Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stykkishólmur | Bæjarráð Stykk- ishólms fagnaði á fundi í fyrradag ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að flytja hluta af starfsemi veiðieftirlits Fiskistofu í Stykkis- hólm. Samkvæmt ákvörðun ráð- herra verður útibú frá Fiskistofu opnað í Stykkishólmi árið 2007, með þremur eftirlitsmönnum auk yfirmanns og árið 2008 verða þrír eftirlitsmenn til viðbótar ráðnir, þar af 1-2 á Vestfjörðum. Sam- kvæmt breytingum sem ráðherra hefur kynnt á veiðieftirliti Fiski- stofu verða fjögur ný útibú Fiski- stofu, í Eyjum á Höfn, í Stykkis- hólmi og Grindavík. Bætt verður við 4 nýjum stöðum í veiðieftirliti en þeir sem við það starfa eru nú 35 og búa á höfuðborgarsvæðinu. er því hjónasvipur með þeim en hve- nær varð Hippabandið til? „Það byrjaði árið 2000 og árið eftir var fyrsta Hippahátíðin,“ svarar Helga og strax sést hvað þetta er henni mikið hjartans mál. „Við höfum frá byrjun verið átta þótt alltaf hafi verið einhver mannaskipti í hljóm- sveitinni,“ segir Arnór og heldur áfram. „Við hittumst einu sinni í viku næstum allt árið og æfingaaðstaðan er í bakhúsinu okkar.“ Helga segir að þau Arnór séu einu alvöru hipparnir því hin í hljómsveit- inni hafi ýmist verið barnung eða ófædd á blómaárum blómabarna og hippanna. „Við erum þau einu sem upplifðum þetta og tileinkuðum okk- ur hippamenninguna. Forveri Hippa- bandsins var hljómsveit sem við vor- um ekki í en þegar okkur var boðið á æfingu höfðum við nokkur lög með okkur. Þau hin urðu strax mjög hrifin og þar með varð ekki aftur snúið,“ sagði Helga. Og hún heldur áfram. „Um leið opnuðust augu þeirra fyrir allri þeirri listsköpun sem tengist tímabilinu.“ Á Hippahátíð klæðast allir hippa- fötum sem í fljótu bragði er ekki svo sjálfsagt en þau segjast hafa reynt það áður að fólk er til í slaginn. „Það var árgangsmót hjá Helgu sem er í rauninni byrjunin, þá sáum við að þetta er hægt. Við fengum Einar Hallgrímsson, margreyndan söngv- ara og gítarspilara í lið með okkur. Það var öllum sagt að mæta í hippa- fötum sem fólk gerði og við spiluðum þessi lög sem svo sannarlega slógu í gegn,“ sagði Arnór. „Þetta var alveg yndislegt því það skapast ákveðin stemmning sem minnir á gömlu góðu dagana, fólk Vestmannaeyjar | Það sést hvergi betur en í minni samfélögum hvað fjölbreytni mannskepnunnar er mik- ilvæg og hvað það skiptir miklu máli að þeir sem eru utan við meg- instraum mannlífsins fái að vera til. Og það ekki síst þegar þetta fólk hef- ur eitthvað fram að færa og hefur viljann og kraftinn til að miðla því til okkar hinna sem líkar best að njóta. Dæmi um þetta er Hippabandið í Vestmannaeyjum sem helgina 22. til 23. apríl blæs til fjórðu Hippahátíð- arinnar sem stöðugt dregur til sín fleira fólk um leið og umfangið eykst. Hippabandið skipa átta hljóðfæra- leikarar og söngvarar, fólk á mismun- andi aldri sem á það sameiginlegt að hrífast af tónlistinni sem varð til á ár- unum í kringum 1970 og kennd er við blómabörn 68 kynslóðarinnar. Þau hittast einu sinni í viku til að sinna þessu áhugamáli sínu og einu sinni á ári fær almenningur tækifæri til að sjá og