Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Önnum kafinn organisti Stjórnar þremur kórum og leikur á orgel og píanó | Minn staður 12 Fasteignir | Sígild hönnun  Tveggja heima sýn í Berlín  Eininga- hús að eigin vali  Alþingisgarðurinn Íþróttir | ÍR fyrst í undan- úrslit  Magdeburg og Essen áfram  Brynjar Björn sá rautt ÞEIR Pálmi Haraldsson og Jó- hannes Kristinsson, aðaleigendur Iceland Express, hafa keypt norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling fyrir tæpa fimm milljarða króna. Gengið var frá samningum nú um helgina og verða viðskiptin kynnt 600 starfsmönnum félagsins í Kaupmannahöfn í dag og síðdegis verður haldinn blaðamannafundur um kaupin. „Við sáum ákveðin tækifæri í Sterling, þegar við fréttum af því á síðasta ári að norska skipafélagið Fred. Olsen hefði lýst yfir áhuga á því að selja félagið,“ segir Pálmi Haraldsson í samtali við Morgun- blaðið. „Við sjáum strax í upphafi þá möguleika að tengja saman leiða- og sölunet Iceland Express við Sterling. Farþegar sem kaupa miða hjá Iceland Express munu geta keypt sér áfram miða með Sterling og öfugt.“ Hann segir það ekki tímabært að ræða hvort Iceland Express og Sterling verði sameinuð í einu fé- lagi. Slíkir möguleikar verði skoð- aðir síðar. Félagið flýgur á tæplega 30 áfangastaði í Evrópu, frá Kaup- mannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Flestir áfangastaðir Sterling eru í Suður-Evrópu en einnig á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Írlandi, auk þess sem félagið flýg- ur á milli átta áfangastaða á Norð- urlöndum. Um 90% af farmiðum Sterling eru seld á Netinu sem Pálmi segir að þýði mun minni kostnað við farmiðasöluna. Á liðnu ári var farþegafjöldi fé- lagsins liðlega 1,8 milljónir. Til samanburðar má geta þess að Flugleiðir, sem nú bera nafnið FL Group, fluttu á liðnu ári 1,3 millj- ónir farþega í áætlunarflugi. Félagið hefur verið í eigu tveggja dótturfélaga norska skipa- félagsins Fred. Olsen, Ganger Rolf ASA og Bonheur ASA sem bæði eru skráð félög í Kauphöllinni í Ósló. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Kaupmannahöfn og starfs- menn þess eru liðlega 600. Áætlanir félagins fyrir árið í ár gera ráð fyrir því að farþegar í áætlunarflugi verði yfir 1,6 millj- ónir en farþegafjöldi í leiguflugi fari niður fyrir 400 þúsund. Einn yngsti flugfloti í Evrópu Flugfloti Sterling samanstendur af 10 Boeing 737–800 vélum sem eru að sögn Pálma einn yngsti flugfloti Evrópuflugfélaga. Vélarn- ar eru ýmist í rekstrarleigu eða í eigu Sterling. Hver vél tekur 189 farþega. „Þessar vélar eru taldar þær bestu sem til eru í heiminum. Þær eru aðeins þriggja og hálfs árs, mjög sparneytnar og nútímalegar. Við erum því að fá þann besta flug- flota sem völ er á á markaðnum,“ segir Pálmi Haraldsson. Eigendur Iceland Ex- press kaupa Sterling Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson eignast norræna lág- fargjaldaflugfélagið á 5 milljarða                ! "  # $  #  # %  &! '(')*      Pálmi og Jóhannes/11 JÓHANNES Páll II páfi útskrifaðist af sjúkrahúsi í Róm síðdegis í gær eftir að hafa legið þar í átján daga vegna önd- unarerfiðleika. Hann gekkst þar undir barkaskurð og sett var öndunarpípa í hálsinn. Páfi, sem er 84 ára, virtist þreyttur og tekinn í andliti en að öðru leyti til- tölulega vel á sig kominn þegar hann var fluttur í litlum Mercedes-sendiferðabíl í Páfagarð. Hann veifaði til þúsunda Róm- verja og ferðamanna sem fögnuðu hon- um á leiðinni og hrópuðu: „Lengi lifi páf- inn!“ Nokkrum klukkustundum áður talaði páfi í fyrsta skipti opinberlega eftir barkaskurðinn 24. febrúar. Honum tókst að lesa upp nokkur orð rámri röddu við glugga sjúkrahússins og blessaði fólk sem hafði safnast þar saman. Í stuttri yfirlýsingu frá Páfagarði sagði að páfi hefði ekki náð sér að fullu en væri nógu ern til að geta verið heima hjá sér undir eftirliti lækna. Reuters Páfi heim af sjúkrahúsi Róm. AFP. Þóttist vera móðir sín í tvö ár Ankara. AFP. 47 ÁRA tyrkneskum karlmanni tókst að svíkja út ellilífeyri móður sinnar í tvö ár eftir andlát hennar með því að dulbúa sig sem gömul kona og blekkja starfsmenn banka og ná- granna sína. Maðurinn klæddist kápu móður sinnar, var með höfuðklút og stór gleraugu. Svikin komust ekki upp fyrr en hann gleymdi að breyta röddinni þegar hann svaraði spurn- ingu bankagjaldkera. Hann hafði leynt dauða móður sinnar fyrir ættingjum sínum og ná- grönnum í tvö ár og falið lík hennar í kjallara húss þeirra í borginni Balikesir í norðvestanverðu Tyrk- landi. Hann fór oft í gönguferðir í fötum móður sinnar til að fólk færi ekki að grennslast fyrir um hvort hún væri látin. PLACIDO Domingo og Ana Maria Martinez heilluðu gesti á tónleikum í Egilshöll í gærkvöldi. Þúsundir gesta hylltu stórsöngvara í lok tónleikanna. Hápunktur þeirra var þegar Domingo söng ís- lenskt lag eftir Inga T. Lárusson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa. Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson komu fram í lokin og sungu nokkur lög með erlendu söngvurunum. Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, segir að túlkun Domingo hafi verið afar áhrifamikil; tilfinningaþrungin og litrík; röddin dásamleg. Um söng Martines segir Jónas að hann hafi verið ákaflega fallegur, röddin tær, jöfn og kraftmikil, svo að unaður hafi verið á að hlýða. Morgunblaðið/Árni Torfason Söng Ég bið að heilsa  Fyrst og fremst/6 Placido Domingo og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, á sviðinu í Egilshöll í gærkvöldi. Fasteignir og Íþróttir í dag SIGLINGALEIÐ er orðin mjög varasöm vegna hafíss allt frá Horni og austur til Vopnafjarðar. Skip þurftu að breyta siglingaleiðum sín- um í gær vegna íss og slæms skyggn- is. Spáð er norðaustanátt áfram, allt fram á föstudag, sem getur orðið til þess að þjappa ísnum nær ströndinni. Hafís er kominn inn á Bakkaflóa og í gær mátti sjá jaka fljóta inn Vopna- fjörð og fór þeim fjölgandi. Ísinn er hins vegar að mestu horfinn frá Grímsey. Ís lokar sigl- ingaleiðum  Norðanátt fram á föstudag/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.