Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 29
smáauglýsingar
mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 29
FRÉTTIR
Markáætlun um
erfðafræði í þágu
heilbrigðis og örtækni
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Rannsóknamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í mark-
áætlun Vísinda- og tækniráðs um rannsóknir á sviði erfðafræði
í þágu heilbrigðis og á sviði örtækni.
Umsóknarfrestur er til 10. júní 2005.
Erfðafræði í þágu heilbrigðis beinist að lífvísindum í kjölfar raðgreiningar
á erfðamengjum fjölda lífvera. Áhersla verður lögð á notkun erfðafræði-
legrar þekkingar til grunnrannsókna á líffræðilegum ferlum er tengjast
sjúkdómum og heilbrigði, sem og á hagnýtingu hennar til að þróa grein-
ingartækni, lyf eða meðferðarform.
Örtækni vísar til vísinda og tækni á örsmæðarkvarða þvert á hefðbundin
fagsvið eðlisfræði, efnafræði og líftækni. Í markáætluninni verður miðað
við að efri mörk smæðarkvarðans liggi við 10 míkrómetra.
Markáætlunin var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 17. desember
sl. Gert er ráð fyrir að á fyrstu tveimur árum áætlunarinnar verði varið 200
m. kr., þar af 90 m. kr. á yfirstandandi ári og 110 m. kr. á næsta ári. Til
næstu þriggja ára þar á eftir verða tryggðir nauðsynlegir fjármunir til áætl-
unarinnar, en hún mun standa yfir í 5 ár (2005-2009).
Tilgangur markáætlunarinnar er að efla þverfaglegt samstarf hér á landi
og auka styrk okkar á ofantöldum sviðum á alþjóðavísu. Reynt verður að
hámarka nýtingu tækjabúnaðar og aðferðafræði sem fyrir er í landinu á
þessum sviðum, styrkja frekari uppbyggingu á færni og þekkingu og rann-
sóknir og rannsóknahópa sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenn-
ingu. Lögð er áhersla á grunnrannsóknir sem og hagnýt verkefni í nánu
samstarfi fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla til uppbyggingar
íslensks atvinnulífs.
Hver styrkur verður á bilinu 5 til 10 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir
að í fyrri lotu (2005 til 2006) verði styrkir veittir til allt að tveggja ára fyrsta
árið og til eins árs annað árið. Í seinni lotu (2007 til 2009) er gert ráð fyrir
að veittir verði styrkir til þriggja ára verkefna. Í fyrri lotu er heimilt að
leggja fram verkáætlun til lengri tíma en tveggja ára. Frekari styrkveiting til
verkefnisins verður í samkeppni við aðrar nýjar umsóknir. Styrkir mark-
áætlunar geta numið frá fjórðungi til helmings af heildarkostnaði verkefnis
og í sérstökum tilvikum allt að tveimur þriðju hlutum heildarkostnaðar.
Styrkirnir verða verkefnisstyrkir hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðr-
um samkeppnissjóðum.
Sérstök umsóknareyðublöð gilda fyrir markáætlunina, sameiginleg fyrir
bæði svið hennar. Þau er hægt að nálgast ásamt upplýsingum um áætlun-
ina og frekari leiðbeiningum á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands -
Rannís. Slóðin á heimasíðu Rannís er: http://www.rannis.is. Umsóknum og
öllum fylgiskjölum skal skila á ensku. Umsóknir verða metnar faglega í
fagráði að fengnum umsögnum innlendra og/eða erlendra sérfræðinga.
Þetta gerðist uppi á Skaga nokkrum árum eftir stríð. Ílandinu ríktu innflutningshöft og daglegur kostur lands-manna var soðning og mjólkurgrautur, stöku sinnumkjötbollur og sunnudagslæri um helgar ef pyngjan leyfði.Eitt sinn bar svo við húsfreyja kom heim frá Reykjavík
með Eldborginni gömlu og hafði meðferðis litfagra ávexti. Börnin
fengu vatn í munninn við þessa sjón en móðir þeirra sagði einbeitt
en þetta mættu þau ekki borða fyrr en næsta dag. Hún setti mun-
gætið í skál sem blasti við öllum og sagði að nú ætlaði hún að
kenna börnum sínum að standa freistingar. Sú lexía væri nauðsyn-
leg fyrir lífið.