heyra afraksturinn. Og hann hlýðir kallinu, með blóm í hári, íklætt víðum skræpóttum mussum og útvíðum gallabuxum, með fyr- irferðamiklar hárkollur, friðarmerki um háls eða í barmi, vísifingur og löngutöng í vaff mætir fólk á öllum aldri og er hippar eina kvöldstund. Andi friðar og kærleika svífur yfir vötnunum, allir skemmta sér frábær- lega. Dylan og Donovan Hipparnir í bandinu eru hjónin Helga Jónsdóttir og Arnór Her- mannsson bakarameistari sem reka saman bakarí kennt við eiginmann- inn. Þau bera það svo lítið utan á sér að vera hippar á þó mjög borg- aralegan hátt, hann þó meira með mikið hár og skegg og kringlótt vís- dómsgleraugu í anda hippanna. Það verður rólegra og í tónlistinni ægir öllu saman. Það er oft talað háðslega um hippa og hippatímabilið en frá mínum bæjardyrum séð á hvoru tveggja alla virðingu skilið. Tímabilið í kringum 1970 var einstakur tími og bylting varð á svo mörgum sviðum. Ekki bara í tónlist heldur líka mynd- list, bókmenntum og fatnaði. Allt í einu kom það mér við að það var verið að drepa ungan mann í Víetnam þótt hann væri á móti stríðinu og skildi ekki af hverju hann var þátttakandi í því. Um þetta sungu Bob Dylan í Blowing in the Wind og Donovan í Universal Soldier. Allt í einu opnaðist gluggi að heiminum sem þú komst ekki hjá að skoða. Allt í einu voru til lög með ádeilu og boðskap sem breyttu heimssýn heillar kynslóðar,“ sagði Helga og leiftraði af henni á meðan endurminningarnar streymdu fram. Fylltu Höllina í þrígang Helga og Arnór segjast viðurkenna að Hippabandið sé ekki alveg á þess- um nótum. „En við viljum halda í for- tíðarljómann og það er alveg ótrúlegt að átta manns, fólk á öllum aldri, skuli hittast einu sinni í viku til að spila þessa tónlist. Það er heldur ekk- ert kynslóðabil til, við komum bara saman til að spila þessa frábæru tón- list frá þessum tíma,“ sagði Arnór. Saman hafa þau í þrígang fyllt Höllina í Vestmannaeyjum af hippum á öllum aldri og nú er blásið til fjórðu hátíðarinnar og duga ekki minna en tveir dagar, föstudagur og laug- ardagur helgina 22. og 23. apríl. „Á föstudeginum verður opnuð mynd- listarsýning sem tengist þessu tímabili og þar verða í boði ris- aplaköt, gamalkunnug, sem ættu að gleðja margan hippann. Á laug- ardagskvöldið er það tónlistin sem ræður ríkjum og saman skemmtum við okkur í Höllinni þar sem hljóma lögin eins Joy to the world, Dream a little dream, Give peace a chance, Si- lence is golden, Proud Mary, Have you ever seen the rain, Blowing in the wind, Aqarius, Happy together og San Francisco,“ segir Arnór. Hippabandið skipa Arnór Her- mannsson rytmagítar og söngur, Ágúst Ingvarsson ásláttur, Grímur Þór Gíslason trommur, Helga Jóns- dóttir söngur, Hrafnhildur Helga- dóttir söngur og trompet, Jóhann Ágúst Tórshamar bassi, Páll Viðar hljómborð og Sæþór Vidó sólógítar og söngur. Og lagalistinn telur 70 lög. Hippahátíðin haldin í fjórða sinn í aprílmánuði Hippar í Eyjum koma saman Ljósmynd/Sigurgeir Á æfingu Hrafnhildur, Helga og Arnór á æfingu í bakhúsinu. Bæjarráð fagnar ákvörðun ráðherra Ný útibú Fiskistofu LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.