hjá Olís. Bensínlítrinn lækkaði um eina krónu FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur við Kolviðarhól. Við framkvæmdirnar starfa nú um 100 manns en reiknað er með að í sumar vinni um 350 manns við að reisa virkjunina, að sögn Ei- ríks Bragasonar, verkefnisstjóra OR við virkj- unina. Reiknað er með að raforkuframleiðsla hefjist haustið 2006 og að hitaveituvatn fari að streyma frá virkjuninni til höfuðborgarinnar 2008. Um er að ræða jarðvarmavirkjun og mun hún nýta orku á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Boraðar verða alls um 20 holur, að jafnaði 2.000 metra djúpar, til að afla orkunnar. Nú þegar hafa verið boraðar nægilega margar holur til að tryggt sé að nægt gufuafl sé fyrir hendi fyrir fyrsta áfanga virkjunarinnar. Boraðar verða fleiri holur, bæði í rannsóknarskyni og eins til að tryggja jafnari rekstur virkjunarinnar. Framkvæmdir við nýtt orkuver Orkuveitu Reykjavíkur í fullum gangi Morgunblaðið/RAX Guðmundur Helgi Gestsson, starfsmaður Ístaks, var við störf á Hellisheiði og tyllti sér rétt sem snöggvast í rör sem notað verður í gufuveituna. 350 manns munu vinna á Hellisheiði í sumar  Orka úr iðrum/20–21 RÚMLEGA tvö hundruð manns eru nú á biðlista eftir hjartaþræð- ingu, sem getur þýtt 4–5 mánaða langan biðtíma. Biðlistinn hefur orðið til frá því í fyrravor, en þá hafði nær tekist að eyða honum. Rúmlega 400 manns alls bíða eftir einhvers konar hjartaaðgerðum og segir Gestur Þorgeirsson, yfirlækn- ir á hjartadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss að ástandið í þess- um málum sé ekki viðunandi til lengdar. Biðlisti eftir hjartaaðgerðum sundurliðast þannig að 215 manns bíða eftir hjartaþræðingu, 10 bíða eftir kransæðavíkkun, 30 bíða eftir gangráðsísetningu eða rafhlöðu- skiptum, 36 bíða eftir raflífeðlis- fræðilegri rannsókn vegna hjart- sláttartruflana, 55 bíða eftir brennsluaðgerð vegna hjartsláttar- truflana og 60 bíða eftir rafvend- ingu, samkvæmt upplýsingum í nýju tölublaði af Velferð, sem er málgagn Hjartaheilla, samtaka hjartasjúklinga, en þar er fjallað um stöðuna í þessum málum. Gestur Þorgeirsson sagði að þessi lenging biðlista eftir hjarta- þræðingum og aðgerðum skýrðist af nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi hefði sumarlokun á dagdeild fyrir hjartaþræðingar verið óvenjulöng í fyrrasumar eða átta vikur, þannig að biðlistinn hefði strax í fyrrahaust verið orðinn um eitt hundrað manns. Í haust og vetur hefði síðan verið vakning meðal þjóðarinnar að láta fylgjast vel með sér að þessu leyti og því hefðu borist óvenju- margar beiðnir um þræðingar. Í þriðja lagi hefði loks annríki á bráðadeildinni áhrif í þessum efnum og sú hefði verið raunin í vetur. Hefur áhyggjur af því að aðstaða sé ekki viðunandi Gestur sagði að biðlistar eftir þræðingum hefðu skapast af og til síðustu árin og það hefði verið óvenjulegt að tekist hefði að eyða þeim nánast að fullu eins og gerst hefði í fyrravor. Það væri hægt að flýta þræðingum þegar það væri bráðnauðsynlegt, en stundum væri erfitt að meta nauðsynina og því væri mjög bagalegt að vera með of langa biðlista. „Ég hef verulegar áhyggjur af aðstöðumálunum hjá okkur. Þessi pláss sem eru ætluð fyrir þetta al- genga vandamál hjartasjúkdómana eru bara ekki nægilega mörg á þessum eina spítala hérna. Það þarf að fjölga