Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðrik Guð-mundsson, fv. yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, fæddist á Syðra- Lóni á Langanesi 22. mars 1917. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 12. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Herborg Friðriks- dóttir, f. 19. apríl 1889, d. 28. júlí 1958, og Guðmund- ur Vilhjálmsson, bóndi á Syðra-Lóni og kaup- félagsstjóri Kaupfélags Langnes- inga, f. 29. mars 1884, d. 1. febr- úar 1956. Friðrik var fimmti í röð tólf systkina. Eftirlifandi systkini eru: Sigríður, Þorgeir og Herdís. Látin eru: Vilhjálmur, Anna, Jón Erlingur, Árni, Þur- íður, Stefanía, Baldur og Sig- tryggur. Friðrik kvæntist 29. mars 1956 Elínu Kristbergsdóttur fv. versl- unarmanni, f. 1. nóvember 1929. Hún er dóttir Kristbergs Dags- sonar múrarameistara, f. 13. júní fræðingur, f. 29. mars 1951. Kona hans er Þorgerður Erlends- dóttir dómstjóri, f. 16. nóvember 1954. Börn þeirra eru Erlendur Kári laganemi, f. 19. september 1982 og Friðrik Gunnar, f. 15. september 1989. Dóttir Kristjáns og Kristínar Magnúsdóttur lyfja- fræðings er Elín Ida flugfreyja, f. 2. júní 1976. Maður hennar er Auðun Ólafsson viðskiptafræð- ingur, f. 28. mars 1976. Dætur þeirra eru Kristín María, f. 6. nóvember 1998, og Bryndís Marta, f. 1. febrúar 2003. Friðrik gekk í Barnaskóla Þórshafnar. Hann lauk prófum frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1936, Samvinnuskólanum í Reykjavík 1938 og minna mót- orvélstjóraprófi í Vestmannaeyj- um 1941. Friðrik starfaði hjá Tollgæslunni allan sinn starfsfer- il, í Reykjavík 1938-1942, í Hafn- arfirði 1943-1946 og á Keflavík- urflugvelli 1947-1987. Hann gerði lengi út trillu frá Hafnarfirði. Friðrik sat í stjórn Stangveiði- félags Hafnarfjarðar og var kjör- inn heiðursfélagi þess 1993. Hann var í stjórn Bókasafns Hafnarfjarðar um skeið. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Hafn- arfirði. Friðrik verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1892, d. 10. nóvem- ber 1946, og konu hans, Kristjönu Sig- urrósar Jónsdóttur, f. 23. desember 1891, d. 3. desember 1951. El- ín og Friðrik bjuggu alla tíð á Sunnuvegi 9 í Hafnarfirði. Börn Friðriks og Elínar eru: 1) Friðrik arki- tekt, f. 21. desember 1956. Kona hans er Guðrún Helga Sig- urðardóttir blaða- maður, f. 16. septem- ber 1963. Börn þeirra eru Aldís Eva, f. 26. janúar 1990 og Dagur Páll, f. 6. desember 1991. 2) Herborg kennari, f. 23. febrúar 1960. Maður hennar er Guðjón Sigurðsson verslunar- maður, f. 12. febrúar 1959. Börn þeirra eru: a) Elín Gróa hjúkr- unarfræðinemi, f. 18. janúar 1979. Maður hennar er Ásgeir Guðnason læknir, f. 11. apríl 1973. Dóttir þeirra er Katrín, f. 10. október 2004. b) Sigurður, f. 21. janúar 1990. 3) Fóstursonur Friðriks og sonur Elínar er Kristján S. Sigurgeirsson lög- Pabbi minn, ég kveð þig að leið- arlokum og þakka þér allar góðu minningarnar sem þú gafst mér. Ég þakka þér allar sögurnar frá Syðra- Lóni, af prakkaraskap ykkur bræðr- anna. Takk fyrir stundirnar sem við áttum saman hvort sem það var þeg- ar ég var unglingur og þú fórst með mér í allar tískubúðirnar í Reykjavík til að kaupa jakka handa mér eða þær sem við áttum á Sólvangi eftir að þú veiktist. Ég mun sakna þín en veit að núna líður þér vel. Bræður þínir og systur hafa