Morgunblaðið - 24.04.2005, Page 9

Morgunblaðið - 24.04.2005, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 9 HEIMSKRINGLA List á Ferð! BERLIN - DRESDEN - LEIPZIG TOPPFERÐ ÁRSINS í EVRÓPU! Einstakt tækifæri 9.-20. júní Hefur þú velt fyrir þér spurningunni: Hvar geta Íslendingar nálgast listfjársjóði heimsins og þá hámenningu, sem þeim fylgir? HEIMSLISTIN býr ekki á Íslandi heldur í helstu menningarborgum Evrópu og víðar og blasir við augum í bestu söfnum heimsins, sem fæstir vita nokkur deili á, í fögr- um byggingum, höggmyndum, sviðslistum, tónleikahöllum, óperu og hvers konar afrekum snillinga. DRESDEN nýendurreist í upprunalegum stíl er eitt mesta undur nútímans, barmafull af endur- reisn og barrokki, kölluð „Flórens við Elbu.“ Zwinger - eitt merkasta listasafn heims, Semper óperan, Frúarkirkja o.m.fl. GISTING: 3 d. HOTEL KEMPINSKI - í tölu bestu hótela heims með morgunverði. LEIPZIG er órjúfanlega tengd tónlist Bachs og allra tónsnillinganna, sem lögðu þar grunn að heimstónlistinni, Thomanerkirkja, Gewandhaus o.fl. GISTING: 3 d. HOTEL MARRIOTT með morgunverði. í hjarta borgarinnar. BERLIN - nýtískulegasta höfuðborg Evrópu og mesti suðupottur listar og menningar, sem allir þurfa að kynnast. 5 d. HOTEL HOLLYWOOD MEDIA - með morgunverði hið fræga „filmstjörnuhótel“ við sjálfa Kürfurstendamm. Ómetanlegt tækifæri að kynnast heimslistinni! Hvergi í Evrópu hefur átt sér stað önnur eins uppbygging á síðasta einum og hálf- um áratug og í BERLIN og lista- og menningarborgunum DRESDEN og LEIPZIG, eft- ir fall Múrsins. Þessar borgir tengjast menningu Íslands með mjög sérstökum hætti, eru afar forvitnilegar og gefandi áfangastaðir Íslendinga í dag, sem allt of fáir þekkja. Dagana 9.-20. júní nk. býðst þér einstakt tækifæri til að kynnast þessum stöðum, sem allir verða hlekkir í sögu mannkyns til frambúðar. Það er ólýsanleg tilfinning að standa við Brandenburghliðið í BERLIN og rifja upp samtímasögu, sem nú hefur gjörbreytt Evrópu. Það geta talist forréttindi að njóta til þess leiðsagnar Ingimund- ar Sigfússonar, sem opnaði hið glæsilega sendiráð okkar í Berlín og gjörþekkir sög- una, og halda síðan þjóðhátíð okkar í boði sendiráðsins 17. júní. Ágæti listunnandi. Ég vil vekja athygli þína á HEIMSKRINGLU, ferðaklúbbi Ingólfs, sem stofnaður var fyrir rúmu ári með það að markmiði að bjóða Íslendingum þátttöku í vönduðum ferðum með sérstakri áherslu á listir og menningu, s.s. vandaða tónleika með bestu flytjendum, ballettsýningar, óperuflutning, leik- hús, jafnframt því að kynnast fögrum mann- virkjum, byggingarlist fortíðar og nútíðar og síðast en ekki síst myndlistararfinum í stór- merkum söfnum í helstu listaborgum heimsins. Stóra Ítalíuferðin, sem lengi var árviss viðburð- ur undir stjórn Ingólfs, er dæmi um ferð með slík markmið að leiðarljósi. Sumarið 2004 voru farnar tvær ferðir til BERLINAR undir merkjum Heimskringlu með ágætri þátttöku og árangri. TILBOÐSVERÐ m. 20.000 kr. afslætti á mann aðeins kr. 139.900 í tvíb. Innif. beint flug til og frá Berlín m. sköttum, akstur til Dresden, Leipzig-Berlin, 11 n. gisting á 5* hótelum m. morgunv. Fararstjórn: Ingimundur Sigfússon og Ingólfur Guðbrandsson. AÐEINS 10 SÆTI - TILB. til 27.05. Hnattreisan - 2 viðbótarsæti. HEIMSKRINGLA Ferðaklúbbur Ingólfs Pantanir: sími 893 3400 og 861 5602 - fax 581 4610 í fylgd Ingimundar Sigfússonar og Ingólfs Guðbrandss. Ótrúleg ferð á tilboðsverði! Lista- akademia - Dresden Konserthús - Berlin Gewandhaus - Leipzig Brandenburg - Hlíð - BerlinSixtínska Madonnan Frúarkirkja - Dresden Grímsey | Glæsilegur 15 tonna bát- ur, Björn EA 220, leysir af eldri Björn hjá