Morgunblaðið - 14.03.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.03.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar HelgiBachmann fædd- ist á Akranesi 14. febrúar 1927. Hann lést í Virginíu í Bandaríkjunum 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Ásta Agnarsdóttir og Einar Jónsson Bachmann. Systur Einars voru Helga Ásthildur Bach- mann, f. 23. febrúar 1924, d. 12. janúar 1928; Ásthildur Bachmann, f. 30. júlí 1929, d. 8. júní 1935, og Agnes Bachmann, f. 1. nóvember 1925, d. 19. mars 1994 í Bandaríkjunum. Fyrri kona Einars var Ragn- hildur Hólmfríður Dagbjartsdótt- ir, f. 14. nóvember 1928, d. 13. september 1986. Synir þeirra eru: Einar kvæntist eftirlifandi konu sinni Stefaníu A. Magnús- dóttur hinn 7. ágúst 1987. Börn Stefaníu frá fyrra hjónabandi eru Gunnar Már, Elísabet Berglind og Einar Sigurbjörn. Einar útskrifaðist frá Iðnskól- anum í Reykjavík sem rafvirki og starfaði um hríð sem ljósameist- ari við Bláu stjörnuna í Sjálfstæð- ishúsinu í Reykjavík. Hann flutt- ist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni árið 1950 og starfaði þar allan sinn starfsald- ur, lengst af á stór-Chicago-svæð- inu. Hann var lengi einn yfir- manna Arcole, eins stærsta verktakafyrirtækis Bandaríkj- anna. Seinna starfaði hann sjálf- stætt við viðhald og rekstur stórra vélasamstæðna fyrir verk- smiðjur (í málm- og þunga- vinnslu). Hann sérhæfði sig í raf- magnskúplingum. Einar fluttist árið 1997 til Newport News í Virginíuríki. Útför Einars verður gerð frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. 1) Brian, f. 4. nóv. 1958, dóttir hans er Brett Joy, f. 30. mars 1992. Fyrri kona hans er Joy Beach og seinni kona Christy Gross Bachmann. Þau búa í Northbrook í Illinois. 2) Erick, f. 1. febrúar 1964. Kona hans er Cara Humphries Bach- mann. Þau búa í Kansas City í Miss- ouri. Áður átti Einar dótturina Agnesi, f. 24. júní 1948. Móðir hennar var Gerða Bjarnadóttir. Maður Agnesar er Windell Lee Rice, og eiga þau tvö börn, Lisu, f. 24. janúar 1972, gift Darrin Wynn, og Jason, f. 20. apríl 1975, kvæntur Rochelle. Barnabarna- börnin eru fjögur. Þau eru öll bú- sett í Kaliforníu. Pabbi var fæddur í Íslandi á Val- entíunsardegi hinn 14. febrúar 1927. Hann fluttist til Ameríku rúmlega tvítugur að aldri, ég var þá aðeins tveggja ára. Fyrsti viðkomu- staðurinn var Ellis Island. Það voru erfiðir tímar fyrir inn- flytjendur sem þurftu að fá vinnu, en töluðu litla ensku. Hann fékk vinnu í verksmiðju, kaupið var lágt, en þetta var þó byrjunin. Pabbi var mjög vel gefinn maður sem hafði gott auga fyrir hvernig hlutir voru gerðir. Hann gat tekið í sundur og sett saman aftur og feng- ið allt til að virka, þó að aðrir hefðu verið búnir að gefast upp á því. Þetta sáu vinnuveitendur hans og áður en langur tími leið var hann á góðri leið með að vinna sig upp. Eina sögu man ég sem pabbi sagði mér, um að lyfta í húsinu þar sem hann vann, stoppaði á milli hæða, full af fólki. Vinnuveitandinn spurði pabba hvort hann gæti lagað lyftuna, sem pabbi gerði, og var ekki lengi að því. Vinnufélagarnir stóðu gapandi hissa á hvað hann var fljótur að laga hana. Hann fór seinna að vinna hjá Rainbow Electric við að vinda og setja saman mótora og fleira. Hann vann þar í nokkur ár. Seinna fór hann að vinna hjá Arcole Midwest sem var í vegalagn- ingum. Þar sá hann um allt sem til- heyrði