Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÖLDUGATA - HF. - SÉRHÆÐ
Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í
einkasölu neðri hæð í tvíbýli, ásamt kjall-
ara, samtals um 143,5 fermetrar, vel stað-
settu við Hamarinn í hjarta Hafnarfjarðar.
Eignin er í góðu standi og stuðst hefur við
upphaflegt skipulag eignarinnar. Eignin
skiptist í inngang, hol, eldhús, góða borð-
stofu, gestasnyrtingu, stóra stofu, barna-
herbergi, gott hjónaherbergi með skáp-
um. Frá gangi er gengið niður stiga. Þar
er sérinngangur, hol, baðherbergi og þvottahús. Gott unglingaherbergi og geymsla. Gólfefni eru
gólffjalir, flísar og dúkur. Skemmtilegur bakgarður snýr í suður upp að Hamrinum. Eign sem vert
er að skoða. Verð 21,9 millj.
KLETTABERG - HF. - PARHÚS
Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í
einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað
glæsilegt arkitektahannað parhús með
innbyggðum 60 fm bílskúr, samtals ca
220 fm. Eignin er smekklega innréttuð m.
vönduðum innréttingum og gólfefnum.
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borð-
stofu, eldús, gestasnyrtingu, þvottahús og
herbergi. Á efri hæð eru tvö herbergi, alrými sem auðvelt er að útbúa herbergi, baðherbergi. Fal-
legur sólpallur og bílastæði hellulögð með lýsingu. Góðar 20 fermetra svalir. Glæsilegt útsýni.
Glæsileg eign. Myndir af eigninni á mbl.is og heimasíðu hraunhamars. Verð 39,9 millj.
BURKNAVELLIR - HF. - EINBÝLI
Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í
sölu mjög gott nýtt einbýli á einni hæð
með innbyggðum bílskúr samtals um 206
fermetrar vel staðsett við hraunjaðarinn í
Vallarhverfi í Hafnarfirði. Húsið hefur ver-
ið nýlega innréttað með fallegum innrétt-
ingum og gólfefnum. Eignin skiptist í for-
stofu , hol, eldhús, borðstofu, stofu, 4 góð
herbergi , tvö baðherbergi, þvottahús og
stóran bílskúr. Afgirt verönd. Frábær stað-
setning. Friðlýst svæði austan við húsið.
Verð 41 millj.
LAUTASMÁRI - 3JA KÓPAVOGI
Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í
sölu mjög fallega 95,1 fermetra íbúð á
annarri hæð í góðu og vel staðsettu fjöl-
býli í Smárahverfi í Kópavogi. Eignin
skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu,
eldhús, tvö góð herbergi, baðherbergi,
þvottahús og geymslu. Glæsilegar innrétt-
ingar og gólfefni eru parket og flísar.
Góðar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu.
Verð 21,5 millj.
Húseignir við Laufásveg
- 101 Reykjavík
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Tvær frábærlega staðsettar samliggjandi húseignir í sunnanverðum Þingholtum við
Laufásveg eru til sölu. Annars vegar er fjögurra hæða hús í mjög góðu ásigkomu-
lagi, sem er samtals 320 fm og einnig sambyggt og nýlega endurbyggt hús með sér
(samþykktri) 3ja herbergja 80,5 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Góður
afgirtur bakgarður með heitum potti og saunahúsi. Tvö sérbílastæði. Í stærri eign-
inni er nú rekið huggulegt gistiheimili á heilsársgrunni með frábæru orðspori til
margra ára. 8 gestaherbergi fyrir um 20 manns með 4 baðherbergjum ásamt gesta-
móttöku, skrifstofu, setustofu, borðsal og eldhúsi á jarðhæð. Til greina kemur sala
eignanna eingöngu eða sala eignanna ásamt rekstri. Verð tilboð.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson,
sími 588 4477 eða 822 8242
Til leigu glæsilegt húsnæði
í Bæjarlind 12 Kópavogi 250 og 50 fm
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Um er að ræða ca 250 fm glæsilegt verslunar- og
þjónusturými á 1. hæð (aðalhæð), auk þess er 50
fm rými á sömu hæð. Húsnæðið hentar mjög vel
undir hvers lags þjónustu, svo sem verslun, apótek
og þjónustu og/eða læknastofur, læknatengda
starfsemi, sjúkraþjálfun o.m.fl. Húsnæðið er að
hluta til opið rými, eldhús, skrifstofur, (læknastof-
ur), og salerni. Sérinngangur frá götu. Frábær
staðsetning.
