Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Málþing um reynsluna af nýju kerfi sam-keppnissjóða vísinda- og tæknirann-sókna verður haldið á Hótel Loftleið-um fimmtudaginn 28. apríl kl. 13. Boðað er til málþingsins af Rannís, starfsnefndum Vísinda- og tækniráðs, menntamálaráðuneytinu og iðnaðarráðuneytinu. Hans Kristján Guðmundsson er forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís), en Rannís sér um að reka hina nýju samkeppnissjóði. Hans Kristján segir að undanfarin tvö ár hafi verið í gangi nýtt opinbert stjórnkerfi vísinda og tækni og á málþinginu sé ætlunin að skoða hvernig þetta nýja kerfi hafi skilað sér. „Fyrir tveimur árum var stefnumótun í vísindum og tækni flutt inn í nýstofn- að Vísinda- og tækniráð sem hefur tvo ráðherra innanborðs. Til að auka fjármagn til rannsókna í samkeppni var sjóðakerfinu á sama tíma breytt á þann hátt að þeir tveir sjóðir sem fyrir voru undir hatti Rannís og hétu Vísindasjóður og Tæknisjóð- ur, voru sameinaðir í einn sjóð sem heitir Rann- sóknarsjóður. Í þennan sjóð sækja vísindamenn, tæknimenn, fyrirtæki, stofnanir og háskólar, fé til verkefna, allt frá grunnrannsóknum til hagnýtra rannsókna. Einnig var stofnaður nýr sjóður á veg- um iðnaðarráðuneytisins sem heitir Tækniþróun- arsjóður og er hann rekinn af Rannís. Á málþinginu ætlum við að velta upp spurningum um það hvort þessar breytingar hafi orðið til góðs eða ills, fara í gegnum úthlutunarstefnu sjóðanna og einnig verð- ur skoðað á hvern hátt er unnið úr umsóknum, hvernig matið fer fram og hver reynslan sé af því. Við í Rannís ætlum að bregða upp mynd af árangri stofnana og fyrirtækja í þessu nýja kerfi og skoða hvort eitthvað megi betur fara og ég efast ekki um að lífleg umræða skapast um það, því mikill slagur er um það fjármagn sem til boða stendur. Einnig munu fulltrúar þeirra stofnana og fyrirtækja sem sækja í sjóðina, tjá sig um hvernig þetta nýja kerfi virkar. Við verðum með pallborðsumræður þar sem púlsinn verður tekinn á þessu nýja kerfi styrkt- arsjóða, en allir í vísindasamfélaginu eru mjög gagnrýnir á að þessir sjóðir séu ekki nógu stórir.“ Hans Kristján segir að úthlutað sé einu sinni á ári bæði úr hinum nýja Rannsóknarsjóði og Tækniþró- unarsjóði. „Úthlutun úr þessum samkeppnis- sjóðum er mikilvæg viðbót við vísindasamfélagið, því eingöngu er úthlutað til gæðaverkefna. Í heild- ina er það mín tilfinning að ýmislegt hafi batnað með þessu nýja kerfi og þá fyrst og fremst í formi aukins fjármagns í sjóðunum.“ Frekari upplýsingar um málþingið má finna á slóðinni www.rannis.is. Málþing | Um reynslu af nýju kerfi samkeppnissjóða vísinda- og tæknirannsókna Púlsinn tekinn á nýju sjóðakerfi  Hans Kristján Guð- mundsson er fæddur árið 1946. Hann lauk prófi í eðlisverkfræði (civ.ing) við Tæknihá- skólann í Stokkhólmi 1973 og doktorsprófi í eðlisverkfræði frá sama skóla 1982. Hans Kristján hefur gegnt starfi forstöðumanns Rannís frá því árið 2003. Hans Kristján er kvæntur Sólveigu Georgsdóttur og saman eiga þau soninn Gunnar Ólaf. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skraut, 4 hnött- um, 7 ánægja, 8 lagvopn, 9 voð, 11 heimili, 13 hlífa, 14 gróði, 15 dæld, 17 klúr- yrði, 20 bókstafur, 22 út- deilir, 23 ávani, 24 stal, 25 hás. Lóðrétt | 1 mergð, 2 grein- in, 3 mjó gata, 4 köggul, 5 nam, 6 skadda, 10 uxans, 12 miskunn, 13 tré, 15 vökvi, 16 rolan, 18 læsum, 19 lofar, 20 stríði, 21 bjart- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 geðprúðar, 8 lútur, 9 Ingvi, 10 kol, 11 tinna, 13 linna, 15 flagg, 18 snæða, 21 ætt, 22 skarf, 23 aular, 24 hlunnfara. Lóðrétt | 2 ertin, 3 purka, 4 úrill, 5 aggan, 6 hlýt, 7 fita, 12 nag, 14 inn, 15 fisk, 16 aðall, 17 gæfan, 18 starf, 19 ætlar, 20 aurs.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Akureyjakirkja | Kirkjulistaviku lýkur um helgina með kantötuguðsþjónustu kl. 11 á sunnudag. Fluttir verða þættir úr kant- ötunni: „Es ist euch gut dass ich hingehe“ eftir Bach. Í messunni prédikar sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup. Hátíð- artónleikar kl. 16. Flutt verða verk eftir Widor og Duruflé. Æðruleysismessa kl. 20.30. Langholtskirkja | Söngsveitin Fílharmónía flytur verkið Carmina Burana eftir Carl Orff í Langholtskirkju 24. og 26. apríl kl. 20. Í flutningnum taka þátt einsöngv- ararnir Hallveig Rúnarsd., Ólafur Kjartan Sigurðars. og Þorgeir J. Andréss., drengjakór Kársnesskóla og hljómsveit skipuð 2 píanóum og 6 slagverksleikurum. Stjórnandi er Óliver Kentish. Laugarborg | Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja þýska ljóða- söngva kl. 15. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Kamm- ertónleikar kl. 17. Kristján Matthíasson, fiðluleikari, Ásdís Arnardóttir, sellóleikari og Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, píanó- leikari, flytja verk eftir Bach, Saint-Saëns, Jón Nordal og Erik Júlíus Morgensen. Tónleikarnir eru í tónleikaröð kennara Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar í tilefni af 40 ára afmæli skólans á síðsta ári. Seltjarnaneskirkja | Te deum eftir Charpentier. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna kl. 15. Auk þess flytja söngvarar úr kammerkórnum ýmsar einsöngsaríur með hljómsveitinni eftir Mozart, Puccini og Bizet. Fyrirlestrar Þjóðmenningarhúsið | Dagskrá í töluðu máli og tónum um Hallgrím Pétursson – skáld mánaðarins fer fram kl. 15–16. Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur leitar svara við spurningunni hvað gerði Hall- grím að skáldi – með áherslu á uppvaxtar- og mótunarár hans. Bára Grímsdóttir og Chris Foster leika og spila kvæði Hall- gríms. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Eden, Hveragerði | Davíð Art Sigurðsson sýnir olíumálverk. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason sýnir skúlptúra. Sýningin ber heitið „Vasa- málverk – vasinn geymir bæði andann og efnið“. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson Af- gangar. Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Regína Loftsdóttir sýnir olíumálverk máluð á striga. Gallery Terpentine | Odd Nerdrum og Stefán Boulter. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Grafíksafn Íslands | Daði Guðbjörnsson sýnir vatnslitamynd. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Sýning Jóhannesar Dags- sonar, „Endurheimt“. Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmannahöfn og Hafn- arborg, hefur Johannes Larsen-safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á ís- lenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norðurlandabúans“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum, 1. hæð. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Olíumálverk og skúlptúrar unnir í leir og málaðir með olíulitum. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945. Rúrí – Archive Endangered waters. Síðasta sýningarhelgi. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Síðasta sýningarhelgi. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI. Hörður Ágústsson. Yfirlits- sýning. Síðasta sýningarhelgi. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex norrænna myndarlistarmanna frá Finn- landi, Danmörku og Íslandi. Norska húsið í Stykkishólmi | Mál- verkasýning Péturs Péturssonar. Saltfisksetur Íslands | Sýning Fríðu Rögnvaldsdóttur, „Fiskar og fólk“. Allar myndirnar eru unnar með steypu á striga. Salurinn | Andi Manns er heiti á sýningu Leifs Breiðfjörðs. Stórir steindir gluggar, svífandi glerdrekar, eru uppistaða sýn- ingar Leifs. Í dag kl.14 verður Leifur með leiðsögn um sýninguna. Smáralind | Sýning Amnesty Int- ernational „Dropar af regni“ stendur yfir í Smáralind. Yzt – gallerí og listverslun | Vatnsheimar – verk Mireyu Samper. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýn- ingarnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Þrastalundur, Grímsnesi | Sveinn Sigurjónsson frá Galtalæk 2 í Rang- árvallasýslu sýnir olíumálverk í Þrasta- lundi. Leiklist Hvolskóli, Hvolsvelli | Fundur hjá Leik- félagi Rangæinga kl. 20. Listasýning Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir sýnir í Suðsuðvestri. Verkin á sýningunni eru unnin útfrá vangaveltum um upplifun okk- ar á tímanum. Opið fimmtud. og föstud. kl. 16–18, um helgar kl. 14–17. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðl- unarsýning um ævi skáldsins og umhverfi. Sími 5868066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hallgrímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk hans og út- gáfur á þeim hér á landi og erlendis og þann innblástur sem þau veita listamönn- um, ekki síst í nútímanum. Drepið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við at- burði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Man- froni-bræðra. Opið kl. 11–17. Mannfagnaður Wesak-hátíðin | Helgasta hátíð ljóssins, Wesak-hátíðin, er haldin í Síðumúla 15, 3. hæð, um helgina. Fréttir ITC-samtökin á Íslandi | Landsþing ITC á Íslandi verður haldið dagana 29.