rafmagni og þar vann hann í yfir 20 ár, eða þar til fyrirtækið hætti rekstri. Seinna stofnaði hann eigið fyr- irtæki, ESCO Electric. Hann fór á milli verksmiðja og gerði við vélar sem höfðu bilað og átti hann marga viðskiptavini, sem einnig voru vinir hans, og fannst honum ekkert skemmtilegra en að koma inn, laga vélina sem menn voru búnir að reyna það sem þeir gátu til að laga, en gefist upp á. Seinna þegar hann vildi fara að minnka við sig og fara þangað sem veturnir voru hlýrri, flutti hann ásamt Stefaníu konu sinni til New- port News í Virginia fylki. Takk, Stefanía, fyrir hvað þú varst honum góð og hugsaðir vel um hann. Pabbi naut þess að bretta upp skyrtuermarnar og vinna, allt var áhugavert fannst honum, og hann var fljótur að læra. En sú breyting sem varð á honum þegar hann fór úr vinnufötunum og í sparigallann, séntilmaður frá toppi til táar. Ég á margar góðar minningar frá því að ég var að alast upp í Wilmette, Illinois. Ég man þegar hann fór á snjóblásaranum um allt nágrennið og hreinsaði allra inn- keyrslur, nágrannarnir elskuðu hann og virtu, og alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd. Einn vetur var óvenjulega mikill snjór, og var pabbi búinn að blása snjón- um í stóran haug sem krakkarnir í nágrenninu gátu notað til að renna sér niður á sleðum. Ég veit ekki hvort pabbi eða krakkarnir skemmtu sér betur. Hann bjó líka til skautasvell í bakgarðinum á vet- urna, og þar kenndi hann okkur að skauta, en það hafði hann lært þeg- ar hann var strákur í Reykjavík. Talaði hann oft um hvað það hefði verið gaman á tjörninni í gamla daga. Sumrin voru líka skemmtileg, þá breyttist gjarnan bílaþvotturinn í vatnsslag, Einu sinni átti dr. Lei- bold, fjölskyldulæknirinn okkar, leið framhjá, og sá okkur öll renn- andi blaut. Hann langaði í slaginn, því hann sá hvað við skemmtum okkur vel. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þess að fá ekki mjólk og köku með þér fyrir háttinn. Einnig sakna ég þess að geta ekki farið til þín út í bílskúr og skoðað nýjustu uppfinn- inguna þína, og margt fleira. En góðar minningar eiga eftir að létta mér söknuðinn. Pabbi minn, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég elska þig. Þín Agnes. Einar hefur kvatt þennan heim. Innst inni vissum við að kallið kæmi en að það væri svona stutt í það hvarflaði ekki að okkur. Einar hafði verið veikur í nokkra mánuði, en var bjartsýnn og ekkert á þeim buxunum að láta í minni pokann. En lungnakrabbi er illvígur sjúk- dómur og hafði betur að lokum. Einar var góður maður, rólegur, þolinmóður, útsjónarsamur og hlýr. Við áttum góðar stundir saman þrátt fyrir að búa hvort í sinni heimsálfunni. Ég man sérstaklega eftir góðum stundum þegar hann fór í hjartauppskurð fyrir nokkrum árum. Þá var mikið spjallað og spekúlerað og í dag er ég þakklát fyrir að hafa átt þann tíma með honum. Það var líka gott að leita til Einars og oft sá hann aðrar hliðar á málunum sem aðrir komu ekki auga á. Einar var sérstaklega góður við strákana mína, já, hann var góður afi. Alltaf boðinn og búinn að dunda við þá, leiðbeina og kenna. Þeir báru virðingu fyrir honum. Hann bjó yfir ómældri þolinmæði sem er dýrmæt í hugum barna. Ég er líka þakklát fyrir þann góða vinskap sem þróaðist með Einari og mann- inum mínum. Það var gagnkvæm virðing sem þeir báru hvor fyrir öðrum. Ég kveð Einar með söknuði og bið þess að Guð geymi góðan dreng. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elísabet. Góður vinur minn og tengdafaðir er látinn. Mig setur hljóðan. Við kvöddumst í desember sl. með þeim orðum að við sæjumst hressir á Ís- landi í vor, en ég var efins um að það mundi rætast. Einar var veikari en hann lét uppi og þessi illvígi sjúkdómur hafði að lokum betur. Í þessu nútíma samfélagi sem við lifum í gefum við okkur allt of lítinn tíma til að vera góð hvert við annað og hugsum sjaldan um tilgang lífs- ins. Nú þegar Einar hefur kvatt velti ég þessu fyrir mér og hug- urinn reikar til þeirra stunda sem við áttum saman. Ég sé hversu dýr- mætar þær voru mér. Fjarlægðin á milli okkar Einars var heilt úthaf en hver mínúta sem við áttum sam- an var ánægjuleg. Minningarnar hrannast upp í hugann um góðar samverustundir. Það voru ófáar ferðirnar sem við fjölskyldan fórum til ömmu og afa „Kagó“ eins og strákarnir okkar kölluðu þau. Alltaf voru móttökurn- ar með eindæmum, Stefanía tengdamóðir mín sá um kræsing- arnar og Einar var alltaf boðinn og búinn að snúast í kringum okkur. Ekkert var of erfitt eða of mikið mál fyrir þau. Allt var svo sjálfsagt. Einar var rafvirkjameistari að mennt og lék allt í höndunum á honum. Fyrir mig og strákana mína var það ævintýri líkast að fara með Einari í skúrinn og fylgjast með þegar hann vann. Það voru ekki lætin eða fyrirferðin sem fylgdi honum heldur yfirvegun og ná- kvæmni í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var algjör töfra- maður í höndunum og útsjónarsam- ur. Það var unun að horfa á hann gera við hluti og aldrei hef ég séð annað eins verkfærasafn hjá nokkr- um manni. Einar var þolinmóður maður og ekki man ég ekki til þess að hann hafi skipt skapi. Sjálfur sagði hann mér að móðir hans hefði jafnan sagt: „Einar getur stokkið upp á nef sér en svo er rokið úr honum áður en hann lendir.“ Mér er líka minnisstætt þegar við heimsóttum þau til Chicago ásamt foreldrum Stefaníu. Gamli maðurinn átti það til að vakna upp á nóttunni og reykja. Tengdamamma hafði áhyggjur af þessu, en Einar var ekki lengi að sjá ljósa punktinn í málinu og sagði það lítið mál að stökkva út um gluggann ef það kviknaði í, því báturinn væri fyrir neðan gluggann. Þannig var Einar, alltaf sá hann jákvæðu hliðarnar á málunum. Eins má ég til með að minnast á Lubba kallinn. Þegar við fórum í göngu- túra með Lubba þá réð þolinmæðin ríkjum því Lubbi réð ferðinni og var ekki við það komandi að reka á eftir honum. Lubbi var hans uppá- hald. Einar hafði þann eiginleika að geta talað við börn eins og jafn- ingja. Þegar strákarnir voru að bar- dúsa eitthvað í skúrnum með hon- um, fór hann á hnén og leiðbeindi þeim og útskýrði hvernig í pottinn var búið. Einar var aldrei að flýta sér og gaf sér alltaf góðan tíma, það var ekki anað út í hlutina heldur hugsað fyrst hvernig ætti að gera þá og svo var framkvæmt. Fátt fannst Einari skemmtilegra en að fara í verkfærabúðir og síð- asta ferð okkar Einars var einmitt í eina slíka núna í desember. Þá sagði hann við mig: „Alli, eigum við ekki að fara og skoða verkfæri og mæla svo lengdina á James River- brúnni?