Góð bílastæði. Mjög gott auglýsingagildi.
Í húsinu er í dag m.a. læknatengd starfsemi.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Þorragata
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 108 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi
við Þorragötu. Auk þess fylgir íbúðinni 19 fm innbyggður bílskúr (innan-
gengt). Vandaðar innréttingar. Glæsilegar stofur. Stórar svalir sem eru
yfirbyggðar að hluta til. Einstakt útsýni. Húsvörður er í húsinu. Verð 39 millj.
MIKIÐ hefur verið rætt síðustu
ár innan Evrópu um einkaleyfis-
vernd tölvutengdra uppfinninga,
þ.e. uppfinninga sem framkvæmdar
eru með hjálp tölvuforrita, og
hvaða afstöðu Evrópusambandið
eigi að taka í þessu máli. Þó nokk-
uð hefur verið deilt um það hvort
einkaleyfisvernd henti tölvu-
forritum og eru viðhorfin mjög mis-
munandi hjá framleiðendum hug-
búnaðar, hinum ýmsu
hagsmunaaðilum og
áhugamönnum innan
Evrópu. Með grein
þessari er ætlunin að
skýra í stuttu máli frá
því hvernig þessi mál
hafa þróast og skoða
stöðuna í dag.
20. febrúar 2002,
lagði framkvæmda-
stjórn ESB fram til-
lögu að tilskipun um
einkaleyfishæfi tölvu-
tengdra uppfinninga
(Proposal for a
Directive on the
patentability of computer-
implemented invent-
ions). Tillagan hefur
verið mikið rædd bæði
af þingi ESB og fram-
kvæmdaráði ESB en
þingið samþykkti til-
löguna 2003, með tals-
verðum breytingum.
Breytingarnar fólu í
sér þýðingarmikla tak-
mörkun á einkaleyf-
ishæfi hugbúnaðar, en
samkvæmt þeim var
ekki hægt að fá einka-
leyfi á tölvutengdum
nýjungum á sviði
gagnavinnslu né nýjum lausnum
byggðum á gagnasamskiptum.
Þrátt fyrir andstöðu nokkurra að-
ildarríkja og samhljóða ákvörðun
þings ESB um að fara þess á leit
við framkvæmdastjórn ESB að til-
skipunin yrði dregin til baka, tók
framkvæmdaráðið þá ákvörðun í
mars, að afgreiða tilskipunina að
mestu eins og hún hafði komið frá
framkvæmdastjórninni en þó var
tekið tillit til einhverra breytinga
þingsins.
Umræðu um þetta efni má rekja
til ársins 2000 þegar fram-
kvæmdastjórn ESB gaf út skýrslu
um einkaleyfisvernd tölvuforrita.
Almenningi og aðildarríkjum var
boðið að gera athugasemdir við
meginefni hennar. Í meirihluta at-
hugasemdanna kom fram að þörf
væri á skýrri afstöðu til einkaleyf-
isverndar tölvuforrita og töldu
flestir að sú lagalega óvissa sem
væri ríkjandi á þessu sviði og
ósamræmi í túlkun aðildarríkja,
hefði slæm áhrif á iðnað og efna-
hagslíf innan Evrópusambandsins.
Hins vegar má segja að þeir sem
komu fram með athugasemdir hafi
klofnað í tvennt í afstöðu sinni til
hvaða aðgerða ætti að grípa, ann-
ars vegar voru það þeir sem vildu
sjá strangar takmarkanir á einka-
leyfisvernd tölvuforrita og hins
vegar þeir sem studdu meira eða
minna núverandi framkvæmd innan
Evrópsku einkaleyfastofunnar
(EPO) en núverandi tillaga er að
mestu byggð á þeirri framkvæmd.
Samkvæmt þeirri tillögu sem nú
liggur fyrir er ekki veitt einkaleyfi
á tölvuforritum sem slíkum, þ.e.
einum og sér, heldur tæknilegum
uppfinningum (tölvu, tölvukerfi eða
Einkaleyfisvernd forrita
Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir
skrifar í tilefni af
alþjóðlega hugverkaréttar-
deginum 26. apríl
Ólöf Vigdís
Ragnarsdóttir
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111