ábyggilega tekið vel á móti þér eins og þú hafðir svo oft talað um. Þín dóttir, Herborg. Mér er það minnisstætt þegar ég hitti Friðrik fyrst. Hann sagði ekki margt en ég skynjaði góðvild hans. Það tók mig tíma að kynnast honum en ég áttaði mig þó fljótlega á því að í honum hafði ég eignast hauk í horni. Með tímanum var eins og ein- hverskonar taug myndaðist á milli okkar og mér fannst við skilja hvort annað svo vel. Hann var einkar grandvar og vandaður maður. Ég hlakkaði alltaf til að hitta hann og spjalla við hann enda var hann fjöl- fróður og sagði skemmtilega frá. Friðrik stofnaði ekki fjölskyldu fyrr en hann var kominn undir fer- tugt og tilbúinn að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Stjúpsyni sínum gekk hann í föður stað og reyndist ávallt hinn besti faðir. Elín og börnin þrjú voru honum allt. Hann var heima- kær og heima á Sunnuveginum vildi hann helst njóta samvista við fjöl- skyldumeðlimi. Friðrik hafði átt gott líf og skilað farsælu ævistarfi þegar hann fór á eftirlaun. Hann hlakkaði til að geta stússað í verbúðinni og róið á trill- unni sinni. Hann naut þess um tíma eða þar til áfallið, sem tók frá hon- um heilsuna, reið yfir fyrir hartnær sextán árum. Vonin um að geta sinnt hugðarefnunum og notið lífs- ins varð að engu. En Friðrik stóð ekki einn þá frekar en áður. Elín hans tryggi og góði lífsförunautur vék varla frá honum og örugglega ekki síst vegna þess komst hann til nokkurrar heilsu. Friðrik átti þó ekki afturkvæmt heim og fluttist á Sólvang. Hann tók erfiðu hlutskipti sínu af æðruleysi enda ekki fyrir vol eða víl. Elín heimsótti hann flesta daga og stytti honum stundir. Börn- in heimsóttu hann einnig oft. Á há- tíðar- og tyllidögum kom hann í heimsókn heim á Sunnuveginn og stundum til barna sinna. Hann naut þessara heimsókna og þær voru öll- um mikils virði. Friðrik var stoltur af afkomendum sínum og honum var mjög umhugað um velferð þeirra allra. Allt fram undir það síð- asta fylgdist hann af áhuga með hverjum og einum.Hann fékk hægt andlát að kvöldi 12. mars sl. farinn að kröftum og þurfandi fyrir hvíld- ina. Hann naut allt til hins síðasta einstaklega alúðlegrar og nærgæt- innar umönnunar á Sólvangi. Fyrir hana ber að þakka því góða fólki sem þar starfar. Ég þakka Friðriki fyrir þá elsku sem hann sýndi mér og mínum alla tíð. Blessuð sé minn- ing hans. Þorgerður. Friðrik, tengdafaðir minn, var ekta Þingeyingur, glettinn og kraft- mikill framkvæmdamaður sem hik- aði ekki við að láta drauma sína og hugmyndir verða að veruleika. Hann var látlaus maður og lítið fyrir það að berast á, fámáll maður en hlýr og alltaf stutt í húmorinn. Hann var vinsæll, það fannst gjörla í stórfjölskyldunni þar sem hann lék við hvern sinn fingur meðan heilsan leyfði og á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi þar sem hann bjó við gott at- læti síðustu 15 árin. Fjölskyldan var Friðriki dýrmæt og hann spurði reglulega frétta af börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Hann var dug- legur við að heimsækja þau systkini sín sem bjuggu fyrir sunnan og þeg- ar sá siður var tekinn upp að halda þorrablót árlega hjá Syðra-Lóns- ættinni þá mætti Friðrik meðan hann gat. Friðrik upplifði samfélagsbreyt- ingu síðustu aldar út í ystu æsar því að hann fæddist í torfbæ og bjó þar með fjölskyldu sinni