Morgunblaðið - 24.04.2005, Síða 53
Spoex | Aðalfundur SPOEX, Samtaka
psoriasis- og exemsjúklinga, verður hald-
inn 27. apríl kl. 20, á Grand Hótel Reykja-
vík, Sigtúni 38. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa fjallar Ragnheiður Alfreðsdóttir
hjúkrunardeildarstjóri um: Bláa lónið – Ný
húðlækningastöð. Einnig verður fjallað um
breytingar á húsnæði félagsins.
Kynning
Kringlan | Skógræktarfélögin kynna starf-
semi sína, með það að markmiði að laða
nýja félagsmenn til liðs við hreyfinguna.
Þar verður yngri kynslóðunum boðið að
skrifa óskir sínar á miða og hengja á ós-
katré. Þetta er liður í dagskrá vegna 75
ára afmælis Skógræktarfélags Íslands á
árinu.
Smáralind | Skógræktarfélögin kynna
starfsemi sína, með það að markmiði að
laða nýja félagsmenn til liðs við hreyf-
inguna. Þar verður yngri kynslóðunum
boðið að skrifa óskir sínar á miða og
hengja á óskatré. Þetta er liður í dagskrá
vegna 75 ára afmælis Skógræktarfélags
Íslands á árinu.
Málþing
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían
– Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur.
Námskeið
Mímir-símenntun ehf | Kristinn R. Ólafs-
son útvarpsmaður í Madríd mun sjá um
tveggja kvölda námskeið um höfuðborg
Spánar dagana 26. og 28. apríl kl. 20–22,
hjá Mími-símenntun. Stiklað verður á
stóru í máli og myndum um sögu, listir og
menningu í Madríd. Skráning hjá Mími-
símenntun, s. 5801800 eða á www.mim-
ir.is.
MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir
landsbyggðarfólk um MS-sjúkdóminn
verður haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með
nýlega greiningu MS, upp að 2–3 árum.
Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkr-
unarfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari
veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi
MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykja-
vík. Upplýsingar veitir Margrét, fé-
lagsráðgjafi, í síma 5688620, 8970923.
www.ljosmyndari.is | Þriggja daga nám-
skeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar,
18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl
kl. 18–22, alla dagana. Verð 14.900 kr.
Einnig er boðið upp á fjarnámskeið. Nem-
endur fá eigin vefsíðu og eru í tengslum
við sinn leiðbeinanda í gegnum tölvupóst.
Skráning á www.ljosmyndari.is eða síma
898–3911.
Íþróttir
Árhús | Boltinn í beinni, sérstakt tilboð í
sal þegar meistarakeppnin er.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Á mánudögum kl.
18 er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og
farinn hringur í Elliðaárdalnum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 53
DAGBÓK
Myndlistaskólinn á Akureyri - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri
http://www.myndak.is/ - info@myndak.is
Umsóknarfrestur um skólavist er til 25. maí 2005.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958.
auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2005 - 2006
FAGURLISTADEILD-FRJÁLS MYNDLIST
Nám í fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám
sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá
nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að
takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í
listsköpun sinni.
LISTHÖNNUNARDEILD-GRAFÍSK HÖNNUN
Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og
frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast
nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu sem
gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði
hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun.
Nemendur útskrifast að loknu þriggja ára námi í
sérnámsdeildum með því að vinna lokaverkefni innan
sérgreinarinnar og skrifa rannsóknarritgerð.
Með prófskírteini fylgir skrá um námsárangur nemenda allan
skólaferilinn ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni.
Námseiningar: 90
SÝNINGAR hefjast í dag hjá Leik-
félagi Sauðárkróks á leikriti Ólafs
Hauks Símonarsonar, Þrek og tár.
Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhús-
inu árið 1995 þar sem það sló ræki-
lega í gegn. Mörg skemmtileg dæg-
urlög prýða verkið sem gerist í
vesturbænum á sjöunda áratug síð-
ustu aldar. Þar býr venjulegt fólk og
fjallar leikritið um þeirra daglega líf
og störf með skini og skúrum og
óvæntum uppákomum, rétt eins og líf
okkar allra. Undir stjórn Jóns Stef-
áns Kristjánssonar leikstjóra stíga
þar á svið 19 leikarar, margir reyndir,
nokkrir nýliðar og flestir góðir söngv-
arar, að því er segir í kynningu. Þeim
til halds og trausts á sviðinu er hljóm-
sveit sem undir stjórn Rögnvaldar
Valbergssonar flytur í sýningunni
fjölmörg lög sem færa okkur nær
stemmningu sjöunda áratugarins.
Um 20 manns í viðbót koma að sýn-
ingunni eða uppsetningu hennar á
einn eða annan hátt.
Áætlaðar eru 10 sýningar.
Þrek og tár á Sauðárkróki
24. apríl
Hvað gerði Hallgrím að skáldi?
Þjóðmenningarhús. Kl. 15. Dag-
skrá í töluðu máli og tónum um Hall-
grím Pétursson (1614–1674). Stein-
unn Jóhannesdóttir rithöfundur
leitar svara við spurningunni hvað
gerði Hallgrím að skáldi og skoðar
sérstaklega uppvaxtar- og mótunarár
skáldsins. Bára Grímsdóttir, söng-
kona, kvæðamaður og tónskáld,
syngur og kveður nokkur kvæða
Hallgríms, Chris Foster leikur undir
á gítar.
