Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Stjórnarskrárnefnd kynntií gær vinnuáætlun sínavið endurskoðun stjórn-arskrárinnar en sam-
kvæmt henni mun nefndin af-
henda forsætisráðherra frumvarp
að breytingum í ágúst 2006. Jón
Kristjánsson, heilbrigðisráðherra
og formaður, nefndarinnar sagði
hugsanlegt að boðað yrði til sér-
stakra kosninga um stjórnar-
skrána en ekkert hefði enn verið
ákveðið í þeim efnum.
Jón Kristjánsson kynnti vinnu-
áætlunina á blaðamannafundi í
gær og hann opnaði jafnframt
upplýsingabás í Þjóðarbókhlöð-
unni þar sem safnað er saman öll-
um helstu gögnum sem stjórnar-
skrárnefnd og sérfræðinganefnd
sem er henni til aðstoðar við að
byggja starf sitt á. Upplýsinga-
básinn er liður í þeirri viðleitni
nefndarinnar að hvetja til opinnar
og upplýstrar umræðu um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar. Í
áætluninni er m.a. gert ráð fyrir
að boðað verði til funda og ráð-
stefna um einstaka þætti stjórn-
arskrárinnar.
Í skipunarbréfi nefndarinnar
segir að endurskoðunin eigi eink-
um að vera bundin við 1., 2. og 5.
kafla stjórnarskrárinnar. Jón
sagðist telja að þetta orðalag vís-
aði til þess að langt væri síðan
þessir tilteknu kaflar voru síðast
teknir til endurskoðunar. „Það er
allt undir og við tökum við öllum
ábendingum,“ sagði hann. Á hinn
bóginn benti hann á að aðeins
væru tvö ár liðin síðan veigamiklar
breytingar voru gerðar á kjör-
dæmaskipan og að mannréttinda-
kaflinn hefði verið endurskoðaður
árið 2000. Hann sagði að nefndin
hefði enn ekki sigtað út hvaða
kafla yrði fjallað um og hverja
ekki.
Sérstakar kosningar?
Í kynningu sem fylgdi vinnu-
áætluninni segir að það sé keppi-
kefli nefndarinnar að tillögur
hennar endurspegli þjóðarvilja.
Jón var spurður að því að hve
miklu leyti almenningur gæti haft
áhrif á starf nefndarinnar. „Það er
fyrst og fremst með því að s
hugmyndir og ábendingar um
sem þyrfti að ræða. En að
leyti ræðst niðurstaða nefnda
ar af því um hvað næst pól
samkomulag. Grundvallarlög
og stjórnarskráin eru þess eð
um þau þarf að ríkja sátt í
félaginu eins og hægt er,“
hann. Nefndin væri þannig sk
að í henni væru formenn
stjórnarandstöðuflokkanna
og fulltrúar stjórnarflokkann
hún endurspeglaði því hið
tíska litróf. Það væri síðan
mál hvernig ætti að leggja st
arskrána í dóm kjósenda. Hi
Stjórnarskrárnefnd kynnir vinnuáætlun sína og opn
Öll vel undirby
frá almenning
Í upplýsingabásnum eru ýmsar bækur um stjórnarskrár. Hér blað
Lengst til vinstri er Páll Þórhallsson nefndarritari og við hlið ráðh
lagaprófessor og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður.
GJALDFRJÁLS LEIKSKÓLI
Rúmur áratugur er liðinn síðanleikskólinn var skilgreindursem fyrsta stigið í skólakerf-
inu, með lögum um leikskóla frá
1994. Leikskólarnir starfa einnig
samkvæmt aðalnámskrá, líkt og
önnur skólastig. Þó hefur leikskól-
inn þá sérstöðu að vera eina skóla-
stigið þar sem nemendurnir – eða
foreldrar þeirra – komast ekki hjá
því að greiða skólagjöld.
Því ber að fagna áformum borg-
aryfirvalda í Reykjavík um að öll
reykvísk leikskólabörn muni innan
nokkurra ára njóta sjö stunda gjald-
frjálsrar leikskólavistar á dag.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri lýsti því yfir í gær að áætl-
unin yrði framkvæmd í fjórum
skrefum. Það fyrsta var stigið síð-
astliðið haust, þegar þrjár stundir
af leikskóladegi fimm ára barna
urðu gjaldfrjálsar. Á næsta ári er
síðan gert ráð fyrir að öll leikskóla-
börn fái tvær stundir gjaldfrjálsar á
dag. Stefnt er að því að þriðja skref-
ið verði stigið eigi síðar en á árinu
2008, þegar tvær gjaldfrjálsar
stundir bætist við. Framhaldið mun
ráðast að nokkru leyti af niðurstöð-
um samninga ríkis og sveitarfélaga
um tekjustofna. Lokaskrefið, sem
felur í sér að allir nemendur í leik-
skólum Reykjavíkur njóti sjö gjald-
frjálsra stunda á dag, er enn ódag-
sett.
