Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 43 MINNINGAR okkur. Nú ómar geisladiskurinn hennar og við syngjum með. En nú er hún fallin frá, einstök manneskja og hjartahlý, sem hafði svo mikið að gefa. Hún ávann sér traust og vináttu allra sem hún kynntist. Hennar verður sárt saknað hér í Austurborg, en sárastur er söknuður eiginmanns, barna og fjöl- skyldu. Við biðjum algóðan guð um að vernda Árna, Heiðar Má og Unu Svövu og alla fjölskylduna, og gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Minn- ing Helgu Bjargar mun lifa. Fyrir hönd starfsfólks Austur- borgar Guðrún Gunnarsdóttir. Í dag kveðjum við Helgu Björg Svansdóttur sem lést sunnudaginn 13. mars eftir skamma baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Það getur stundum verið erfitt að skilja almættið, eink- um á stundum sem þessari þegar ung kona, eiginkona og móðir er kvödd langt fyrir aldur fram. Það er sárara en orð fá lýst. Við reynum að skilja, en skiljum ekki. Fyrir um aldarfjórðungi kynnt- umst við þessari yndislegu konu sem þá var auðvitað aðeins barn. Rán móðir hennar var þá dagmóðir og hafði meðal annars dóttur okkar í sinni umsjá. Það fór hins vegar ekki fram hjá okkur hvað aðrir fjölskyldu- meðlimir tóku mikinn þátt í þessum störfum. Ekki síst Helga með sinni ótrúlegu þolinmæði – alltaf með bros á vör. Þannig var Helga. Hún lagði jafnan gott til málanna. Það rifjast upp fyrir okkur allar þær ánægju- stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina: brúðkaupið, fæðing barnanna, heimsókn í sumarbústað foreldra hennar í Skorradal, laufa- brauðsgerðin, jólatónleikarnir, og svo mætti lengi telja. Alltaf voru Helga, Addi og börnin miðpunktur- inn. Við munum geyma í hugum okk- ar mynd af þér, fallega brosinu þínu og hjartahlýjuna. Okkur þykir óend- anlega sárt að þurfa að kveðja þig, kæra vinkona og við hæfi að gera það með orðum Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar: Undir dumbrauðum kvöldhimni drúpir eitt blóm með daggir á hálfvöxnum fræjum. Og senn kemur nóttin á héluðum skóm og hjúpar það svalköldum blæjum. Kæru vinir: Addi, Heiðar, Una, Rán, Svanur og Harpa. Guð gefi ykk- ur öllum styrk til að takast á við sorg- ina. Minninguna um Helgu eigum við í hjörtum okkar, hvert og eitt. Guð geymi þig, elsku Helga. Vilborg, Reynir og Sigrún Inga. Það var reiðarslag að frétta síðasta sunnudag að Helga Björg væri fallin frá. Stórt skarð er höggvið í Álaborg- arhópinn. Helga, þessi lífsglaða kona, átti stóran þátt í að skapa þær góðu stundir og minningar sem við eigum frá námsárum okkar í Álaborg. Eftir standa minningar um hressa og kraftmikla konu sem hafði góða nærveru. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessari stórkostlegu konu. Elsku Addi, Heiðar Már og Una Svava, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð. Nú er gott að eiga sterka og góða fjölskyldu, megi guð vera með ykkur, foreldrum, systkin- um og öðrum aðstandendum. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Lilja, Júlíana, Helga Bryndís, Gurrý, Arndís og fjölskyldur. Elsku Helga. Okkur langar að minnast þín, kæra vinkona. Við kynntumst fyrst þegar við unnum á leikskólanum Nóaborg fyrir rúmum áratug. Við náðum vel saman og ákváðum að stofna föndurklúbb. Við höfum átt margar góðar stundir saman. Öll ógleymanlegu föndur- kvöldin okkar þar sem við sátum langt fram á kvöld, föndruðum, spjölluðum og hlógum mikið. Ein- hvern veginn lék allt í höndunum á þér. Þú varst alltaf svo dugleg og kraftmikil. Engin okkar leikur það eftir að föndra og elda samtímis. Í okkar huga varst þú einstök manneskja, lífsglöð og hlý. Barátta þín við erfiðan sjúkdóm lýsir þér kannski best. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur. Elsku Helga, við söknum þín svo sárt. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Minningin um yndislega vin- konu mun ylja okkur í framtíðinni. Elsku Addi, Heiðar og Una, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þínar vinkonur, Ásta, Kristín (Kiddý), Ragnheiður og Ragnhildur. Er Helga Björg komin? Já hún er komin, hún situr hér og spilar. Hljómaði svo fallega í Tónstofunni haustið 2003 þegar Helga Björg tók syngjandi á móti nemendum sínum. Við hittumst fyrst fyrir tuttugu ár- um síðan þegar hún með glaðlega brosið sitt og fallegu brúnu augun bar út Morgunblaðið til mín á Soga- veginn. Þá var ég að læra músíkþer- apíu og hún örugglega farin að velta fyrir sér hvert námsleiðin lægi. Ekki vissum við þá að tuttugu árum síðar yrðum við vinnufélagar og vinkonur. Haustið 2003 réði hún sig sem tón- listarkennara og músíkþerapista að Tónstofunni. Fallega brosið, dillandi hláturinn og umhyggjusemin laðaði strax að sér nemendurna sem ávallt komu fagnandi og kvöddu hana með bros á vör. Það var ekki bara nem- endunum sem leið vel í návist hennar heldur einnig mér, svo yfirveguð og traustvekjandi var hún. Og kvíðinn sem fylgdi því að efla starfsemi Tón- stofunnar með nýjum kennara hvarf eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu vikunni. Mér fannst eins og nú gæti ég örugg dregið mig í hlé og að Helga Björg tæki við barninu mínu og fylgdi því áfram. Í betri höndum gæti Tónstofan ekki verið. Í lok skólaársins sátum við í sólinni og ræddum um framtíðina. Draumar okkar voru sameiginlegir og tilhlökk- un vísaði veginn. En vegurinn varð ekki greiður. Í júlí tók baráttan við krabbameinið við. Sterk og æðrulaus glímdi hún við meinið og lét sig dreyma. Í desember kom hún fárveik á jólatónleikana. Einn nemenda hennar breiddi út faðminn, hljóp til hennar og sagði: Þú lifir aftur, Helga … Elsku Helga Björg, þú yndislega mannvera, núna ertu farin í annan heim og syngur og leikur með öðrum sálum. Þakka þér fyrir þessa dýr- mætu kennslustund. Kæri Árni, Heiðar Már, Una Svava og fjölskyld- an öll, ég bið þess að almættið styrki ykkur og varðveiti. Valgerður Jónsdóttir. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Jákvæðni, kraftur, dillandi hlátur og lífsgleði. Þessi orð lýsa best minn- ingum okkar skólasystra Helgu úr Kvennó. Við kveðjum hana með sár- um söknuði. Fjölskyldu og ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Berglind, Guðmunda, Guðrún Helga, Guðrún Ingibjörg, Hanna, Helga Arnfríður, Jóhanna, Sigurbjörg, Stefanía og Úlla. Elsku Helga mín. Núna finnst mér lífið vera lyga- saga. Slæm martröð sem ég á eftir að vakna upp af. Það var svo ótrúlega gott að eiga þig að vini. Maður kynn- ist fáum eins og þér á lífsleiðinni og ég var heppin að fá að þekkja þig. Þú varst best. Ég á alltaf eftir að sakna þín. Í mínum huga ertu sólblóm og haustlitir. Þannig ætla ég að minnast þín. Við ætluðum að prjóna og sauma saman á elliheimilinu. Það verður ekki. Kannski annars staðar. Von- andi. Við Doddi og stelpurnar finnum til með öllum þeim sem sakna þín. Guð geymi þig Helga mín. Þín vinkona Kristín (Kiddý). Öll orð falla máttvana um sjálf sig í dag. Óraunveruleikinn er allsráðandi í sólskini þessa marsmánaðar þegar fátækleg minningarorð eru skrifuð. Helga var miklum kvenkostum búin, ákveðin og dugleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Falleg og góð manneskja, hæfileikarík á mörgum sviðum og mikil félagsvera, enda var hún vinamörg. Þegar krabbameinið greindist síð- astliðið sumar kom ekki neitt annað til greina hjá henni en að vinna sigur á því. Hún var nýbúin að ljúka meistara- gráðu í músíkþerapíu, námsstrit að baki, og lífið blasti við ásamt ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Helga var þannig gerð að baráttuhugur hennar, trú og létt lunderni gerðu það að verkum að við trúðum því öll að sigur myndi vinnast. Við vorum systkinadætur, þær elstu af barnabörnum ömmu og afa. Hún var mikilvægur hluti æsku okkar og þá mynduðust sterk hjarta- tengsl. Minningarnar eru ótalmargar um hana og hafa nú öðlast aukið dýr- mæti. Við erum þakklátar fyrir að hafa þekkt hana og átt smá hlutdeild í henni. Nú er hún komin í faðm Guðs og allra afanna og ammanna. Við kveðj- um elsku Helgu með söknuði, en hjörtu okkar eru með þeim sem allt hafa misst. Elsku Addi, Heiðar Már, Una Svava, Svanur, Rán, Harpa Rut, Óli og amma. Við samhryggjumst ykkur innilega. Megi góður Guð vera ykkur náðugur og veita ykkur huggun í sorginni. Margrét og Hrund. Mig langar að minnast vinkonu minnar og kollega Helgu Bjargar Svansdóttur með nokkrum orðum. Ég kynntist Helgu Björgu úti í Ála- borg fyrir 7 árum er við námum báð- ar músíkþerapíu við Álaborgarhá- skóla. Helga Björg var á undan mér í náminu og var það mikill stuðningur fyrir mig að hafa hana sem félaga og fyrirmynd. Hún var óspar á hvatn- ingu og aðstoð og fyrir það er ég henni ákaflega þakklát. Helga var mjög músíkölsk, góð söngkona og einstaklega hlý og notaleg mann- eskja. Hún var mikill húmoristi og skemmtilegur félagi. Hún hafði ein- staklega góða nærveru og það var alltaf notalegt að vera með henni og gaman að hitta hana. Það er mikill missir af þessari góðu manneskju. Helga Björg var fær músíkþerapisti og vann bæði með börnum og öldr- uðum. Hún sérhæfði sig í meðferð aldr- aðra og vann meðal annars á Land- spítalanum þar sem hún fram- kvæmdi rannsóknir á þessu sviði. Helga var bæði klár og metnaðar- gjörn og við ræddum oft drauma og áætlanir um framtíð okkar saman í faginu. Það er ljóst að höggvið er stórt skarð í raðir okkar músík- þerapista og að hennar verður sárt saknað. Það fór ekkert á milli mála þegar rætt var við Helgu hvað hún var í góðu hjónabandi og var stolt og ánægð með fallegu og góðu börnin sín. Hugurinn dvelur hjá þeim sem hún skilur eftir. Ég vil votta fjöl- skyldu hennar, Árna, Heiðari og Unu, alla mína samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Minning um góða konu lifir áfram. Perla. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og hluttekningu vegna fráfalls ÁRNA VILHJÁLMSSONAR, Urðarteigi 5, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað. Guðrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Anna Jóna Briem, Kristín Árnadóttir, Gerður Bjarnadóttir og fjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. Sendum innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HERSTEINS PÁLSSONAR fv. ritstjóra, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Margrét Ásgeirsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Páll Hersteinsson, Ástríður Pálsdóttir, Anna Margrét Kornelíusdóttir, Sigmundur Kornelíusson, Hersteinn Pálsson, Páll Ragnar Pálsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS BRYNJÓLFSSONAR vélstjóra, Þverbrekku 4, Kópavogi. Sigurdís Þóra, Guðrún Þórarna, Eva og Ásta Þórarinsdætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDA JÓHANNSDÓTTIR, Hlíf 2, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 19. mars. Athöfnin hefst kl. 11.00 Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, vinsam- lega láti Sjúkrahúsið á Ísafirði njóta þess. Fjölskylda hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkur, tengdaföður og afa, KJARTANS HENRY FINNBOGASONAR frá Látrum í Aðalvík, fyrrv. lögregluvarðstjóra, Vesturgötu 15a, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Gauja Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Kjartansson, Sigríður K. Oddsdóttir, Finnbogi Kjartansson, Þuríður Hallgrímsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Bjarni Jóhannes Guðmundsson, Ingvi Jón Kjartansson, Erna Ólafsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Jónína Guðjónsdóttir, Viktor B. Kjartansson, Ása Hrund Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.