Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 rigning, 4 harð-
frosinn snjór, 7 segir
ósatt, 8 ólyfjan, 9 bekkur,
11 brún, 13 hafði upp á, 14
svikull, 15 þorpara, 17
svan, 20 þjóta, 22 bakbit,
23 veiðarfærið, 24 hand-
leggir, 25 fjallstoppi.
Lóðrétt | 1 fámáll, 2 mátt-
ur, 3 leðju, 4 slydduveður,
5 koma í veg fyrir, 6 líf-
færin, 10 skynfærið, 12
munir, 13 skjót, 15 skip, 16
nægilegum, 18 áfanginn,
19 sveiflufjöldi, 20 gerir
ruglaðan, 21 umhugað.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sáttmálar, 8 klæði, 9 áræði, 10 kút, 11 reisn, 13
trana, 15 barns, 18 Skuld, 21 tík, 22 Guðna, 23 eyddi, 24 ill-
fyglið.
Lóðrétt | 2 ábæti, 3 teikn, 4 ásátt, 5 alæta, 6 skær, 7 hita, 12
sýn, 14 rík, 15 bugt, 16 röðul, 17 starf, 18 skegg, 19 undri,
20 deig.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Café Rosenberg | Hljómsveitin Gypsy
Swing leikur djangósveiflu og sígauna-
djass kl. 23.
Grand Rokk | Fræbbblarnir halda upp á
25 ára afmæli fyrstu pönkplötu Íslands-
sögunnar, False Death, í kvöld kl. 23.30.
Flestir fyrri meðlimir hljómsveitarinnar
koma ásamt gestum og leika lög allt frá
fyrstu hljómleikum Fræbbblanna til dags-
ins í dag.
Smekkleysa plötubúð – Humar eða
frægð | Mount Eerie er listamannsnafn
hins bandaríska Phils Elverum sem áður
spilaði og gaf út tónlist undir nafninu
The Microphnes. Phil er af mörgum
gagnrýnendum talinn einn merkasti tón-
listarmaður sinnar kynslóðar. Með hon-
um koma fram kanadíska söngkonan
Woelv og íslenska hljómsveitin Brite
Light. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Stúdentakjallarinn | Jazz-akademían:
Ragnheiður Gröndal ásamt gesti heldur
tónleika í Stúdentakjallaranum í dag kl.
16.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli
skemmta í kvöld.
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar á
Catalinu í kvöld.
Café Kulture | DJ’s Silja&Steinunn með
funk, soul, hip-hop & lounge.
Café Victor | DJ Gunni spilar dans- og
RnB-tónlist.
Dillon | Andrea Jónsdóttir, drottning
rokksins á Íslandi, leikur rokkplötur fyrir
gesti Dillon alla helgina.
Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin
Úlfarnir með dansleik á föstudagskvöld.
Hljómsveitin Sixties með dansleik á
laugardagskvöld.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit skemmta gestum Kringlukrá-
arinnar föstudaginn 18. mars og laugar-
daginn 19. mars. Dansleikur hefst kl. 23,
bæði kvöldin.
Lundinn | Hlj. Sent verður að spila á
Lundanum í Vestmannaeyjum 18. og 19.
mars.
SÁÁ, félagsstarf | Félagsvist og dans
verður laugardaginn 19. mars í sal IOGT í
Stangarhyl 4. Spilamennskan hefst kl.
20. Síðan verður dansað fram eftir
nóttu. Tökum með okkur gesti. Félags-
starf SÁÁ.
Stúdentakjallarinn | Uppistand á ensku í
kvöld. Grínararnir Snorri Hergill og Taff-
etta Wood trylla lýðinn frá kl. 22.
Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveitin Sér-
sveitin leikur föstudags- og laugardags-
kvöld, húsið opnað kl. 22. Frítt inn til
miðnættis.
Myndlist
Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíu-
myndir.
