Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 12

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 12
12 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ’Sú guðlega forsjón sem birtist í at-kvæðagreiðslu kardínálanna hefur valið mig sem eftirmann hins mikla páfa.‘Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger í fyrstu messu sinni eftir að hafa verið kjörinn páfi katólsku kirkj- unnar á þriðjudag. Ratzinger hefur tekið sér nafnið Benedikt XVI. ’Guð er ekki kristinn.‘Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup ensku bisk- upakirkjunnar í Suður-Afríku og friðarverðlaunahafi Nóbels, kvaðst hafa vonast til að kosinn yrði páfi sem væri öllu frjálslyndari en Benedikt 16. væri álitinn vera og bætti við að hann vonaði að hinn nýi páfi myndi áfram stuðla að samræðum milli trúarbragð- anna líkt og Jóhannes Páll II., forveri hans, hefði gert. ’Þá sá ég allt í einu höndina á litlastráknum standa upp úr vatninu og hljóp af stað.‘Guðrún Björk Sigurðardóttir bjargaði tveimur frændsystkinum sínum, sem höfðu dottið í sjóinn í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi á fimmtudag. ’Ég vek líka athygli á því að einstakirflokkar, einstakir þingflokkar, geta sett sjálfum sér slíkar reglur. Ekkert kæmi í veg fyrir það.‘Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi eftir að tilkynnt hafði verið að þingflokkur Framsókn- arflokksins hefði óskað eftir að settar yrðu reglur um upplýsingagjöf um fjárhag og hagsmunatengsl þing- manna. Flokkurinn ætlar að ríða á vaðið og birta slík- ar upplýsingar um eigin þingmenn. Forsætisráðherra hyggst einnig stofna nefnd til að fjalla um eftirlit með fjárreiðum flokkanna. ’Allar þessar litabyltingar hafa í raunverið hrein og tær stigamennska.‘Alexander Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, um stjórnarbyltingarnar í mörgum nágrannaríkjanna á undanliðnum misserum sem jafnan hafa verið kennd- ar við þá liti sem þær einkenndu. ’Nú lá á að efla veldi Frakka og ná framhefndum á Englendingum.‘Anna Agnarsdóttir dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands fjallaði á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur um hugmyndir Frakka á 18. öld um að skipta við Dani á Íslandi og nýlendunni Louisiana í Norður-Ameríku í því skyni að reisa franska flotastöð hér á landi til að ógna veldi Breta beggja vegna Atl- antsála. ’Við munum þurfa stjórnarstefnu sem ermeira afgerandi, djarfari og meira fé- lagslega þenkjandi […] ef við ætlum að taka mið af þeim tilfinningum, löngunum og vonbrigðum sem kjósendur eru nú að lýsa.‘Dominique de Villepin innanríkisráðherra Frakka um stöðu frönsku stjórnarinnar en 15 skoðanakann- anir í röð hafa nú leitt í ljós að franskir kjósendur hyggist fella stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóð- aratkvæðagreiðslu 29. næsta mánaðar. ’En væri Reykjavík tilbúin að takastökkið? Kannski myndi Brussel gera þeim tilboð sem ekki er hægt að standast, ef eyjan gæti bundið enda á stjórn- arskrárhöfuðverk Evrópusambandsins. Íslensku fiskarnir gætu verið öruggir um hríð.‘Í dálkinum Observer í dagblaðinu Financial Times var fjallað um möguleikann á að Ísland bjargaði Evr- ópusambandinu ef Frakkar höfnuðu nýrri stjórn- arskrá í þjóðaratkvæði, sem haldið verður í lok maí. ’Ég held að hirðuleysi sé versti óvinuríslenskrar tungu.