Ókeypis aðgangur og allir vel-
komnir. www.thjodmenning.is.
Kaffitilboð á veitingastofunni Mat-
ur og menning.
Heimur ljóðsins
Ljóðaþing í stofu 101 í Odda. Kl.
9.30–17. Helgina 23.–24. apríl verður
haldið ljóðaþing í Háskóla Íslands
þar sem 32 fræðimenn munu halda
erindi um ljóðagerð. Þingið verður
með sama sniði og skáldsagnaþing
sem haldið var árið 2001 en afrakstur
þess varð greinasafnið Heimur skáld-
sögunnar sem út kom sama ár. Ljóð-
listin verður án landamæra á þinginu,
eins og yfirskriftin Heimur ljóðsins
ber með sér, þ.e. fjallað verður jafnt
um ljóð sem frumort eru á íslensku,
þýdd ljóð og óþýdd erlend ljóð.
Þingið er öllum opið og stendur frá
9.30–17 báða dagana í stofu 101 í
Odda.
Vika bókarinnar
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Seljum vegakerfið
ÉG VAR að velta því fyrir mér
hvort ríkissjóður ætti ekki að selja
vegakerfið. Það er algengt í sumum
löndum að einkaaðilar eigi vegi,
brýr og jarðgöng, eins og t.d. Spöl-
ur. Á Íslandi eru líka til margir
einkavegir og líklega á þeim eftir
að fjölga þegar fleiri auðmenn
kaupa jarðir út um allt land. Svo
eiga sveitarfélögin götur í þéttbýli
sem allir landsmenn geta notað.
Það liggur því ljóst fyrir að ríkið er
í beinni samkeppni við einkaaðila
um rekstur vega. En eins og allir
vita geta einkaaðilar rekið vegafyr-
irtæki miklu betur en ríkið, og
samkeppnin sem þeir þurfa að
standa í eftir að þeir hafa keypt
vegina mun leiða til þess að kostn-
aður við viðhald og rekstur mun
lækka og þar með verður ódýrara
fyrir okkur að aka um landið okkar.
Augljóst er að nauðsynlegt er að
einn kjölfestufjárfestir kaupi ráð-
andi hlut í vegakerfinu svo stjórn
þess verði sterk þannig að fyr-
irtækið geti staðið sig í samkeppn-
inni. Að vísu eru nokkrir staðir í
dreifbýli þar sem einkaaðilar eru
ekki tilbúnir til að leggja fé í nauð-
synlegar vegabætur vegna þess að
umferð verður of lítil til að vegtoll-
ar standi undir fjárfestingunni.
Þess vegna verður ríkið að nota
hluta af hagnaðinum af sölunni til
að byggja upp vegina á þessum
stöðum. Þetta mun reyndar leiða til
þess að ríkið er aftur komið í sam-
keppni við einkaaðila, en þá er bara
að selja aftur og græða meira.
Þetta mun einnig skapa aukna
vinnu sérfræðinga í landinu, því
nauðsynlegt verður að setja á stofn
eftirlitsstofnun sem fylgist með því
að nýja fyrirtækið hafi ekki ólög-
legt samráð við sjálft sig um gjald-
töku af umferð, og fullnægi öllum
kröfum sem því eru settar um
hreinlæti, umgengni, framkomu við
verkafólk o.s.frv. Núverandi starfs-
menn Vegagerðarinnar eru tilvaldir
til að sinna þessu eftirliti, enda er
ljóst að erlendi kaupandinn mun
ekki vilja nota dýrt íslenskt vinnu-
afl við framkvæmdir, og verður því
að segja þeim öllum upp. Þekkt er í
Íslandssögunni að svokallaðir Tyrk-
ir, eru sérfræðingar í svona vinnu-
aflsleigu. Miklu hagkvæmara er að
fá starfsmenn á 6 mánaða leigu-
kjörum frá þeim en að ráða Íslend-
inga sem eru með alls konar sér-
kröfur. Þegar upp er staðið getum
við öll ekið eftir ódýrum íslenskum
vegum með bros á vör, gegn sann-
gjörnu gjaldi og glaðst yfir því hve
skynsamlega ríkið varði pening-
unum sem það fékk fyrir vegina
sem við gáfum því.
Sigurjón Jónsson,
Skólastíg 25,
Stykkishólmi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Gallerí Dvergur
Einkasýning Baldurs Geirs
Bragasonar; „Vasamálverk – vas-
inn geymir bæði andann og efnið“,
í sýningarrýminu Galleríi Dvergi,
hefur verið framlengd til sunnu-
dagsins 1. maí nk. en þá verða
gestum veittar rauðlitaðar veit-
ingar.
Á sýningunni sýnir Baldur Geir
nýlega skúlptúra sína og hljóðverk.
Sýningarrýmið Gallerí Dvergur
er í kjallara við Grundarstíg 21 í
Þingholtunum og er sýningin opin
föstudaga til sunnudaga frá 17–19
og eftir samkomulagi (s. 865-8719).
Sýning
framlengd