Morgunblaðið - 24.04.2005, Page 55

Morgunblaðið - 24.04.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 55 MENNING INNRITUN ð2005-2006i restur til 30. aprílf ðalhljóðfæri: ánari upplýsingar eru skrifstofu skólans að aut 54, sími 552 7366 18 alla virka daga, en g innritun fer rafrænt en.reykjavik.is/rrvk/.a Söngskólinn í Reykjavík sitja þeiru príl Búdapest 5. maí - Uppstigningardag frá kr. 39.990 Helgarferð í 4 nætur - Flug og gisting Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu 5. maí (Uppstigningardag). Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Þú velur um góð hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk farar- stjórn. M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á 3* hóteli með morgunmat. Netverð. GARÐVERKFÆRI Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 KEÐJUSAGIR TILBOÐSDAGAR GREINAKURLARAR HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR HEKKKLIPPUR ÚÐAKÚTAR GARÐSLÖNGUR SLÖNGUTENGI ÓDÝRAR HJÓLBÖRUR DÝRASTA fiðla sögunnar var keypt á föstudag þegar greiddar voru yfir tvær milljónir dollara fyrir Stradiv- arius-fiðlu á uppboði í New York. Samsvarar þetta um 125 milljónum króna. Fiðla lafði Tennant Fiðlusmiðurinn Antonio Stradiv- ari smíðaði fiðluna árið 1699 þegar hann var 55 ára gamall. Nefndist hún fiðla lafði Tennant, eða „The Lady Tennant violin“. Hún var seld hjá Christiés en fyrir uppboðið var búist við því að 1,2 milljónir dollara fengjust fyrir hana. Hljóðfærið sem áður hafði verið dýrasta hljóðfæri í heimi var líka Stradivarius-fiðla sem seldist á 1,8 milljónir dollara hjá Christiés í London. Reuters Adela Pena úr Eroica-tríóinu handleikur fiðluna góðu. Dýrasta fiðla sögunnar ELDRI félagar Karlakórs Reykja- víkur ásamt sópransöngkonunni Hönnu Dóru Sturludóttur halda vor- tónleika í Ými í dag kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt eins og kórinn á vanda til, en á þessum tón- leikum verður starfsemi kvart- ettsins Leikbræðra sérstaklega heiðruð, þar sem á þessu ári eru 60 ár frá því að þeir byrjuðu að syngja saman. Af því tilefni mun kórinn syngja syrpu af lögum sem kvart- ettinn gerði vinsæl, en tveir eftirlif- andi meðlima kvartettsins, Ástvald- ur Magnússon og Friðjón Þórðarson, eru meðlimir í eldri fé- lögum Karlakórs Reykjavíkur. Þá verður Jóns frá Ljárskógum einnig minnst með nokkrum lögum við texta hans, og einu lagi sem hann sjálfur samdi. Morgunblaðið/Árni Torfason Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur halda vortónleika sína í tónlistarhúsinu Ými í dag kl. 17 en einsöngvari á tón- leikunum er Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona. Stjórnandi kórsins er Kjartan Sigurjónsson. Leikbræðra og Jóns frá Ljárskógum minnst KANADÍSKUR fyrrver- andi blaðamaður að nafni Paul Kennedy hefur hleypt af stokkunum her- ferð, til að tilnefna söngvarann og lagahöf- undinn Leonard Cohen til Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Frá þessu greindi Rachel Rawlins, menningarblaðamaður á breska ríkisútvarpinu, í vikunni. Kennedy heldur því fram að Cohen líkist í mörgu gríska sagnaskáldinu Hómer og segir hann eiga verðlaunin skilin fyrir texta sína, sem einkennist af hæðnislegri sjálfsíróníu. Hann bendir ennfremur á að talið sé að Hómer hafi sjálfur verið söngvari. Virðist fáránleg hugmynd Í grein sinni bendir Rawlins á að í mörgum menningarheimum séu lagatextar mikils virtir, og bendir á rússneska ljóðahefð sem dæmi þar sem söngljóðahöfundar hafi þróast yfir í rokktónlist samtímans, og lagahöfundar hljóti ósjaldan ljóða- verðlaun. Hins vegar virðist hug- myndin um að veita listamanni á borð við Leonard Cohen Nóbels- verðlaun mjög óvenjuleg í hinum enskumælandi heimi. Verk sumra söngvara og laga- höfunda á borð við John Lennon og Bob Dylan hafi ver- ið rannsökuð og við- urkennd sem „bók- menntaverk“, en þó hafi verið hæðst að nýlegu málþingi um verk breska laga- höfundarins Morr- isseys í nokkrum breskum fjöl- miðlum. Rawlins veltir því fyrir sér hvort ástæðan fyrir hinni litlu virðingu sem vinsælir lagahöfundar njóti í hinum enskumælandi heimi stafi af mennta-elítisma – að sjá allt sem er vinsælt sem ómerkilegt – eða hvort staðreyndin sé sú að lagatextar á ensku hafi ekki verið nægilega góð- ir til þessa. Mætti Cohen fá Nóbelsverðlaun? Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Leonard Cohen ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.