Litla stúlkan, sem tvísté lengi fyrir framan ávaxtaskálina, er
grannkona mín og báðar nálgumst við óðfluga það takmark að
komast í hóp aldraðra. Kannski er það ekki síst hollum uppeldis-
háttum að þakka að hún er einn heilsteyptasti og besti vinur sem
ég hef hitt á lífsleiðinni. Trygglyndi hennar er gullvægt, og ég
efast um að hún hafi nokkurn tímann stigið á strik eða svindlað svo
að vitnað sé til sígildra barnaleikja. En hún er líka með skemmti-
legri konum og á það raunar til að falla í meinlitla freistni þegar
svo ber undir því allt orkar nú tvímælis þá gert er
eins og Njáll gamli sagði.
En hversu margir foreldrar leggja það á sig að
kenna börnum sínum staðfestu gagnvart freist-
ingum? Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þær blasa
hvarvetna við, í verslunum, fjölmiðlum, auglýs-
ingapésum sem varla verður þverfótað fyrir þegar
hátíðir eða fermingar eru í nánd. Þær getur að líta í ranni nábúans,
á sviði afþreyingar og skemmtunar og jafnvel þar sem hvatt er til
útivistar og hreyfingar.
Með lævíslegum hætti er því komið inn hjá börnum og ungling-
um að rándýr útbúnaður sé nauðsynlegur þeim sem ætli að stunda
skíðaíþrótt, hjólreiðar, golf eða hvert sem áhugamálið er. Og for-
eldrarnir bíta á agnið, oft af misskilinni umhyggju fyrir afkvæmum
sínum eða bara af einskærri leti eins og téð grannkona mín orðaði
það þegar við vorum báðar að ala upp börn.
,, Auðvitað er langþægilegast að losna við suðið, sleppa öllu
þrasi, segja bara já og borga, “ sagði hún og svo stálumst við báðar
í súkkulaðibita með kaffinu, þrátt fyrir yfirlýstan vilja um nýja
megrunarkúrinn. Og þegar bragðlaukarnir höfðu unnið vel á freist-
ingunni – kannski líka á nýjustu slúðursögunni – og við orðnar svo-
lítil skömmustulegar, urðum við sammála um að sá vandi, sem
blasti við uppalendum í landi allsnægtanna, væri síst minni en þeg-
ar skortur vofði yfir og dugnað og hyggindi þurfti til að koma
börnum til manns. Gamla aðferðin ofan af Skaga væri enn í góðu
gildi.
Nú fylgjumst við með afkomendum okkar heyja baráttuna við að
koma ungviði sínu á legg í samfélagi sem býður upp á enn meiri
allsnægtir og freistingar en áður. Þar þarf enn að beita dugnaði og
hyggindum, en ekki síst til að setja skynsamleg mörk og koma
börnum í skilning um að lífið snýst um svo margt betra en falboð-
inn varning. Við vitum vel að það er ekki í verkahring ömmu eða
langömmu að setja þessi mörk sem stöðugt þenjast út enda er allt í
heiminum hverfult. Og hvaða barn lítur núna á það sem þolraun að
standast vínber í skál?
Að standast
vínber í skál
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Guðrúnu
Egilson
CARITAS á Íslandi hefur nýlega
afhent Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans 410 þúsund
krónur.
Þetta var ágóði af styrktartón-
leikum sem fram fóru í Krists-
kirkju við Landakot.
Sigríður Ingvarsdóttir, formað-
ur Caritas á Íslandi, segir í til-
kynningu: „Þrátt fyrir velferð
þegar á heildina er litið þarf ekki
að leita langt yfir skammt til að
finna hjálparþurfendur sem við
getum lagt lið. Komið hefur fram
að fimmtungur barna og unglinga
eigi við geðheilsuvandamál að
stríða einhvern tíma fyrir 18 ára
aldur, í lengri eða skemmri tíma.
Landsþekktir listamenn komu
og gáfu vinnu sína sem þeir hafa
alltaf gert varðandi styrktartón-
leika Caritas.
Eitt af meginverkefnum Car-
itas á Íslandi er að styðja við
bakið á þeim sem hafa farið
góðra hluta á mis eða settir hjá í
tilverunni.“
Caritas styrkir BUGL