þeim útgerðarfeðgum Henning Jóhannessyni og sonum hans, Jóhannesi Gísla, Henning og Sigurði hjá Fiskmarkaði Gríms- eyjar. Nýi Björn er smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og sagði Henning eldri að öll samskipti við það fyrirtæki hefðu verið til fyr- irmyndar. Í Birni eru öll bestu tæki sem fáanleg eru til veiða nú. Björn EA 220 mun veiða á línu og ráða þeir bræður Jóhannes Gísli og Sigurður ríkjum um borð, en Henning yngri er markaðsstjóri Fiskmarkaðarins. Henning Jóhannesson sagði þá feðga bjartsýna, nýlega hefðu þeir fest kaup á útgerðarfyrirtækinu Kræki sem fylgdi ágætis bland- aður kvóti og tveir bátar. Að end- ingu sagði hann að ekki þýddi að kvarta þótt fiskverð væri ekki al- veg nógu hagstætt, það eina sem gilti væri bjartsýni, sérstaklega með hækkandi sól. Bjartsýnir útgerðarfeðgar Morgunblaðið/Helga Mattína Útgerðarfeðgarnir hjá Fiskmarkaði Grímseyjar. Frá vinstri Jóhannes Gísli, Henning Jóhannesson, Sigurður og Henning yngri.  GUÐRÚN Anna Jónsdóttir varði doktorsritgerð sína í frumulíffræði frá Harvard University í Boston í Bandaríkjunum 19. nóvember síðast- liðinn. Heiti ritgerðarinnar er „The Role of Myosin I in Actin Ass- embly and Endocytosis in Budding Yeast“. Andmælendur voru Danesh Moazed, prófess- or í frumulíffræði, og Sheila Thom- as, prófessor í læknavísindum, bæði við Harvard Medical School, og Frank Solomon, prófessor í líffræði við Massachus- etts Institute of Technology. Rannsóknir Guðrúnar Önnu sner- ust um hlutverk mýósíns í stjórnun frumugrindarinnar og í innfrumun (endocytosis). Gersveppir voru not- aðir sem líkan en prótínin sem koma að þessum ferlum eru mjög áþekk í gersveppum og mönnum. Mýósín eru fjölskylda hreyfiprótína sem breyta orku í hreyfingu. Þau hreyfast með- fram aktín þráðum sem eru ein helsta uppistaðan í frumugrindinni. Ein tegund af mýósíni, mýósín I, var rannsökuð, en fjöldi annarra tegunda er þekktur, þar á meðal mýósín II sem tekur þátt í vöðvasamdrætti. Niðurstöður rannsóknanna sýna að mýósín I getur tekið þátt í myndun aktín þráða. Því getur þetta mýósín stjórnað myndun þess hluta frumu- grindarinnar sem það sjálft notar til hreyfingar. Jafnframt sýna niður- stöðurnar að mýósín I á mikilvægan þátt í seinni hluta innfrumunar sem er það ferli þegar frumuhimnan umlykur efni í umhverfinu og tekur inn í frumuna. Þessar niðurstöður hafa verið birtar í vísindatímarit- unum Journal of Cell Biology og Current Biology. Leiðbeinandi rannsóknaverkefn- isins var Rong Li, prófessor í frumu- líffræði við Harvard Medical School. Aðrir doktorsnefndarmenn voru Timothy Mitchison, prófessor í kerf- islíffræði, og Tom Rapoport, prófess- or í frumulíffræði, báðir við Harvard Medical School, og Bruce Goode, prófessor í líffræði við Brandeis Uni- versity. Guðrún Anna er fædd í Reykjavík 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1994 og B.Sc. prófi í taugalíffræði frá Oberlin College í Bandaríkjunum 1997. Eiginmaður hennar er Jóhann- es Magnússon, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Foreldrar eru Bryndís Ísaksdóttir fagstjóri við Landsbókasafn Íslands - Háskóla- bókasafn og Jón Torfi Jónasson, pró- fessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Systkini eru Ragnheiður háskólanemi, Kristín Eva (d. 2001) og Stefán Árni menntaskólanemi. Guðrún Anna starfar hjá rann- sóknastofnuninni WiCell á Íslandi sem er með höfuðstöðvar í Wisconsin í Bandaríkjunum. WiCell hefur það að leiðarljósi að efla stofnfrumurann- sóknir og kanna þá möguleika sem stofnfrumur búa yfir. Doktor í frumulíf- fræði Guðrún Anna Jónsdóttir Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.