Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 31
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 31
!
"
#
#
#
$ % &'
( )
!
" # $
%%%
Ársfundur Lífeyrissjó›sins Frams‡nar ver›ur haldinn a› Grand Hótel
Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl 2005 og hefst kl. 15.00.
Ársfundur 2005
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Samrunasamningur við Lífeyrissjóð sjómanna og tillögur til breytinga
á samþykktum sjóðsins. Meginefni tillagnanna er að sjóðirnir sameinist
frá og með 1. júní 2005 og taki frá sama tíma upp nýtt aldurstengt
réttindakerfi. Kynningargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins,
www.framsyn.is, þ.m.t. samrunasamning og tillögur að nýjum samþykktum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúaráð að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á ársfundinum.
Að loknum ársfundinum verður haldinn stofnfundur nýja sjóðsins og hefst hann
kl. 18.00 þennan sama dag, enda hafi ársfundir beggja sjóðanna samþykkt
samrunasamninginn.
Reykjavík 15. apríl 2005
Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
I‹
/
S
ÍAReyðarfjörður | Leikfélag Reyð-
arfjarðar í samvinnu við nemenda-
félag Grunnskóla Reyðarfjarðar
frumsýndi leikritið Uppreisn Æru
eftir Ármann Guðmundsson sl. mið-
vikudag. Höfundur er jafnframt
leikstjóri.
Leikritið gerist í spjallþættinum
„Á milli steins og sleggju“ þar sem
þáttarstjórnandinn Agnar Smári
leysir vandamál fólks í beinni út-
sendingu. Gestur kvöldsins er ung
stúlka, Æra Þöll, en vinkonur henn-
ar hafa platað hana í þáttinn undir
því yfirskyni að þær eigi að vera
gestir í sal. Áður en hún veit af eru
hennar persónulegustu leyndarmál
afhjúpuð fyrir framan alþjóð með
aðstoð fjölskyldu hennar, vina og
sérfræðinga.
Uppreisn Æru er annað verkefni
Leikfélagsins á þessu ári en í haust
sýndi leikfélagið Álagabæinn eftir
Ármann Guðmundsson. Þetta er
einnig í annað skipti sem leikfélagið
á í samstarfi við nemendafélag
grunnskólans, en það er stefna skól-
ans að allir nemendur hans taki þátt
í stórri leiksýningu á meðan þau eru
í skólanum. Allir nemendur 8., 9. og
10. bekkjar taka þátt í sýningunni.
Nú eru tvær sýningar að baki en
næstu sýningar verða nk. sunnudag,
24. apríl, kl. 15 og aftur kl. 20. Sýnt
er í Félagslundi og miðaverð er
1.000 kr.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Agnar Smári og Æra Þöll í nýju leikriti Leikfélags Reyðarfjarðar.
Uppreisn Æru
á Reyðarfirði
UNNIÐ verður að uppbyggingu
tveggja grunnskóla í Kópavogi sem
munu nýtast Vatnsenda- og Kóra-
hverfi auk endurbóta á skólalóðum í
eldri hverfum skv. fjárhagsáætlun
bæjarins árin 2006–8.
Þá er áformað að stækka Kársnes-
skóla vegna væntanlegrar fjölgunar
íbúa í Kársnesi, fjórir leikskólar verða
byggðir á tímabilinu í Vatnsenda-,
Kóra- og Þingahverfi og einn eldri
skóli, Marbakki, verður stækkaður.
30.000 manna bær árið 2008
Í forsendum fjárhagsáætlunar er
gert ráð fyrir yfir 4% meðaltalsfjölg-
un bæjarbúa á tímabilinu og að Kópa-
vogsbær verði orðinn 30.000 manna
bær árið 2008.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá
rekstri nemi 2,2, milljörðum árið 2008
sem skili sér í auknum framkvæmd-
um og lækkun langtímaskulda. Gert
er ráð fyrir að greiða niður skuldir um
200 milljónir á tímabilinu en að vergar
framkvæmdir verði á bilinu 2,2 til 3
milljarðar.
Stefnt er að því að byggja nýja
þjónustumiðstöð fyrir aldraða og
ljúka við uppbyggingu sundlaugar og
íþróttamiðstöðvar að Versölum og
hefjast handa við uppbyggingu
íþróttamannvirkja í Vatnsenda.
Tveir nýir
skólar byggðir
í Kópavogi
♦♦♦
Á SÍÐASTA fundi jafnréttis- og fjöl-
skyldunefndar Akureyrar var tekið
fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis
þar sem óskað er umsagnar um til-
lögu til þingsályktunar um bætt
starfsumhverfi fyrir kvennahreyf-
inguna á Íslandi. Nefndin lýsir yfir
ánægju með framkomna þingsálykt-
unartillögu og telur að hún geti
stuðlað að öflugu starfi að jafnrétt-
ismálum á vettvangi frjálsra félaga-
samtaka. Slíkt starf getur verið mik-
ilvægur stuðningur við jafnréttis-
starf opinberra aðila eins og
jafnréttisnefnda sveitarfélaga.
Ánægja með
nýja tillögu
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn