Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 14

Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 14
14 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gítarkaflinn í SummerHoliday, þessi und-ursamlegu tvígrip,kemur upp í hugann,næstum því ábyggi- lega í milljónasta skiptið, þegar sest er niður og símanúmerið í Dan- mörku slegið inn á eitt af galdra- tækjum nútímans. Og nú gefst ykk- ar einlægum loks tækifæri til að ræða við höfund þessara mögnuðu hljóma, Hank Marvin, leiðtoga The Shadows og einn áhrifamesta gít- arleikara síðustu áratuga. Var það ekki örugglega árið 1963 sem systir mín heitin bauð mér í Tónabíó á Summer Holiday með Cliff Richard og The Shadows? Enn sé ég Cliff fyrir mér keyrandi Lundúna- strætóinn, hann snýr gríðarstóru stýrinu um leið og hann syngur um sumarleyfið sem unga, snyrtilega fólkið á fyrir höndum. Og er hann ekki örugglega klæddur ljósum net- bol þar sem hann stendur og syng- ur á Akrópólis-hæðinni? Og leikur ekki Hank Marvin örugglega franskan bónda á reiðhjóli? Þvílík bíómynd! Og tónlistin er klassísk. Hank Marvin er ljúfmenni, á því getur enginn vafi leikið eftir að hann hefur gefið sér góðan tíma til að svara stórundarlegum spurn- ingum manns sem hringir í hann þar sem hann er í rútu á tónleika- ferðalagi um Norðurlönd. Og síðan liggur leiðin hingað til lands, The Shadows halda tónleika í Kapla- krika 5. næsta mánaðar. Aðdáend- urnir bíða spenntir, áhugamenn um gítarleik geta vart beðið. „Við erum í Danmörku, ég er satt að segja í rútunni á leið frá Álaborg, við vorum með nokkra tónleika hér. Við erum nú að ljúka tónleikaferð okkar um Skandinavíu og síðan komum við til Íslands,“ segir Hank Marvin. Hann kveðst hlakka til þess að koma á ný til Íslands en The Shadows héldu nokkra tónleika hér á landi árið 1986 sem aðdáendum Marvins og sveitarinnar eru enn í fersku minni. „Já, síðast þegar við komum til Íslands vorum við í fimm daga, muni ég rétt. Þetta var afar áhuga- verð heimsókn fyrir okkur. Þetta var um mitt sumar þannig að við fengum að upplifa björtu sum- arnæturnar. Okkur þótti þetta mikil upplifun og merkileg,“ segir Marvin. Hann segir að á efnisskránni verði mikið af elstu lögum hljóm- sveitarinnar. „Við syngjum líka mörg þeirra laga sem við sömdum fyrir Cliff Richard,“ segir Marvin og nefnir Summer Holiday, Bachel- or Boy, The Day I Met Mary og fleiri. „Áhorfendur kunna vel að meta þennan hluta tónleikana og okkur finnst gaman að leika þessi lög fyrir fólk.“ Á efnisskránni eru einnig öll þekktustu lög The Shad- ows, tónsmíðar sem allir þekkja og bornar eru uppi af einstökum gít- arleik Marvins. Bandarísk áhrif Eigum við ekki að tala aðeins um gítara og gítarleik? „Alveg endilega,“ segir Marvin og ljóst er að áhuginn á hljóðfærum og græjum er enn hinn sami og áð- ur þótt nú líði senn að lokum tón- leikahalds The Shadows. Þú hefur þróað fram algjörlega einstakan stíl, hverjir voru áhrifa- valdar þínir og hvernig kom það til að þú fórst að spila á gítar? „Þetta byrjaði með því að ég tók að hlusta á djasstónlist frá New Orleans, bandaríska þjóðlagatónlist og blús. Síðan kom „skiffle“- tónlistin og rokkið. Þessi tónlist studdist auðvitað við gamlar hefðir en var gerð aðgengilegri og um leið vænlegri til sölu. Ég hreifst einfald- lega af gítarleiknum á þessum plöt- um sem ég var að hlusta á, Scotty Moore sem lék undir hjá Elvis Presley, Buddy Holly, James Burton og sumt af því sem Chuck Berry gerði; allt þetta höfðaði mjög til mín og ég reyndi að líkja eftir þeim. Þeir höfðu þennan sérstaka gítarhljóm, þennan „tvang“-hljóm, sem var ólíkur öllu sem við höfðum heyrt fram til þessa vegna þess að evrópskir og breskir gítarleikarar höfðu tileinkað sér allt aðra tækni sem byggð var á djassi og dans- tónlist. Mér þótti því mjög spenn- andi að hlusta á þessa bandarísku gítarleikara og reyndi að líkja eftir þeim. Um stíl minn er kannski helst það að segja að árið 1959 gaf Cliff mér Fender Stratocaster-gítar. Og hann var auðvitað með tremelo-armi og ég byrjaði að fikta í honum. Þá fór að þróast fram hjá mér stíll sem einkenndist af því að ég hélt um tremelo-arminn um leið og spilaði og gat þannig sveigt nótur og tví- grip fram og til baka. Nokkrum mánuðum síðar komst ég yfir nýja græju frá Ítalíu sem var bergmáls- tæki. Mér fannst það æðislegt! Ég byrjaði að prófa mig áfram með það og það setur vitanlega mjög mark sitt á lögin sem við tókum upp. Síðan vorum við með Vox AC-15- magnara. Við báðum fyrirtækið að smíða fyrir okkur magnara sem hentuðu betur á sviði og þá fengum við AC-30-týpuna frægu. Þannig að stíll minn mótaðist að hluta til af tilviljunum. Þarna komu saman þau tónlistarlegu áhrif sem ég varð fyrir, Stratocaster-gítarinn, tremelo-stöngin, bergmálstækið sem var merkileg nýjung og magn- arinn.“ Varst þú afar duglegur við að æfa þig strax þegar þú varst að byrja? Gerðirðu þér fljótt grein fyrir að þú hafðir tónlistarhæfileika og sér- staklega hæfileika til að leika á gít- ar? „Ég spilaði mjög mikið þegar ég var mjög ungur, en ég hafði aðeins spilað af einhverju viti á gítar í eitt ár þegar ég byrjaði að spila með Cliff Richard …“ Bara eitt ár, er það satt? „Já, ég æfði mig ekki skipulega, ekki tónstiga og þess háttar. Fyrst reyndi ég að líkja eftir því sem ég heyrði á plötum og síðan fórum við að semja lög. Þannig að þetta voru ekki skipulegar gítaræfingar, þetta var hvort eð er allt spilað í pentatóníska-skalanum,“ segir Marvin og hlær. „En ég held að mér hafi í raun ekkert farið fram frá því að ég var átján ára og fram að þrí- tugu. Satt að segja æfði ég mig ekk- ert, við vorum svo önnum kafnir, við vorum á ferðalögum og síðan tóku lagasmíðarnar auðvitað sinn tíma. Ég æfi mig miklu meira núna seinni árin vegna þess að ég hef áhuga á alls kyns gítarleik, ég hef gaman af sígaunadjassi og þess háttar tónlist sem getur verið ansi krefjandi í tæknilegu tilliti.“ Spilar þú á klassískan gítar? „Nei, það geri ég ekki. Mér finnst klassíski gítarinn stórbrotið hljóð- færi og hef gaman af að hlusta á klassískan gítarleik en ég hef aldrei haft tíma til þess að ná tökum á honum. Því miður.