Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hansína Þor-kelsdóttir fædd- ist á Siglufirði hinn 22. apríl 1927. Hún lést á heimili sínu, Freyjugötu 39 í Reykjavík, hinn 9. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þorkels Kristins Sigurðsson- ar Svarfdal, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal (Eyj.) 8.4. 1881, d. 20.12. 1940, og Jóhönnu Guðríðar Kristjáns- dóttur, f. í Aðalvík (N-Ís.) 6.1. 1892, d. 11.12. 1986. Hansína var níunda í röð þrettán barna þeirra hjóna en hin eru: Eleonora, f. 5.4. 1911, d. 14.6. 1976, Sigurpáll, f. 27.2. 1914, d. 3.1. 1996, Kristján Jóhannes, f. 29.6. 1917, Margrét, f. 12.10. 1918, Axel Aðalsteinn, f. 25.11. 1920, d. 17.11. 1992, Albert Hólm, f. 29.8. 1922, Sigurður, f. 28.2. 1924, Júlíus, f. 1.7. 1925, Hilmar, f. 13.10. 1928, Sigríður Inga, f. 8.8. 1930, Elísabet, f. 21.7. 1932, d. 12.3. 2003 og Jóhanna Að- inn Ingi og Hansína. 4) Gerður, f. 26.4. 1952, gift Þorsteini Svein- björnssyni, börn þeirra eru Ingi- björg, gift Ólafi I. Kjartanssyni þau eiga tvær dætur, Sveinbjörn Gísli, Einar Hans, hann á eina dóttur, og Þóra. 5) Ólafur Hjalti, f. 8.7. 1955, í sambúð með Sól- veigu Victorsdóttur. Börn hans eru Unnur Helga, hún á þrjú börn, og Einar. 6) Sveinn Ingvar, í sambúð með Karin Margareta Johansson, þau eiga soninn Erik Sven og fyrir á Sveinn, Atla Má, Egil, Ólaf Snorra og Anitu Hrund. 7) Pálmi, f. 23.2. 1959, dætur hans eru Anna Rut og Alma Rún. 8) Jó- hanna, f. 20.11. 1960, gift Gísla Guðmundssyni, börn þeirra eru, Guðmundur Borgar, Ingvar og Signý. 9) Ari, f. 25.1. 1965, kvænt- ur Berglindi Jónsdóttur, börn þeirra eru, Ísar Kári, Ástrós Birta og Arnar Snær, fyrir á Ari dótt- urina Lenu Margréti. 10) Snorri Páll, f. 26.6. 1968, kvæntur Elínu Láru Jónsdóttur. Börn þeirra eru Telma Huld, Sigurpáll Viggó og Hólmfríður. Uppeldisdóttir Hans- ínu og Einars er Unnur Helga, barnabarn þeirra. Hansína og Einar bjuggu lengst af í Kópavogi, en síðustu 12 árin í Hafnarfirði. Útför Hansínu verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. albjörg, f. 11.11. 1933. Hinn 1. janúar 1949 giftist Hansína Einari Ólafssyni, f. á Eski- firði 11.5. 1925, d. 8.5. 2004. Foreldrar hans voru Ólafur Hjalti Sveinsson, frá Firði í Mjóafirði, f. 19.8. 1889, d. 18.11. 1963 og Guðrún Björg Ingvarsdóttir, frá Ekru í Norðfirði, f. 1.12. 1896, d. 3.12. 1967. Hansína og Ein- ar eignuðust tíu börn, þau eru: 1) Unnur, f. 20.10. 1947, gift Rafni Baldurs- syni, börn þeirra eru Baldur Orri, Ólafur Snorri, og Halldóra Björg, fyrir á Rafn dæturnar Margréti og Hrund. 2) Guðrún, f. 28.9. 1948, gift Hirti Páli Kristjánssyni, synir þeirra eru Kristján Rafn, kvæntur Jónu Ósk Lárusdóttur, þau eiga tvo syni, og Einar Þór, f. 21.2. 1977. 3) Þorkell, f. 16.3. 