Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 11
Vilja ekki „þjóðhátíðarstemningu“
Hugsanlega má einnig skoða hinn hvassa
tón formannsins í því ljósi að tvær skoð-
anakannanir í byrjun febrúar sýndu að um
eða yfir 60% studdu Ingibjörgu Sólrúnu eða
töldu líklegra að hún yrði formaður. Stuðn-
ingsmenn hennar hafa raunar gjarnan vísað
til skoðanakannana og bent á að hún njóti
meiri vinsælda, meira trausts og sé almennt
talin betur til þess fallin að standa uppi í
hárinu á foringjum annarra stjórnmálaflokka.
Einn nánasti samstarfsmaður Össurar vildi þó
ekki meina að það hefðu verið skoðanakann-
anirnar sem hefðu hreyft við Össuri og hans
stuðningsmönnum heldur hefði gagnrýni Öss-
urar beinst að því að breyta þeirri „þjóðhátíð-
arstemningu og persónudýrkun“ sem verið
væri að búa til í kringum Ingibjörgu Sólrúnu.
Stuðningsmenn hennar hefðu, líkt og þrisvar
hefði verið gert hjá Reykjarvíkurlistanum,
reynt að skapa þá stemningu að hún hefði yf-
irburðarstöðu og að kosningin væri unnin fyr-
irfram, án þess að færa sérstök rök fyrir því
að Ingibjörg ætti skilið að vinna. Kosninga-
baráttan þyrfti og ætti að snúast um málefni
og muninn á frambjóðendunum en stuðnings-
menn Ingibjargar hefðu lítið viljað ræða um
það en þess í stað ýtt undir persónudýrkun á
foringja sínum.
Þrátt fyrir að Össur hafi sótt meira að
keppinaut sínum má ekki gleyma því að Ingi-
björg Sólrún og stuðningsmenn hennar hafa
gagnrýnt formanninn að fyrra bragði, m.a.
fyrir að vera fljótfær, hlaupa út undan sér og
hafa ekki nægjanlegt samráð við aðra í for-
ystu flokksins. Þá sé Ingibjörg Sólrún trú-
verðugri, höfði frekar til kjósenda og sé lík-
legri til að afla flokksins nægjanlegs fylgis til
að sigra í næstu kosningum. Gagnrýni af
þessu tagi á flokksformann getur á engan hátt
talist léttvæg.
Össur og stuðningsmenn hans hafa á móti
bent á að Össuri hafi tekist vel til við að
byggja upp flokksstarfið, fjármálin séu í góðu
lagi og staða flokksins í skoðanakönnunum
sýni alls ekki fram á að skipta þurfi um for-
mann. Össur eigi að fá að njóta þessara góðu
verka. Össur hefur sjálfur lagt áherslu á
framtíðarsýn sína og hvernig ríkisstjórn hann
vilji mynda að loknum kosningum. Efla þurfi
velferð, gæta að hagsmunum aldraðra og ör-
yrkja, fjölskyldunnar og ýta undir starfsemi
smáfyrirtækja. Með þessu hefur Össur leitast
við að gefa framboði sínu sérstöðu en það er
þó erfitt að sjá fyrir sér að Ingibjörg Sólrún
geti ekki tekið undir með formanninum. Í
samtali við Morgunblaðið sagði einn stuðn-
ingsmaður Össurar að þetta væri til marks
um að Össur leiddi en Ingibjörg Sólrún „jánk-
aði bara“ því sem formaðurinn segði. Stuðn-
ingsmaður Ingibjargar benti á hinn bóginn á
að engu líkara væri en Össur teldi að verið
væri að kjósa til Alþingis en ekki um for-
mannsembættið og ítrekaði að kosningarnar
snerust um ekki um málefni heldur um stíl og
vinnubrögð og hvor væri líklegri til að leiða
flokkinn til sigurs.
Verður að sækja
Þó að staða Ingibjargar Sólrúnar sé ekki
talin eins sterk og hún var fyrir landsfundinn
árið 2003 er þó almennt talið að hún hafi um-
talsvert forskot á Össur. Hann hafi því ekki
haft um annað að velja við upphaf barátt-
unnar en að blása til sóknar.
Össur hefur væntanlega verið í sóknar-
gírnum á miðvikudaginn í liðinni viku þegar
hann gagnrýndi Reykjavíkurlistann fyrir að
vera lokaður inni í ráðhúsinu og gaf undir fót-
inn með nánara samstarf Samfylkingarinnar
og Vinstri-grænna. Sagðist hann telja að
draumur vinstri manna um sameiningu væri
nær en oft áður, velferðaráherslurnar væru
nánast þær sömu og það eina sem skildi þá að
væri afstaðan til Evrópusambandsins.
