Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SNEMMA á nýliðnu ári heyrði
ég einhvern fjármálaráðgjafann
segja í fréttum, að brátt væri
tímabært að selja Símann. Frétta-
maðurinn spurði, hvað væri tíma-
bært? Svarið var: „Að eigandinn
geti vænst þess að fá gott verð
fyrir hann.“
Allir vita hver eig-
andinn er, en hvað
skyldi gott eða rétt
verð vera?
Nú hafa stjórnvöld
ráðið útlenskan sér-
fræðing Stanley að
selja Símann. Ekki
skil ég nauðsyn þess
að selja fyrirtæki,
sem ár eftir ár skilar
hagnaði til ríkisins
og lækkar skatta.
Ekki eru góðir bú-
skaparhættir að selja
bestu mjólkurkýrnar
og forsætisráðherra er úr bænda-
flokknum!
Hvað skyldi Síminn skila þjóð-
arbúinu miklu, þegar hann verður
kominn í einkarekstur og ekki
lengur íslenskur?
Nú fyrst þeir, sem öllu ráða
hafa ákveðið að selja símann án
þess að spyrja mig eða aðra eig-
endur hans er lágmarkskrafa að fá
rétt verð fyrir hann. Því miður er
stjórnvöldum ekki treystandi til að
selja á réttu verði, eins og dæmin
sýna.
Þannig hafa ríkisfyrirtæki
margfaldast í verði skömmu eftir
að þau hafa verið einkavædd. Með
fullri virðingu fyrir einkarekstri
er fullvíst, að stór eða stærsti
hluti gengishækkunar er vegna of
lágs söluverðs. Það má ekki henda
við sölu Símans. Nóg er búið að
gefa af sameign þjóðarinnar, hvort
sem það eru kvótar eða ríkis eitt-
hvað.
Stóra spurningin er, hvað er
gott eða rétt verð fyrir Landssíma
Íslands?
Svarið er. Það sem markaðurinn
vill greiða og skiptir þá engu máli
hvað Stanley eða ein-
hver annar reiknar út
að sé rétt eða gott.
Lausn þess að há-
marka söluverð Sím-
ans er einföld, eins og
allar góðar lausnir.
Hún felst í því að láta
markaðinn ákveða
verðið. Það má gera
með því að selja Sím-
ann í tveimur eða
fleiri skrefum.
Fyrsta skrefið er að
afhenda eigendunum
20–30% hlut í formi
hlutabréfa og þar með
standa strax við skattalækk-
unarloforðin að fullu. Hugsanlega
er sanngjarnara að afhenda gjafa-
bréfin þeim sem eru eldri en 25
ára og hafa greitt skatta til rík-
isins í minnst 7 ár.
Um leið og þetta fyrsta skref
hefur verið tekið skapast raun-
verulegur markaður með bréfin,
sem er allt annað en kenni-
tölubraskið, sem Búnaðarbankinn
stóð fyrir á meðan hann var enn
ríkisbanki. Eigendurnir hlutafjár-
ins hafa val.
Geta átt bréfin eða selt þau.
Þeir sem sækjast eftir að eignast
Símann verða að kaupa á því
gengi sem bréfin eru föl á. Þannig
skapast lífleg hlutabréfaviðskipti.
Markaðurinn ákveður verð og
myndar gengi á hlutabréf símans.
Stjórnvöld hafa svo val um
framhaldið, þegar kyrrð er komin
á markaðinn. Það er hvort næsta
skref verði að gefa kjölfestufjár-
festum tækifæri að bjóða í ákveð-
inn hlut eða selja á frjálsum
markaði. Einnig mætti skipta
ákveðnum %-hlut á milli ellilífeyr-
isþega. Þeir hafa átt mestan þátt í
að byggja upp þessi ríkisfyrirtæki
og skapa þau lífskjör, sem við bú-
um við í dag. Í þessari lausn felst
að ekki þarf að deila um söluverð-
ið eins og allt frá því SR var
„selt“ og orðið einkavinavæðing
varð til.
Landssíminn er vel rekinn með
góða stjórnendur, sem hafa aukið
verðmæti hans síðan mistókst að
selja hann síðast.
Hví skyldu þeir ekki alveg eins
geta rekið hann áfram, þó eign-
arhaldið væri dreift og rekstr-
arformið almenningshlutafélag í
staðinn fyrir eign einhverrar við-
skiptablokkar. Þá væri tryggt að
arðgreiðslurnar dreifðust innan-
lands og skattagreiðslur færu til
íslenska ríkisins. Síðast en ekki
síst myndi þetta hleypa lífi í hluta-
bréfaviðskipti á verðbréfaþingi,
sem væri tilbreyting frá því sem
verið hefur. Alllengi voru við-
skiptin aðallega í því formi að
nokkrar blokkir sölsuðu undir sig
meirihluta í sem flestum fyr-
irtækjum.
Undanfarið hafa þessar blokkir
bíttað á bréfum, að því er virðist
mest í þeim tilgangi að halda
genginu uppi.
Landssíminn –
ókeypis ráðgjöf
Sigurður Oddsson fjallar um
rekstur Landssímans
’Lausn þess að há-marka söluverð Símans
er einföld, eins og allar
góðar lausnir. Hún felst
í því að láta markaðinn
ákveða verðið.‘
Sigurður
Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
GRUNDVALLARATRIÐIN í
stjórnmálum skipta
máli. Þau í raun
skipa fólki í stjórn-
málaflokka. Þannig
er jafnaðarstefnan
fordómalaus stjórn-
málastefna, sem tek-
ur mið af samfélags-
legum breytingum
og þróun. Þess
vegna eru jafn-
aðarmenn ekki bók-
stafstrúar og því
reiðubúnir til að
endurmeta þjóð-
félagslausnir að
breyttum breytanda.
En viðlagið, grunntónninn breytist
ekki: Jöfnuður, frelsi og samhjálp.
En víðsýni og leit jafnaðarstefn-
unnar að nýjum lausnum í hennar
anda, gefa hins vegar ekki svig-
rúm að allt megi gera, allt megi
segja í nafni jafnaðarstefnunnar.
Sífelld leit jafnaðarmanna að betri
leiðum til að bæta lífskjör almenn-
ings opnar ekki dyr til allra átta.
Víti til varnaðar
Þess vegna var það,
að texti í svokölluðum
framtíðarhópi Samfylk-
ingarinnar sem birtur
var sl. haust um
menntamál, grunn-
skólamenntun var full-
komlega úti á túni og í
algjörri andstöðu við
grundvallarsjónarmið
jafnaðarstefnunnar. Í
þessum texta var lokið
lofsorði á tilraun sem
gerð var til grímu-
lausrar einkavæðingar
í starfsemi hefðbundins hverf-
isgrunnskóla í Hafnarfirði, Ás-
landsskóla. Þar var rekstur hefð-
bundins grunnskóla hreinlega
boðinn út og við það miðað að
lægstbjóðandi fengi. Pen-
ingahyggjan átti að ráða för í
menntun grunnskólabarna. Útboð
á börnum var þetta gjarnan kall-
að. Það var undir stjórn Sjálfstæð-
isflokksins þar í bæ, að í þetta
einkavæðingarævintýri grunnskól-
ans var ráðist. Samfylkingarmenn
í Hafnarfirði og þingmenn flokks-
ins börðust hart gegn þessum
áformum sem þó var hrint í fram-
kvæmd. Einkaaðilar tóku við
rekstri skólans. Tilraunin stóð í
örfáa mánuði, eða þar til hún varð
gjaldþrota, faglega, fjárhagslega
og pólitískt.
Þetta var stærsta ágreiningsefni
í undanfara bæjarstjórnarkosning-
anna í Hafnarfirði vorið 2002. Þar
var tekist á um grundvallaratriði.
Það voru skýrar línur í pólitíkinni
millum Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins í þessum efn-
um. Og kjósendur í Hafnarfirði
sögðu sinn hug. Refsuðu sjálfstæð-
ismönnum, ráku þá frá völdum og
kölluðu Samfylkinguna til forystu í
bæjarmálum. Það kom síðan í hlut
Samfylkingarinnar þar í bæ að
koma á lagfæringum og endur-
bótum í skólamálum bæjarins,
enda blómstra þau sem aldrei fyrr.
Það er því gjörsamlega óskilj-
anlegt að fólk úr röðum jafn-
aðarmanna skuli hafa leyft sér að
vekja þennan draug upp aftur og
það í plöggum framtíðarnefndar
flokksins sem lýtur forystu vara-
formanns Samfylkingarinnar. Það
hljóta að teljast mikil mistök. Rétt
er þó að halda því til haga að
þessar raddir eru nú að mestu
þagnaðar í flokknum – sem betur
fer.
Stundum þarf að taka á
Umræðustjórnmál, eins og það
hefur verið nefnt, er vafalaust
góðra gjalda verð, þar sem það á
við. Þegar barátta jafnaðarmanna
fyrir jöfnuði til náms er annars
vegar og að grundvallargildum
jafnaðarstefnunnar er vegið með
skefjalausum hætti, þá duga engar
málamiðlanir. Þá þarf átakastjórn-
mál til. Það gerðu jafnaðarmenn í
Hafnarfirði með eftirminnilegum
hætti fyrir rúmum þremur árum.
Það eiga að vera lokaorð Samfylk-
ingarinnar þegar hugmyndir um
einkavæðingu, markaðshyggju og
gróðafíkn í tengslum við grunn-
skólann á Íslandi eru annars veg-
ar. Allt daður við slíkt í flokki okk-
ar jafnaðarmanna á þar engan
veginn heima.
Grundvallaratriði
skipta máli
Guðmundur Árni Stefánsson
fjallar um jafnaðarstefnuna
’Peningjahyggjan áttiað ráða för í menntun
grunnskólabarna.‘
Guðmundur Árni
Stefánsson
Höfundur er alþingismaður.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöðunni
er að láta TR ganga inn í LHÍ
og þar verði höfuðstaður fram-
halds- og háskólanáms í tónlist í
landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er
ein af þeim sem heyrði ekki
bankið þegar vágesturinn kom í
heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda
í þeirri list að þola góða daga en
á helvítisprédikunum á valdi ótt-
ans eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu for-
setans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóðfélag-
inu sem varð kringum undir-
skriftasöfnun Umhverfisvina
hefði Eyjabökkum verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluaðferð-
irnar? Eða viljum við að námið
reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu-
brögð og sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalög-
in, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
var upphaflega lagður af breska
hernum veturinn 1940–41. Banda-
ríkjamenn blönduðust svo inn í flug-
vallargerðina og voru þarna við fram-
kvæmdir allt til stríðsloka.
Frá flugvellinum voru gerðar út
kafbátaleitarflugvélar, af gerðinni
Liberator, sem m.a. unnu það afrek
að ganga frá kafbátaflota nasista við
Hvarf á Grænlandi vorið 1943.
Kafbátaleitarflugvélarnar voru
þungar miðað við vélarafl og þurftu
því langar flugbrautir.
Íslendingar tóku svo við flugvell-
inum (sem aldrei hafði verið sam-
þykktur af skipulagsyfirvöldum) vor-
ið 1947.
Landsmenn voru þá að stíga sín
fyrstu spor í flugrekstri og tóku við
aðstöðu bandamanna á flugvellinum,
fljótlega var hafið millilandaflug með
flugvélum sem að vélarafli og þyngd
voru sambærilegar kafbátaleitarflug-
vélunum.
Flugfélagið Loftleiðir tengdi sam-
an Ameríku og Evrópu, efnuðust þeir
svo á því að þeir keyptu sér stærri
flugvélar og greiddu fyrirfram lend-
ingargjöld nokkura ára svo hægt
væri að lengja eina brautina.
Með tilkomu enn stærri flugvéla
var svo allt millilandaflug komið til
Keflavíkur um 1967.
Síðan þá eru stærstu vélar sem
reknar eru frá flugvellinum Fokker-
ar sem eru 20 tonn fullhlaðnir og með
5000 hestafla mótorum samanlagt.
Millilandaflugvélar eftirstríðs-
áranna voru 33 tonna þungar full-
hlaðnar og með samanlagt mótorafl
5600 hestöfl, m.ö.o. flugvélar eru nú
þriðjungi léttari, miðað við mótorafl,
en þær voru fyrir 60 árum og þurfa
því þriðjungi styttri flugbrautir.
Í ágúst 1988 brotlenti Kanadísk
flugvél á Njarðargötu við Hring-
braut, fórust þar þrír menn.
Vegna þessa atburðar var skipuð
nefnd til að meta öryggi flugvall-
arins, nefndin skilaði skýrslu í nóv-
ember 1990 og hafði þá komist að því
að þarna væri margt sem ekki upp-
fyllti alþjóðlega öryggisstaðla.
Er þar m.a. nefnt:
Flugvöllurinn er of nærri Öskju-
hlíðinni.
Níu hús í miðbæ Reykjavíkur ná
uppúr s.k. hindranafleti.
Tvö hús í Kópavogi eru hærri en
hindranaflötur.
Turn spítala í Fossvogi er hærri en
hindranaflötur.
27 hús í Skerjafirði eru of nálægt
flugbraut.
Flugturn, flugskýli, slökkvistöð
o.fl. inni á flugvellinum eru of nærri
flugbrautunum.
Nefndin réð veðurfræðing í það
starf að teikna vindrós fyrir flugvöll-
inn, þar kemur fram að algengasta
vindáttin er að austan, en brautin
sem gerð var til að nýta þá átt stefnir
þrjátíu gráðum of mikið til suðurs.
Í skýrslunni er það tekið fram að
ekki hafi verið lagt neitt mat á tíðni
hvassviðra og er því mat flugmanna
um minnkaða nýtingu vegna hugs-
anlegra breytinga ekki byggt á mæl-
ingum eða útreikningum.
Nefndin lagði til að auka mætti
öryggi við flugvöllinn m.a. með því
að:
1. Leggja niður NA-SV braut.
2. Stytta nyrðri enda N-S brautar
um 600 m til að auka öryggi í mið-
bænum.
3. Bæta A-V brautina með það fyr-
ir augum að hún verði aðalflugbraut
Reykjavíkurflugvallar.
Það næsta sem gerist er að flug-
völlurinn er allur endurgerður án
þeirra breytinga sem nefndin lagði
til.
Nú hefir nýr borgarstjóri rétt
fram sáttahönd og býður það að flug-
völlurinn fái að vera áfram með einni
braut þ.e. A-V. Verði hún stytt um
helming verður hægt að leggja götu
austan við brautina og tengja með
því byggðina í Skerjafirði mið-
bænum.
Flugbrautina er svo hægt að
lengja í vestur út á s.k. Kapteinsnef
svo hún verði nægjanlega löng fyrir
Fokker F 50. Við austurendann þarf
að vera óbyggt öryggissvæði, sem
gæti verið garður tengdur útivist-
arsvæðinu í Öskjuhlíð.
Til að eitthvað vitrænt verði
ákveðið í þessu undarlega máli þarf
að kanna tíðni vinda yfir 12 m/s
(Fokker) og 18 m/s (Dornier), reynist
að þeirri athugun lokinni, nauðsyn á
stubb í norðlæga stefnu er hægt að
gera hann í beinu framhaldi af Suð-
urgötu.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur.
Reykjavíkurflugvöllur
Frá Gesti Gunnarssyni