Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Ingi Hauksson,sem er annar tveggja úti-bússtjóra Landsbankans íAusturstræti, hinn er Árni Emilsson, segir fyrirtækjaþjón- ustu ætíð hafa verið veigamikinn þátt í starfsemi Landsbankans í þau 119 ár, sem saga hans nær til. Stofnun Landsbankans hafi þjónað lykilhlut- verki í sjálfstæðisbaráttunni og saga hans sé samtvinnuð sögu framfara og velmegunar í landinu allar götur síð- an. Guðmundur segir, að í kjölfar verzlunarfrelsisins 1855 hafi menn búist við gífurlegri sprengingu, en hún lét bíða eftir sér og raunverulegt verzlunarfrelsi komst ekki á fyrr en þjóðin eignaðist banka. Án lánsfjár- magns og skilvirks peningakerfis áttu fyrirtæki mjög erfitt uppdráttar. Áður en Landsbankinn kom til sög- unnar lánaði enginn íslenzkum fyr- irtækjum eða einstaklingum fé nema kaupmenn. Þetta var geysilega haml- andi á alla framþróun í landinu, því án lánsfjár áttu fyrirtæki lands- manna litla vaxtarmöguleika. Árið 1853 fór að miklu leyti í að ræða pen- ingaekluna í þjóðfélaginu og 1855 sendi Alþingi bænaskrá til konungs, þar sem hann var hvattur til að koma á bankastarfsemi í landinu. Tveimur árum síðar svaraði konungur er- indinu neitandi eftir að hafa ráðfært sig við danska Þjóðbankann, sem taldi ekki mikla framtíð í bankavið- skiptum á litla Íslandi. Sumarið 1885 samþykkti Alþingi lög um stofnun innlends banka; Landsbankans, sem tók til starfa 1. júlí árið eftir. „Sérstaða Landsbankans er þessi langa samfellda saga hans og þýðing fyrir þjóðina. Hér í þessu húsi finnur maður vel fyrir þessari löngu sögu og það er ekki hægt annað en bera djúpa virðingu fyrir þeim mönnum sem hér hafa verið síðustu öld,“ segir Guð- mundur. Hann segir bankann hafa farið hægt af stað. „Það var eins og menn áttuðu sig ekki á mögu- leikanum framan af, en svo fóru menn að nýta sér þjónustu bankans, stofna fyrirtæki og taka lán til fram- kvæmda. Það sem vekur sérstaka athygli manns við skoðun á sögu bankans er að hann hefur sjaldnast verið langt undan þegar íslenzk fyrirtæki hafa tekið vaxtarkippi og oft leikið lykil- hlutverk í uppbyggingu heilla at- vinnugreina. Vaxið og dafnað með hverju árinu Þótt það hafi skipzt á skin og skúr- ir í sögu Landsbankans hefur bank- inn náð að vaxa og dafna og stækka með hverju árinu. Hlutverk hans hef- ur verið frá upphafi að styðja við fyr- irtækin í landinu og er það í mjög rík- um mæli enn.“ Útibúið í Austur- stræti er eitt af 26 kjarnaútibúum bankans, staðsett í höfuðstöðvunum. „Meginhlutverk okkar er að ann- ast dagleg mál fyrirtækja og einstak- linga. Við höfum komið upp tengiliða- kerfi, sem virkar þannig, að einstak- lingarnir geta leitað til sinna þjón- ustufulltrúa og fyrirtækin til sér- fræðinga. Við erum með tólf manna hóp í fyrirtækjaþjónustunni. Við leggjum nú megináherzluna á að ná til millistórra fyrirtækja, en þau hafa til þessa orðið útundan, þar sem stóru fyrirtækin hafa fengið mjög góða þjónustu hjá bönkunum og minni fyrirtækin hjá útibússtjórun- um. Millifyrirtækin hafa goldið þess að vera of lítil til þess að ná athygli fyrirtækjasviðanna og of stór fyrir útibúin. Það má segja það, að þetta útibú og ein tvö önnur hjá Lands- bankanum séu nógu burðug til þess að veita millifyrirtækjunum góða þjónustu, en aðeins eitt hjá Íslands- banka og annað hjá KB-banka.