Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.04.2005, Qupperneq 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 31                                              !       "   #  #   #  $ % &'     ( )                                       !  "  #  $      %%%               Ársfundur Lífeyrissjó›sins Frams‡nar ver›ur haldinn a› Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl 2005 og hefst kl. 15.00. Ársfundur 2005 Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Samrunasamningur við Lífeyrissjóð sjómanna og tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Meginefni tillagnanna er að sjóðirnir sameinist frá og með 1. júní 2005 og taki frá sama tíma upp nýtt aldurstengt réttindakerfi. Kynningargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.framsyn.is, þ.m.t. samrunasamning og tillögur að nýjum samþykktum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa fer með atkvæði á ársfundinum. Að loknum ársfundinum verður haldinn stofnfundur nýja sjóðsins og hefst hann kl. 18.00 þennan sama dag, enda hafi ársfundir beggja sjóðanna samþykkt samrunasamninginn. Reykjavík 15. apríl 2005 Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍAReyðarfjörður | Leikfélag Reyð- arfjarðar í samvinnu við nemenda- félag Grunnskóla Reyðarfjarðar frumsýndi leikritið Uppreisn Æru eftir Ármann Guðmundsson sl. mið- vikudag. Höfundur er jafnframt leikstjóri. Leikritið gerist í spjallþættinum „Á milli steins og sleggju“ þar sem þáttarstjórnandinn Agnar Smári leysir vandamál fólks í beinni út- sendingu. Gestur kvöldsins er ung stúlka, Æra Þöll, en vinkonur henn- ar hafa platað hana í þáttinn undir því yfirskyni að þær eigi að vera gestir í sal. Áður en hún veit af eru hennar persónulegustu leyndarmál afhjúpuð fyrir framan alþjóð með aðstoð fjölskyldu hennar, vina og sérfræðinga. Uppreisn Æru er annað verkefni Leikfélagsins á þessu ári en í haust sýndi leikfélagið Álagabæinn eftir Ármann Guðmundsson. Þetta er einnig í annað skipti sem leikfélagið á í samstarfi við nemendafélag grunnskólans, en það er stefna skól- ans að allir nemendur hans taki þátt í stórri leiksýningu á meðan þau eru í skólanum. Allir nemendur 8., 9. og 10. bekkjar taka þátt í sýningunni. Nú eru tvær sýningar að baki en næstu sýningar verða nk. sunnudag, 24. apríl, kl. 15 og aftur kl. 20. Sýnt er í Félagslundi og miðaverð er 1.000 kr. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Agnar Smári og Æra Þöll í nýju leikriti Leikfélags Reyðarfjarðar. Uppreisn Æru á Reyðarfirði UNNIÐ verður að uppbyggingu tveggja grunnskóla í Kópavogi sem munu nýtast Vatnsenda- og Kóra- hverfi auk endurbóta á skólalóðum í eldri hverfum skv. fjárhagsáætlun bæjarins árin 2006–8. Þá er áformað að stækka Kársnes- skóla vegna væntanlegrar fjölgunar íbúa í Kársnesi, fjórir leikskólar verða byggðir á tímabilinu í Vatnsenda-, Kóra- og Þingahverfi og einn eldri skóli, Marbakki, verður stækkaður. 30.000 manna bær árið 2008 Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir yfir 4% meðaltalsfjölg- un bæjarbúa á tímabilinu og að Kópa- vogsbær verði orðinn 30.000 manna bær árið 2008. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri nemi 2,2, milljörðum árið 2008 sem skili sér í auknum framkvæmd- um og lækkun langtímaskulda. Gert er ráð fyrir að greiða niður skuldir um 200 milljónir á tímabilinu en að vergar framkvæmdir verði á bilinu 2,2 til 3 milljarðar. Stefnt er að því að byggja nýja þjónustumiðstöð fyrir aldraða og ljúka við uppbyggingu sundlaugar og íþróttamiðstöðvar að Versölum og hefjast handa við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vatnsenda. Tveir nýir skólar byggðir í Kópavogi ♦♦♦ Á SÍÐASTA fundi jafnréttis- og fjöl- skyldunefndar Akureyrar var tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um til- lögu til þingsályktunar um bætt starfsumhverfi fyrir kvennahreyf- inguna á Íslandi. Nefndin lýsir yfir ánægju með framkomna þingsálykt- unartillögu og telur að hún geti stuðlað að öflugu starfi að jafnrétt- ismálum á vettvangi frjálsra félaga- samtaka. Slíkt starf getur verið mik- ilvægur stuðningur við jafnréttis- starf opinberra aðila eins og jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Ánægja með nýja tillögu Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.