Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 2
2 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFLA KJARNORKUVER
Kínverjar ætla að leggja áherslu á
að auka orkuframleiðslu í kjarn-
orkuverum en einnig ýta undir notk-
un endurnýjanlegra orkugjafa eins
og vinds og sólar. Kom þetta fram á
ráðstefnu í Kína í gær. Talsmenn
Kínastjórnar segja að ekki sé hætta
á að geysihraður hagvöxtur í landinu
verði of mikið álag á orkuframleiðslu
í heiminum eins og margir óttast.
Benda þeir einnig á að mikil orku-
framleiðsla sé í Kína sjálfu.
LHÍ forgangsverkefni
Byggingarmál Listaháskóla Ís-
lands eru, að sögn Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra, nú forgangsverkefni
stjórnvalda eftir að ákvörðun var
tekin um Háskólatorg Háskóla Ís-
lands. Að sögn Hjálmars H. Ragn-
arssonar, rektors LHÍ, ríkir ófremd-
arástand í húsnæðismálum skólans
og mikilvægt að koma skólanum
undir eitt þak hið bráðasta til þess
m.a. að ná fram raunverulegum
ávinningi af sampili listgreina.
Hvalur í höfninni
Hnúfubakur synti óvænt inn í
Reykjavíkurhöfn í gærmorgun og
vakti talsverða athygli viðstaddra.
Fyrst sást til hans fyrir framan
Kaffivagninn en síðan synti hann um
alla höfnina. Um miðjan dag sást
ekki lengur til hans og er talið að
hann hafi synt hjálparlaust út úr
höfninni. Hnúfubakur hefur verið
friðaður í hafinu kringum Ísland síð-
an 1964.
Engar upplýsingar selt
Helgi Steinar Hermannsson, fyrr-
um dagskrárstjóri Skjás eins, segist
engar upplýsingar hafa selt út úr
Skjá einum til 365 prent- og ljós-
vakamiðla eins og Magnús Ragn-
arsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins,
heldur fram í Morgunblaðinu í dag.
Þá hafi honum ekki verið sagt upp
störfum heldur hafi hann hætt að
eigin ósk. Helgi segir Magnús hafa
farið vísvitandi með rangt mál og
raunar lengi lagt sig í einelti á vinnu-
stað.
Berlusconi áfram við völd
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, kynnti í gær nýja sam-
steypustjórn sína og nýtur hún
stuðnings sömu flokka og fyrr.
Berlusconi hefur verið við völd í
fjögur ár samfleytt, lengur en nokk-
ur annar forsætisráðherra eftir
seinni heimsstyrjöld.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 44/49
Fréttaskýring 8 Myndasögur 50
Ummæli vikunnar12 Dagbók 50/53
Veiði 28 Víkverji 50
Hugsað upphátt 28 Staður og stund 52
Sjónspegill 30 Menning 53/61
Forystugrein 32 Af listum 54
Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54
Umræðan 34/41 Bíó 58/61
Bréf 41 Sjónvarp 62
Auðlesið efni 43 Staksteinar 63
Hugvekja 44 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HELGI Steinar Hermannsson, fyrr-
verandi dagskrárstjóri Skjás eins,
segist engar upplýsingar hafa selt út
úr Skjá einum til 365 prent- og ljós-
vakamiðla eins og Magnús Ragnars-
son, sjónvarpsstjóri Skjás eins, held-
ur fram í Morgunblaðinu í gær. Þá
hafi honum ekki verið sagt upp
störfum heldur hætt að eigin ósk.
Helgi segir Magnús hafa farið vís-
vitandi með rangt mál og raunar
lengi lagt sig í einelti á vinnustað.
„Það er mikil óánægja á Skjá einum
og ég er ekki sá eini sem hefur sagt
þar upp störfum og væntanlega ekki
sá síðasti.“
Að sögn Helga er atburðarásin í
kringum starfslok sín önnur en
Magnús heldur fram. Helgi segist
hafa sagt upp störfum 4. apríl sl. á
skrifstofu Magnúsar og Magnús þá
óskað eftir því að hann ynni út upp-
sagnarfrestinn, sem hann sam-
þykkti. Daginn eftir sendi Helgi
tölvupóst á alla starfsmenn Skjásins
þar sem hann tilkynnti að hann væri
að láta af störfum og frétt birtist í
Fréttablaðinu daginn eftir um að
hann hafi ráðið sig til 365 prent- og
ljósvakamiðla til að taka við þróun-
arstarfi erlendra verkefna.
Ákvað upp úr miðjum
mars að láta af störfum
Helgi segist hafa ákveðið upp úr
miðjum mars að láta af störfum hjá
Skjá einum og fór að hugsa sér til
hreyfings. Í ráðningarsamningi hans
sé sérstaklega kveðið á um að hann
hafi fullan rétt til að taka að sér slík
verkefni á erlendri grundu á borð
við þau sem felast í starfinu hjá 365
miðlum.
Um tölvupóstsamskipti sín og
Árna Þórs Vigfússonar segir hann
að þau hafi snúist um kjaraviðræður
við 365 en á sama tíma var einnig
verið að ráða Árna Þór til starfa hjá
365 miðlum. Árni Þór hafi viljað nota
nafnið Circus sem er heiti á við-
skiptahugmynd sem Helgi hafði þró-
að yfir þriðju kynslóð farsíma og
m.a. boðið Símanum áður, en þeir
hafnað. Helgi undirstrikar að hann
hafi á engan hátt hafið störf hjá 365
á þessum tíma, hvorki verið á launa-
skrá né með starfsstöð. Aðgangs-
kort að 365 sem Magnús segi að
hann hafi haft, hafi hann fengið eftir
að hann hafi sagt upp störfum hjá
Skjá einum.
„Ég hef starfað hjá Skjá einum í
sex ár og búið í raun til margt af því
og flest sem þar er til, þ.á m. enska
boltann. Eina ástæðan fyrir því að
ég er að fara af þessum stað er
vegna Magnúsar og út af engum
öðrum ástæðum í rauninni.“
Helgi segir að 9. apríl hafi Magn-
ús beðið sig að koma á skrifstofu
sína að undirbúa ferð til Cannes sem
stjórnendur Skjás eins áformuðu
daginn eftir. Magnús hafi borið á
hann að hann hefði haldið starfs-
mannafund með starfsmönnum
FM957 og Popp tíví en hann hafi
neitað því og fengið staðfest hjá
þriðja aðila að enginn slíkur fundur
hefði verið haldinn.
Afhenti stjórnarformanni gögn
Helgi segir að Orri Hauksson,
stjórnarformaður Íslenska sjón-
varpsfélagsins, hafi sett sig í sam-
band við sig og þeir rætt ítarlega
saman og Helgi afhent öll þau gögn
sem þeir óskuðu eftir sama kvöld, en
vinnutölvu sinni hafi hann skilað
mánudaginn eftir í viðurvist lög-
manns síns til að kvitta fyrir mót-
töku.
Helgi undirstrikar að hann hafi
engum viðskiptahugmyndum eða
trúnaðarupplýsingum miðlað til 365
ljósvakamiðla, t.d. rekstrartölum úr
rekstri Skjás eins eða áætlunum um
framtíð Símans í sjónvarpi.
Helgi Steinar Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins
Seldi engar upplýsingar út
úr Skjá einum til 365 miðla
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
ÞEIM SEM lögðu leið sína í
Laugalækjarskóla nú um helgina
gafst kostur á að hlýða á ævin-
týri H.C. Andersens. Voru það
nemendur í 9. bekk U í skólanum
sem vöktu í einn sólarhring, frá
kl. 18 á föstudagi til sama tíma á
laugardag, og lásu ævintýri And-
ersens upphátt til skiptis allan
tímann, fimmtán mínútur í senn.
Að sögn Jórunnar Frímanns-
dóttur, móður eins nemanda í
bekknum, var upplesturinn liður
í fjáröflun bekkjarins því hann er
á leið í námsferð til Hørsholm í
Danmörku í júní nk. að heim-
sækja vinabekk sinn þar. Er
hann þannig að endurgjalda
heimsókn vinabekkjarins frá því
í haust. Aðspurð segir Jórunn
upplesturinn hafa gengið afar
vel og að margir hafi lagt leið
sína í skólann til að hlusta á lest-
ur barnanna.
Að sögn Jórunnar er mikil eft-
irvænting meðal krakkanna með
Danmerkurferðina.
Morgunblaðið/Sverrir
Nemendur 9. bekkjar U í Laugalækjarskóla skiptust á að lesa upp úr ævintýrum H.C. Andersens í fjáröflunarskyni.
Lásu H.C.
Andersen í
sólarhring
GUNNAR Smári Egilsson, fram-
kvæmdastjóri 365 prent- og ljós-
vakamiðla, segir það alrangt hjá
Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarps-
stjóra Skjás eins, að Helgi Steinar
Hermannsson, fyrrverandi dag-
skrárstjóri fyrirtækisins, hafi selt sig
með upplýsingum um Skjá einn til
365 ljósvakamiðla.
„365 ljósvakamiðlar hafa ekki
fengið neinar upplýsingar um starf-
semi Skjás eins,“ segir Gunnar
Smári. „Þetta eru þungar ásakanir á
hendur Helga og 365 ljósvakamiðlum
þannig að ég vona Magnúsar vegna
að þessu máli ljúki sem fyrst. Við höf-
um hvorki falast eftir né fengið upp-
lýsingar um starfsemi, rekstur eða
framtíðaráform Skjás eins enda höf-
um við engan áhuga á þeim. Ásakanir
Magnúsar byggjast á tölvupóstsam-
skiptum Helga við gamlan vin hans,
Árna Þór Vigfússon, áður en Árni hóf
störf hjá 365 ljósvakamiðlum. Það
var vaðið í tölvupóst Helga án heim-
ildar og brotið á honum sem starfs-
manni Skjás eins. Viðbrögð félagsins
við brotthvarfi þessa starfsmanns,
sem hefur verið lykilmaður í upp-
byggingu Skjás eins í fimm ár, eru
óskiljanleg. Félagið reynir hvað það
getur til að sverta mannorð hans al-
gerlega að tilefnislausu.
Helgi er ráðinn til þess að stýra er-
lendum þróunarverkefnum fyrir 365
ljósvakamiðla þannig að störf hans
fyrir fyrirtækið skarast ekkert við
fyrri störf hans á Skjá einum. Sá ótti
sem ræður orðum og gjörðum Magn-
úsar er því tilefnislaus.“
Framkvæmdastjóri 365 miðla
Hafa ekki áhuga á
áformum Skjás eins