FUGL, Félag um gagnrýna myndlist |
Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit.
Gallerí Auga fyrir auga | Pinhole – ljós-
myndaverk eftir Steinþór C. Karlsson.
Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd-
geirsdóttir – Mæramerking II.
Gallerí Sævars Karls | Magnea Ás-
mundsdóttir – Augnablikið mitt! Innsetn-
ing unnin með blandaðri tækni.
Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem-
enda í fornámsdeild Myndlistaskólans í
Reykjavík.
Gerðuberg | Alþýðulistakonan María
Jónsdóttir opnar sýninguna Gullþræðir í
Boganum kl. 16. Gerðubergskórinn kem-
ur fram. Allir velkomnir. Ljósberahópur-
inn – Hratt og hömlulaust.
Grafíksafn Íslands | Margrét Birgisdóttir
sýnir verk sín.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág-
myndir og innsetningar í aðalsal.
Barbara Westmann – Adam og Eva og
Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hall-
steinn Sigurðsson er myndhöggvari
marsmánaðar í Hafnarborg.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson –
Sólstafir.
Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín
Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list-
muni í Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir –
form, ljós og skuggar.
Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð-
arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer
– Hörund Jarðar.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist
1930–1945. Rúrí – Archive – endangered
waters.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn |
Blaðaljósmyndarafélag Íslands – Mynd
Ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axels-
son – Framandi heimur á neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Nían – Myndasögumessa. Brynhildur
Þorgeirsdóttir – Myndheimur/Visual
World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verk-
um Kjarvals í austursal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Norræna húsið | Maya Petersen Over-
gärd – Hinsti staðurinn.
Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar.
Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí
í New York.
Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir –
Hugarheimur Ástu.
Leiklist
Austurbær | Síðasta sýning á Vodka-
kúrnum á morgun kl. 20. Leikritið er eft-
ir Kristlaugu Sigurðardóttur í leikstjórn
Gunnars Gunnsteinssonar.
Handverkssýningar
Auga fyrir auga | Síðasta sýningarhelgi.
Opið kl. 14–18.
Handverk og hönnun | Pétur B. Lúthers-
son húsgagnaarkitekt og Geir Oddgeirs-
son húsgagnasmiður sýna sérhannaða
stóla og borð sem smíðuð eru úr sérval-
inni eik. Á sýningunni er einnig borðbún-
aður eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur
keramiker sem hún hannar og framleiðir.
Studio os | Kertasýning í Studio os,
Rangárseli 8. Handunnin kerti fyrir öll
tækifæri. Sýningin er opin kl. 14–17.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–
17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleið-
sögn um húsið, margmiðlunarsýning um
ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími
586 8066 netfang: gljufrateinn@gljufra-
steinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð-
minjasafnið – Svona var það, Heima-
stjórnin 1904.
Opnun sýningar um ævi og kveðskap
Hallgríms Péturssonar (1614–74) kl. 17.
Innsýn er gefin í verk Hallgríms og út-
gáfur á þeim og þann innblástur sem
þau veita öðrum listamönnum, ekki síst í
nútímanum. Margrét Eggertsdóttir flytur
ávarp og Magnea Tómasdóttir syngur
Passíusálma. Allir velkomnir.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –
menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur –
Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Í vesturheimi 1955
ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend-
ingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum
Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17.
Dans
Breiðfirðingafélagið | Breiðfirðinga-
félagið heldur góugleði í Breiðfirðinga-
búð laugardaginn 19. mars frá kl. 22–3.
Svenni og félagar leika fyrir dansi, söng-
kona Arna Þorsteins.