‘Kristján Árnason, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir að íslenskukennsla sé nú látin drabbast niður í Háskólanum og bendir á að á undanförnum mánuðum hafi sex íslenskukennarar hætt störfum, en aðeins tveir verið ráðnir í staðinn. Ummæli vikunnar Reuters Ekki hafði Benedikt XVI. fyrr verið valinn páfi en byrjað var að selja nælur með mynd af honum í Marktl, fæðingarþorpi hans í Bæj- aralandi. Nýr páfi á nýrri nælu Kanadamenn eru reiðir stjórnvöld-um og það hriktir í ríkisstjórnPauls Martins forsætisráðherravegna fjármálahneykslis, sem núer til rannsóknar. Martin hefur heitið því að boða til kosninga þegar rannsókn á spillingu í flokki hans, Frjálslynda flokkn- um, er lokið. Gert er ráð fyrir því að nefndin, sem nú rannsakar málið, skili niðurstöðum sínum í desember og yrði þá gengið til kosn- inga í janúar, en margir leyfa sér að efast um að stjórnin lifi sumarið og hafa þrír flokkar hótað því að lýsa yfir vantrausti á hana í maí. Spilling og peningamisferli Hneykslismálið snýst um peninga. Fyrir nefndinni hefur því verið borið vitni að Frjáls- lyndi flokkurinn í Quebec hafi á síðasta áratug krafist greiðslna fyrir að láta af hendi samn- inga um auglýsingar. Fénu átti að verja í aug- lýsingar til að bregðast við aðskilnaðarsinnum í frönskumælandi Quebec. Það rann til auglýs- ingastofa, sem eru hliðholl flokknum og var engin vinna innt af hendi. Í einu tilfelli voru einum nánustu vina Jean Chrétien, fyrrverandi forsætisráðherra, greiddar fimm milljónir dollara á grundvelli falsaðra kvittana fyrir störf, sem ekki voru unnin. Því er síðan haldið fram að sam- komulag hafi verið gert við vininn um að end- urgjalda greiðann með því að leggja eina milljón dollara í kosningasjóði Frjálslynda flokksins. Martin baðst afsökunar á misgjörðum flokks síns í ávarpi til kanadísku þjóðarinnar á föstudag. „Það á að kalla þá til ábyrgðar, sem eru við völd og það á einnig við um mig,“ sagði hann í sjónvarpsávarpinu. Mál þetta hefur lamað stjórn Martins. Hon- um tókst ekki að ná meirihluta á þingi í kosn- ingunum í fyrra, meðal annars vegna þess að hneykslið var þá byrjað að koma í ljós, og stjórnarandstaðan getur því knúið fram kosn- ingar þegar henni hentar. Stjórnin sem lömuð Stjórnin hefur því þurft að fallast á mála- miðlanir, sem tefja og jafnvel koma í veg fyrir að stefnuskrá hennar verði hrint í fram- kvæmd og á það bæði við um áform um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Martin hugðist knýja fram ákvæði um að sekta iðn- fyrirtæki, sem láta frá sér gróðurhúsaloftteg- undir, en varð að hætta við þegar Íhaldsflokk- urinn hótaði að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi hans. Hótun eins flokks- bróður hans, sem er á móti hjónaböndum samkynhneigðra, um að ganga úr flokknum varð til þess að hann lofaði að setja á fót nefnd til að ræða málið á opinberum vettvangi, sem þýðir að lagasetning tefst í það minnsta til haustsins. Martin hafði einnig lofað að leyfa einstaklingum að eiga smáskammta af mar- íúana og láta til skarar skríða gegn barna- klámi, en það hefur tafist. Það sama á við um lög um að herða eftirlit með sölu lyfja á Net- inu. Leiðtogar annarra flokka á kanadíska þinginu finna á sér að stjórn Martins er fall- völt og er þingið nú sagt nánast óstarfhæft. „Lömun hefur gripið um sig og neðri deildin er eins og fjölleikahús,“ segir David Taras, stjórnmálafræðingur við Calgary-háskóla í samtali við The New York Times. Martin á ekki langt að sækja stjórnmála- áhugann. Faðir hans var þingmaður og ráð- herra. Hann nam lög og starfaði fyrst hjá orkufyrirtækinu Power Corporation of Can- ada, varð síðar stjórnandi skipafélagsins Can- ada Steamship Lines og er nú vellauðugur. Hann komst á þing fyrir Frjálslynda flokkinn og átti stóran þátt í að leggja drög að stórsigri Chrétiens í kosningunum árið 1993. Að laun- um hlaut hann embætti fjármálaráðherra og þótti takast vel að koma stjórn á fjárlög lands- ins og útgjöld. Chrétien rak hann úr stjórn- inni árið 2002 fyrir að berjast gegn sér. Einu og hálfu ári síðar lét Chrétien af forustu í flokknum. Martin var kjörinn eftirmaður hans í flokknum með 94% atkvæða og settist í stól forsætisráðherra. Martin hefur ekki verið bendlaður við spill- ingarmálið persónulega þótt hann hafi verið fjármálaráðherra á þeim tíma, sem það átti sér