Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 53
Leikendur: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir Atli Þór Albertsson Björn Ingi Hilmarsson Guðjón Davíð Karlsson Guðmundur Ólafsson Guðrún Ásmundsdóttir Halldór Gylfason Halldóra Geirharðsdóttir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Jóhannes Haukur Jóhannesson Oddný Helgadóttir Ólafur Steinn Ingunnarson Orri Huginn Ágústsson Pétur Einarsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Theodór Júlíusson „Algjör draumur“ MK Mbl „ ..ein skemmtilegasta leiksýning sem ég hef séð“ KHH Kistan.is Draumleikur SÝNINGAR LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD • ATHUGIÐ AÐ SÝNINGAFJÖLDI ER TAKMARKAÐUR eftir August Strindberg Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Gretar Reynisson N æ st MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 53 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, smíði og útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í kvöld kl 20.30 í Gjábakka- .Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Aðalfundur FEBG í Kirkju- hvoli kl. 14. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna–bútasaumur, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, leikfimi kl. 11.30, tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13, boccia kl. 13.30. Dansleikur með Caprí Tríó kl. 20.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgang- ur að opinni vinnustofu, postulíns- málning. Böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16: Handverk og mynd- list. Gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl. 13.30. Páskagleði í dymbilviku: Sýn- ing, uppákomur, markaður, nýbökuð páskabrauð og gönguferð „Út í blá- inn“. Fastir liðir eins og venjulega. Allir velkomnir. Uppl s. 568–3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12 myndlist, kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður, Kl. 13.30 sungið við flygil- inn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Hall- dóru, rjómaterta í kaffitímanum Handverssala í dag kl. 13–16 margt góðra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl. 10, páskabingó kl. 13.30 allir velkomnir. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æfing fermingar- barna kl. 15 (börn sem fermast 19. mars). – Æfing fermingarbarna kl. 16 (börn sem fermast 20. mars). Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og létt spjall. Grafarvogskirkja | „Á leiðinni heim“. Helgistund með Passíu- sálmalestri alla virka daga kl. 18 í Grafarvogskirkju, í dag les les Þór- unn Sveinbjarnardóttir alþingis- maður. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins – samkoma kl. 19.30. Bænastund kl. 19 fyrir sam- komu. Þorkell Héðinn Haraldsson talar. Tómas Davíð Ibsen leiðir lof- gjörð. Allir velkomnir. www.filo.is. Kvenfélag Langholtssóknar | Hinn árlegi kökubasar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar á morg- un, laugardaginn 19. mars, og hefst kl. 13. Mikið úrval af heimabökuðum kökum og tertum. Allur ágóði renn- ur í gluggasjóð. London-fargjald frá Reykjavík til Sauðárkróks ÉG hef verið að velta fyrir mér eftir hverju er farið þegar fargjöld hér innanlands eru niðursett. Ég bý úti á landi en er í skóla í Reykjavík. Ég hef notað mér flug milli Sauðárkróks og Reykjavíkur nokkuð. Að morgni föstudagsins 25. febrúar hringdi móðir mín í Flug- félag Íslands í Reykjavík og pantaði fyrir mig flug frá Reykjavík til Sauð- árkróks. Ég mætti á völlinn rétt fyr- ir kl. 20 því flugvélin átti að fara í loftið kl. 20.45. Þegar ég skráði mig inn, rétti ég fram námsmannakort og bjóst auðvitað við að fá afslátt eins og vanalega. Innritunardaman sagði að ég væri bókuð í 1 af 4 síð- ustu sætunum í vélinni og þau sæti væru alltaf seld fullu verði. Ég spurði út í þetta. Konan sagði að þetta væri bara svona, dýrt væri að borga bensín á vélarnar o.fl. Þegar vélin var farin í loftið fór ég að at- huga hversu mörg sæti væru laus, þau voru 8 talsins, í 19 sæta vél, þannig að vélin var rúmlega hálf. Það kom upp í huga mér hvort síð- ustu 4 sætin væru seld fyrst eða síð- ast! Sara Katrín Stefánsdóttir, Norðurbrún 9, Varmahlíð. Björgum Bobby ÆTLAR einhver að gera eitthvað í máli Bobby Fischers? Ætlar Davíð Oddsson ekki að sjá til þess að ves- lings maðurinn komist frá Japan? Maður á ekki endalaust að beygja sig fyrir Bandaríkjamönnum. Ís- lensk stjórnvöld eiga að taka á sig rögg og koma honum úr þessari prísund. Hann veslast bara upp ef hann lendir í Bandaríkjunum. Gunnlaugur Hólm Sigurðsson. Dóra týndist frá Skipasundi DÓRA er 7 mánaða og týndist laug- ardaginn 12. mars frá Skipasundi 8. Hún var með bláa ól merkt nafninu Dóra. Hún er hvít og brönd- ótt og þessir litir eru á sitt- hvorum helm- ing andlits hennar. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún gæti haldið sig þá vinsamlega hafið sam- band í síma 517 2641 eða 695 2641. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir myndlist- arkona opnar í dag sýningu á verkum sínum í Artóteki á fyrstu hæð Grófar- húss, Tryggvagötu 15. Sýningin er önnur í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borgarbókasafni. Aðalheiður lauk prófi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982. Sýningin í Grófarhúsi er 9. einka- sýning Aðalheiðar en hún sýndi m.a. í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, árið 2001 og árið eftir í Hallgrímskirkju. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum víða um heim. Fyrstu árin eftir að námi lauk ein- beitti Aðalheiður sér að grafík og teikn- ingu en á síðustu árum hefur hún unnið jöfnum höndum við grafík og málverk. Verk Aðalheiðar eru oftast á hug- lægum nótum og blandast þar saman náttúruvitund og óhlutbundinn veru- leiki. „Ég velti fyrir mér tilverunni og tíminn er sterkur þáttur, segir Aðal- heiður m.a. um verk sín. „Tíminn er af- stæður og óáþreifanlegur en samt mælanlegur. Ég nota mikið liti í verk- unum en þau eru þó oft einlit með blæ- brigðum og oft vinn ég myndraðir þar sem innbyrgðis tengsl litanna eru mikil- væg og skapa heild.“ Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir í Artóteki Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Sýningin stendur til 10 apríl. Opið er mánudaga-fimmtudaga kl. 10-20, föstudaga kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.