þeim plássum,“ sagði Gest- ur. Hann sagði að þess bæri að geta að hjartadeildin hefði fengið fjár- veitingu upp á 23 milljónir kr. úr sérstökum sjóði ráðuneytisins til þess að gera átak í hjartaþræðing- um nú á næstunni og unnið væri að því að skipuleggja hvernig best yrði staðið að því. Gestur bætti því við að til viðbót- ar hefði hjartalæknum fækkað, þar sem sjúkrahúsið hefði tekið upp þá stefnu að ráða ekki endilega lækna í stað þeirra sem hættu vegna aldurs. Því væru heldur færri menn að vinna jafnvel meira verk en áður. „Með fleiri hjartalæknum og betri aðstöðu gætum við gert betur,“ sagði Gestur. Hann sagði að það væri í sjálfu sér kannski ekki óeðlilegt að fólk gæti þurft að bíða í 4–6 vikur eftir hjartaþræðingu, en þeir vildu ekki að fólk þyrfti að bíða í nokkra mán- uði. „Þetta er ekki alveg eins biðlisti og biðlisti eftir liðaðgerð eða ein- hverju slíku. Þetta getur verið dálít- ið alvarlegt mál, þar sem það er oft svolítið erfitt að meta áhættuna af bið,“ sagði Gestur ennfremur. 215 á biðlista eftir þræðingu Ekki viðunandi ástand til lengdar, segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir hjartadeildar LSH „ÉG get ekki hugsað mér að festa mig í einum stíl. Það er mér náttúrulegt að prufa marga hluti og vera í ólíkum hlutum. Ég hef ekki skap- gerðina í að einbeita mér í eina átt. Það gefur mér svo mikla orku að fá að prófa nýja hluti með ólíku fólki og takast á við ný verkefni. Ef mér finnst eitthvert verkefni henta röddinni minni þá geri ég það,“ segir norska söng- konan Sissel Kyrkjebø í við- tali við Morgunblaðið í dag. Sissel leit við á Fróni til að kynna tónleika sína 30. sept- ember næstkomandi, en einnig til að funda með Plac- ido Domingo, sem bað hana um að syngja með sér á tón- leikum í Noregi á næstu dög- um. Miðasala á tónleika Sissel í haust hefst á morgun./36 Morgunblaðið/Árni Torfason Náttúrulegt að prófa ólíka hluti GÓÐUR gangur er í viðræðum ríkisins og Félags framhaldsskólakennara um nýjan kjarasamning. „Við vonum að þetta fari að klárast,“ sagði Gunnar Björnsson, formað- ur samninganefndar ríkisins, í gærkvöldi. Mikil fundarhöld voru yfir helgina og áttu samningamenn ríkisins m.a. fund með skólameisturum í gær til að leggja mat á hvort fyrirkomulag sem samið var um við BHM gæti virkað í framhaldsskólunum, að sögn Gunnars. Tveggja daga þing Kennarasambands Ís- lands hefst í dag og er síður gert ráð fyrir að endanlega verði gengið frá samningum á meðan það stendur yfir. Góður gangur í viðræðum MIKIL umferðarteppa myndaðist í gærkvöldi milli klukkan sjö og átta þegar gestir á tónleika hins heims- fræga stórtenórs Placido Domingo streymdu til Egilshallar í Grafarvogi þar sem tónleikarnir voru haldnir. Réðu umferðaræðarnar ekki við þennan mikla fjölda og mynduðust gríðarlangar biðraðir fyrir vikið. Um tíma náði bílaröðin frá Egilshöll og óslitið eftir Vesturlandsveginum nið- ur undir Höfðabakkabrú en engin óhöpp urðu. Svipað var uppi á teningnum eftir að tónleikum stórtenórsins lauk á tólfta tímanum en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu gekk þó allt slysalaust fyrir sig að því er hún vissi best og greiddist úr umferðinni þegar á leið. Lögreglan greiðir fyrir umferð að loknum tónleikunum. Umferðar- teppa við Egilshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.