Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábær- ar aðstæður á suðurströnd Spánar í 2 vikur á ótrúlegum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Beint flug til Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnis- ferðir. Við bjóðum þér góð íbúða- hótel á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, 2 fyrir 1 tilboð. Netverð. Gisting frá kr. 1.990 M. v. 2 í stúdíóíbúð á Bajondillo. Netverð á mann pr. nótt. Munið Mastercard ferðaávísunina Tveir fyrir einn til Costa del Sol 20. mars frá kr. 19.990 Síðustu sætin BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Símans, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, sem hér er birt í heild sinni: „Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8., 9. og 12. mars síðastliðinn, og vegna annarra umræðna, tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yf- irlýsingu: Ég er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf. og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum. Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu rík- isins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðing- aráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtæk- ið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherja- upplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú. Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjár- málafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórn- völd enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtæk- isins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann. Því tel ég enga þá stöðu eða hags- munaárekstra vera fyrir hendi sem gefa tilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu framkvæmda- nefndar um einkavæðingu um sölu- fyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu, má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða. Allt frá því að ég hóf störf sem for- stjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félags- ins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtæk- inu er mér meira virði en sú sannfær- ing mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Geri ég þetta með heild- arhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Yfirlýsing frá Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Símans Segir sig úr stjórnum þriggja félaga HAFÍS barst í gær inn á Bakkaflóa og Vopnafjörð. Hafís er úti fyrir öllu Norður- landi og er siglingaleiðin orðin mjög var- hugaverð allt frá Horni og austur um allt til Vopnafjarðar. Hafísjaka hefur rekið á fjörur og ís er á leið inn Skagafjörð og Húnaflóa, samkvæmt upplýsingum Þórs Jakobssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurstofan spáir áframhaldandi norðaust- anátt næstu daga og lítur ekki út fyrir að breyting verði þar á fyrr en á laugardaginn, en þá er spáð hvassri austlægri átt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Norð- anáttin getur orðið til þess að þjappa ísnum enn nær ströndinni, að sögn Þórs Jakobs- sonar. Sá jaka fljóta inn Vopnafjörð og fór þeim fjölgandi „Við fengum fregnir af því að það væri þétt ísspöng 3,3, sjómílur fyrir norðan Svínalækj- artanga, á norðanverðu Langanesi, og mikið jakahröngl við Fontinn yst á Langanesi,“ seg- ir Þór. Í gærmorgun bárust einnig þær fréttir að ís væri kominn inn á Bakkaflóa og hafn- arvörður á Vopnafirði sagðist sjá jaka fljóta inn Vopnafjörð og fór þeim fjölgandi. Þá hafa stakir jakar sést á fjörum alveg frá Bakka- firði og út að Digranesvita. Tilkynningar bár- ust frá Hrauni á Skaga um að þar sæist ís og ísspöng og tilkynnt var um íshrafl við Sauða- nesvita við Siglufjörð. „Við höfum fengið fregnir af hafís á Húna- flóa, þetta eru spangir á vestanverðum Húna- flóa og dreifður ís eða stakir jakar eru á allri siglingaleið á Húnaflóa,“ segir Þór. Veðurstofan sendi frá sér hafísviðvörun í gær um að ísdreifar og spangir væru á sigl- ingaleiðinni úti fyrir öllu Norðurlandi, út af norðanverðum Vestfjörðum og við Norðaust- urland. Skip þræddu sér leið með landi til að komast hjá ísnum Skip þurftu að breyta fyrirhuguðum sigl- ingaleiðum sínum í gær vegna hafíss og slæms skyggnis norður af landinu, samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunnar. Skip fór í gegnum mjög þéttan ís við Skagatá og þurfti að þræða sér leið með landi. Júpíter ÞH varð að fara út af hefðbundinni siglingaleið og sigla inn allan Bakkaflóa til að komast suður fyrir Gerpi og tankskip sem var á leið út Eyjafjörðinn sneri til baka vegna íss. Það hefur gert siglingar enn erfiðari að hríð er norður og austur af landinu og skyggni afar lítið og því geta litlir jakar, sem ekki sjást í ratsjá, reynst hættulegir. Þegar birta tók í Grímsey í gærmorgun kom hins vegar í ljós að hafísinn, sem barst að eynni sl. föstudagskvöld og á laugardag, var nánast að öllu leyti horfinn. „Við sjáum bara þennan hroða sem kom á fjörur í gær [laugardag]. Það hefur að vísu ekki verið gott skyggni í dag en við sjáum engan ís,“ segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey, í gær. Ekki hefur þurft að loka höfninni ennþá að sögn Óttars og er ekki talin hætta á að bátar skemmist í höfninni komi ísinn aftur upp að eynni, en Grímseyingar eru reiðubúnir að strengja vír fyrir höfnina á tveimur stöðum ef þörf krefur. Eigendur tveggja báta í Grímsey fóru fyrir helgi með báta sína upp í Eyjafjörð til að geta róið þaðan á línu þegar fregnir bárust af að ís nálgaðist eyna. Bendir til að ísinn sé ekki alveg samfelldur fyrir norðan Þór Jakobsson segir að fregnir af að ísinn hafi færst frá Grímsey bendi til þess að ísinn sé ekki alveg samfelldur fyrir norðan. Því megi ætla að þótt siglingaleiðir lokist muni það ekki vara lengi. Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlits- og ískönnunarflug síðastliðinn laugardag og fer hún aftur í könnunarflug í dag. Þá mátti sjá þéttar ísspangir fimm til tíu sjómílur suð- austur af Langanesi sem lágu til austurs. Aukið eftirlit hefur verið á Veðurstofu Ís- lands um helgina vegna hafíssins fyrir norð- an. Siglingaleiðin orðin mjög varasöm úti fyrir öllu Norður- og Norðausturlandi vegna hafíssins Norðanátt fram á föstudag getur þjappað ísnum nær landi Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Stórir hafísjakar voru komnir upp að landi í gær í Geirsvík vestan við Rauðanúp á Melrakkasléttu. Þannig var ástandið víða á sléttunni. MIKIÐ er um landfasta ísjaka í víkum og lónum á Melrakkasléttu allt frá Ásmundarstöðum vestur í Leirhöfn. Í Hraunhöfn, vestan Hraunhafnartanga, hrönnuðust myndarlegir jakar upp í briminu. Út af Hraunhafnartanga mátti líta nokkra stóra jaka, sem lónuðu utan við brim- garðinn. Landfastan ís mátti í gær sjá við Brúsavík og Skinnalónsey og töluverður ís var kominn inn á Skinnalónið. Rifsvíkin var full af jökum og Rifstanginn austanverður. Þá var töluvert hrafl komið inn á Sigurðarstaðavík. Ofan af Rauðanúp má sjá ístungu nálægt landi og nokkru utar samfellda ísrönd. Vegna hríðar sást ekki hvort þar var um að ræða hina eiginlegu ísbrún eða hvort þar hafi verið önnur ístunga. Myndarlegur jaki sást utan við hafnarmynnið á Raufarhöfn og er ekki talið ólíklegt, miðað við vindátt, að hann nái landi í hafnarmynninu eða við það. Landfastir ísjakar í víkum og lónum á Melrakkasléttu Raufarhöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.