Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 49
FRÉTTIR
G
JÖ
F
G
JÖ
F
G
JÖ
F
Re-Nutriv
Revitalizing Comfort Creme
Hreinn munaður handa húð þinni.
Finndu hvernig þetta frábæra krem smýgur inn í húðina,
yngir hana og lífgar upp á augabragði. Tryggðu þér framtíð
með færri línum með því að nýta öfluga náttúrukjarna í
baráttunni gegn öldrun húðarinnar - þar á meðal fágætan
Reishi svepp og kínversk úlfaber - sem efla eðlilega
kollagenframleiðslu hennar.
ÓTRÚLEGA virk og lífgandi efni sem vinna gegn öldrun.
ÓLÝSANLEGA yndislegt dekur við húðina, athvarf í erli dagsins.
ÓVENJULEGA öflug rakagjöf og djúpnæring.
Re-Nutriv Revitalizing comfort Creme
- hreinn munaður handa húð þinni
nýtt
Gjöfin þín:
Glæsileg snyrtitaska með Re-Nutriv hreinsikremi, andlitsvatni og 24 stunda kremi fylgir öllum keyptum
vörum í Re-Nutriv línunni.* Verðgildi gjafarinnar er kr. 11.200.
*Meðan birgðir endast.
Í TILEFNI af 60 ára afmæli Flug-
málastjórnar Íslands stendur nú
yfir sýning í Ráðhúsinu í Reykjavík
þar sem stiklað er á stóru í sögu
stofnunarinnar í máli og myndum.
Stofnunin tók til starfa 15. mars
1945 en hlutverk hennar er að
byggja upp og sjá um hvaðeina er
lýtur að rekstri flugvalla og rekstr-
arumhverfi flugrekenda.
Á sýningunni er mikið safn gam-
alla og nýrra ljósmynda og kvik-
mynda og m.a. er sýnd kvikmynd
þegar Bretar afhentu Íslendingum
Reykjavíkurflugvöll árið 1946.
Einnig eru sýningargestir fræddir
um stjórnun flugumferðar á ís-
lenska flugstjórnarsvæðinu en um
það fara vélar á leið milli Evrópu
og Ameríku. Íslendingar voru með-
al þeirra ríkja sem skrifuðu undir
stofnsáttmála Alþjóða flug-
málastofnunarinnar, ICAO, árið
1944 og hefur stofnunin upp frá því
fylgt ákvæðum sem felast í samn-
ingnum og viðaukum hans. Rúm-
lega 300 manns starfa í dag hjá
Flugmálastjórn í Reykjavík og víða
um landið og dótturfyrirtækinu
Flugfjarskiptum.
Sýningin er opin daglega milli kl.
12 og 19 til og með 23. mars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmargir gestir voru viðstaddir opnun afmælissýningar Flugmála-
stjórnar sem nú stendur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Sýna 60 ára flugmálasögu
Afmælissýning Flugmálastjórnar Íslands í Ráðhúsinu í Reykjavík
STUÐNINGSYFIRLÝSING bakhjarla verkefnisins Vist-
vernd í verki var nýlega undirrituð í umhverfisráðuneyt-
inu. Vistvernd í verki snýst um að breyta á einfaldan hátt
ýmsum venjum í daglegu lífi til að gera það vistvænna án
þess að draga úr lífsgæðum. Alls taka 13 sveitarfélög
hérlendis nú þátt í verkefninu og hafa um 500 heimili
lokið þátttöku sem felst í því að tileinka sér nýjar venjur
sem fela í sér að bera sameiginlega umhyggju fyrir um-
hverfinu. Landvernd sér um framkvæmd verkefnisins
hérlendis með stuðningi umhverfisráðuneytisins.
Við þetta tækifæri stilltu stuðningsaðilarnir sér upp
ásamt umhverfisráðherra og fulltrúum Landverndar og
voru þeir með táknrænan hlut, hver fyrir sitt fyrirtæki.
Frá vinstri talið eru Bryndís S. Valdimarsdóttir frá
Yggdrasil með hreinlætisvörur sem hlífa umhverfinu,
Ragna I. Halldórsdóttir frá SORPU með taupoka sem er
handhægt að kaupa í til að spara plastið, Kristinn G.
