Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Taktu flátt í skemmtilegum páskaleik á isb.is og flú gætir unni› eitt af hundra› páskaeggjum númer 4 frá Nóa-Síríusi e›a risaegg. Viltu vinna risapáskaegg? www.isb.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð EIMSKIP hefur samið við Stjórn- endaskóla Háskólans í Reykjavík (HR) um að skólinn taki að sér fræðslu og starfsþróun fyrir starfs- menn fyrirtækisins. Markmiðið með samningnum er að styrkja innviði Eimskips og þar með stöðu félagsins í samkeppninni. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR, og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, undirrituðu samstarfs- samning félagsins og skólans um borð í Goðafossi, skipi Eimskips, í gær. Á fréttamannafundi sem boðað var til í tilefni undirritunarinnar koma fram í máli þeirra Guðfinnu og Baldurs, að Stjórnendaskóli HR muni starfa náið með Eimskipi við að efla leiðtogahæfni stjórnenda félags- ins, bæta fagþekkingu starfsmanna og aðstoða félagið við stefnumótun og ýmsar breytingar í rekstri. Einn- ig kom fram að ekki hafi áður verið gerður samningur um jafn víðtækt samstarf milli Stjórnendaskóla HR og eins fyrirtækis. Guðfinna sagði að Eimskip muni fá aðgang að sérfræðingum sem starfa innan HR. Þar til viðbótar hafi Stjórnendaskólinn tengsl við ýmsa erlenda viðskiptaháskóla, svo sem Harvard Business School, IMD og IESE, sem geti einnig komið að samstarfinu. Öll vinna Stjórnenda- skólans með starfsfólki Eimskips verði sérsniðin að þörfum félagsins. Þá sagði hún að hið nána samstarf Eimskips og Háskólans í Reykjavík muni nýtast skólanum og starfs- mönnum hans vel. Liður í umbreytingu Í tilkynningu vegna samstarfs- samnings Eimskips og Stjórnenda- skólans segir að samningurinn sé lið- ur í umbreytingarferli sem nýir eigendur Eimskips hófu á síðasta ári og miði að því að efla þjónustu við viðskiptavini, bæta arðsemi félagsins og auka verðmæti þess. Mótuð hafi verið ný stefna og framtíðarsýn fyrir Eimskip og unnið sé að undirbúningi að skráningu félagsins á almennan hlutabréfamarkað. Samkvæmt sam- starfssamningi Eimskips og Stjórn- endaskólans er samið um tiltekin verkefni hverju sinni. Fyrsta verk- efnið sem Stjórnendaskólinn sinnir verður að aðstoða Eimskip við mót- un þjónustustefnu fyrirtækisins og innleiðingu hennar. Markmið þess verkefnis er að efla og samræma þjónustu Eimskips og auka hæfni starfsmanna til að sinna þörfum við- skiptavina félagsins. Þess má geta að Eimskip er eitt af sjö íslenskum fyrirtækjum sem bera titilinn bandamaður HR. Víðtækt samstarf skóla og atvinnulífs Stjórnendaskóli HR og Eimskip taka upp náið samstarf Morgunblaðið/Eyþór Samstarf Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR, og Baldur Guðnason, for- stjóri Eimskips, undirrita samninginn um borð í Goðafossi, skipi Eimskips. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í febrúar var 129,3 stig og lækkaði hún um 0,2% frá því í janúar. Í febrúar á síðasta ári var vísitalan 125,7 stig og hækkaði hún því um tæplega 2,9% á milli ára, sem sam- svarar verðbólgu mældri með sam- ræmdri vísitölu. Munurinn á samræmdri vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs liggur í tvennu að sögn Guðrúnar R. Jónsdóttur sérfræðings hjá Hagstofu Íslands. Eignarhúsnæði sé ekki tekið með í samræmdu vísi- töluna, eingöngu leiguhúsnæði, þannig hafi hin mikla hækkun íbúðaverðs hérlendis ekki áhrif á vísitöluna. Í öðru lagi sé í útgjaldarannsókn sem liggur til grundvallar vísitölu neysluverðs einungis tekið tillit til heimila þar sem einhver er á aldr- inum 18–74 ára. Í samræmdu vísi- tölunni séu öll heimili. Ekki er heldur tekið tillit til stofnanaheim- ila hérlendis að sögn Guðrúnar. Samræmd neysluvísi- tala lækkaði um 0,2% 3$ 1 "'G 3#  % "&' 6       5   &   $(+   Q $(+ ,+R$1( %0, 8N %"&' !"&' >9 "&' 3""&' 05*/7 0 N&1 8$# ! &&"&'  E  E   E  E  E HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. (FLE) nam 890 millj- ónum króna eftir skatta í fyrra. Árið áður var hagnaður félagsins 547 milljónir. Hagnaðurinn jókst því um 63% milli ára. Í tilkynningu frá FLE segir að fjölgun farþega, meiri fjármuna- myndun og þróun gengis- og vaxta- mála hafi sett mark á rekstur félags- ins á árinu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst um rúmlega 30% milli ára. Arðsemi eigin fjár var 19,5% en 12,8% á árinu 2003. Heildartekjur FLE á árinu 2004 námu um 5.848 milljónum og jukust um tæp 28% milli ára. Segir í til- kynningunni að þetta sé mun meiri aukning en gert hafi verið ráð fyrir. Fjárfestingar FLE á síðasta ári námu rúmlega 2.300 milljónum króna en voru rúmlega 200 milljónir árið 2003. Nettóskuldir félagsins þ.e. skuldir að frádregnum veltu- fjármunum, hækkuðu um 834 millj- ónir. Hagnaður FLE eykst um 63% KB BANKI hefur keypt 2,5% hlut í sænska tryggingafélag- inu Skandia samkvæmt frétt- um í sænskum fjölmiðlum. Ekki er greint frá því hvenær kaupin áttu sér stað eða hvert kaupgengið var en miðað við markaðsverð félagsins, tæp- lega 38 milljarðar sænskra króna, er andvirði eignarhlut- ar KB banka ríflega 8,1 millj- arður króna. Í samræmi við stefnu Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir í samtali við Morgunblaðið að kaupin séu í samræmi við fjárfestingarstefnu bankans og liður í henni. Lögð verður fram tillaga Skandia í næsta mánuði um að greiddir verði 35 sænskir aurar í arð til hluthafa fyrir hvern hlut. Þetta þýðir að arðgreiðslur til KB banka munu nema 77 milljónum króna. KB banki á 2,5% hlut í Skandia Fær ríflega 77 milljónir í arð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.