Það er óhætt að segja að þetta útspil for-
mannsins hafi fengið blendnar viðtökur, bæði
meðal Samfylkingarmanna og stuðnings-
manna Vinstri-grænna. Þeir Samfylking-
armenn sem Morgunblaðið ræddi við sögðu
að þessi tilkynning formannsins hefði komið
mjög á óvart og ekkert slíkt hefði verið rætt
innan forystunnar. „Þetta er alveg út í hött og
er að mælast mjög illa fyrir, bæði meðal
stuðningsmanna Össurar og Ingibjargar,
maður er búinn að heyra mikið um það. Þetta
eru talin röng skilaboð til kjósenda og til at-
vinnulífsins. Maður skilur ekki af hverju hann
sagði þetta. Sameiningin í Samfylkingunni er
að takast, þetta er ekkert til umræðu lengur
og að rifja þetta upp með þessum hætti er al-
veg út í hött. Þó að flokkarnir geti unnið vel í
stjórnarandstöðu þá er ekki hægt að sameina
þá í einn flokk,“ sagði einn þingmaður flokks-
ins. Annar þingmaður var ekki síður undrandi
á þessum ummælum og sagði að þó að flokk-
arnir gætu vel unnið saman í stjórnarand-
stöðu og hefðu að mörgu leyti svipaða stefnu í
sveitarstjórnarmálum væri tómt mál að tala
um sameiningu flokkanna. Of mikið bæri á
milli í landsmálunum, sérstaklega varðandi
afstöðuna til Evrópusambandsins og til at-
vinnulífsins.
Lítill munur á málefnum
Þó að Össur hafi bent á nokkur málefni
sem skilji hann að frá Ingibjörgu Sólrúnu, er
erfitt að koma auga á verulegan málefnalegan
ágreining milli frambjóðendanna. Fæstir
þeirra Samfylkingarmanna sem rætt var við
gátu nefnt verulegan málefnalegan ágreining
og sögðu að við slíku væri ekki að búast; verið
væri að velja milli formanns og varaformanns
sama stjórnmálaflokksins sem að auki hefðu
verið samherjar og vinir um árabil. Það væri
hreinlega ekki hægt að búast við miklum mál-
efnalegum ágreiningi í slíkum tilfellum.
Gamlar flokkslínur skipta heldur ekki máli
að mati viðmælenda blaðsins. Í vissum til-
vikum mætti þó sjá þess merki að gamlir
kratar styddu Össur frekar og fyrrum liðs-
menn Kvennalistans, þeir tiltölulega fáu sem
enn tækju þátt í flokksstarfi Samfylking-
arinnar, styddu nánast allir Ingibjörgu Sól-
rúnu. Sumir töldu þó hugsanlegt að ef kosn-
ingabaráttan myndi harðna til muna gætu
gamlar flokkslínur komið skýrar upp á yf-
irborðið.
Fæstir þeirra sem rætt var við könnuðust
við að stuðningur við frambjóðendurna færi
eftir því hvort fólk búi á landsbyggðinni eða á
höfuðborgarsvæðinu. Hugsanlega væri for-
ystan í ákveðnum bæjarfélögum hallari undir
Össur, og var Akureyri og Ísafjörður nefnd
sem dæmi, en þetta ætti ekki við um hinn al-
menna flokksmann. Spurðir um hvort afstaða
frambjóðendanna til Reykjavíkurflugvallar
skipti máli sögðu langflestir viðmælendanna
að svo væri ekki. Viðtöl blaðamanns við Sam-
fylkingarmenn sem beðnir voru að lýsa sínum
skoðunum og því sem þeim sýndist um af-
stöðu flokksfélaga sinna gefa að sjálfsögðu
takmarkaða mynd af því andrúmslofti sem er
innan flokksins í aðdraganda kosninganna.
Það er þó rétt að taka fram að við efnisöflun í
þessa grein var rætt við á annan tug Samfylk-
ingarmanna víða af landsbyggðinni og svip-
aðan fjölda af höfuðborgarsvæðinu.
Stuðningur kvenna mikilvægur
Búseta virtist því litlu skipta en í samtölum
við Samfylkingarmenn kom á hinn bóginn í
ljós að konur eru mun líklegri til að styðja
Ingibjörgu, það hafa skoðanakannanir einnig
margoft sýnt og kemur þetta því ekki sérlega
á óvart. Að mati flestra þeirra sem Morg-
unblaðið ræddi við er þó ekki um að ræða að
sérstök stemning hafi myndast meðal kvenna
um að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu til formanns
þó að vissulega skipti það miklu máli fyrir
margar konur að hún verði kjörin formaður.
Aðrir sögðust hins vegar finna fyrir talsverðri
undiröldu í þessa átt.
Löngum hefur verið rætt um að Össur ætti
meiri stuðning innan forystu flokksins, hvort
sem væri á höfuðborgarsvæðinu eða á lands-
byggðinni en almennir flokksmenn væru lík-
legri til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu. „Hann
hefði unnið 500 manna flokksfund og hugsan-
lega þúsund manna landsfund en þetta er
mun erfiðara fyrir hann þegar kjósendurnir
eru 20.000,“ sagði einn þingmanna í samtali
við Morgunblaðið. Hvað varðar þingflokk
Samfylkingarinnar skiptist hann nánast ná-
kvæmlega í tvennt með tilliti til stuðnings við
frambjóðendurna, eins og rakið var í þing-
pistli Örnu Schram í Morgunblaðinu í vikunni.
Hver verður varaformaður?
Þegar þetta var ritað var Ágúst Ólafur
Ágústsson sá eini sem hafði tilkynnt um
framboð sitt til varaformanns. Aðrir hafa ver-
ið orðaðir við embættið, m.a. alþingismenn-
irnir Guðmundur Árni Stefánsson, Kristján
L. Möller, Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík
Bergvinsson og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í
Hafnarfirði. Framboðsfrestur til embættisins
rennur ekki út fyrr en á landsfundi og því er
alls óvíst að aðrir tilkynni um framboð sitt
fyrr en þá. Margir Samfylkingarmenn telja
að varaformannskjörið muni taka mið af því
hver verður kosinn formaður, þ.e. að hann
verði valinn úr stuðningsmannahópi þess
frambjóðanda sem býður lægri hlut í for-
mannskjörinu. Það er þó alls ekki víst að svo
verði, sérstaklega í ljósi þess að stuðnings-
menn Ingibjargar Sólrúnar og Össurar virð-
ast ekki skiptast í fylkingar eftir málefnum,
kjördæmum eða gömlu flokkslínunum.
var hópunum falið að endurskoða tillögurnar í
ljósi þeirra hugmynda og athugasemda sem
komu þar fram. 15. janúar var sjö hópum til
viðbótar ýtt úr vör og áttu þeir að skila nið-
urstöðum á landsfundi sem þá var talið að
yrði í haust. Eftir að landsfundinum var flýtt
vegna formannskosninganna tilkynnti Ingi-
björg Sólrún að vinnu hópanna yrði hraðað og
þótt tíminn væri naumur væri stefnt að því að
leggja eitthvað fram á landsfundinum. Þessa
ákvörðun hefur Össur sömuleiðis gagnrýnt og
sagt tímann of nauman. Einn þeirra sem rætt
var við, stuðningsmaður Ingibjargar Sól-
rúnar, benti á hinn bóginn á að þó að vissu-
lega væri betra ef hóparnir hefðu lengri tíma
fengju þeir mun meiri tíma en þeir hópar sem
unnu að málefnaundirbúningi flokksins fyrir
kosningarnar 2003, en á því starfi bar Össur
ábyrgð sem formaður flokksins.
Helsti vettvangur Ingibjargar
Gagnrýni Össurar á framtíðarhópinn hlýtur
að þurfa að skoða í því ljósi að hópurinn hefur
verið einn helsti vettvangur Ingibjargar Sól-
rúnar í flokksstarfinu og hefur hún getað haft
mikil áhrif á starf hans sem formaður verk-
stjórnarhópsins. Ingibjörg hefur því mikið að
vinna ef starfsemi framtíðarhópsins mælist
vel fyrir en að sama skapi liggur hún vel við
höggi ef starfsemin gengur ekki sem skyldi.
Ef Ingibjörgu Sólrúnu sveið undan gagnrýn-
inni á framtíðarhópinn hefur ekki síður sviðið
undan þeim orðum Össurar að umræðu-
stjórnmál væru „fix idea“ og stórar umbúðir
utan um lítið. Þó að Össur hafi einstaka sinn-
um rætt um kosti „samræðustjórnmála“ hef-
ur það verið Ingibjörg Sólrún sem hefur fyrst
og fremst verið talsmaður þessarar aðferðar
innan flokksins. Þar að auki er starfsemi
framtíðarhópsins tilraun til að beita umræðu-
stjórnmálum við raunverulega stefnumótun.
Það er því ekki að undra þó að Ingibjörg
Sólrún hafi ítrekað vísað þessari gagnrýni á
bug og m.a. sagt að hún verði ekki gerð ábyrg
fyrir einstökum hugmyndum sem komi frá
framtíðarhópnum jafnvel þó að hún hafi yf-
irumsjón með starfi hans. Þá hafi umræðu-
stjórnmál margsannað kosti sína og hefur
hún m.a. bent á örlög fjölmiðlafrumvarps rík-
isstjórnarinnar síðasta sumar samanborið við
nýlegar tillögur fjölmiðlanefndar. Andsvar
hennar um að betur hefði farið á að beita um-
ræðustjórnmálum þegar frægt frumvarp um
eftirlaun ráðherra og alþingismanna var lagt
fyrir haustið 2003 var býsna eitrað en stuðn-
ingur Össurar við það frumvarp hefur reynst
honum dýrkeyptur, ekki síst þar sem fjöl-
margir frammámenn í verkalýðshreyfingunni
brugðust ókvæða við því. Á þeim for-
ystumönnum í verkalýðshreyfingunni var að
heyra sem þetta mál væri alls ekki gleymt og
stæði stuðningi við Össur fyrir þrifum.
í kosningabaráttunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og stuðningsmenn hennar bera saman bækur sínar.
runarp@mbl.is
’Þó að staða Ingibjargar Sólrúnar sé ekki talin eins
sterk og hún var fyrir lands-
fundinn árið 2003 er þó al-
mennt talið að hún hafi umtals-
vert forskot á Össur. Hann
hafi því ekki haft um annað að
velja við upphaf baráttunnar
en að blása til sóknar.‘