“ Guð- mundur segir, að lánveitingalands- lagið hafi gjörbreytzt. Áður hafi pólitíkin ráðið þar miklu. Það megi segja, að bankarnir hafi gegnt hlut- verki nýsköpunarsjóða, sem þýddi að útlánatöp voru bæði stærri og tíðari en nú, sem aftur þýddi meiri vaxta- mun. Áður fyrr gátu lánveitendur haft rangt fyrir sér um gjaldhæfi lán- takenda í þrjú skipti af hverjum hundrað. Það segir Guðmundur of hátt hlutfall í dag; tvö skipti af hverj- um hundrað er of mikið. Nú eru allar lánveitingar á faglegum forsendum, sem hefur lækkað útlánatöpin veru- lega. Bankarnir reyni að halda út- lánatöpum undir 1% og það hafi Landsbankanum tekizt undanfarin misseri. Og með lækkun útlánatapa lækkar vaxtamunurinn, sem „kemur öllum til góða“, segir hann. Með peningana eins og bensínið „Við leggjum áherzlu á að þekkja okkar viðskiptavini vel og hafa við þá gott samband. Með því getum við verið fljótir til að svara þeim á fagleg- um forsendum. Hraðinn í uppbygg- ingu fyrirtækja hefur sjaldan verið meiri og í því samkeppnisumhverfi, sem nú ríkir, er mikilvægt að hafa snör handtök, þegar fyrirtæki þurfa á þjónustu okkar að halda. Það er með peningana eins og bensínið; þetta er sama varan hjá öll- um. Það sem greinir í milli er þjón- ustan á bak við viðskiptin. Sam- keppnisforskot okkar er snerpa. Við höfum náð því orðspori, að við getum svarað mönnum mjög hratt án þess að hraðinn sé á kostnað faglegra vinnubragða. Snerpa og þjónustulip- urð skipta öllu máli fyrir okkar við- skiptavini og geta okkar til þess að Megináherzlan er á millistóru Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Ingi Hauksson: Finnur vel fyrir langri sögu í Landsbankahúsinu. „Við bjóðum alla velkomna í viðskipti við okkur; fólk og fyrirtæki, en viljum hér og nú halda sérstaklega fram þjónustu okkar við millistór fyrirtæki, sem hafa verið útundan í bankakerf- inu,“ segir Guðmundur Ingi Hauksson, útibússtjóri Landsbankans í Austur- stræti, í samtali við Freystein Jóhannsson um starfsemi bankans. Aðalbanki Landsbanka Ís- lands var reistur 1922—24 á rústum gamla Landsbanka- hússins sem tekið var í notk- un 1899, en brann til kaldra kola 1915. Byggt var við bankahúsið 1971. Mjólkurbúsmenn höfðu betur Nú fyrir skömmu fór fram á Flúð- um hin árlega bridskeppni á milli starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna og Hreppamanna. Keppni þessi hef- ur verið árleg í aprílmánuði á fjórða áratug og er spilað til skiptis á Sel- fossi og Flúðum. Góður vinskapur hefur skapast milli manna og til- hlökkun að hittast. Það er þó svo komið að meðalaldurinn er orðinn nokkuð hár. Fátt af ungu fólki spilar brids. Allnokkrir fyrrum starfsmenn Mjólkurbúsins taka þátt í keppninni og eins hefur þurft að kalla til nokkra úr Bridsfélagi Selfoss til að fylla uppí töluna. Hreppamenn fengu nú „að láni“ tvo ágæta bridsmenn úr Hraun- gerðishreppi. Spilað var á fjórum borðum, þ.e. 32 tóku þátt í keppninni. Svo fóru leikar nú að Mjólkurbús- menn unnu með yfirburðum, úrslitin urðu 78 gegn 38 stigum. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ, mánudaginn 18.4. Spilað var á 11 borðum og með- alskor var 216 stig. Árangur N-S Oddur Halldórsson - Viggó Nordqvist 258 Ingibj. Stefánsd. - Ingveldur Viggósd. 254 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 239 Árangur A-V Alda Hansen - Jón Lárusson 257 Eysteinn Einarsson - Kári Sigurjónss. 248 Elín Jónsdóttir - Gunnar Pétursson 246 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Bjarni H. Ansnes afhendir Guðjóni Einarssyni farandbikarinn fyrir sigur Mjólkurbúsmanna gegn Hreppamönnum á Flúðum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.