Þá var greint frá því í Morgun-
blaðinu í gær að bæjaryfirvöld á Ak-
ureyri hygðust lækka almenna
gjaldskrá leikskóla bæjarins um
25%. Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri kvaðst líta svo á að þetta
væri fyrsta skrefið í áttina að því að
leikskólinn yrði gjaldfrjáls, þó lang-
ur vegur væri enn að því markmiði.
Eins og Steinunn Valdís Óskars-
dóttir benti á í gær er leikskólinn
nauðsynleg grunnþjónusta, jafnt
fyrir börn, foreldra og atvinnulífið.
Það er löngu ljós staðreynd að í
langflestum fjölskyldum stunda
báðir foreldrar fulla vinnu utan
heimilis og vel yfir 90% barna á
aldrinum tveggja til fimm ára sækja
leikskóla. Það er jafnframt löngu
viðurkennt að leikskólanám er
veigamikill þáttur í þroska barna. Í
leikskólunum fer fram metnaðar-
fullt og faglegt starf og enginn vafi
leikur á því að það er mikilvægur
undirbúningur undir grunnskóla-
nám.
Með því fyrirkomulagi að foreldr-
ar leikskólabarna séu rukkaðir um
skólagjöld eimir eftir af því viðhorfi
að leikskólinn sé eins konar
geymslustofnun, sem þjóni helst því
hlutverki að vista börnin á meðan
foreldrarnir stundi vinnu sína. Það
er kominn tími til að kveða slík sjón-
armið í kútinn og viðurkenna í verki
jafnt og í orði að leikskólinn er órofa
hluti af skólakerfinu, ekki síður en
grunnskólar, framhaldsskólar og
háskólar. Vonandi er afstaða borg-
arstjórnar í Reykjavík og bæjar-
stjórnar á Akureyri vísir að því að
leikskólastigið verði gjaldfrjálst um
land allt innan fárra ára. Með því
yrði skilgreining leikskólans sem
fyrsta skólastigsins loks staðfest í
raun.
NIÐURGREIDD OLÍA FYRIR IMPREGILO
Afleiðingar millifærslu- og niður-greiðslukerfa, sem stjórnmála-
menn koma á fót í göfugum tilgangi,
eru stundum spaugilega óvæntar.
Þannig fékk Olíufélagið, sem á sín-
um tíma varð hlutskarpast í útboði
Impregilo á olíu vegna fram-
kvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun,
23 milljónir króna úr Flutningsjöfn-
unarsjóði olíuvara vegna flutnings
olíu til Kárahnjúka í fyrra. Í ár mun
þessi greiðsla líklega nema um 13
milljónum, eins og fram kom í frétt í
Morgunblaðinu í gær. Þannig hafa
aðrir viðskiptavinir Olíufélagsins –
og reyndar líka viðskiptavinir allra
hinna olíufélaganna – lagt sitt af
mörkum til hjálpar ítalska verktaka-
risanum. Kaupendur olíuvara hafa
niðurgreitt olíuna handa Impregilo
um 36 milljónir á tveimur árum.
Þetta er ekki eina dæmið um
bjánalegar afleiðingar millifærslu-
kerfa af þessu tagi. Einu sinni var
líka til flutningsjöfnunarsjóður fyrir
sement. Það hafði m.a. þau áhrif fyr-
ir fáeinum árum að verðið á sement-
inu í steypuna til hins almenna hús-
byggjanda hækkaði vegna mikilla
sementsflutninga austur á land.
Sement vegna virkjana og álvers-
framkvæmda á Austurlandi var
reyndar undanþegið flutningsjöfnun
og kannski hefði verið ráð að láta
það sama gilda um olíuna.
Nú hafa millifærslurnar vegna
flutninga á sementi verið aflagðar og
það sama ætti auðvitað að eiga við
um olíuna. Það eru einfaldlega engin
rök fyrir að færa þannig peninga
milli vasa fyrirtækja og skattgreið-
enda vegna flutninga á einni vöru
umfram aðra.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði í svari
við fyrirspurn á Alþingi í vikunni að
markmiðið með flutningsjöfnuninni
væri að bæta hag einstaklinga og
fyrirtækja í dreifðum byggðum. En
auðvitað eru miklu fleiri liðir í
rekstrarkostnaði heimila og fyrir-
tækja en olíukostnaður. Sumir koma
betur út í dreifbýli, aðrir í þéttbýli.
Húsnæði er t.d. orðið miklu dýrara á
suðvesturhorninu en í dreifbýli. Á þá
að leggja jöfnunargjald á húsnæði
og greiða heimilum og fyrirtækjum í
Reykjavík húsnæðisstyrk?
Byggðin í landinu þrífst ekki á
styrkjum og millifærslum. Hún
blómstrar með öflugu atvinnulífi,
þar sem meira að segja alþjóðleg
risafyrirtæki þurfa ekki að láta ríkið
hjálpa sér að ná endum saman.
Einkavæðing Símans og þarmeð alls þess gagnaflutn-ings sem nútímaþjóðfélagbyggist á getur orðið
stærsta einstaka byggðaaðgerð síð-
ari tíma á Íslandi. Aðgerð sem yf-
irvöld byggðamála koma hvergi
nærri. Þetta sagði Grétar Þór Ey-
þórsson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknastofnunar Háskólans á Akur-
eyri, á málþingi um sölu grunn-
netsins og landsbyggðina sem hald-
ið var í Háskólanum á Akureyri í
gær.