1951, kvæntur Rut Marsibil Héð- insdóttur, börn þeirra eru Einar Örn, kvæntur Þuríði Aðalsteins- dóttur, þau eiga eina dóttur, Héð- Hún var föðuramma mín en um leið var hún móðir mín. Þegar ég var á þriðja ári tók hún mig að sér. Á þessum tíma höfðu þau afi átt tíu börn og móðir hennar bjó einnig á heimili þeirra. Ég veit ekki hvar ég væri stödd í dag ef ég hefði ekki notið stuðnings ömmu í gegnum árin. Hún hefur alltaf verið kletturinn í lífi mínu. Fyrstu minningarnar mínar með ömmu eru þegar hún var að svæfa mig með því að klóra mér á bakinu og segja mér sögur af föður mínum þeg- ar hann var sjálfur barn. Það var aldrei auðvelt að koma mér niður svo hún sannfærði mig um það að ef ég væri búin að fara með faðirvorið þá mætti ég hvorki hreyfa mig né gefa frá mér nein hljóð því þá dvínuðu áhrif faðirvorsins. Þessu trúði ég lengi vel og var til friðs eftir að ég var búin að fara með faðirvorið. Það var alltaf mikið fjör á heim- ilinu, uppvaxin börn, barnabörn og fjarskyldari ættingjar sóttu mikið heim. Það var aldrei öruggt hve margir kæmu í mat en einhvern veg- inn tókst ömmu alltaf að vera með nóg handa öllum. Eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkj- unum var ég átján ára gömul og hafði þá lært að vera þakklát fyrir allt sem amma hafði verið mér. Unglingsárin mín höfðu verið okkur ömmu erfið og síðar þegar við rifjuðum það upp kannaðist hún ekki við neina erfið- leika. Hún sagðist hafa verið rétta manneskjan til þess að taka á hlut- unum því hún hefði staðið mér næst. Þetta lýsir ömmu vel, hún gerði alltaf gott úr þeim aðstæðum sem hún þurfti að vinna úr. Amma gegndi mjög stóru hlut- verki í lífi barna minna líka. Ég sótti mikið í að fara með börnin til þeirra afa. Fyrir nokkrum árum fórum við amma með þau í mánaðarferð til Danmerkur að heimsækja föður minn. Við amma höfum oft skemmt okkur við upprifjanir úr þeirri ferð. Þegar dóttir mín lýsti áhyggjum sín- um yfir því að amma Hansína væri svo veik var henni bent á að hugsa um góðu minningarnar sem hún átti með henni. Það fyrsta sem henni datt í hug var þegar hún var að taka rúll- urnar úr ömmu Hansínu fimm ára gömul í Danmerkurferðinni. Það eru margar yndislegar minningar sem við eigum úr þessari ferð og þegar ég sakna hennar leita ég mikið í þær. Amma fylgdist alltaf vel með og hafði ótrúlega yfirsýn yfir það sem gerðist í fjölskyldunni. Hún vissi til dæmis alltaf nákvæmlega hvað var að gerast í lífi barnanna minna. Við amma höfðum einhverja óskiljanlega tengingu. Hún skynjaði alltaf ef mér leið illa þó að ég reyndi að breiða yfir það. Þegar vel gekk var hún fyrst til þess að hvetja mig áfram, í erfiðleik- um stóð hún sem klettur við hlið mér. Amma gaf mér dýrmæta gjöf sem ég mun einbeita mér að því að hlúa vel að. Það er framtíð mín. Þegar ég heimsótti ömmu mjög veika á sjúkra- húsinu og kynnti mig fyrir starfsfólk- inu sem barnabarn hennar, leiðrétti mig og sagði að ég væri yngsta dóttir hennar. Seinna spurði hún mig hvers vegna ég kynnti mig alltaf sem barnabarn hennar. Ég hafði ekki hugsað út í þetta áður en komst að því að mér leið vel þegar amma leiðrétti mig, Í þessari sömu sjúkrahúsdvöl sagði amma mér að hún stefndi að því að lifa útskrift mína úr Háskólanum. Hún vissi hve mikið ég lagði á mig til að ná þessum áfanga. Ég veit að þeg- ar kemur að útskriftinni verður hún þar og samgleðst mér af öllu hjarta. Elsku amma, þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu og þó að þú hafir kvatt okkur verður þú alltaf með okk- ur. Ég veit þú heldur áfram að fylgj- ast með og jafnvel reynir að hafa áhrif þegar þú mögulega getur. Ég