Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 8

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 8
8 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er ekki amalegt að geta notað þig til að kæla kampavínið á leiðinni í formannssætið, Össi minn. Þingmenn stjórnar-andstöðunnar köll-uðu eftir því á Al- þingi í vikunni að ríkisstjórnin upplýsti hvaða þingmál hún hygð- ist leggja áherslu á að af- greiða fyrir þinglok. Sam- kvæmt starfsáætlun þingsins, sem gefin er út á hverju hausti, er stefnt að þingfrestun 11. maí. Gangi sú áætlun eftir eru um sjö til átta starfsdagar eftir af þessu vorþingi. Yfir 50 stjórnarfrumvörp eru til meðferðar í fastanefndum þingsins. Eitt stjórnarfrumvarp bíður fyrstu umræðu, tvö bíða annarrar umræðu og jafnmörg bíða þriðju og síðustu umræðu. „Það bólar ekki á neinu frá hæstvirtri ríkisstjórn um [...] að hún komi á framfæri óskum sínum um afgreiðslu mála af forgangs- lista eða tilkynni hvaða mál megi að ósekju bíða frekari umfjöllunar á seinni þingum,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er hann kvaddi sér hljóðs, um þessi mál á Alþingi. Fundað á morgun Halldór Blöndal, forseti þings- ins, upplýsti að þessi mál yrðu rædd með formönnum þingflokka á mánudag. „Ég mun hitta for- menn þingflokkanna í hádeginu á mánudag. Þá munum við fara yfir stöðuna og meta hvernig vinnan gengur í nefndum þingsins,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Svokallaðir nefndardagar voru á föstudag og laugardag og verða á mánudag og fleiri daga í næstu og þar næstu viku. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra lagði áherslu á það á þingfundi í vikunni að það myndi skýrast betur, að loknum nefnd- ardögum, hvernig framhald þing- starfa verður. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið í gær. „Framundan eru fyrst og fremst nefndardagar. Ég geri ráð fyrir að það muni tak- ast að afgreiða býsna mörg mál á þeim tíma.“ Einar segir markmið stjórnarflokkanna að ljúka þeim málum sem fyrir liggja. Hann bendir m.a. á í því sambandi að lít- ill pólitískur ágreiningur sé um mörg stjórnarfumvarpanna. Ljóst er þó að ágreiningur er um ýmis mál. Til dæmis um frum- varp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sf. og frumvörp við- skiptaráðherra um nýja skipan samkeppnismála. Einar segir ekki stefnt að öðru en að afgreiða þau mál fyrir þinglok í maí. Þegar Halldór Blöndal er spurður hvort hann telji að hægt verði að ljúka þinginu 11. maí seg- ir hann: „Auðvitað stefni ég að því að ljúka þingstörfum á þeim tíma.“ Hann bætir því við að stundum takist að ljúka þingi á til- settum tíma, en stundum ekki. „Aðalatriðið er að þingið ljúki þeim málum sem ljúka þarf. Ef það tekur lengri tíma en menn ætla í upphafi þings, verður svo að vera.“ Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna, segir hins vegar ljóst að sé ætl- unin að klára öll þau mál sem fyrir þinginu liggja, fari þingmenn ekk- ert heim í sumar. Mörg þingmál séu flókin og kalli á miklar um- ræður, bæði á þingi og úti í sam- félaginu. „Ef ætlunin er að halda sig nærri starfsáætlun þingsins, er ekki um annað að ræða, en að menn setjist niður og semji um forgangsröðun þingmála.“ Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, nefnir einnig samkeppnismálin og Ríkisútvarpið, þegar hún er beðin um að nefna helstu ágrein- ingsmálin, á þingi. „Það mun skýrast betur á mánudaginn hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að afgreiða í vor.“ Fá ekki að sjá spilin Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Stjórnin situr með sín spil á hendi og leyfir okkur ekki að kíkja á þau.“ Hann telur, eins og aðrir, að það muni skýrast eftir helgi hver forgangsmál ríkisstjórnar- innar verða. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir að nú fari að bresta á hinar árlegu viðræður milli stjórnar og stjórnarandstöðu um væntanleg þinglok. Á sama tíma bresti á hin- ar löngu ræður stjórnarandstöð- unnar, til að skapa sér samnings- stöðu um framhald þingstarfa. Hann segir að stjórnarandstæð- ingar séu þegar farnir að nefna þau þingmál sem þeir vilji að „frjósi inni“ eins og hann orðar það. Þar séu m.a. títtnefnd frum- vörp um Ríkisútvarpið, sam- keppnismál, sem og m.a. frum- varp um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Hjálmar kveðst, í þessu ljósi, undrast hve ráðherrar leggi oft seint fram sín þingmál. „Mál koma fullseint inn á þingið frá ráðherrum. Það leiðir til þess að svigrúm stjórnarand- stöðunnar til að ýta málum út af borðinu eykst.“ Fréttaskýring | Þingfrestun verður 11. maí gangi starfsáætlun þingsins eftir Framhald ef þörf er á Ágreiningur um samkeppnismál og frumvarp um Ríkisútvarpið Fylgst með umræðum á Alþingi. Yfir fimmtíu stjórnar- frumvörp bíða afgreiðslu  Alls 54 stjórnarfrumvörp eru til meðferðar í fastanefndum þingsins. Eitt stjórnarfrumvarp bíður fyrstu umræðu, tvö ann- arrar umræðu og jafnmörg þriðju umræðu. Alls 57 þing- mannafrumvörp eru til með- ferðar í þingnefndum, en 27 slík frumvörp bíða fyrstu umræðu. Fjöldi þingsályktunartillagna er einnig til meðferðar á þingi. Alls 43 stjórnarfrumvörp hafa þegar verið afgreidd á þessu löggjaf- arþingi og 1 þingmanna- frumvarp. Arna Schram arna@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.