Bjarnason frá Toyota með hjólkopp en Toyota selur m.a.
bíla með tvígengismótor sem nýta allt rafmagn sem bíl-
arnir framleiða og eyða því umtalsvert minna bensíni,
Sigfús Guðfinnsson, frá Brauðhúsinu í Grímsbæ með
brauðhleif, allur bakstur hjá Brauðhúsinu er úr lífrænt
ræktuðum hráefnum, Páll Samúelsson, stjórnarformað-
ur Toyota, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land-
verndar, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfis-
ráðherra, Guðríður Vestars með tíkina Mímí, Dýrabær
er hunda- og kattasnyrtistofa og verslun með vörur fyrir
hunda, ketti og hesta sem eru náttúrulegar og án allra
aukaefna, Sigrún Guðjónsdóttir frá Tæknivali með litla
fartölvu, í Tæknivali fást einu tölvurnar á Íslandi sem
bera norræna umhverfismerkið Svaninn, Benedikt G.
Sigurðsson frá Landsvirkjun og Þóra Bryndís Þór-
isdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki hjá Land-
vernd.
Morgunblaðið/Ómar
Frá vinstri: Bryndís S. Valdimarsdóttir, Ragna I. Halldórsdóttir, Kristinn G. Bjarnason, Sigfús Guðfinnsson, Páll
Samúelsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Guðríður Vestars, Sig-
rún Guðjónsdóttir, Benedikt G. Sigurðsson og Bryndís Þórisdóttir.
Styðja Vistvernd í verki
Dymbilvika eða
páskavika
Í FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins
í gær var talað um að milt veður yrði
í páskavikunni, þ.e. næstu viku. Í
bókinni Saga daganna eftir Árna
Björnsson segir að vikan fyrir páska
sé oftast kölluð dymbilvika, en þó er
tekið fram að vikan sé stundum köll-
uð páskavika. Algengast sé að með
páskaviku sé átt við vikuna eftir
páska.
Europris samþykkti
ekki forsendur ASÍ
LEIFUR Arason, fjármálastjóri hjá
Europris, segir ekki rétt sem kemur
fram í frétt um verðkönnun ASÍ, að
verslunin hafi neitað að taka þátt í
verðkönnuninni. Hann segir að
verslunin hafi beðið fulltrúa ASÍ um
lista yfir þær vöru sem kannaðar
yrðu og jafnframt að vörunum yrði
rennt í gegnum afgreiðslukassa.
Þessu hefði verið hafnað og því hefði
Europris ekki talið sig getað tekið
þátt í könnuninni á þeim forsendum
sem hún var lögð upp með.
Niðurstöður
ekki til sölu
FYRIRSÖGNIN „Keypt ánægja?“ á
frétt um íslenzku ánægjuvogina í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær gaf ekki rétta mynd af efni frétt-
arinnar. Þar kom fram að fyrirtæki,
sem taka þátt í könnuninni, sem
IMG framkvæmir, greiða fyrir
skýrslu með niðurstöðunum.
Könnunin er unnin samkvæmt al-
þjóðlega viðurkenndri aðferðafræði
og fyrirtæki, sem þátt taka, geta
ekki keypt sér hagfellda niðurstöðu
frekar en við á í öðrum viðhorfskönn-
unum, sem IMG gerir fyrir við-
skiptavini sína.
LEIÐRÉTT
UM helgina verða liðin tvö ár frá
því innráisin í Írak hófst. Hér á
landi verður efnt til aðgerða af því
tilefni í Reykjavík og á Akureyri.
Í Reykjavík verður komið saman
á Ingólfstorgi, á morgun, laugar-
dag, kl. 14. Þar verður stutt dag-
skrá, en að öðru leyti verða að-
gerðirnar fyrst og fremst
táknrænar þar sem athyglinni
verður beint að þeim tugþúsund-
um sem látið hafa lífið vegna
stríðsins, segir í tilkynningu frá
fundarboðendum.
Á sama tíma koma stríðsand-
stæðingar á Akureyri saman á
Restaurant Karólína. Þar verður
efnt til fundar, þar sem Kristinn
H. Gunnarsson alþingsmaður og
Anna Rögnvaldardóttir mennta-
skólanemi flytja ávörp.
Mótmæla
Íraksstríðinu
HÁTÆKNIIÐNAÐUR verður
efst á baugi á Iðnþing sem hefst í
dag á Hallveigarstíg 1. Á þinginu
verður kynnt skýrsla sem Þórólfur
Árnason, fyrrverandi borgarstjóri,
hefur unnið fyrir Samtök iðnaðar-
ins og iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið um þróun, stöðu, framtíð og
tækifæri hátækniiðnaðar á Íslandi
og stöðu hans og stefnu á Norð-
urlöndum og Írlandi.