veit að afi hefur tekið á móti þér og nú líður ykkur betur. Ég mun alltaf halda minningunum um þig á lofti og börnin mín munu fá að njóta þeirra með mér. Unnur Helga. Tengdamóðir mín var einstök manneskja. Það verður mikil breyt- ing í stórfjölskyldunni nú þegar hún hefur kvatt, og Einar fyrir tæpu ári síðan. Hansína var kjölfestan og allt- af til staðar. Hún hafði alla þræði í hendi sér, miðlaði upplýsingum, hlustaði, huggaði og hjúkraði og gaf góð ráð. Á gleðistundum vildu allir hafa hana nærri. Mér er efst í huga virðing og þakk- læti fyrir að hafa átt samleið með Hansínu í hartnær 37 ár. Það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hún stýrði stóru heimilinu og öllum barnaskaranum á sinn rólega og yf- irvegaða hátt, en samt ákveðið, án þess þó að þurfa að hækka róminn. Heimilið stóð öllum opið, skyldum og óskyldum og fannst mér stundum nóg um áganginn. Hansína laðaði að sér fólk með glaðværð sinni og jafn- aðargeði. Ég heyrði hana aldrei hall- mæla nokkrum manni og blótsyrði voru ekki til í hennar orðaforða. Það voru mikil viðbrigði og lífsreynsla fyrir mig sem einbirni að koma inní þessa stóru fjölskyldu og byrja bú- skap á neðri hæðinni á Fífuhvamms- veginum. Ég veit ekki hvort ég hefði þraukað ef ég hefði ekki átt Hansínu að. Hún sýndi mér mikinn skilning og hlýju frá fyrstu tíð og var stöðugt að láta mig finna hvað ég væri velkom- inn. Fljótlega mynduðust náin tengsl á milli foreldra minna og Hansínu og Einars og bar aldrei skugga á vináttu þeirra. Síðustu 12 árin bjuggu þau í sama húsi, fyrst á Sólvangsvegi 1 í Hafnarfirði og síðar á Hraunvangi 1. Þegar heilsunni fór að hraka, var ná- lægðin þeim öllum ómetanleg. Þá kom í ljós styrkur Hansínu umfram aðra. Hún stóð uppúr sem klettur og gaf endalaust af sér, þó hún sjálf væri orðin fársjúk. Mér líður aldrei úr minni æðruleysi Hansínu við dánar- beð Einars sl. vor. Þessi yfirvegun og innri styrkur sem hún bjó yfir alla tíð var ólýsanlegur. Síðastliðið haust, þegar Hansína gat ekki lengur haldið heimili, flutti hún til okkar hjóna á Freyjugötuna. Þessi tími með henni verður fjölskyldu minni dýrmætur í minningunni. Henni fylgdi svo mikill friður og ró og oft sátum við með henni í kyrrðinni og rifjuðum upp liðnar stundir. Hún hafði svo nota- lega nærveru að stundum sat maður og bara þagði á meðan hún lyngdi aft- ur augunum. Þó hún væri orðin mikið veik, varð henni að ósk sinni að eiga góða daga um jólin og geta hitt allan mannskapinn. Allt fram á síðustu stundu var hún að fylgjast með og gefa af sér. Ég vona að hún hafi á síð- ustu mánuðum uppskorið eitthvað af öllu því sem hún sáði. Það eiga margir um sárt að binda núna. Ég votta öllum aðstandendum og vinum dýpstu samúð. Minningin um yndislega manneskju mun lifa með okkur öllum. Hjörtur Páll Kristjánsson. Elsku Hansína. Það var mikið lán fyrir okkur fjöl- skylduna að fá að hafa þig hjá okkur í nær tvö ár þegar við bjuggum í Hol- landi. Krökkunum fannst gaman að segja frá því að amma væri „au-pair“ hjá þeim. Þessi tími okkar saman er ómetanlegur og fékk ég þarna tæki- færi til að kynnast þér betur. Þú varst alltaf til staðar fyrir börnin, tókst á móti þeim úr skóla, sást um þau, vafðir litlu börnin inn í fallegu ullarteppin sem þú prjónaðir og raul- aðir fyrir þau. Við áttum saman skemmtilegar stundir. Hlógum sam- an þegar þú t.d. æddir um húsið með ryksuguna og komst aukatækjunum sem henni fylgir fyrir í belti um mitt- ið, rétt eins og smiðurinn með verk- færabeltið sitt. Við hlógum á kvöldin þegar þú kenndir mér að þekkja boð- unga frá bökum. Við hlógum þegar Einar stökk upp á hjólið okkar og þú hljópst á eftir honum, dauðhrædd um að hann færi sér að voða. Við áttum líka saman alvarlegri stundir, þar sem við ræddum heimsins menn og málefni. Þú gafst okkur innsýn í þína merkilegu ævi sem einkenndist af umhyggju í garð annarra. Þú kenndir mér svo margt, elsku Hansína, og stendur þar upp úr umburðarlyndi. Þú kenndir mér að bera virðingu fyr- ir þeim sem minna mega sín, þú kenndir mér hvað umhyggja fyrir öðrum er dýrmæt gjöf, þú kenndir mér svo margt um mannlega gæsku. Nú þegar krókusarnir eru að vakna eftir vetrardvala verður mér hugsað til krókusanna og túlípananna sem þú gróðursettir um allan garðinn okkar í Hollandi, í hundraða tali í öllum regn- bogans litum. Fræ þín liggja ekki bara hér á landi heldur hefur þú sáð þeim um allan heim, enda varst þú flökkukona í eðli þínu og gafst svo miklu meira en þú þáðir. Elsku Hans- ína, þú hefur lífgað við mörg fræ í mínum jarðvegi og nú er það mitt að sá; halda heiðri þínum á lofti, kenna mínum börnum það sem þú hefur kennt mér, svo fræin fái að dafna og verða að krókusum og túlípönum í hundraða tali í öllum litum í hjörtum okkar. Ég enda þetta á orðum Sigurpáls míns, ömmustráksins þíns sem þú gafst svo mikið: „Hún amma er svo góð að hún er eiginlega Guð!“ Elsku Hansína. Við búum svo vel að hafa átt þig. Takk fyrir okkur og hvíl í friði. Lára. Fyrir hönd móður minnar Mar- grétar Hansen, bróður míns Paul Erik og fjölskyldu okkar hér í Dan- mörku, langar mig að minnast móð- ursystur minnar, Hansínu Þor- kelsdóttur. Hansína var sérstök kona, gest- risni og umhyggja hennar einstök. Þrátt fyrir stóra fjölskyldu og mann- margt heimili stóðu dyr hennar opn- ar öllum fjölskyldumeðlimum, líka opnar þeim sem langt komu að og dvöldu vikum saman. Við nutum þess að koma til Íslands og dvelja hjá þeim Einari og Hansínu, þar sem maður fann sig velkominn. Þar var alltaf rými og hjartahlýja. Amma mín bjó hjá þeim í mörg ár. Þau tóku hana að sér þegar heilsu fór að hraka og fyrir það erum við æv- inlega þakklát. Hansína hafði alltaf tíma fyrir aðra og talaði aldrei illa um fólk. Hún hafði sérstakan hæfileika til að setja sig í spor annarra og skilja þá. Hún átti auðvelt með að gleðjast með öðrum og ekkert var of smátt til að taka þátt í. Bak við rólegt og yfirvegað fas hennar bjó stór og sterkur persónu- leiki. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum – það komu líka erfiðir tímar, en jákvæðni hennar og lífssýn fleytti henni í gegnum öll boðaföll. Hansína naut þess að heimsækja Danmörku og ríkti alltaf mikil eftir- vænting og gleði þegar von var á henni. Hansína var á margan hátt haldreipi mitt og segull til Íslands, landsins sem ég er hluti af og þykir svo vænt um. Ég er mjög þakklát fyr- ir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Guð geymi minningu Hansínu. Hanna Hansen, Holbæk, Danmörku. Merk og væn kona er fallin frá. Ég og systir mín kynntumst Hansínu fyrir 27 árum þegar pabbi varð ást- fanginn af Unni, elstu dóttur Hans- ínu og Einars. Hún tók okkur opnum örmum og við fundum þá, að hefðum við ekki átt fyrir fullt par af ömmum og öfum, hefðu hún og Einar gengið inn í þau hlutverk. Hansína var þannig kona sem virt- ist ekki eldast og bjó yfir endalausri uppsprettu ástúðar. Hún og Einar áttu miklu barnaláni að fagna og það sem okkur hefur þótt einkenna fjöl- skyldu þeirra er kærleikur, vinátta og samheldni á milli þeirra allra. Hún skilur eftir sig fjölda afkomenda og þar á meðal eru ung barnabörn og barnabarnabörn, sem fá ekki að alast upp við ástúð hennar og nærveru en munu fá að ylja sér við minningu hennar. Við vottum Unni og systkinum hennar, mökum þeirra, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Hans- ínu. Margrét Rafnsdóttir. Það var ekki langt á milli þeirra Hansínu og Einars, minna en ár. Það var í takt við annað hjá þessum glæsi- legu hjónum. Það var aldrei langt á milli þeirra. Við Hansína kynntumst þegar við unnum báðar í Siglufjarðarprent- smiðju hjá Sigurjóni Sæmundssyni. Við höfðum að vísu verið saman í skóla áður, en urðum ekki vinkonur fyrr en við hófum að vinna saman hjá Sigurjóni. Það var gott að vinna hjá honum og hann átti það til að taka aríur þar sem hann stóð við prentvél- ina. Hann var okkar Gigli. Það var oft pískrað og flissað og við Hansína vor- um óaðskiljanlegar. Í hádeginu geng- um við oft niður í búðirnar við Aðal- götuna og ef einhverra hluta vegna önnur okkar var ekki með, þá var spurt hvort hin væri lasin. Svo sam- rýmdar vorum við. Við vorum nánar vinkonur allar götur síðan. Það var oft fjör á síldarárunum á Siglufirði. Eins og gengur og gerist litum við á síldarplönin og böllin á Nesinu. Þarna var oft troðið af fólki, ekki síst í landlegum. Hansína var ákaflega lagleg stúlka og piltarnir litu hana hýru auga. Pabbi minn kall- aði hana stundum Sjensínu, til að stríða henni á strákunum. Það mátti ekki af henni líta, því þegar ég fór að Kirkjubæjarklaustri um sumar kom Einar Ólafsson norður og notaði tækifærið en hann átti eftir að verða lífsförunautur Hansínu. Ekki svo að skilja að það skyggði á vinskap okkar Hansínu því við hjónin og Hansína og Einar áttum saman margar góðar stundir allt fram á síðustu ár. Það var vel við hæfi að glæsimenn- ið Einar Ólafsson næði í hana Hans- HANSÍNA ÞORKELSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, HJALTI ÞÓRÐARSON frá Reykjum á Skeiðum, Engjavegi 43, Selfossi, sem andaðist laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. mars kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Vinafélag hjúkrunarheimilisins Ljósheima. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Jónsdóttir. Okkar elskulegi bróðir, mágur og frændi, ARI MAGNÚSSON frá Miðhúsum, Strandgötu 32, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 16. mars. Útför verður gerð frá Norðfjarðarkirkju mið- vikudaginn 23. mars kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Guðjónsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.