Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Prima Embla Stangarhyl 1 110 Reykjavík Sími 511 4080 Fax 511 4081 www.embla.is NORMANDÍ Í KJÖLFAR INNRÁSARINNAR 2.– 7. október Einstök ferð í fylgd Þórhalls Heimissonar, þar sem rakin verð- ur slóð bandamanna í seinni heimstyrjöldinni 1944–1945. Ferðatilhögun: Flogið verður til London þann 2. október og ekið þaðan til Portsmouth þar sem eitt stærsta herskipasafn Breta verður skoðað. Næsta dag verður haldið með ferju til Cherbourg í Frakklandi, þar sem m.a. kjarnorkubátur verður skoðaður. Farið verður á helstu strandir innrásarinnar, Omaha, Utah, Sword og Juno, litið á virkið Point du Hoc og önnur mannvirki. Boðið verður upp á dagsferð í Mount St. Michael sem er eitt af undrum veraldar. Í Normandí verður gist í glæsilegum kastala, Chateau of Canisy, í tvær nætur. Þaðan verður ekið til Parísar og gist í 2 nætur á besta stað við Signubakka og Notre Dame kirkjuna. Boðið verður upp á skoðunarferð um borgina og heimsókn í safn franska hersins í Les Invalides. Brottför frá París er þann 7. október. Takmarkaður sætafjöldi – allar nánari upplýsingar í síma 511 4080. Fararstjórinn, Sr. Þórhallur Heimisson, er þaulvanur leiðsögumaður. Ferðin er farin í tengslum við útkomu bókarinnar „Ragnarök – 10 örlaga- ríkustu orustur Vesturlanda“ sem er afrakstur rannsókna Þórhalls. Ferðakynning mánudaginn 25. apríl kl. 20.00 í húsakynnum ferðaskrifstofunnar að Stangarhyl 1. SJÖTTUBEKKINGAR, sem urðu stúdentar 1944, Lýð- veldisstúdentarnir, höfðu þann starfa að sjá um að allir í lægri bekkjunum fengju sér frískt loft í stóru frímín- útunum (20 mínútur). Þetta fór oftast á þann veg að 6. bekkingunum var fleygt út og er myndin tekin um það leyti sem varnir 6. bekkinga brustu. 1. röð frá miðju: Geir Hallgrímsson og Sveinbjörn Dagfinnsson. 2. röð frá vinstri: Halldór Sveinsson, Thor Vilhjálmsson, Kjartan Jónsson, Björgvin Magnússon, Þorbjörn Karlsson, Einar Þorkelsson. 3. röð frá vinstri: Jón P. Emils, Ármann Kristinsson, Bragi Guðmundsson, Baldur Jónsson, Guðmundur Helgason. 4. röð frá vinstri: Björn Blöndal, Leifur Sveinsson (sést á hnakka hans), Ásgeir Ingibergsson, Skarphéðinn Pálmason. 5. röð frá vinstri: Árni Gunnlaugsson, Steingrímur Baldursson, Þór Vilhjálmsson. Gangaslagur í MR 1944 Morgunblaðið/Golli Ríkarður Hjálmarsson gægist fram af Hrafnaklettum og leitar að bleikju í Brúará. Það er frábært skíðaveður. Aðvísu norðan strekkingur, ensólin skín á nýfallinn snjó oghitamælirinn á Hellisheið- inni sýnir tveggja gráðu frost. Ég á stefnumót við Ríkarð Hjálmarsson í Brúará og nú skal reynt við stað- bundna bleikju. Það er auðséð að Rikki, eins og Ríkarður er kallaður, er mættur á svæðið. Bíllinn hans er ein stór bjór- auglýsing og fer ekki lítið fyrir hon- um. Rikki er byrjaður að veiða og veifar til mín af árbakkanum. Hann er að veiða í landi Spóastaða, fyrir neðan brúna á þjóðveginum. Neoprene-vöðlurnar koma að góðum notum á þessum tíma árs þótt nánast ekkert sé vaðið við veiðarnar í dag. Vatnshitinn er rúmlega þrjár gráður, lofthiti örlítið lægri og því nauðsyn að kappklæðast. Ég dúða mig vel, set saman stöngina og rölti niður að ánni til Rikka. Á algjöru dauðareki „Ég sá nokkrar bleikjur hér fyrir ofan brúna, útí straumnum, en þær vildu ekkert,“ segir hann og bendir. „Það er óvenju lítið vatn í ánni núna, man ekki eftir henni þetta vatnslítilli á þessum tíma í apríl.“ Tréstaurinn undir brúnni, sem margir veiðimenn kannast við, stendur þrjátíu sentí- metra uppúr vatninu og sandeyr- arnar fyrir ofan brú, við Ferjunefið, eru á þurru. Rikki hefur peacock með kúluhaus undir og Friskó-púpuna sem „dropper“, notar tökuvara og veiðir andstreymis. „Ég nota ýmsar flugur hérna, en veiði alltaf andstreymis. Bleikjan vill ekki sjá þetta nema flugurnar séu á algeru dauðareki. Svört Mobuto og venjuleg Heimasæta hafa t.d. oft gef- ið mér góða veiði hérna.“ Þetta er fyrsta ferð Rikka í Brúará á þessu vori. „Ég kem hingað tíu, tuttugu sinn- um á sumri og þá helst á vorin. Ég var svo heppinn að koma hingað fyrst með vönum manni sem hafði veitt hér í fimmtán ár. Maður lærir langmest á að fylgjast með öðrum. Í þeirri ferð veiddi ég í fyrsta skipti með and- streymisaðferðinni og fékk þrjár bleikjur. Þá var ekki aftur snúið.