þangað til hann var orðinn sjö ára gamall. Þá flutt- ust þau yfir í nýbyggingu á Syðra- Lóni. Seinna rifjaði hann upp að það hefðu verið miklir ranghalar og draugalegt en hlýtt í gamla torfbæn- um. Og hann kunni bara ljómandi vel við sig þar. Hann bar sterkar til- finningar til heimaslóðanna á Langanesi, átti þaðan góðar minn- ingar og ræktaði sambandið vel. Friðrik var nokkuð á faraldsfæti á sínum yngri árum, bjó um tíma í Vestmannaeyjum og ferðaðist til út- landa með félögum sínum. Hann fór meðal annars til Marokkó sem var mjög óvenjulegt á þeim árum. Friðrik hafði ríka framkvæmda- og athafnaþörf og kom nálægt ýmsu. Hann byggði húsið Sunnuveg 9 í Hafnarfirði ásamt félaga sínum, Jóni Finnssyni hæstaréttarlög- manni, og bjuggu þau hjónin þar alla tíð. Hann var með í því að stofna naglaverksmiðju við Borgarnes á sjötta áratugnum og átti þátt í því að keypt var vél frá Austur-Evrópu og aðrar vélar hér innanlands. Sú verk- smiðja varð síðar Vírnet. Hann kom að útgerð fjögurra báta frá Keflavík með bræðrum sínum og mági og svo stóðu þau hjónin að verslunarrekstri um tíma. Friðrik átti fjölmörg áhugamál. Hann verkaði hákarl í samvinnu við ýmsa, spilaði og keppti í bridds og náði þar góðum árangri, stundaði stangveiði og skytterí, fór reglulega á gæs og átti veiðikofa í Þykkva- bænum. Sjórinn togaði í Friðrik og áratugum saman átti hann trillu, með einhverjum hléum þó. Friðrik hafði alla tíð áhuga á þjóð- málum og fylgdist vel með. Hann var framsóknarmaður mikill og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Hafnarfirði en faðir hans var einn af stofnendum Kaupfélags Norður-Þingeyinga og fyrsti kaup- félagsstjóri þess. Friðrik var vel lesinn, fróðleiksfús með afbrigðum og hafði mikið dálæti á Einari Ben og Halldóri Laxness. Íslendingasögurnar höfðuðu mikið til hans síðustu árin. Hann gat roms- að upp úr sér sérstökum tilvitnunum og kvæðum við öll tækifæri og fór gjarnan með þessa vísu úr Sósu- sálmi Þórbergs Þórðarsonar: Tak frá mér, guð, allt sósusull, seyddar steikur og þvílíkt drull. Gefðu mér á minn græna disk grautarsleikju og úldinn fisk. Friðrik var góður heim að sækja og hann tók einstaklega vel á móti sambýliskonunni sem einn góðan veðurdag birtist með syni hans frá Finnlandi. Ýmsar myndir koma upp í hugann; Hjálpsemin þegar unga stúlkan var í ókunnugu eldhúsinu að útbúa salat fyrir þrítugsafmæli son- arins, allar umræðurnar um þjóð- málin og Framsóknarflokkinn við borðstofuborðið á Sunnuvegi. Frið- rik sýndi alltaf áhuga á viðfangsefn- unum hverju sinni, innti frétta og vildi ræða málin. Það eru liðin tæp 20 ár frá fyrstu kynnum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og margar minningar koma upp í hugann. Það er margt hægt að segja um þennan heiðurs- mann en kjarninn er kannski þessi: Hann var höfðingi, hann Friðrik, góður maður að tengjast. Guðrún Helga Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við afa Friðrik. Eftir löng veikindi hefur hann nú loksins fengið hvíldina. Ég á margar góðar minningar sem tengjast ömmu og afa á Sunnu- vegi. Ég fékk oft að gista hjá þeim þegar ég var yngri og þá rak ég afa úr rúminu því ég vildi fá að sofa ein uppí hjá ömmu. Afi svaf þá á sóf- anum inní sjónvarpsherbergi og fannst það lítið mál því hann gerði allt fyrir litla sponsið sitt. Svo á morgnana fengum við okkur súr- mjólk með grasi og mysu sem afi hafði gert extra súra því mysan í búðinni var ekki nógu súr. Á góðum sumardögum var svo farið niður á höfn. Hápunkturinn var náttúrulega að fá að sigla um í höfninni á Jóni Erlingi. Þarna átti afi heima. Elsku afi, það var mér mikill heið- ur að fá að fylgja þér þessi síðustu spor þín. Ég á eftir að sakna þín mikið en gleðst líka í hjarta mínu því ég veit að núna ertu kominn á betri stað. Stað þar sem þú getur aftur farið út að hjóla og siglt út til veiða, stað þar sem þú hefur aftur fengið mátt í fæturna þína. Elsku afi, hvíl í Guðs friði. Elín Gróa. Friðrik Guðmundsson var fimmta barn tólf barna Guðmundar Vil- hjálmssonar og Herborgar Friðriks- dóttur á Syðra-Lóni við Þórshöfn. Guðmundur, faðir Friðriks, var for- ystumaður í sveitinni í áratugi og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Lang- nesinga á Þórshöfn 1911–1930. Börn þeirra Syðra-Lónshjóna voru mynd- arlegur hópur sem komst vel til manns. Að loknu námi við héraðs- skólann á Laugarvatni og Sam- vinnuskólann gerðist Friðrik starfs- maður hjá tollgæslunni ungur að árum og gegndi því starfi með sóma allt til starfsloka árið 1987. Sumarið 1951 réðst ég til starfa sem fulltrúi bæjarfógetans í Hafn- arfirði og sýslumannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu með aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Löggæsla og tollgæsla á flugvellinum heyrði þá undir sýslumanninn í Hafnarfirði. Fljótlega eftir komu mína þangað kynntist ég Friðriki sem hafði verið tollvörður á flugvellinum frá 1945 er Íslendingar tóku löggæslu á vellin- um í eigin hendur. Með okkur Frið- riki tókst strax góður kunningsskap- ur og síðar traust vinátta á þeim tveimur og hálfa ári sem ég var við störf á vellinum. Áður en Friðrik hóf störf á Keflavíkurflugvelli hafði hann gegnt tollgæslustörfum víða um land svo sem á Vestfjörðum, Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Friðrik var athafnasamur maður og átti jafnan trillu, sem hann hafði í Keflavík á þessum árum og fór ég nokkrar ferðir með honum að renna fyrir fisk í Garðsjó. Í lok janúar 1954 varð Keflavíkurflugvöllur sérstakt lögsagnarumdæmi og fluttist ég þá til Hafnarfjarðar. Friðrik leigði á þessum árum jafnan húsnæði í Hafnarfirði og átti því oft leið þang- að. Hér átti hann einnig nána vini svo sem Gunnlaug Guðmundsson tollvörð, Björn Sveinbjörnsson, síð- ar bæjarfógeta og hæstaréttardóm- ara, og Jón Guðmundsson yfirlög- regluþjón o.fl. en þeir voru allir mjög virkir í Bridgefélagi Hafnar- fjarðar, sem þá starfaði með miklum blóma, og mynduðu nánast ósigr- andi sveit. Einhverju sinni er Friðrik var í heimsókn hjá okkur hjónum barst það í tal hvort ekki væri ráð að reyna að verða sér úti um bygging- arlóð en þær lágu ekki á lausu á þessum árum. Friðrik hafði þá kynnt sér að til væri óbyggð lóð við Sunnuveg sem ekki hefði verið ráð- stafað. Ástæðan var sú að þetta var bara hraunhóll á milli tveggja húsa sem enginn hafði lagt í vegna kostn- aðar við að gera lóðina byggingar- hæfa. Okkur tókst að klófesta hólinn og hófumst síðan handa að rífa hann í sundur með járnkörlum og fleygum og aka burt grjótinu sem skipti ótal bílförmum. Þetta var mikið puð. Meðan á þessu stóð nutum við góðra nágranna sem hresstu upp á okkur með kaffi og kökum sem borið