Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRISTÍN NÆSTI REKTOR Kristín Ingólfsdóttir sigraði í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands sem fram fór í gærkvöldi. Hún hlaut 53,1% gildra atkvæða þegar tekið hafði verið tillit til vægis kjósendahópa. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er kjörin rektor HÍ. Lækka skatta á fyrirtæki Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kynnti í gær tillögur til umbóta í efnahagsmálum og er þar m.a. kveðið á um að lækka skatta á fyrirtæki úr 25% í 19%. Vill stjórn jafnaðarmanna og græningja þannig hleypa nýju lífi í atvinnulífið en þar ríkir stöðnun og atvinnuleysið er hið mesta í 60 ár. Gjaldfrjáls leikskólavist Reykjavíkurborg ætlar að bjóða öllum börnum á leikskólaaldri allt að sjö klukkustunda vist á dag á leik- skólum borgarinnar án endurgjalds, í áföngum á næstu árum. Næsta skrefið verður tekið haustið 2006 þegar öll börn fá tvær stundir á dag ókeypis. Offita dregur úr ævilíkum Offita er orðin svo mikið heil- brigðisvandamál í Bandaríkjunum að þarlendir vísindamenn óttast að hún muni draga úr meðalævilíkum um nokkur ár. Yrði það í fyrsta sinn í tvær aldir sem dregur úr ævilíkum. Fáar nauðgunarákærur Mannréttindanefnd SÞ lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála hér á landi hvað varðar ofbeldi gegn kon- um, sérstaklega kynferðisofbeldi, og hefur hvatt yfirvöld til að gefa þess- um málaflokki meiri gaum. Áhyggj- ur nefndarinnar lúta ekki síst að því hversu ákært er í fáum nauðgunar- málum. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                        SIGURJÓN Sæ- mundsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði og prentsmiðjustjóri, lést á Siglufirði í gær á nítugasta og þriðja ald- ursári. Sigurjón var fæddur 5. maí 1912 í Lambanesi í Fljótum, sonur Sæmundar Jóns Kristjánssonar, út- vegsbónda í Lamba- nesi, og Herdísar Jón- asdóttur, húsfreyju og verkakonu. Tvítugur að aldri flutti Sigurjón frá Siglufirði til Akureyrar þar sem hann hóf prentnám hjá Oddi Björns- syni, bókaútgefanda. Sigurjón starf- aði í sjö ár í Prentverki Odds Björns- sonar eða þar til hann keypti Siglufjarðarprentsmiðju 1. júní 1935, sem hann starfrækti allt til dánardags, ásamt viðamikilli bóka- og tímaritaútgáfu. Sigurjón tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum Siglufjarðar. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og var bæjarstjóri á Siglufirði í 9 ár. Sigurjón var formaður Iðnaðar- mannafélags Siglufjarðar í 15 ár, en það félag rak Iðnskóla Siglufjarðar allan þennan tíma. Sigurjón var mikil- virkur í söng- og tón- listarstarfi. Hann hóf söngferil sinn 1929 með Karlakór Akureyrar, en síðan söng hann með Karlakórnum Geysi þar sem hann söng fyrst einsöng og svo með Kantötukór Akureyrar. Sigurjón söng með Karlakórn- um Vísi á Siglufirði í yfir 50 ár og var for- maður kórsins í 30 ár. Hann var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskóla Vísis, sem var undanfari Tónlistarskóla Siglu- fjarðar. Sigurjón var um langt skeið félagi í Rotary- og Frímúrarahreyfing- unni. Um árabil var hann ræðismað- ur Svía á Siglufirði og var við starfs- lok sæmdur orðu af sænska konunginum fyrir störf sín á þeim vettvangi. Sigurjón var gerður að heiðursborgara Siglufjarðar árið 1992. Sigurjón var kvæntur Ragnheiði Sæmundsson, en