Fréttir
Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa-
vogs heldur kökubasar í Garðheimum
laugardaginn 19. mars, til styrktar kórn-
um sem er að fara í tónleikaferð til Fær-
eyja. Basarinn opnaður kl. 11.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfs-
hjálparnámskeið fyrir fólk með gigt og
aðstandendur þeirra, hefst þriðjudaginn
29. mars. Farið verður í þætti sem tengj-
ast daglegu lífi með gigtarsjúkdóma og
hvað hægt er að gera til að bæta líðan
sína. Skráning á námskeiðið er á skrif-
stofu félagsins í síma 5303600.
www.ljosmyndari.is | Helgarnámskeið
19.–20. mars. 2.–3. apríl, 16.–17. apríl, kl.
13–17. Farið í helstu stillingar vélarinnar
og myndatöku almennt. Hvernig setja á
myndir á geisladisk og senda í tölvupósti
o.fl. Nánari upplýsingar og skráning á
www.ljosmyndari.is.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Páskaferð í Bása
26.–29. mars. Brottför kl. 9. Farið verður
í gönguferðir, skíðaferðir og/eða sleða-
ferðir allt eftir árferði. Verð 11.900/
13.700 kr.
Ferð til Ólafsfjarðar 24.–28. mars. Farið
verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal,
upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal.
Brottför ákveðin síðar, farið á einkabíl-
um. Verð 16.200/18.500 kr. Fararstjóri
Reynir Þór Sigurðsson.
Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–
28. mars. Brottför á eigin bílum frá
skrifstofu Útivistar kl. 18. Verð 13.500/
15.800 kr. Fararstjóri Sylvía Hrönn Krist-
jánsdóttir.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einbeittu þér að heimili og fjölskyldu í
dag. Tunglið er í krabba núna og ýtir
undir slíkar tilhneigingar. Þig þyrstir
líka meira eftir einveru nú en endranær.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Annríki setur sitt mark á daginn í dag.
Notaðu tímann til þess að erinda,
versla, sinna viðskiptum og skreppa í
stuttar ferðir. Þú finnur fyrir eirðar-
leysi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Áhugi þinn beinist að peningum og fjár-
málum í dag. Sinntu bankanum.
Kannski þarftu að versla fyrir heimilið
eða fjölskyldumeðlimi. Matarinnkaup
eru þér ofarlega í huga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið er í þínu merki í dag og gerir
þig tilfinningasamari en ella. Þessi áhrif
tunglsins gera þig jafnframt heppnari
en endranær. Það er jákvætt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft virkilega á huggun og næði að
halda í dag. Reyndu að fá að vera í ein-
rúmi part úr degi. Hreiðraðu um þig
með gott lesefni eða myndband til af-
þreyingar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert félagslyndið uppmálað í dag og
nýtur þess að spjalla við vini, ekki síst
vinkonur. Viðraðu hugmyndir þínar og
veittu viðbrögðunum eftirtekt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vekur athygli á sjálfri þér í dag með
einhverjum hætti og samræður við yfir-
boðara, foreldra og kennara fá meira
vægi en ella. Vertu þolinmóð og háttvís.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Fróðleiksþorstinn hefur náð algerum
tökum á þér. Kíktu í bókabúð, á söfn eða
á aðra staði sem þú leggur ekki í vana
þinn að sækja. Víkkaðu sjóndeildar-
hringinn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þér verður nokkuð ágengt með því að
ræða sameiginlega ábyrgð eða eigur.
Skilgreindu hverjum ber hvað í þessu
sambandi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tunglið er beint á móti þínu merki í dag
og því verður steingeitin að vera ein-
staklega þolinmóð og ráðkæn. Við-
brögðin sem þú færð eru tilfinningarík-
ari en endranær.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Taktu frá hálftíma í dag og reyndu að
bæta skipulagið heima fyrir og í
vinnunni. Hentu fáeinum hlutum sem
þú hefur ekki lengur þörf fyrir. Raðaðu
pappírum og blöðum í snyrtilega stafla.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn í dag einkennist af glettni og
gáska. Þiggðu boð og ráðstafaðu kvöld-
inu fyrir afþreyingu af einhverju tagi.
