Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 109. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ekki alveg
heilagur
Skarphéðinn Guðmundsson ræddi
við gítarleikarann Slash | Menning
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Hin káta angist Mugisons Heilsan skiptir öllu máli í sumar
Er Lisa Marklund rosaleg frekja? Þarf að skapa og fegra Atvinna |
Atvinnuleysi á fyrsta ársfjórðungi 3% Launavísitala hækkar
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
að þessu sinni og lónuðu í ytri höfn-
inni og fylgdust með skepnunni.
Um hádegisbilið hafði hvalnum tek-
ist að synda úr höfninni hjálp-
arlaust.
Lenda í sjálfheldu á grunnsævi
Droplaug Ólafsdóttir, líffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
segir ekkert óeðlilegt við að hvali
reki á land. Þegar þeir syndi á
grunnt komist þeir gjarnan í sjálf-
heldu og villist og reki á land og
drepist undan eigin þunga. Ómögu-
legt sé að segja til um orsakir þessa.
Að sögn Droplaugar hefur hnúfu-
baksstofninn stækkað hér við land
síðustu áratugi en hann hefur vet-
ursetu hér að einhverju leyti.
Hnúfubakur hefur verið friðaður í
hafinu kringum Ísland síðan 1964.
Hann er 11–19 metrar á lengd og
25–45 tonn að þyngd.
Fyrir um áratug synti sand-
reyður inn í Reykjavíkurhöfn, en þá
tókst ekki að bjarga henni.
HNÚFUBAKUR synti inn í Reykja-
víkurhöfn í gærmorgun og vakti
talsverða athygli viðstaddra eins og
við var að búast. Að sögn Helga
Magnússonar, hafnsögumanns hjá
Reykjavíkurhöfn, sást fyrst til hans
fyrir framan Kaffivagninn en hann
hafi síðan synt um alla höfnina.
Fjölmargir hafi fylgt hvalnum eftir
við hafnarbakkann í gærmorgun.
Hvalaskoðunarbátar í Reykjavík-
urhöfn þurftu ekki að fara langt út
á Faxaflóa með hvalaskoðunarfólk
Morgunblaðið/Sverrir
Hnúfubakur synti inn í Reykjavíkurhöfn
Fjölmargir fylgdu hvalnum eftir
KÍNVERJAR flytja nú inn um 40%
af þeirri olíu sem þeir nota en ætla að
draga úr innflutningsþörfinni með
aukinni áherslu á kjarnorku og ýmsa
endurnýjanlega orkugjafa. Kom
þetta fram í máli
Ma Kai, yfir-
manns þróunar-
og umbótanefnd-
ar Kína, á alþjóð-
legri ráðstefnu í
Boao í Kína í gær.
„Hagvöxtur er
geysimikill í Kína
núna en hann
mun alls ekki
valda miklu álagi
á orkubirgðir í heiminum,“ sagði Ma.
Hins vegar gæti erlend orka orðið
gagnleg viðbót við þá sem framleidd
væri í landinu sjálfu.
Áhyggjur manna af orkuþörf Kín-
verja í kjölfar hratt vaxandi iðnaðar-
framleiðslu í landinu hafa vaxið mikið
síðustu árin, segir í frétt AFP-frétta-
stofunnar. Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn, IMF, spáir því að olíunotkun í
heiminum muni aukast úr 82 millj-
ónum fata á dag í fyrra í nær 140
milljónir fata um 2030. Um fjórðung-
ur af þessari aukningu verður vegna
hagvaxtar og mikils mannfjölda í
Kína.
Goldman Sachs-fjárfestingabank-
inn bandaríski birti nýlega skýrslu
þar sem spáð er að olíuverð, sem nú
er um 50 dollarar fatið, verði um 105
dollarar þar sem ekkert bendi til þess
að hagvöxturinn í Kína sé að minnka.
Kínverjar stefna að því innflutt olía
verði komin niður í 35% af orkuþörf-
inni árið 2020. Jia Qinglin, sem situr í
fastanefnd stjórnmálaráðs kommún-
istaflokksins og er fjórði valdamesti
maður Kína, benti á að innflutt orka
væri aðeins brot af innanlandsnotk-
uninni. Kínverjar myndu ekki
minnka orkunotkunina en leggja sig
fram um að nýta hana betur og auka
innlenda orkuframleiðslu. Kol eru nú
mikilvægasta orkulind Kínverja.
„Við munum styðja við bakið á öðr-
um orkugjöfum en kolum eins og
kjarnorku, vindorku, sólarorku og
öðrum endurnýjanlegum orkulind-
um,“ sagði Jia. Hann hét því einnig
að öryggi í kolanámum yrði bætt en
mannskæð námuslys eru afar tíð í
Kína.
Kínverjar leggja
áherslu á kjarnorku
Gert er ráð fyrir að hlutur kjarnorku muni vaxa mjög í orkubúskap Kínverja.
Jia Qinglin
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Róm. AFP. | Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, birti ráðherra-
lista nýrrar samsteypustjórnar sinn-
ar gær og var búist við að þeir
myndu sverja
embættiseið síð-
degis. Virðist því
sem lokið sé erf-
iðustu stjórnar-
kreppu sem
Berlusconi hefur
lent í síðan hann
tók við stjórnar-
taumunum 2001.
Ráðherrahóp-
urinn er að miklu
leyti sá sami og var en Giulio
Tremonti, fyrrverandi efnahags-
málaráðherra og náinn samstarfs-
maður Berlusconis, kemur aftur í
stjórnina. Verður hann aðstoðarfor-
sætisráðherra. Berlusconi sagði af
sér á miðvikudag en fékk nýtt stjórn-
armyndunarumboð hjá Carlo Azegl-
io Ciampi forseta á föstudag.
Berlusconi hefur setið lengur sam-
fleytt en nokkur annar forsætisráð-
herra á Ítalíu síðan í lok seinni
heimsstyrjaldar. Næstu þingkosn-
ingar eiga að verða ekki síðar en
2006 en flokkur Berlusconis, Forza
Italia, stendur illa í könnunum. Er
stjórnarandstöðu vinstrimanna spáð
sigri ef kosið væri núna.
Berlusconi
myndar
nýja stjórn
Silvio Berlusconi
DANSKA tryggingafélagið
Alka hyggst innan skamms taka
upp nýja þjónustu. Samþykki
bíleigendur að settur sé svo-
nefndur „svartur kassi“ í farar-
tækið, er skráir stöðugt upplýs-
ingar um ökuhraðann, geta þeir
fengið 20–50% afslátt á iðgjöld-
um, að sögn Jyllandsposten.
Hafi menn lent í tjóni en kass-
inn sýnir að ekið var of hratt
minnka bæturnar. „Sem stend-
ur borga 18–20 ára gamlir öku-
menn sjö til níu sinnum hærri ið-
gjöld fyrir bílatryggingu en
fimmtugir ökumenn, ástæðan er
að tjónaútgjöld vegna ungra
ökumanna eru svo geysilega há.
En það er minnihluti unga fólks-
ins sem veldur tjónum. Með
svarta kassanum er hægt að
ákveða iðgjöld sem eru raun-
hæfari, til gleði fyrir þá sem
ekki valda tjóni,“ segir Jørgen
Knudsen, deildarstjóri hjá Alka.
Deildar meiningar eru um
hugmyndina í Danmörku. Lene
Espersen dómsmálaráðherra
segist hafa efasemdir um rétt-
mæti þess að auka eftirlit með
hegðun fólks en hún vill ekki
banna fyrirkomulagið sé það
valfrjálst.
Hraðafíkl-
ar borgi
meira