hún lést árið 1999. Börn þeirra eru Stella Margrét og Jón Sæmundur. Andlát SIGURJÓN SÆMUNDSSONJÓNAS Kristjánsson hefur verið ráðinn rit- stjóri DV og tekur til starfa um miðjan apríl. Jónas sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið legðist vel í sig. „Þetta er öðruvísi blað en áður hefur verið gefið út hér á landi og það er gaman að taka þátt í nýbreytni,“ sagði Jónas. Sem kunnugt er stofnaði Jónas DV á sínum tíma ásamt fleir- um. Hann sagði að í þá daga hefðu vandamálin fyrst og fremst verið flokkspólitísk. Nú væru verkefnin önnur. Jónas kvaðst mundu leggja sitt af mörkum við mótun stefnu blaðsins, en sagðist ekki gera ráð fyrir að ritstjórnar- stefna DV myndi breytast. Siðareglur DV í smíðum Jónas sagði stefnt að því að skrá siðareglur fyrir DV og er búið að gera uppkast að þeim. Hann vonast til að reglurnar gangi í gildi með vorinu. Með siðareglunum sagði Jónas starfsmenn blaðsins hafa sterkari grundvöll að standa á. Einnig geti lesendur áttað sig á því hvort fjölmiðillinn standi við siða- reglur sínar. Jónas sagði að siðareglur DV yrðu ítarlegri en siða- reglur Blaðamanna- félags Íslands. Hann samdi á sínum tíma siðareglur Frétta- blaðsins og sagði þær draga dám af siða- reglum The Guardian í Bretlandi. Siðareglur DV, sem einnig eru verklagsreglur, séu að nokkru leyti smíðaðar upp úr siðareglum Fréttablaðsins, en frá- brugðnar í sumum at- riðum. „Þær taka á kranablaðamennsku, þar sem fjölmiðill talar bara við einn málsaðila af tveimur eða fleiri og birtir hans sjónarmið, en segir ekki frá hinum sjónarmiðunum í sama texta. Það er ekki nóg að það komi annað sjónarmið daginn eftir. Það eru svona verklagsreglur af ýmsu tagi, sem ekki er fjallað um í siða- reglum Blaðmannafélagsins,“ sagði Jónas. Um leið og Jónas tekur við starfi ritstjóra DV lætur hann af starfi út- gáfustjóra Eiðfaxa hf. Mikael Torfa- son verður áfram ritstjóri DV, við hlið Jónasar, að því er fram kom á vefmiðlinum Vísir.is í gær. Jónas Kristjánsson ráðinn ritstjóri DV Jónas Kristjánsson HRINA árekstra varð í mikilli hálku sem gerði á höfuðborgarsvæðinu í éljum sem þar gengu yfir upp úr há- degi í gær. Síðdegis hafði lögreglan í Reykjavík verið kölluð út vegna um 20 árekstra og talsvert annríki var einnig hjá lögreglunni í Hafnarfirði af þessum sökum. Í fæstum tilvikum urðu meiðsl á fólki en eignatjón er töluvert. Einna alvarlegasta atvikið var við gjána í Kópavogi þar sem jeppi valt eftir að hann hafði rekist utan í steinsteyptan vegg. Við Rauðavatn fauk sendiferðabíll yfir á rangan vegarhelming og skall á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Bílarnir eru báðir stórskemmdir en ökumenn sluppu ómeiddir, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Tveir harðir árekstrar urðu á Ak- ureyri í gær, en engin meiðsl urðu á fólki. Að sögn lögreglu er mikil hálka á götum bæjarins og ofan- koma. Á misstórum dekkjum Á Vesturlandsvegi missti ökumað- ur stjórn á Suzuki-jeppa með þeim afleiðingum að hann valt utan vegar. Að sögn vitna var jeppinn ekki á mikilli ferð áður en hann valt en lög- regla telur líklegt að það að jeppinn var á misstórum dekkjum hafi valdið veltunni. Jeppinn var á 29 tomma dekkjum að framan en 35 tomma dekkjum að aftan. Ökumaðurinn sagði lögreglu að hann hefði sett minni dekkin undir eftir að dekk sprakk á jeppanum og hann hefði aðeins ætlað að aka honum stuttan spöl. Morgunblaðið/Júlíus Afturdekkin á jeppanum sem valt á Vesturlandsvegi voru sex tommum stærri og það talið hafa átt þátt í óhappinu. Um 20 árekstrar og óhöpp í mikilli hálku Bíll á 29" dekkjum að framan en 35" að aftan valt á Vesturlandsvegi TÍU bílar lentu í árekstri í Hvera- dalabrekku, vestan Hellisheiðar, um kl. 16 í gær. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Selfossi slas- aðist einn karlmaður og var hann fluttur á slysadeild LSH í Fossvogi í Reykjavík. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum. Auk lögreglu voru kallaðir sjúkrabílar úr Hveragerði og Reykjavík á vettvang. Mikil hálka, hvassviðri og skaf- renningur var á þessum slóðum þegar áreksturinn varð. Bílarnir voru af ýmsum stærðum og gerð- um, stór dráttarbíll með tengivagn, stórir jeppar og fólksbílar. Leiðinni um Hellisheiði var lokað við Þrengsli að vestan og Hvera- gerði að austan vegna óhappsins. Vegurinn var opnaður á ný rétt eft- ir kl. 19 í gærkvöldi. Tíu bíla árekstur við Hveradali TILLAGA um að skákmeistarinn Bobby Fischer fái íslenskan ríkis- borgararétt var lögð fram á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gær- morgun. Bjarni Benediktsson, for- maður nefndarinnar, sagði eftir fundinn að nú yrði farið yfir gögn sem stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundinum, og aukafundur í nefndinni yrði að líkindum haldinn á næstu dögum vegna málsins. „Þessi fundur var fyrst og fremst hugs- aður til upplýsingar fyrir nefndina. Hann var haldinn að ósk stuðnings- manna Bobbys Fischers,“ segir Bjarni. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram gögn frá viðræðum yfirmanns japanska útlendingaeftirlitsins við formann japanska Jafnaðarmanna- flokksins. „Þar kemur fram að hann lýsi því formlega yfir að væri Fisch- er íslenskur ríkisborgari yrði hann tafarlaust leystur úr haldi,“ sagði Einar S. Einarsson, einn stuðnings- manna Fischers, eftir fundinn. Bjarni sagði að samstaða væri um það í nefndinni að hún tæki sér nauðsynlegan tíma til að meta mál- ið, m.a. í ljósi hinna nýju upplýs- inga. Bjarni sagði að þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til hefðu reynst gagnlausar þegar á reyndi. Forsenda þess að Fischer fékk dvalarleyfi og ferðaskilríki hefði verið sú að það myndi leysa úr mál- um hans. „Þegar á hólminn var komið reyndist það ekki vera rétt.“ Málið þverpólitískt Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Vinstri grænna og fulltrúi í allsherjarnefnd, sagði að boðað yrði til aukafundar um málið í nefndinni í dag eða á mánudag þar sem tillaga um ríkisborgararétt yrði tekin fyrir. „Við viljum bíða eftir staðfestum gögnum varðandi þennan fund í Út- lendingastofnuninni og á grundvelli þeirra munum við taka ákvörðun,“ segir Guðrún. Tillagan um að veita Fischer ríkisborgararétt sé frá fulltrúum stjórnarandstöðu í nefnd- inni, en málið sé þverpólitískt. Ræddu ríkisfang fyrir Fischer Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 12 Umræðan 34/37 Viðskipti 16/17 Bréf 36 Erlent 20/22 Minningar 38/45 Minn staður 24 Dagbók 50 Austurland 25 Víkverji 50 Höfuðborgin 26 Staður og stund 52 Akureyri 26 Velvakandi 53 Suðurnes 27 Menning 54/61 Landið 27 Ljósvakamiðlar 62 Daglegt líf 28/30 Veður 63 Menning 31 Staksteinar 63 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.