“ Eitt af því sem einkennir svo mjög þinn gítarleik eru tvígripin (þetta fyrirbrigði nefnist „double- stop“ á enskri tungu og má lýsa á þann veg að gítaristinn leikur tvo tóna samtímis, oft sem millikafla eða aðalrödd en myndar ekki hefð- bundinn þriggja nótna dúr- eða mollhljóm). Komu þessi áhrif líka frá Bandaríkjunum, nú var Scooty Moore mikill tvígripamaður? „Það er rétt,“ segir Marvin og bætir við að djassgítaristar hafi löngum notað þessa tækni. „Satt að segja veit ég ekki hvaðan þessi tækni kemur. Sum laga okkar, þ.e.a.s. aðalgítarröddin, eru byggð á tvígripum. Manstu eftir Living Doll? Það lag er nánast allt spilað í tvígripum. Ég datt bara ofan á þetta þegar við vorum að taka lagið upp. Mér fannst það hljóma vel, þetta var ljúft og passaði vel við lagið. Annað lag er Shindig sem við tökum á tónleikunum, þar er annar kaflinn allur í tvígripum. Ég reyndi upphaflega að líkja eftir píanóleik- urum þegar ég notaði tvígripin, ég hafði ekki heyrt gítarista gera þetta eins og ég vildi að það hljómaði.“ Mér er sagt að þú sért í sífellu að skipta um gítara á tónleikum en notar þú ekki alltaf Fenderinn? „Jú ég nota tvo Stratocastera. En í eldri lögunum þarf ég að nota þyngri strengi og þess vegna skipti ég,“ segir Marvin og upplýsir að sá gítar sem hann notar í elstu lög- unum sé búinn Ernie Ball- strengjum á bilinu 12–52. Þetta eru verulega þungir strengir en Marvin segir að Ernie Ball-strengirnir séu ekki jafn stífir og margar aðrar gerðir þegar þessum „þyngd- arstuðli“ er náð. „Hinn Stratinn er með DR-strengi á bilinu 11–50 þannig að hann er aðeins léttari og svo nota ég líka Burns-gítar í nokkrum lögum. Þá notum við kassagítara í nokkrum lögum á tón- leikunum.“ Er það ekki nýlunda? „Nei, ekki beint. Við notuðum oft kassagítara á sviði í gamla daga, og þá á ég við í gamla daga, í kringum 1960,“ segir Marvin og minnir á að hann hafi fyrir nokkrum árum gefið út geislaplötu, Guitar Player, sem gekk mjög vel og var öll leikin á kassagítar. „Mér finnst mjög gam- an að spila á kassagítar.“ Stratocaster og ekkert annað Sá gítar sem Marvin notar mest á sviðinu er Fender Stratocaster af árgerð 1989. „Þetta er frumgerðin af 50 Hank Marvin-gíturum sem sérsmiðjan hjá Fender [sú merka stofnun nefnist „Fender Custom Shop“ á enskri tungu] bjó til. Hann er mjög líkur fyrsta Stratocastern- um sem ég eignaðist. Seinna smíð- uðu þeir fimmtíu til viðbótar og ég áritaði þá alla sjálfur. Loks kom af- mælisútgáfa og þá voru fjörutíu smíðaðir. Þetta eru mjög góðir Stratocasterar, þeir eru allir hand- smíðaðir af Fender, hálsinn er úr svokölluðum „bird’s eye“-hlyni, þeir eru rauðir og allur málmur gylltur. Þetta eru frábærir gítarar.“ „Þetta er allt í fingrunum“ „Ég kýs Stratocasterinn, þetta er geysilega fjölhæft hljóðfæri og hann er léttur sem skiptir máli þegar þú stendur á sviði og spilar stanslaust í tvo tíma.“ Hank Marvin með vinnutækið. Ný styttist í að The Shadows með gítarleikar- ann einstaka Hank Marvin í broddi fylkingar haldi tón- leika á Íslandi. Ásgeir Sverrisson hringdi í Marvin og ræddi við hann um tón- leikana, gítara og græjur. ’Ég reyndi upp-haflega að líkja eftir píanóleikurum þegar ég notaði tvígripin, ég hafði ekki heyrt gítarista gera þetta eins og ég vildi að það hljómaði.‘ ’En ég held að mérhafi í raun ekkert farið fram frá því að ég var átján ára og fram að þrítugu. Satt að segja æfði ég mig ekkert, við vorum svo önnum kafnir.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.