Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er ekki amalegt að geta notað þig til að kæla kampavínið á leiðinni í formannssætið, Össi minn. Þingmenn stjórnar-andstöðunnar köll-uðu eftir því á Al- þingi í vikunni að ríkisstjórnin upplýsti hvaða þingmál hún hygð- ist leggja áherslu á að af- greiða fyrir þinglok. Sam- kvæmt starfsáætlun þingsins, sem gefin er út á hverju hausti, er stefnt að þingfrestun 11. maí. Gangi sú áætlun eftir eru um sjö til átta starfsdagar eftir af þessu vorþingi. Yfir 50 stjórnarfrumvörp eru til meðferðar í fastanefndum þingsins. Eitt stjórnarfrumvarp bíður fyrstu umræðu, tvö bíða annarrar umræðu og jafnmörg bíða þriðju og síðustu umræðu. „Það bólar ekki á neinu frá hæstvirtri ríkisstjórn um [...] að hún komi á framfæri óskum sínum um afgreiðslu mála af forgangs- lista eða tilkynni hvaða mál megi að ósekju bíða frekari umfjöllunar á seinni þingum,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er hann kvaddi sér hljóðs, um þessi mál á Alþingi. Fundað á morgun Halldór Blöndal, forseti þings- ins, upplýsti að þessi mál yrðu rædd með formönnum þingflokka á mánudag. „Ég mun hitta for- menn þingflokkanna í hádeginu á mánudag. Þá munum við fara yfir stöðuna og meta hvernig vinnan gengur í nefndum þingsins,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Svokallaðir nefndardagar voru á föstudag og laugardag og verða á mánudag og fleiri daga í næstu og þar næstu viku. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra lagði áherslu á það á þingfundi í vikunni að það myndi skýrast betur, að loknum nefnd- ardögum, hvernig framhald þing- starfa verður. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið í gær. „Framundan eru fyrst og fremst nefndardagar. Ég geri ráð fyrir að það muni tak- ast að afgreiða býsna mörg mál á þeim tíma.“ Einar segir markmið stjórnarflokkanna að ljúka þeim málum sem fyrir liggja. Hann bendir m.a. á í því sambandi að lít- ill pólitískur ágreiningur sé um mörg stjórnarfumvarpanna. Ljóst er þó að ágreiningur er um ýmis mál. Til dæmis um frum- varp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sf. og frumvörp við- skiptaráðherra um nýja skipan samkeppnismála. Einar segir ekki stefnt að öðru en að afgreiða þau mál fyrir þinglok í maí. Þegar Halldór Blöndal er spurður hvort hann telji að hægt verði að ljúka þinginu 11. maí seg- ir hann: „Auðvitað stefni ég að því að ljúka þingstörfum á þeim tíma.“ Hann bætir því við að stundum takist að ljúka þingi á til- settum tíma, en stundum ekki. „Aðalatriðið er að þingið ljúki þeim málum sem ljúka þarf. Ef það tekur lengri tíma en menn ætla í upphafi þings, verður svo að vera.“ Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna, segir hins vegar ljóst að sé ætl- unin að klára öll þau mál sem fyrir þinginu liggja, fari þingmenn ekk- ert heim í sumar. Mörg þingmál séu flókin og kalli á miklar um- ræður, bæði á þingi og úti í sam- félaginu. „Ef ætlunin er að halda sig nærri starfsáætlun þingsins, er ekki um annað að ræða, en að menn setjist niður og semji um forgangsröðun þingmála.“ Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, nefnir einnig samkeppnismálin og Ríkisútvarpið, þegar hún er beðin um að nefna helstu ágrein- ingsmálin, á þingi. „Það mun skýrast betur á mánudaginn hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á að afgreiða í vor.“ Fá ekki að sjá spilin Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Stjórnin situr með sín spil á hendi og leyfir okkur ekki að kíkja á þau.“ Hann telur, eins og aðrir, að það muni skýrast eftir helgi hver forgangsmál ríkisstjórnar- innar verða. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir að nú fari að bresta á hinar árlegu viðræður milli stjórnar og stjórnarandstöðu um væntanleg þinglok. Á sama tíma bresti á hin- ar löngu ræður stjórnarandstöð- unnar, til að skapa sér samnings- stöðu um framhald þingstarfa. Hann segir að stjórnarandstæð- ingar séu þegar farnir að nefna þau þingmál sem þeir vilji að „frjósi inni“ eins og hann orðar það. Þar séu m.a. títtnefnd frum- vörp um Ríkisútvarpið, sam- keppnismál, sem og m.a. frum- varp um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Hjálmar kveðst, í þessu ljósi, undrast hve ráðherrar leggi oft seint fram sín þingmál. „Mál koma fullseint inn á þingið frá ráðherrum. Það leiðir til þess að svigrúm stjórnarand- stöðunnar til að ýta málum út af borðinu eykst.“ Fréttaskýring | Þingfrestun verður 11. maí gangi starfsáætlun þingsins eftir Framhald ef þörf er á Ágreiningur um samkeppnismál og frumvarp um Ríkisútvarpið Fylgst með umræðum á Alþingi. Yfir fimmtíu stjórnar- frumvörp bíða afgreiðslu  Alls 54 stjórnarfrumvörp eru til meðferðar í fastanefndum þingsins. Eitt stjórnarfrumvarp bíður fyrstu umræðu, tvö ann- arrar umræðu og jafnmörg þriðju umræðu. Alls 57 þing- mannafrumvörp eru til með- ferðar í þingnefndum, en 27 slík frumvörp bíða fyrstu umræðu. Fjöldi þingsályktunartillagna er einnig til meðferðar á þingi. Alls 43 stjórnarfrumvörp hafa þegar verið afgreidd á þessu löggjaf- arþingi og 1 þingmanna- frumvarp. Arna Schram arna@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.