“ sem og við gerðum. Brúin var mæld og reyndist 7,8 km á lengd og það fannst okkur stór- merkilegt. Eftir mælinguna ókum við heim á leið, tókum púlsinn á heimilisfólkinu og settumst inn í koníaksstofu. Einn fordrykkur var skylda fyrir matinn og þá voru um- ræðuefnin af heimspekilegum toga og margar góðar sögur man ég sem hann sagði mér af sínum uppvaxt- arárum á Íslandi og svo þegar hann kom fyrst til Ameríku. Þegar ég hugsa til baka finn ég hvað mér þótti vænt um Einar. Þegar hann hafði kvatt sló ég á þráðinn til tengdamóður minnar til að votta henni samúð mína og stappa í hana stálinu. Ég ætlaði nú aldeilis að vera kaldur kall, en þeg- ar til þess kom var það hún sem stappaði í mig stálinu. Ég kom ekki upp nokkru orði, tárin streymdu niður kinnarnar og það var þá sem tengdamóðir mín sagði: „Alli minn, þetta er allt í lagi ég skil hvað þú átt við.“ Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja góðan vin, tengda- föður og afa drengjanna minna og votta Stefaníu tengdamóður minni mína innilegustu samúð. Aðalsteinn Jónsson. Rúmlega tvítugur hleypti Einar Bachmann heimdraganum og hélt í vesturátt, eins og margir Íslend- ingar á undan og eftir honum. Vest- an hafs eyddi hann næstu 50 árum en nú er Einar kominn heim og mun verða falinn íslenskri móður- mold. Vestanhafs í litlu Íslend- inganýlendunni í Virginíu er hans sárt saknað enda leitun á öðrum eins og greiðviknari manni en Ein- ari Bachmann. Einar og Stefanía kona hans voru með þeim fyrstu sem buðu okkur hjónin velkomin til Virginíu og heimili þeirra var okkur ávallt opið og ekki bara okkur, heldur og sér- hverjum fjölskyldumeðlim og vin sem heimsótti okkur. Þær eru ófáar veislurnar sem við sátum á heimili þeirra enda leitun að betri viður- gjörningi í álfunni. Þau voru líka mörg boðin sem Einar og Stefanía sátu hjá okkur og þar fékk Einar viðurnefni sem dóttursonur okkar gaf honum. „Delicious“ hét hann á okkar heimili og það var heiðurstit- ill. Einar var fallegur maður, hár og grannur, með yfirvararskegg og þykkt hár sem einhvern tímann hafði verið rautt. Eftir að Einar greindist með krabbamein og hóf meðferð við því missti hann að mestu hárið. Hann rakaði þá af sér það sem eftir var og þá fauk líka yf- irvararskeggið. Okkur fannst hann, ef eitthvað var, ennþá glæsilegri svona nauðasköllóttur en það var sárt að horfa upp á hann verða kraftminni og grennri eftir því sem á leið. Einar og Stefanía voru fyrstu kvöldverðargestir okkar á nýju heimili og þau voru líka gestir okk- ar síðasta aðfangadagskvöldið sem Einar lifði. Það kvöld mætti Einar smókingklæddur með rauða þver- slaufu og rauðan linda og þrátt fyr- ir veikindin, var hann glæsilegur eins og kvikmyndastjarna. Þannig viljum við muna hann. Einar hlýtur legstað við hlið for- eldra sinna og systra. Honum fylgir til Íslands lítill vinur sem einnig var okkur einstaklega kær og það er vel við hæfi. Við getum ekki fylgt höfð- ingjanum og Lubba síðasta spölinn en hugur okkar er heima. Elín Káradóttir, Hilmar B. Jónsson. Ég minnist kærs og trausts vinar Einars Bachmann. Íslensks manns sem þegar við kynntumst hafði búið í 40 ár í Bandaríkjunum, í útborg- um Chicago-borgar. Hann fór þang- að ungur maður fyrir 1950 og vann sig í gott álit sem fagmaður og verkstjórnandi. Hann hafðir verið einn af yfirmönnum við byggingu umferðarmesta flugvallar heims Chicago O-Hare-flugvallar. Þegar við kynntumst höfðu orðið árstíða- skipti í lífi Einars. Hann hafði stofnað nýtt heimili, var á hveiti- brauðsdögum með seinni konu sinni Stefaníu A. Magnúsdóttur Bach- mann eftir að hafa misst fyrri konu sína. Hann