Bíó, leikhús eða rómantískt ferðalag
hljómar vel.
Stjörnuspá
Frances Drake
Fiskar
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert gædd miklu innsæi og einstaklega
diplómatísk og heillandi persóna. Þú
leggur mikið upp úr því að bæta sjálfa þig
og ert prýðis millistjórnandi.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Íslandsmótið.
Norður
♠ÁKG863
♥ÁK105 S/NS
♦K94
♣–
Vestur Austur
♠107 ♠542
♥D96 ♥87
♦10632 ♦DG8
♣K642 ♣G10753
Suður
♠D9
♥G432
♦Á75
♣ÁD98
Það er til marks um góða sagntækni
keppenda Íslandsmótins að 30 pör af
40 skyldu spila hálfslemmu í NS-
áttina í spilinu að ofan, sem er frá
fimmtu umferð. Fáein pör misstu
slemmu og nokkur slysuðust í sjö.
Eins og sést, þá vinnast sjö hjörtu
með því að svína fyrir hjartadrottn-
ingu, en það þykja ekki góð vísindi að
segja alslemmu þegar drottninguna
vantar í tromplitinn.
Eitt parið meldaði þannig:
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
Pass 1 spaði Pass 1 grand
Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf
Pass 4 tíglar Pass 5 hjörtu
Pass 5 grönd Pass 6 tíglar
Pass 7 hjörtu Allir pass
Kerfið er Standard og tveir tíglar
norðurs er hluti af tvíhleypunni, svo-
nefndu – það er að segja, krafa í geim
án þess að sýna tígul. Suður segir frá
fjórlit í hjarta og norður styður undir
geimi til að gefa makker undir
slemmufótinn. Eftir tvær fyrirstöðu-
sagnir missir suður þolinmæðina og
stekkur í fimm hjörtu, sem hann mein-
ar sem slemmuáhuga með veikt
tromp. Norður hefur hins vegar meiri
áhyggjur af tígulásnum og leitar eftir
honum með fimm gröndum. Þegar
suður sýnir hann, telur norður að nú
sé netið nógu þétt til að reyna al-
slemmu.
Víkur þá sögunni til vesturs, sem
lengst af hafði blakað grænu passmið-
unum áhugalaus með öllu. En nú voru
mótherjarnir komnir í sjö hjörtu þar
sem hann átti drottninguna! Adrena-
línið hefur flætt um æðarnar af minna
tilefni.
„Hvað þýða sagnir,“ segir hann sak-
leysislega. Hann sýnir útskýringum
NS mátulega mikið áhugaleysi og spil-
ar svo út …
… litlu trompi!!
Því miður, þá missti vestur af þessu
einstaka tækifæri. Hann kom út með
spaða og sagnhafi fylgdi líkunum og
svínaði í trompinu. En hvað gerir suð-
ur ef hann fær út tromp?
Svari hver fyrir sig.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3
0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 c5 7. d3 Rc6 8. a3
a6 9. Hb1 Hb8 10. b4 cxb4 11. axb4
b5 12. cxb5 axb5 13. d4 Bf5 14. Hb3
e5 15. d5 Rd4 16. Rxd4 exd4 17. e4
dxe3 18. Bxe3 Dd7 19. Bd4 Hfe8 20.
He1
Staðan kom upp í 2. deild Íslands-
móts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Menntaskólanum í Hamra-
hlíð. Benedikt Jónasson (2.297) hafði
svart gegn Jóni Torfasyni (2.320).
20. ... Bc2!! og hvítur gafst upp þar
sem eftir 21. Hxe8+ Hxe8 22. Dxc2
He1+ 23. Bf1 Dh3 24. De2 Rg4 25.
De8+ Bf8 getur hvítur ekki varnað
máti. Benedikt var í sigurliði Hauka
en Jón tefldi fyrir skákdeild Vestur-
bæjarstórveldisins.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni