Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Daglegt
líf
á morgun
Líklega var það náttúrufegurðin
og friðsældin sem gerði útslagið,
segir Ingibjörg Þórhallsdóttir sem
ásamt manni sínum Rúnari Karls-
syni ákvað að söðla um.
ÚR VERINU
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR heimsins
hafa ákveðið að hefja nýtt alþjóðlegt átak til að
berjast gegn ólöglegum veiðum, svokölluðum
sjóræningjaveiðum. Þetta var ákveðið á fundi
sjávarútvegsráðherra aðildarríkja Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna,
FAO. Fundinn sátu rúmlega 50 ráðherrar, en
alls sátu fundinn fulltrúar meira en 120 ríkja
heims.
Í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að
fundurinn hafi talið að tími sé kominn til að
breyta orðum í athafnir en tvö ár eru síðan álykt-
un um ólöglegar veiðar var samþykkt í fiski-
nefnd FAO. Átaks væri þörf í að framfylgja þeim
samningum og áætlunum um sjálfbæra nýtingu
sem gerðar hafa verið undanfarna áratugi.
Í ályktun fundarins er meðal annars hvatt
til þess að ríki sem ekki hafa fullgilt hafrétt-
arsamning Sameinuðu þjóðanna, samning
FAO um framfylgd frá 1993 og úthafsveiði-
samninginn frá 1995, geri það. Jafnframt eru
„fánaríki“ brýnd til að gefa svæðisbundnum
fiskveiðistofnunum nákvæmar upplýsingar
um veiðar skipa sinna. Þá er hvatt til stórauk-
innar alþjóðlegrar samvinnu varðandi eftirlit
með veiðum, þar með talið að koma upp gervi-
hnattaeftirliti.
Framkvæmda er þörf
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sat
fundinn. Hann tók undir það að styrkja þyrfti
starf svæðisbundinna stjórnunarstofnana, m.a.
varðandi upplýsingagjöf og eftirlit. Þá lagði hann
áherslu á að ríki stæðu við skuldbindingar sínar
sem „fánaríki“ og hafnríki, og tryggðu að skip
fylgi reglum. Hann minnti einnig á að á alþjóð-
legum vettvangi væri nú þegar búið að gera
margar mikilvægar samþykktir. Það sem mestu
skipti nú væri að koma þessum skuldbindingum í
almenna framkvæmd. Þau tæki sem þyrfti væru
til staðar og ríki heims yrðu að starfa saman að
því að nýta þau gegn ólöglegum fiskveiðum.
Áhrif flóðbylgjunnar miklu í Indlandshafi
annan jóladag voru einnig til umræðu á fundi
ráðherranna. Rætt var hvernig ætti að aðstoða
ríkin í enduruppbyggingu sjávarútvegs í ríkj-
unum sem verst urðu út. Samstaða var um að
aðstoðin ætti að taka til allra þátta; að hjálpa
áfram við að endurreisa fiskveiðar og -vinnslu
til að tryggja framboð á mat.
Breyta orðum í athafnir
Sjávarútvegsráðherrar heims ákveða nýtt átak
til að berjast gegn sjóræningjaveiðum
VÍÐIR EA 910 lagðist að
bryggju í Hafnarfirði um
miðjan mánudag eftir 40
daga veiðiferð í Barents-
hafi. Upphaflega var
áætlað að Víðir sigldi til
Akureyrar en fregnir af
hafís úti fyrir Norður-
landi gerðu það að verk-
um að Víðismenn tóku
sveig suður fyrir land til
Hafnarfjarðar. Frá þessu
er greint á heimasíðu
Samherja og þar segir
ennfremur: „Afli skipsins
er 408 tonn af frystum
flökum, aðallega þorski
en aðeins ýsa og ufsi með
og er aflaverðmæti áætlað um 160 milljónir
króna. Flökin fara að langmestu leyti til
Bretlands.“ Stefán Þór Ingvason var skip-
stjóri á Víði í þessari ferð:
„Veiðin fór rólega af stað en eftir að
komum á Lofoten-svæðið var mjög góð
veiði. Við vorum aðallega í slagtogi með ís-
lenskum skipum til að mynda Sléttbaki og
einnig erlendu Samherjaskipunum Kiel og
Arctic Warrior sem voru líka á svæðinu. Við
urðum ekki varir við að Norðmenn væru að
veiðum þarna,“ segir Stefán Þór á heimasíð-
unni.
Víðir lenti í leiðindaveðri á leiðinni heim
og tók heimstímið þriðjungi lengri tíma en
áætlað var.
Fiskveiðar Landað úr Víði EA á Akureyri.
Víðir EA með 160
milljónir úr Barentshafi
Morgunblaðið/Kristján
GREIÐSLUR almannatrygginga
hefðu lækkað um rúmlega 300
milljónir króna á árinu 2004 eða að
meðaltali um tæp 18% ef smásölu-
verð á tíu söluhæstu lyfjunum hér á
landi hefði verið það sama og í
Danmörku, samkvæmt upplýsing-
um Tryggingastofnunar ríkisins.
Fram kemur einnig að greiðslur
TR vegna tíu söluhæstu lyfjanna í
fyrra námu tæpum 1,7 milljörðum
króna. Mjög er mismunandi hver
munurinn er á smásöluverði
lyfjanna hér á landi og í Danmörku
eða allt frá því að vera innan við 2%
og upp í það að vera 1.144,7%. Það
er á lyfinu Sivacor, sem er blóðfitu-
lækkandi lyf, og var það fjórða
söluhæsta hér á landi í fyrra, en
samtals greiddi Tryggingastofnun
tæpar 168 milljónir kr. vegna notk-
unar þess. Þetta er íslenskt sam-
heitalyf sem er selt í Danmörku
undir heitinu Símvastatín, sem er
ódýrasta samheitalyfið á þeim
markaði. Í Danmörku kosta 98 tutt-
ugu milligramma töflur 807 kr., en
hér á landi kostar sambærileg
pakkning 10.050 kr. TR getur þess
jafnframt að í Danmörku sé sam-
keppni milli ellefu samheitalyfja í
þessum flokki.
Sömu lyfin í þremur
efstu sætunum
Einnig kemur fram í uplýsingum
TR að sömu lyfin eru í þremur
efstu sætunum yfir söluhæstu lyfin
í fyrra og voru árið áður, en útgjöld
TR vegna þessara þriggja lyfja
voru tæpar 900 milljónir króna í
fyrra. Söluhæsta lyfið er Nexium
sem er lyf við magasári og vélinda-
bakflæði, en verðmunur á þessu lyfi
hér og í Danmörku er rúm 16%. Í
öðru sæti er lyfið Seretide sem er
gefið við teppusjúkdómum í önd-
unarvegi, en verðmunur á þessu lyfi
hér á landi og í Danmörku er
15,5%. Í þriðja og fjórða sæti eru
lyfin Zarator og áðurnefnda lyfið
Sivacor sem hvort tveggja er blóð-
fitulækkandi lyf og í fimmta sæti
yfir söluhæstu lyfin er Efexor
Depot, sem er geðlyf.
Þess má geta að lyfið Concerta
sem er lyf við athyglisbresti og of-
virkni er áttunda söluhæsta lyfið í
fyrra, en var í 26. sæti árið þar á
undan.
Tíu söluhæstu lyfin kostuðu TR 1,7 milljarða kr. í fyrra
300 milljónir hefðu sparast
á dönsku smásöluverði
SVEIN E. Kristiansen, bygginga-
verkfræðingur hjá NCC Construct-
ion Norge AS, mun flytja erindi
um jarðgangagerð í Vestmanna-
eyjum og við Háskóla Íslands í
maí.
Kristiansen er annar tveggja
sérfræðinga hjá NCC sem unnu
skýrslu að beiðni Árna Johnsen um
kostnað við gerð jarðganga milli
Eyja og meginlandsins.
Árni Johnsen og Magnús Krist-
insson, útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, fóru á jarðganga-
ráðstefnu í Stokkhólmi sl. mánudag
á vegum Ægisdyra, áhugafélags
um vegtengingu milli lands og
Eyja.
Að sögn Árna var Svein E.
Kristiansen einn af aðalræðumönn-
um á ráðstefnunni en hann flutti
þar fyrirlestur um gerð jarðganga í
Færeyjum. Magnús og Árni buðu
Kristiansen að koma til Íslands í
maí og flytja erindi um Fær-
eyjagöngin og Vestmanna-
eyjagöngin í Eyjum.
Birgir Jónsson, jarðvegsverk-
fræðingur og dósent við verk-
fræðideild Háskóla Íslands, sat
einnig ráðstefnuna og varð að ráði
að Kristiansen flytti einnig erindi
við HÍ við þetta tækifæri. Hugs-
anlegt er að forsvarsmaður jarð-
borunardeildar NCC verði með í
för og flytji einnig erindi um þessi
mál í Eyjum og við Háskóla Ís-
lands.
Að sögn Árna er unnið að ýms-
um undirbúningi vegna mögulegrar
gangagerðar milli lands og Eyja
m.a. á vegum Ægisdyra. Lagt er
mikið kapp á að rannsóknirnar fari
fram strax í maí og júní en þá er
hagstæðasti tíminn fyrir slíkar
rannsóknir vegna veðurs.
Svein E. Kristiansen, byggingaverkfræðingur hjá NCC
Boðið að flytja erindi um
jarðgangagerð í Eyjum
Fjallað var um jarðgangagerð á ráðstefnu í Stokkhólmi sl. mánudag. Hér
ræðast þeir við (f.v.) Árni Johnsen, Birgir Jónsson dósent, Svein E. Kristian-
sen hjá NCC og Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.