Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 31 MENNING ?TRÚARLEGUR kveðskapur Hall- gríms rímar vel við páskahátíðina og einnig er væntanlegt þriðja bind- ið í ritröð Árnastofnunar um verk Hallgríms Péturssonar,? segir Jó- hanna Bergmann, sérfræðingur við Þjóðmenningarhúsið, en Hallgrímur Pétursson er Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu og verður opnuð sýning um skáldskap hans og ævi í dag. ?Á sýningunni fæst innsýn í verk Hallgríms og útgáfur á þeim og þann innblástur sem þau veita öðr- um listamönnum, ekki síst í nútím- anum. Drepið er á æviatriði Hall- gríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Ævi Hallgríms var um margt óvenjuleg og vörðuð örlagaríkum atburðum og kynnum. Hann fylgdi ekki forskrift 17. aldar um hefð- bundinn menntaveg og gott embætti þrátt fyrir að hafa átt þess kost. Þvert á móti lætur Hallgrímur stjórnast af eigin hvötum, hleypir heimdraganum og fer utan ungur maður og kvænist loks ástinni sinni, henni Guðríði Símonardóttur, konu sem kynnst hafði ánauðug framandi menningu í Alsír,? segir Jóhanna Bergmann. Við opnun sýningarinnar flytur Margrét Eggertsdóttir, fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar, ávarp um Hallgrím Pétursson og Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja Passíusálma í útsetningu Smára Ólasonar tónlistarfræðings. Allir eru velkomnir að vera við opn- un sýningarinnar. Skáld mánaðarins er samvinnu- verkefni Þjóðmenningarhússins, Stofnunar Árna Magnússonar, sem setur sýninguna upp í bókasal, Landsbókasafns ? Háskólabókasafns sem lánar bækur og handrit, Stofn- unar Gunnars Gunnarssonar, sem setur upp sýningu og efnir til við- burða að Skriðuklaustri, og Skóla- vefjarins ehf. sem opnar vefgátt um skáldið á slóðinni www.skolavef- ur.is. ?Sérfræðingar Árnastofnunar vinna nú að mjög ítarlegri og fræði- legri ritröð um öll verk Hallgríms Péturssonar sem í munu vera átta bindi en nú þegar eru komin út tvö bindi. Þriðja bindið er væntanlegt um þessar mundir,? segir Jóhanna. Við opnunina verður eiginhand- arrit Hallgríms af Passíusálmunum til sýnis en af öryggisástæðum verð- ur það síðan fjarlægt og eftirgerð höfð á sýningunni. ?Þá verður líka sýnd eftirgerð eina málverksins sem til er af Hall- grími og varðveitt er á Þjóðminja- safninu. Þá verða til sýnis fjölmörg handrit og útgáfur af verkum Hall- gríms sem eru orðnar mjög margar og fjölbreyttar. Þá verða sýndir geisladiskar með tónlist sem samin hefur verið við skáldskap hans og hægt að hlusta á tónlistina og svo er vefgátt Skólavefjarins aðgengileg á sýningunni þar sem alls kyns upplýs- ingar um skáldið er að finna. Einnig verður sýnd frumgerð listaverks eftir Barböru Árnason en hún myndskreytti eina hátíð- arútgáfu af Passíusálmunum og höggmynd Páls Guðmundssonar í Húsafelli en hann hjó Hallgrím í stein. Af öðru sem nefna má af sýn- ingunni er legsteinn sem Hallgrímur gerði eftir Steinunni dóttur sína og var týndur í tvær aldir en fannst aft- ur 1964 í Hvalsnesi. Hann tók dauða hennar mjög sárt og það er vitað að skáldskapur hans breyttist eftir þetta og varð trúarlegri en fram að því,? segir Jóhanna Bergmann. Sýningin stendur til 31. maí nk. og verður efnt til ýmissa viðburða í tengslum við hana. Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga vikunnar frá kl. 11 til 17. Skáldskapur Hall- gríms Péturssonar Morgunblaðið/Þorkell Margrét Eggertsdóttir og Philiph Ruughton með höggmynd Páls Guð- mundssonar frá Húsafelli af Hallgrími Péturssyni. Gerðarsafn lánaði verkið. Bókmenntir | Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu ÞEIR sem ekki héldu vatni yfir sýningu Ólafs Elíassonar, ?Frost Activity?, sem var í A-sal Hafn- arhússins í fyrra, ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með sýn- ingu Brynhildar Þorgeirsdóttur, Myndheimur, í sama sal. Virkar hún sem andhverfa sýningar Ólafs. Í stað þess að hækka salinn með speglum dregur Brynhildur hann saman með svörtu taui og gríðarlegum steypuklumpum sem hún raðar utan um súlur í salnum. Í stað léttleika ?Frost activity? er rýmið því þungt og myrkt og gest- ir verða þátttakendur í framandi hugarheimi en ekki sjónarspili eins og því sem Ólafur skapaði. Hugarheimur, eða réttar sagt myndheimur Brynhildar Þorgeirs- dóttur, er á margan hátt súr- realískur. Einhver afmynduð furðukvikindi sem búa djúpt í sjávarbotni eða í dimmum helli á annarri plánetu. Sum þeirra sýn- ast slepjuleg skriðdýr sem gætu stokkið á mann og sogað úr manni allt blóð eða merg eða kannski verpt inn í mann eggjum. Það er jafnframt eitthvað við þessi fall- ísku form í bland við opin belglaga form með rauðlituðu gleri innan- borðs sem er furðulega kynferð- islegt, líkt og þegar Alien og Predator stönsuðu og störðu hvor á annan í miðju einvígi í nýlegri samnefndri kvikmynd. En andlits- Framandlegur myndheimur MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur ? Hafnarhúsið Opið alla daga frá 10?17. Sýningu lýkur 24. apríl. Brynhildur Þorgeirsdóttir Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Ómar Myndheimur Brynhildar Þorgeirsdóttur í porti Hafnarhússins. fall þess fyrrnefnda er nefnilega fallískt og andliti þess síðarnefnda svipar til ... Brynhildur hefur löngum sagst vera bara gamaldags styttugerð- arkona og kvað svo einmitt síðast í viðtali við Gylfa Gíslason í sjón- varpinu fyrir skömmu. Ég verð nú að játa að mér hefur oft þótt Brynhildur vera skemmtilega á mörkum listmunagerðar og skúlptúrs. Hér er þó mikið meira en bara styttugerð í gangi. Nær Brynhildur að skapa furðulegum einstaklingum sínum sannfærandi heimili með dúndrandi rýmisinn- setningu. Það léttir svo all- verulega yfir þeim hluta sýning- arinnar sem er í porti Hafnar- hússins þar sem rýmið er opið og landslag, þ.e. náttúruöflin, jörð, eldur og vatn, spila mikilvæga rullu. Það breytir því þó ekki að fyrirmyndirnar sýnist áfram sótt- ar til framandlegs heims. Er með- vitund og þekking listakonunnar á samspili ólíks efnis í háum klassa og formfræðin annarleg en skemmtileg og höfðar til lík- amlegra kennda og ímyndunarafls langtum fremur en rökhugsunar. Minnir listakonan rækilega á sig með þessari sýningu og að hún sé svo sannarlega í framlínu mynd- höggvara á Íslandi. Metnaðurinn til fyrirmyndar og ekki hægt að segja annað en að listakonan hafi gengið alla leið með myndheim sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.