Á þinginu flytja einnig ávörp
Vilmundur Jósefsson, formaður
Samtaka iðnaðarins og Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra.
Fimm forystumenn í hátækni-
fyrirtækjum mun ræða stöðu
greinarinnar, en það eru Stefán
Jökull Sveinsson, framkvæmda-
stjóri þróunarsviðs Actavis Group
hf., Jón Ágúst Þorsteinsson, for-
maður Samtaka sprotafyrirtækja,
Hörður Arnarsson, forstjóri Mar-
els hf., Einar Mäntylä, í stjórn
Samtaka líftæknifyrirtækja og
Hilmar B. Janusson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Össur-
ar hf.
Á þinginu verða veitt verðlaun
úr Verðlaunasjóði iðnaðarins.
Hátækniiðnaður
á Iðnþingi
LEIKVELLIR eru ekki hættulaus
svæði því þar geta leynst sprautunál-
ar og fleira skaðlegt. Herdís L.
Storgaard, verkefnastjóri barna-
slysavarna hjá Lýðheilsustöð, segir
brýnt að foreldrar fari vel yfir leik-
velli í nágrenni við hús sín þar sem
misjafnt sé hversu reglulega opin-
berir eftirlitsmenn fari yfir þá.
Starfsmönnum í leik- og grunnskól-
um sé hins vegar skylt að fara yfir
leikvelli við skólana samkvæmt
reglugerð um öryggi leikvallatækja
og leiksvæða og eftirlit með þeim, frá
árinu 2002.
Herdís segir sprautunálar ekki
finnast meira í einum borgarhluta en
öðrum og ekki sé hægt að fullyrða að
höfuðborgarsvæðið sé verra hvað
þetta varðar en landsbyggðin.
Ekki hefur verið tekið saman
hvort fleiri sprautunálar séu að finn-
ast á leikvöllum en áður. Haraldur
Briem sóttvarnalæknir telur að til-
fellum hafi ekki fjölgað síðustu ár.
Herdís segir nauðsynlegt að farga
sprautunálum á réttan hátt. Best sé
að setja þær í plastflöskur í stað þess
að setja þær beint í ruslafötur þar
sem næsti maður geti slasað sig á
þeim. Enn fremur sé nauðsynlegt að
leita strax til læknis ef fólk stingur
sig á sprautunál.
Herdís segir fleiri hættulega hluti
að finna á leikvöllum eins og t.d. gler-
brot, lyf og sígarettustubba. Dæmi
eru um að börn hafi fengið eitrun af
því að borða sígarettustubba.
Þá hafi mannasaur einnig fundist á
leiksvæðum barna.
Foreldrar leiti að
sprautunálum á
leikvöllum
SAMTÖK iðnaðarins (SI) hafa lýst
miklum vonbrigðum yfir því að sam-
ið hafi verið við pólska skipasmíða-
stöð um endurbætur á varðskipun-
um Ægi og Tý „þótt færa megi
haldbær rök fyrir að íslenskt tilboð
hafi verið fullt eins hagstætt,“ að því
er segir í fréttatilkynningu frá SI.
„Gera verður þá kröfu til viðkomandi
ráðherra að þeir taki fast á máli
þessu og sýni í verki að þeir láti ekki
verkefni fara úr landi að nauðsynja-
lausu.“
SI segja að nú sé endurtekin sag-
an frá því fyrir þremur árum að
sömu skip voru send í endurnýjun til
Póllands. Viðgerðin á Tý hafi þá orð-
ið 60% dýrari en samið hafði verið
um og tæplega 90% dýrari á Ægi.
Vitnað er til sameiginlegrar stefnu
sem iðnaðarráðuneytið og SI mótuðu
2002 og fjallaði m.a. um opinber kaup
á þessu sviði. „Hún var kynnt öllum
sem málið varðar og þung áhersla
lögð á að koma á formlegu samráði
skipaiðnaðarins og viðkomandi
stjórnvalda um framkvæmd opin-
berra útboða vegna kaupa á nýsmíði
og/eða þjónustu.“ Samtök iðnaðarins
segja að því miður virðist sem ásetn-
ingur yfirvalda hafi gufað upp þar
sem bæði útboðsgögn, samningsferl-
ið og útreikningur varðandi endur-
bætur á varðskipunum séu nú sama
marki brennd og áður.
Verkefnin fari
ekki úr landi að
nauðsynjalausu