“ Rikki bendir á barð sem slútir yfir ánni. „Fyrsta bleikjan sem ég veiddi þá hvarf að vísu þarna inn. Ég lagði hana hér á bakkann þegar ég var bú- inn að landa henni og hélt áfram að veiða. Nokkrum mínútum síðar leit ég við og horfði þá á eftir mink draga bleikjuna mína inn í holu.“ Við skiptum nú liði, annar veiðir fyrir ofan brú og hinn fyrir neðan. „Þú skalt ekki vaða mikið, hún liggur oft ótrúlega nálægt landi hérna, þó maður sjái hana ekki endilega,“ kall- ar Rikki til mín. Þarf að nostra við ána Við köstum um hríð, án þess að verða varir. Þá er skipt um flugur. Við og við hikar tökuvarinn á leið sinni niður strenginn en sennilega er það bara botninn að stríða okkur. Við verðum ekkert varir meira og ákveðum að tylla okkur aðeins í skjóli fyrir norðanáttinni. „Bleikjan liggur svo djúpt og hreyfir sig ekki neitt í þessum kulda,“ segir Rikki þar sem við horfum yfir ána. „Brúará er mjög krefjandi veiðiá. Hérna gengurðu ekki að bleikjunni vísri og slítur hana upp; það þarf að nostra við hana. Maður getur eytt mörgum tímum án þess að verða var, en samt séð fiska. Þetta er mjög erfið á.“ En hvar hefur Ríkarður verið að veiða annars staðar? „Ég er alinn upp í Gufunesi og var mikið á bryggjunni og veiddi í sjón- um. Svo veiddi maður regnbogasil- ung í massavís í Grafarvogslæknum. Fiska sem sloppið höfðu úr eldisstöð- inni þar fyrir ofan. Veiðiferilinn hóf ég fyrir alvöru við Laxá í Aðaldal. Ég ólst eiginlega upp við veiðar með pabba og afa á Haga í Aðaldalnum. Í mínum elstu minn- ingum er ég með veiðistöng. Ætli ég hafi ekki verið sex ára þegar ég fékk að fara með körlunum í lax en svo var ég alltaf að veiða silung í Daufhyl, sem er djúpur lækur sem rennur meðfram Fornhaga og í Laxá. Á sumrin er lækurinn mun kaldari en áin og dregur þá að sér mikið magn af bleikju sem gaman er að veiða. Síðan hef ég farið á hverju ári í Laxá. Fyrstu árin var ég alltaf með spún- inn. Pabbi fór alltaf tvær umferðir með flugunni og svo fékk ég að kasta spæni á eftir.“ Nú er bara veitt á flugu í Aðal- dalnum og Rikki glottir þegar hann segir mér frá flugukast-lærdómi sín- um. „Ég lærði fyrst að kasta með tví- hendu. Það háði mér pínu þegar ég fékk mér einhendu, þau voru frekar asnaleg köstin hjá mér til að byrja með.“ Rosableikja Það er ákveðið að hvíla brúar- svæðið og Rikki stingur upp á að við prófum undir Hrafnaklettum. Við ökum fram hjá glæsilegum sum- arbústöðum í landi Spóastaða, leggj- um bílnum og göngum stuttan spöl niður að ánni. Þar kíkjum við fram af klettunum. „Hér er alltaf fiskur,“ segir Rikki. „Þessi staður hefur reynst mér einna best.“ En engan fisk er að sjá. Brúará felur bleikjurnar sínar mjög vel. Við röltum niður fyrir klettana og beitum sömu aðferð og áður. Köstum upp í strauminn, látum flugurnar sökkva og reka eftir botninum niður fyrir okkur, þar sem við stöndum á bakk- anum og einblínum á tökuvarann. Og þá loks gerist það. Tökuvarinn hverf- ur sjónum – falleg bleikja hefur látið glepjast. Bleikjan tekur strax roku yfir ána. Straumþunginn togar í hana og hjálpar ímyndunaraflinu og við strákarnir köllumst á. „Þetta er rosa bleikja!“ „Að minnsta kosti fjögur pund!“ „Glæsilegt, deginum bjargað.“ Nokkrum mínútum síðar losar Rikki hvíta grasmaðkspúpu úr þriggja punda bleikjunni. „Fallegur fiskur en hún er nú ansi horuð. Eigum við ekki að leyfa henni að fara?“ Við horfum á eftir henni synda ró- lega út í djúpið og hverfa. Hrossa- gaukur hneggjar á okkur, svona eins og til að þakka okkur fyrir. Minkur- inn fær allavega ekki að éta þessa. Ekki fyrir minkinn Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidar@mbl.is STANGVEIÐI | VEITT MEÐ RÍKARÐI HJÁLMARSSYNI Í DAG er veitt í Brúará með Rík- arði Hjálmarssyni. Ríkarður er Reyk- víkingur en býr með fjölskyldu sinni á Eyrar- bakka. „Maður er alltaf með stöngina í bílnum,“ segir Rík- arður sem er sölu- maður hjá Rolf Johansen og því mikið á ferðinni um landið. „Maður skýst oft í veiði á kvöldin eftir vinnu. Það hentar mér svo vel að taka lengri leiðina heim, koma við á Þingvöllum eða Laugarvatni. Maður slakar svo vel á. Veiðiþreytan er svo góð þreyta. Ég sleppi engum mánuði ársins. Ég reyni að veiða allan veturinn ef veðrið bíður upp á það.“ Veiðir allan veturinn Ríkarður Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.