stað. Chrétien hefur um langt skeið þurft að bera af sér ásakanir um spillingu og þegar hann fór úr embætti voru uppi grunsemdir um að hann hefði þrýst á banka í ríkiseigu um að lána fé til fyrirtækja, sem hann átti hlut í. Það var hins vegar ekki fyrr en nú að hægt var að sýna fram á að tengja mætti útgjöld úr rík- issjóði Kanada greiðslum til Frjálslynda flokksins og útvaldra gæðinga, þar á meðal bróður Chrétiens, að því er kom fram í grein eftir David Frum, fræðimann við Amercian Enterprise Institute og dálkahöfund við kan- adíska blaðið National Post, í The New York Times í vikunni. Frum rekur þetta til viðleitni Frjálslynda flokksins til að halda völdum þrátt fyrir að farið hafi verið að kvarnast úr hefðbundnum stuðningsmannahópi hans. Hann segir að það hafi verið gæfa flokksins að Íhaldsflokkurinn klofnaði árið 1993. fyrir vikið hafi frjálslyndir haldið völdum þótt þeir fengju aðeins 37% atkvæða. „Nánast allt sem Jean Chrétien gerði sem forsætisráðherra næsta áratuginn má skilja sem viðleitni til að snúa við langtímavanda flokksins,“ skrifar hann. „Hann þokaðist til hægri í efnahagsmálum í þeirri von að höfða til kjósenda með meðaltekjur, sem óstjórn [Pierres] Trudeaus í efnahagsmálum hafði hrakið brott. Hann sveigði til vinstri í fé- lagsmálum í þeirri von að finna nýja kjósend- ur í röðum auðugra íbúa Ontario og Quebec. Eftir 11. september sló hann á strengi and- úðar í garð Bandaríkjamanna og Ísraela í þeirri von að finna hljómgrunn hjá einangr- unarsinnum í Quebec og meðal ákveðinna samfélaga innflytjenda. Langt valdaskeið frjálslyndra á enda? Og það var sennilega af þessum sömu ástæðum, sem Chrétien setti í gang pen- ingasvikamylluna. Eftir því sem styrkur frjálslyndra í Quebec hefur dvínað hafa þeir átt erfiðara og erfiðara með að tryggja skil- virka, pólitíska starfsemi í fylkinu. Hvernig á að viðhalda pólitískum flokki án grundvall- arviðmiða eða sýnar? Stundum er það gert með spillingu.“ Árið 1995 var stofnaður neyðarsjóður til að tryggja þjóðareiningu og milljónir dollara settar í hann. Sjóðnum var ætlað að draga úr fylgi íbúa Quebec við aðskilnað frá Kanada með því að fjármagna menningar- og íþrótta- viðburði. Rannsókn nefndarinnar, sem Martin skipaði til að fara ofan í málið, virðist ætla að leiða í ljós að raunin hafi verið önnur og það gæti reynst forsætisráðherranum dýrkeypt. Samkvæmt skoðanakönnunum myndi stjórn Frjálslynda flokksins ekki halda velli ef gengið yrði til kosninga nú. Í herbúðum flokksins er þó talið að hann eigi möguleika á sigri verði kosið í júní. Það er rökstutt með því að kjósendur gætu brugðist við með því að refsa Stephen Harper, leiðtoga Íhaldsflokks- ins, ákveði hann að fella stjórnina til að knýja fram kosningar. Frjálslyndir binda einnig vonir við það að kjósendur hugsi málið á eigin forsendum þegar kosningabaráttan hefst í stað þess að láta fjölmiðla leiða sig. Það er hins vegar ljóst að það verður á brattann að sækja fyrir Frjálslynda flokkinn, sem hefur nú verið við völd í 12 ár og 80 ár af síðustu 109. Liðsmenn hans gætu hins vegar brátt þurft að venjast því að vera í stjórnarand- stöðu. Kanada er í hugum margra andstæðan við Bandaríkin. Heilbrigðiskerfið er fyrir alla, fangelsin tóm og eign skot- vopna takmörkuð. Ekki er þó allt með felldu í fyrirmyndarlandinu. Margt bendir til þess að spilling muni verða stjórn Frjálslynda flokksins að falli og brátt verði boðað til kosninga. Karl Blöndal kynnti sér málið. Stjórnarkreppa í Kanada Reuters Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, brá á leik áður en hann svaraði spurningum fjölmiðla á föstu- dag eftir að hafa ávarpað kanadíska fjölmiðla. Stjórn hans er við það að falla vegna spillingarmála, sem áttu sér stað í tíð Jeans Chrétiens, forvera hans á forsætisráðherrastóli. kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.