Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 51 DAGBÓK ... meira fyrir áskrifendur Tveir fyrir einn Framan á Morgunblaðinu í dag er miði með tilboði til áskrifenda um tvo miða á verði eins á sýninguna The Return of Houdini í Borgarleikhúsinu. Framvísa þarf miðanum í miðasölu Borgarleikhússins. Vegna takmarkaðs sætaframboðs gildir að fyrstir koma fyrstir fá. Tilboðið gildir á sýningar laugardaginn 26. mars klukkan 15.00 og 20.00. fyrir áskrifendur Bragi Árnason prófessor í efnafræði varðsjötugur hinn 10. mars sl. og lætur núaf störfum fyrir aldurs sakir. Af því til-efni stendur efnafræðiskor raunvís- indadeildar fyrir kveðjufyrirlestri Braga í hátíð- arsal Háskóla Íslands kl. 15 í dag. Fyrirlestur Braga verður á almennum nótum og eru allir vel- komnir. Þó getur ekki talist ólíklegt að Bragi snerti á sínu uppáhaldsumræðuefni, vetnisvæð- ingu Íslands, en hann hefur lengi verið ötull tals- maður vetnisvæðingar og hafa rannsóknir hans á vetni og framleiðslu þess vakið mikla athygli. „Með minnkandi olíuframleiðslu í heiminum mun mikilvægi endurnýjanlegra orkulinda fara vaxandi. Orkulinda eins og lífmassa, vatnsorku, vindorku, ölduorku, sjávarfallaorku, jarðhita, orku í geislun sólar og sólarorku sem varðveitt er í höfunum sem varmi. Þá eru vistfræðilegar ástæður, eins og nauðsyn þess að draga úr út- streymi gróðurhúsalofttegunda og annarra meng- andi efna eins og brennisteinstvíoxíðs og köfn- unarefnisoxíða, líklegar til að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegra orkulinda,“ segir Bragi og bætir við að vetni sé hagkvæmasta leiðin til að færa orkuna frá framleiðslustað til nýtingarstað- ar. „Vetni er einfaldasta eldsneytið sem framleiða má, úr vatni með rafgreiningu. Það er algjörlega hreint og umhverfisvænt. Þegar því er brennt myndast einungis vatn, sama magn og fór í að framleiða vetnið. Mikilvægt er þó einnig að þegar vetni er brennt í efnarafölum er nýtni eldsneytis- ins tvisvar til þrisvar sinnum betri en þegar elds- neyti er brennt í hefðbundnum brunahreyflum. Þegar eldsneyti er brennt í brunahreyflum er efnaorkunni breytt í varma með lágri nýtni. Fræðilega getur hún varla orðið meiri en 40%, en í venjulegum bensínvélum er hún um 20%. Í efnarafölum er efnaorku eldsneytisins hins vegar breytt í raforku með hárri nýtni, sem fræðilega gæti orðið allt að 100%, en í frumgerðum núver- andi vetnisbýla er hún um 50–60%.“ Hvað græða Íslendingar á vetnisvæðingu? „Í fyrsta lagi myndi það gera okkur óháð utan- aðkomandi orku, þ.e.a.s. við yrðum ekki lengur háð kaupum á olíu frá öðrum löndum. Uppbygg- ing framleiðslu- og dreifikerfis fyrir vetni yrði því tiltölulega einföld og ódýr miðað við það sem yrði hjá stórþjóðum. Þá höfum við gnægð af raforku til að framleiða vetnið. Hér á landi er búið að virkja um 8 TWst á ári og ef innlend orka ætti að koma í stað alls innflutts eldsneytis þyrfti að virkja til viðbótar 5 TWst á ári. Þá hefðu Íslendingar virkj- að um 26% af áætlaðri virkjanlegri raforku.“ Vísindi | Bragi Árnason flytur kveðjufyrirlestur í hátíðarsal Háskólans Íslendingar óháðir erlendri orku  Bragi Árnason er fæddur í Reykjavík árið 1935. Hann nam efna- fræði við Tækniháskól- ann í München árið 1961 og stundaði rannsóknir við sama skóla og einn- ig við Kaupmanna- hafnarháskóla og kjarn- eðlisfræðirannsóknar- stofnunina í Risö. Þá hlaut hann Dr. Scient.- gráðu frá HÍ árið 1976. Bragi hefur starfað við rannsóknir og kennslu í efnafræði frá árinu 1963, en við HÍ frá árinu 1976. Kona Braga er Sólveig Rósa Jónsdóttir og eiga þau fjórar dætur og átta barnabörn. EGLA í nýju ljósi, er nýstárleg nálgun á Egils sögu Skallagrímssonar, en hér er um að ræða brúðuleikhús með þátttöku trúðs. Hallveig Thorlacius stýrir brúðu- leikhúsinu í sýningunni sem verður sett upp í fyrsta skipti í langan tíma opinber- lega í kvöld kl. 20 í Bæjarleikhúsi Mos- fellsbæjar. „Það má segja að þetta sé ferðasýning. Ég er búin að vera að flakka með hana í skóla og víðs vegar. Ég sýni hana þó sjaldan opinberlega fyrir almenning,“ segir Hallveig. „Það er greinilegt að Egill hefur enn mikið aðdráttarafl í hugum fólks. Kannski er fólk líka forvitið að sjá hvernig Íslendingasögurnar fara í munni trúðs.“ Hallveig segir ástæðurnar fyrir því að hún valdi Egils sögu aðallega vera þær að sagan sé í senn spennandi og vel skrifuð. „Persóna Egils er svo flókin og hefur all- ar þessar andstæður í sér. Hann er ekki bara eitthvað eitt. Það sem drífur mig áfram í því að segja þessa sögu er í fyrsta lagi að ég hef svo lengi verið að velta því fyrir mér hvernig ég geti sagt Íslend- ingasögurnar, því ég hef alltaf verið sannfærð um að brúðuleikhús hentaði vel til að nálgast þessar sögur. Svo þegar ég fann þennan trúð í sjálfri mér, þá gat ég komið að þessu frá enn einni hliðinni vegna þess að þessi tegund af trúð sem ég leik er eins og búddistarnir segja; hann hefur huga byrjandans. Trúðurinn getur svo vel komið til skila þessari blóðugu sögu sem er vissulega full af grimmd.“ Egla í nýju ljósi í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar „BÁRÐARBOOGIE“ nefnist diskóhelgi sem haldin verður á Hótel Búðum um helgina. Meðal viðburða á Bárðarboogie verður fyrirlestur Kjartans Guðbergs- sonar (Dadda Diskó) sem hefur árum saman staðið í stefni þeirra fleyta sem sigla á öldum diskósins hér á landi. Daddi hefur að eigin sögn sett saman misábyggilega kenningu um að þegar Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss rak vestur um höf til Grænlands hafi hún í raun ekki endað í Bröttuhlíð hjá Eiríki rauða heldur farið upp með vesturströnd- inni að Discoeyju (sem er til) þar sem hún kynntist töfralækni sem ku vera forfaðir Travolta-ættarinnar. „Helga, sem er sögð hafa haft „göróttar“ mjaðmahreyfingar, hefur væntanlega kennt lækninum þessi nýju vísindi sem líklegast hafa borist mann frá manni, kynslóð eftir kynslóð og endað sem grunnur þess sem John Travolta gerði ódauðlegt í Saturday Night Fever. Eða ekki ...“ segir Daddi, sem mun einnig bregða undir sig alvarlegri og fræði- legri fæti, þar sem hann mun tíunda raun- verulega tilurð diskótónlistar og diskó- dansins. „Allir gestir fá síðan einfalt verkefni til að leysa þannig að úr verður lífræn skemmtun á mest töfrandi stað landsins.“ Að sjálfsögðu verður síðan boðið upp á alvöru diskótónlist og dansað fram eftir nóttu á sunnanverðu Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Golli Diskóhelgi á Hótel Búðum TÍU ár eru nú liðin síðan listahátíðin Gull- kistan var haldin á Laugarvatni og er nú undirbúningur kominn á fullt fyrir nýja Gullkistu sem haldin verður í sumar. Þeim sem áhuga hafa á að sækja um þátttöku í Gullkistunni 2005 er bent á slóðina www.gullkistan.is, en umsóknar- frestur um þátttöku er til 20. mars nk. Umsóknarfrestur vegna Gullkistunnar að renna út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.