–30. apríl í Oddfellow-húsinu, Vonarstræti 10 í Reykjavík og er öllum opið. Uppl. fást: www.simnet.is/itc, eða s: 698–7204/897– 4439. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda 12-spora fundi öll mánudagskvöld kl. 20–21.30 í Tjarn- argötu 20, Rvík. Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. ITC-Harpa | Fundur 26. apríl kl. 20, á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir vel- komnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itc- harpa@hotmail.com, heimasíða http:// itcharpa.tripod.com. Nánari uppl. Guðrún Rut, s: 898 9557. Kraftur | Aðalfundur Krafts, sem er stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, verður haldinn 26. apríl í Skóg- arhlíð 8, 4. hæð. Veitingar í boði Krafts. Norræna húsið | Á opnum fundi Félagsins Ísland-Palestína í dag kl. 15–17, munu al- þingismennirnir Jónína Bjartmarz og Magnús Þór Hafsteinsson greina frá ný- yfirstaðinni ferð sinni til hertekinnar Pal- estínu og Ísraels. Fundurinn hefst með söng systkinanna Díönu og Mohamads Einars Laham. Rauði krossinn | Rauða kross-deildin heldur aðalfund á Hvolsvegi 31, Hvolsvelli, á morgun, kl. 20. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nýir vinir og ný andlit gera líf þitt spennandi og skemmtilegt. Fjárfesting í nýjum tækjabúnaði og skyndi- hugdettur í innkaupum koma ánægju- lega á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinur segir eða gerir eitthvað sem kem- ur þér verulega á óvart. Kannski verður óvenjuleg eða sérvitur manneskja á vegi þínum. Þú hefur gaman af skrýtnu fólki en býður því helst ekki heim. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn fær tækifæri til þess að vinna að hugðarefnum sínum með fulltingi op- inberra samtaka eða gegnum stóra stofnun. Vertu opinn fyrir öllum mögu- leikum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn gælir við ýmsar óvenjulegar hugmyndir í kollinum. Einhverjir kynnu að segja að þær væru út í hött, en hann hefur vegið og metið áhættuna. Gangi þér vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið tekur afstöðu í mikilvægu máli í dag og kemur öðrum á óvart, ekki síst tilteknum aðilum. Þú óttast ekki að standa á sannfæringu þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan fær hugsanlega óvænt tækifæri til þess að ferðast, mennta sig eða þjálfa. Gríptu þau. Ef gæfan brosir við manni, verður maður að vera móttæki- legur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin gleðst yfir litlum breytingum henni í hag, gjöf eða hlunnindum af ein- hverju tagi. Fólk lítur hana jákvæðum augum núna. Vertu opin og móttækileg. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn finnur ef til vill til eirð- arleysis í nánu sambandi í dag. Hann þráir kannski meiri spennu. Farðu var- lega, það þýðir ekki að hrista upp í hlutunum bara af því manni leiðist. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn fær tækifæri til þess að fræðast um raftæki og tækni í dag. Kynntu þér framfarir á sviðum sem þú þekkir ekki. Tæknin er komin til þess að vera, svo mikið er víst. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ást við fyrstu sýn, spennandi daður, óvænt partí og skemmtileg dægrastytt- ing gera daginn spennandi fyrir stein- geitina. Leyfðu þér að fljóta með. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Óvæntra tíðinda er von í málum sem varða fasteignir, en jafnframt eru nokkrar líkur á hagnaði. Óvæntar uppá- komur tengdar heimili og fjölskyldu verða á næstunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samræður við systkini og fólk í daglegu umhverfi fisksins verða spennandi í dag. Óvænt slúður berst þér til eyrna. Samskipti einkennast af gleði og hress- leika. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú tjáir þig á áhrifaríkan hátt og ert jafnframt tilfinninganæm og umhyggju- söm manneskja. Þú kýst öryggi fjölskyldu- lífsins en ert líka metnaðargjörn í starfi. Þú ert frábært foreldri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.