„Með sölu Símans væru stjórn-
völd beinlínis að vinna gegn þeim
markmiðum sem sett eru í byggða-
áætlun, þeim markmiðum sem sett
eru með sameiningu sveitarfélaga,
þeirri lýðræðisþróun sem við og
önnur vestræn ríki erum að upplifa
og þeim grundvallargildum mann-
legs samfélags sem aðgreina mann-
skepnuna frá dýrunum í frumskóg-
inum,“ sagði Grétar.
Hann sagðist hreinlega ekki viss
um að afleiðingar þessarar fyrirhug-
uðu aðgerðar væru öllum ljósar.
Grétar gerði mikla búferlaflutn-
inga frá landsbyggð til höfuðborg-
arsvæðis að umtalsefni og sagði það
staðreynd að atvinnutækifærum í
frumvinnslugreinum, atvinnugrein-
um landsbyggðarinnar, fækkaði
stöðugt. Það skýrði þó ekki þann
gríðarlega fólksflótta sem verið
hefði hin síðari ár, einkum frá Vest-
fjörðum og Norðurlandi vestra auk
fleiri staða. Breytt gildismat fólks,
sérstaklega þess yngra, sem hreyfi-
afl byggðaþróunar, skipti þar
verulegu máli, en það sækti í mennt-
unartækifæri og þekkingarstörf
sem oftar en ekki væru fyrir sunnan.
„Möguleikarnir á að halda úti
dreifðri búsetu snúast í síauknum
mæli um að gera fólki kleift að vinna
að einhvers konar þekkingarstörf-
um, búandi í dreifbýli,“ sagði Grétar
og benti á að lykilatriðið í því sam-
bandi væru gagnaflutningar. Fram-
tíð byggðar í landinu yrði erfiðari en
ella án eðlilegra gagnaflutninga.
Flöskuhálsinn væri sá að mikill að-
stöðumunur væri milli þeirra sem
byggju í þéttbýli og dreifbýli og þar
væri verk að vinna. Grétar efaðist
um að einkavæðing símans og þar
með grunnnetsins yrði til að úrbæt-
ur yrðu gerðar. „En ég er heldur
ekkert viss um að tryggt sé að
stjórnvöld í landinu muni bera gæfu
til að koma á jafnræði landsmanna á
þessum þjóðbrautum þekkingarinn-
ar – enda kostar það peninga.“ Verði
slíkt hins vegar ekki gert muni fjara
undan hinum dreifðu byggðum,
jafnvel þó að einmitt á þeim vett-
vangi geti sóknar- og eða varnar-
færin falist. Þannig væri ferðaþjón-
usta í dreifbýli ein leið til
atvinnusköpunar, gæti afstýrt brott-
flutningi. Gagnaflutningsgeta haml-
aði því í mörgum tilfellum að hægt
væri að bóka á netinu og jafnvel að
viðkomandi ferðaþjónusta væri með
vef þar. „Í hugum margra sem
skipuleggja ferðalög eru þeir sem
ekki eru á netinu ekki til,“ sagði
Grétar og kvað auðveldara að bóka
ferðalög í Danmörku en á Vestfjörð-
um. Bætt gagnaflutningsgeta hefði í
för með sér bætta afkomu fólks í
þessum geira, en Grétar taldi ólík-
legt að einkaaðilar sæju sér hag í að
byggja hana upp. „Hér snýst málið
um að samfélagið axli áby
sýni þá hvort byggðastefna
eða bara á borði.“
Annað atriði sem Grétar
varðar samfélagsþróun og
væru rafræn samskipti lyk
því að efla lýðræðið, netið ge
almenna borgara betur up
Miðað við núverandi tæknil
stæður í gagnaflutningsge
slíkt draumsýn ein hvað
dreifðu byggðir varðar. Þv
væri hugsanleg sameining sv
laga, sem stjórnvöld væru áf
að gengi eftir. Það hefði í för
landfræðilega stækkun. „
ljóst að í þeirri framtíðarmy
stjórnvöld eru að teikna upp
sveitarfélaga munu rafræ
skipti og gagnaflutningar
verulegu máli, ekki síst
byggðum sem fjærst eru þ
og stjórnsýslukjörnum
stækkuðu sveitarfélaga,“
Grétar.
Landsbyggðarsvæðin
ekki notið mikils skiln
Björn Ingimarsson, svei
á Þórshöfn, sagði byltingu h
ið á samskiptaumhverfi á
áratug, það sem þá var í fu
teldist ekki viðunandi nú. S
svæði sem ekki gæti boðið
góðan aðgang að bestu t
þessu sviði væri í raun út ú
inni. „Það verður því miður
ast, alveg eins og það er, a
byggðarsvæðin hafa til
tíma ekki notið mikils sk
hvorki af hálfu stjórnvalda
ans, hvað mikilvægi þessar
ustu varðar,“ sagði Björn og
Á ráðstefnu um grunnnetið var spurt u
Telur söluna vinna
gegn byggðaáætlun