hafði einnig áður söðlað um í starfi og vann sjálfstætt við viðhald stórra vélasamstæða í verk- smiðjum og málmvinnslu og var mjög eftirsóttur vegna færni sinnar og verksvits. Heima í skúrnum setti hann upp aðstöðu til að smíða varahluti vegna starfs síns. Þar vafði hann spólur og steypti í kefli fyrir heljarinnar raf- magnskúplingar. Það voru varahlut- ir sem ekki stóðu aðeins jafnfætis keyptum vörum heldur tóku þeim langt fram í endingu. En þó að þetta yrði sérhæfing hans þá ein- skorðaðist vinna hans ekki við það. Þegar stórar vélasamstæður við- skiptavina stöðvuðust var viðkvæði eigenda gjarnan „Get Mr. Bach- mann, he’ll know what to do.“ Þessi starfi átti vel við Einar. Hann naut glímunnar að leysa úr, greina og finna lausn á vandamáli því sem við var að eiga. Hugurinn sívirkur og kvikur stýrði höndum sem unnu þar til úrlausn var fundin. Að hætta eða gefast upp var ekki valkostur. Sjálf- ur naut ég þessa þegar ég færðist of mikið fang í bílaviðhaldi. Það sem hann þekkti ekki, það lærði hann og naut hvað best að sigrast á því sem óleysanlegt hafði virst. Og innan við skúrinn í Arlington Heights áttu þau Stefanía heimili sem velflestir Íslendingar í Chicago kynntust og nutu. Þau voru með fleirum potturinn og pannan í fé- lagsstarfi Íslendingafélagsins. Og skúrinn fékk oft aukið hlutverk þegar saltað var og súrsað til þorra- blóts Íslendingafélagsins eða aðrar veislur undirbúnar. Hugur þeirra hjóna fylgdist að í því að skirrast ekki við að tak þátt í stórum verk- efnum enda voru þau í framvarð- arsveit Íslendingafélagsins og Ein- ar lengi formaður þess. Ég vil þakka þau störf þeirra og ennfrem- ur það að hafa fengið að eignast í og hjá þeim fjölskyldu fyrir mína litlu fjölskyldu, svo langt frá ætt- ingjum og átthögum. Það athvarf sem við áttum hjá Stefaníu og Ein- ari og vinátta þeirra var okkur hjónum og syni okkar ómetanlegt. Við minnumst Einars H. Bachmann með virðingu og þökk. Gunnar Rúnar Matthíasson. Kveðjustundin er runnin upp, okkar kæri vinur Einar Bachmann er látinn og við söknum hans sárt. Við vorum nýflutt frá Íslandi til Bandaríkjanna árið 1998, vorum að flytja í nýtt húsnæði í Williamsburg í Virginíuríki, vantaði rafvirkja og Íslendingar á svæðinu bentu okkur á Einar Bachmann sem bjó í næstu borg með konu sinni Stefaníu. Við höfðum samband við Einar og skömmu síðar var hann, með aðstoð sonar síns og lítillar afastelpu, bú- inn að ganga frá öllum rafmagns- tækjum og ýmsum öðrum hlutum sem falla til við flutninga. Til að gera langa sögu stutta var Einar okkur oft hjálparhella og þau hjónin tóku jafnvel að sér að passa fyrir okkur börnin þegar á þurfti að halda. Það var mikil gæfa fyrir ný- búana að hitta fyrir þessi góðu hjón í framandi landi og vináttan sem spannst af kynnum okkar er dýr- mæt í minningunni. Allt fas Einars bar vott um fág- aða framkomu og góðmennsku. Hann talaði lágt og fallega, brosti blíðlega og bar sig vel, grannur með liðað hár. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að samverustundirnar með Einari verða ekki fleiri í þessu lífi, en erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og eignast hann að vini. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Stefaníu og ætt- ingja í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sif og Benedikt. EINAR HELGI BACHMANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.