var fram á Máva postulínsstelli. Vinnu- tíminn var ómældur og notast við rafmagnsljós þegar birtu fór að bregða. Á byggingartímanum komst ég að raun um hversu útsjónarsam- ur og laginn Friðrik var við hvers konar verk enda nefndum við, sem með honum unnu, hann þjóðhaga í gamni og alvöru. Um síðir reis húsið og um mitt sumar 1956 var flutt inn. Friðrik og Elín á efri hæðina en við Kristbjörg á neðri hæðina. Einhvern tíma meðan á þessu byggingarstússi stóð bað kaffivin- kona okkar Friðrik að skreppa fyrir sig og taka upp nokkrar kartöflur sem hún átti einhvers staðar í gjótu eins og svo margir Hafnfirðingar á þeim tíma. Það var auðsótt mál. Með Friðriki sendi hún unga ljóshærða vinkonu sína frá Reykjavík sem var í heimsókn hjá henni. Þessi sendiferð eftir kartöflunum reyndist örlagarík og gæfuspor fyrir þau Friðrik og El- ínu sem gengu í hjónaband hinn 29. mars 1956. Við Friðrik höfðum báðir áhuga á veiði með stöng og vorum veiðifélag- ar í tæpa þrjá áratugi. Margs er að minnast frá þessum ferðum en eink- um eru minnisstæðar veiðiferðir í Haukadalsá og Hlíðarvatn sem Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar leigði um árabil því að í þeim ferðum voru báðar fjölskyldurnar með. Friðrik var prúðmenni í allri framgöngu en gat líka verið fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann þekkti starf sitt út í hörgul og hafði staðgóða þekkingu á erlendum tungumálum. Friðrik var maður bæði starfsamur og vel skipulagður. Fyrir starfslok sín 1987 festi hann kaup ásamt öðrum á verbúð í suður- höfninni í Hafnarfirði. Auk þess hafði hann keypt aftur gömlu trill- una sína, sem hann hafði látið frá sér. Var nú ekkert að vanbúnaði að hefja sjósókn eftir starfslok hjá hinu opinbera. En það átti ekki að verða. Friðrik fékk blóðtappa um haustið 1988 sem olli því að hann lamaðist svo mikið öðrum megin að ógerning- ur var að annast hann í heimahúsi. Þar með var þessi hrausti og góði drengur úr leik. Eftir þetta dvaldist Friðrik á Sólvangi þar sem hann naut góðrar umönnunar uns hann lést hinn 12. þessa mánaðar. Þrátt fyrir áfallið 1987 kveinkaði Friðrik sér ekki og ég hygg að fyrir starfs- fólkið á hjúkrunarheimilinu hafi ver- ið leitun á „betri sjúklingi, ef svo má að orði komast“. Það stytti honum stundir að hann var mikill lestrar- hestur og las mikið öll þau ár sem hann dvaldist á Sólvangi. Á hátíðis- og tyllidögum og merkisdögum í fjölskyldunni var hann ævinlega tek- inn heim af konu og börnum. Það voru honum miklar gleðistundir ekki síst að hitta ungviðið og fylgjast með þroska þess. Sextán ár eru langur tími af mannsævi. Öll þessi ár stóð Elín eins og klettur við hlið eigin- manns síns og veitti honum allan þann stuðning sem hún mátti. Að leiðarlokum þökkum við Frið- riki fyrir samfylgdina og órofa vin- áttu og sendum Elínu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Jón Finnsson. Lífið er fullt af minningum og þegar ævin er orðin löng þá eru FRIÐRIK GUÐMUNDSSON Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og sonar, HALLGRÍMS A. GUÐMUNDSSONAR kennara og húsasmíðameistara, Hraunbrún 16, Hafnarfirði. Erla Friðleifsdóttir, Friðleifur Hallgrímsson, Guðmundur Örvar Hallgrímsson, Sigríður Arnardóttir, Alma Hallgrímsdóttir, Hákon Orri Ásgeirsson, Urður Vala Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.